Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VALDIMAR Jó- hannsson, ritstjóri Þjóðólfs, kemur að dyrum hegningar- hússins við Skóla- vörðustíg með teppi undir hendinni. Hann móðgaði Breta á hernámsárunum, var dæmdur fyrir landráð og sat 30 daga í fangelsi. FORSÍÐA Þjóðólfs þar sem segir frá fangelsun Valdimars ritstjóra. Þjóðót'fs hnepptur í vardhald gagnrýni hans á fiskselusamninginn Ég skrifaði mig Úr nýjum bókum „Ég skrífaði mig í tugthúsið“ nefnast endurminningar Valdimars Jóhannssonar bókaútgefanda eftir Gylfa Gröndal sem Forlagið gefur út. Titillinn stafar af því að Valdimar er einn af fáum ritstjórum hér á landi, sem dæmdur hefur verið til fangelsisvistar fyrir skrif sín, en hann sat í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg þrjátíu daga á hemámsárunum. Morgunblaðið birtir kaflabrot úr bókinni með leyfí útgefanda. VALDIMAR og Ingunn kona hans á götu I Kaupmannahöfn árið 1950. VALDIMAR um það leyti sem hann dvaldist á Kristneshæli sumarið 1931. Valdimar er uppalinn í Svarfaðardalnum og ákvað snemma að bijót- ast til mennta þótt efnin væru lítil. Hann hugðist hefja nám í Menntaskólanum á Akureyri ásamt Kristjáni Eldjárn forseta, en fékk berklaveiki og varð að fara á Krist- neshæli: „Ég þekkti ekki annað en torfbæi í bernsku minni og æsku, svo að það voru ekki lítil viðbrigði fyrir mig að koma á Kristneshæli og fá að búa þar við glæsileg húsakynni og góðan aðbúnað. Mér var tekið með einlægri vin- semd að mér fannst, og ég var svo heppinn að þurfa ekki að vera rúm- liggjandi nema fyrsta sólarhringinn. Eftir það hafði ég fótavist og gat skoðað hælið og kynnst íbúunum þar, bæði -/istmönnum og starfsfólki. Þarna var hjúkrunarkona úr Svarfaðardal, sem ég þekkti, Guð- rún að nafni Jónsdóttir. Hún hafði herbergi í kjallara, býður mér inn til sín og réttir mér appelsínu. Ég hafði aldrei séð appelsínu áður og vissi ekki hvernig ætti að eta þessi ósköp. Svo að ég bít í hana með hýðinu! Guðrún blessunin sér hvernig mér líður, fær sér sjálf appelsínu og fly- sjar hana eins og átti að gera. Og ekki stóð ég mig betur, þegar ég þurfti að fara á klósett í fyrsta sinn á hælinu, því að ég hafði aldrei á ævinni séð vatnssalerni. Þau voru ekki til í sveitinni heima. Og það var ekki algengt að menn byggðu van- hús eða kamar; ég hef verið að hugsa um það síðar á ævinni og undrast hve lítið var um slíkt. Menn fóru út í móa, ef þeir þurftu að tefla við páfann, eða í fjósflórir.n; það þótti ekkert tiltökumál. Ég vissi af einu vatnssalerni í Svarfaðardal, á Karlsá, en hafði aldrei séð það. Mér var kunnugt um það af því að sú saga gekk um sveit- ina, að þegar Vilhjálmur karlinn á Bakka leit klósettið á Karlsá augum, hafí honum þótt mikið til þess koma og sagt þegar heim kom: „Það er ekki að spyrja að fínheit- unum hjá fólkinu á Karlsá. Það skít- ur bara fyrir vatnsafli!" Og nú er ég kominn inn á salemi á Kristneshæli og þarf að ganga örna minna. Ég sé skálina og geri mér Ijóst að þangað skal það fara. Og ég leiði getum að því að vatnið hljóti að vera mikilvægt atriði í þessari nýju tækni samkvæmt, ummælum Vil- hjálms á Bakka. Ég sé hvítan kassa hátt uppi á vegg og giska á að þar muni vatnið vera; og svo lafir keðja niður úr kassanum. Sem ég er í þessum hugleiðingum verður mér á að grípa í keðjuna - og hrekk í kút. Hvílík læti! Hvað í ósköpunum hafði ég nú gert? Vatnið fellur niður í skálina eins og foss með svo ógurlegum skruðn- ingum að ég verð skíthræddur. Og hvemig skyldi nú eiga að stoppa þessi ósköp? Ég hafði ekki hugmynd um það og óttaðist að herbergið fylltist af vatni. í fáti mínu gríp ég aftur í keðj- una til þess að reyna eitthvað, og þá vill mér til happs að straúmurinn stöðvast, þar sem allt vatnið er rannið úr kassanum. Lengi eftir þetta tók ég ævinlega tvisvar í keðju á klósetti, einu sinni til þess að koma vatnsstraumnum af stað og öðru sinni til að stöðva hann! Gildi frjálsrar samkeppni Valdimar fékk góðan bata og hélt suður til að stunda nám í Kennaraskólanum: „Ég fæ far með mjólkurbílnum frá Dalvík til Akureyrar. Það er kominn ferðahugur í mig. Ég hef kvatt foreldra mína og bifreiðin leggur af stað snemma morguns seint í september árið 1934. Farang- ur minn er allur í einni ferðakistu; föt mín, fáeinar bækur og aðrir munir. Kistan er níðþung og fyrir- ferðarmikil, þótt eigur mínar séu ekki miklar. Kristján Kristjánsson rekur Bif- reiðastöð Akureyrar, BSA, á Strandgötu 3 og hefur með höndum áætlunarferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur ásamt Steindóri Ein- arssyni. Umboðsaðili Steindórs fyrir norðan er Bifreiðastöð Oddeyrar, BSO, en hún hefur aðsetur sitt við Ráðhústorg örskamman spöl frá BSA. Milli þessara tveggja bílakónga er eitilhörð samkeppni; það er barist um hveija sál upp á líf og dauða, og fjandinn sjálfur hefði ekki getað sótt það fastar. Jæja! Ég vildi styðja norðlenskt framtak og ætla því að ferðast með Kristjáni, svo að ég bið mjólkurbíl- stjórann að stansa fyrir utan BSA. Hann hjálpar mér að bera kistuna inn á stöðina, og við setjum hana þar út í horn. „Það er varla að tveir menn ráði við þessa ijandans kistu,“ segir mjólkurbílstjórinn og þurrkar af sér svitann, þauivanur að burðast með þunga brúsa. Ég sest á bekk og kasta mæð- inni, en í sama biii birtist Kristján sjálfur; hann kemur askvaðandi, rigsar inn fyrir afgreiðsluborðið, kemur auga á mig og spyr: „Hvað er með þig, góði? Ætlarðu að fara suður?“ „Já,“ svara ég. „Það er meining- in.“ „Þú færð far í fyrramálið,“ stað- hæfír hann. „Það er gott,“ ansa ég. „En ég er hérna með ferðakistu, sem er frekar stór og þung, en ég vona að hægt sé að koma henni fyrir þvers- um í skottinu." „Ég athuga það,“ segir Kristján ábúðarmikill og skjótráður, skálmar fram, lítur á kistuna, tekur í hanka á göflunum og ætlar að lyfta henni - en getur það ekki. „Nei, elsku vinur," segir hann ■ móður og másandi og hristir höfuð- ið ákaft. „Þetta getur ekki gengið. Ef allir farþegar kæmu með svona farangur, þá yrði aldrei farið til Reykjavíkur. Það er deginum ljós- ara.“ „Jæja,“ segi ég vonsvikinn. „Ég verð þá að koma henni suður á annan hátt.“ Hið eina sem um var að ræða í þessu tilviki var að setja kistu- skömmina á afgreiðslu Eimskips á Akureyri og flytja hana með skipi. Mér var hins vegar meinilla við það og vildi með engu móti skilja hana við mig. Ég fer út, geng yfir torgið og snara mér inn á afgreiðslu keppi- nautarins, BSO. „Ég þarf að fara til Reykjavíkur í fyrramálið," segi ég. „Jájá, það er pláss,“ segir af- greiðslumaðurinn umsvifalaust. „Það er nóg pláss.“ _ „En á því er einn ampli,“ segi ég. „Ég er með ferðakistu sem ég þarf endilega að hafa með mér. Heldurðu að þið getið tekið hana?“ „Við hljótum að bjarga því,“ svar- ar hann. Svo að ég hraða mér út harla kátur og léttur í spori, hitti kunn- ingja minn frá Dalvík á torginu, bið hann að koma með mér inn á BSA og halda undir kistu með mér; ég þurfí að koma henni yfír götuna. Ha'nn kveður það sjálfsagt. Við göngum rösklega inn og tökum að bogra yfir bannsettri kistunni. Kristján er á þönum fyrir innan afgreiðsluborðið, en gjóar til mín augum andartak, tekur snöggt við- bragð og kallar til mín: „Hvað ertu að gera, góði?“ „Ég er að fara með kistuna yfír á BSO. Þeir ætla að taka hana.“ „Það kemur ekki til mála,“ hreyt- ir hann út úr sér. „Það kemur ekki til nokkurra mála. Láttu kistuna vera! Auðvitað tökum við hana með, fyrst þú endilega vilt. Hvernig gat þér dottið annað í hug, strákur?“ „Jæja, það er gott,“ segi ég og brosi út undir eyru. „Ég vil heldur ferðast með þér, Kristján minn, því að þú ert Norðlendingur eins og ég. Steindór er frá Reykjavík, og ég kæri mig kollóttan um hann!“ Kristján bílakóngur brosir líka; hann er kominn í gott skap og leik- ur við hvurn sinn fingur. Löngu seinna hitti ég hann, rifj- aði upp þessa sögu og við hlógum báðir dátt og lengi. „Þetta er borðliggjandi dæmi um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.