Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 5.'NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ""KVIKMYNDIR Er hún skrýtnari en ,JDelicatessen “? Borg hinna týndubama TVEIR Frakkar, Jean- Pierre Jeunet og Marc Caro, komu kvikmyndaheiminum verulega á óvart fyrir eins og fjórum árum með mynd sem þeir kölluðu „Delicatessen". Hún var víðáttu furðuleg bæði hvað varðaði innihald og útlit og fékk þegar á sig „cult“ stimpilinn sem menningarfyrirbæri er eignaðist tryggan hóp aðdáenda, ekki síst hér á íslandi. Jeu- net og Caro hafa nú sent frá sér nýja mynd sem komin er í dreifingu um heiminn og heitir Borg hinna týndu barna og vekur hvarvetna athygli ekki síst fyrir ævintýralegt innihaldið og frumlegt útlit. HEILI í krukku; Dominique Pinon í Borg hinna týndu barna. DRAUMAÞJÓFAR; Emilfork og Pinon ræna börn- um og stela draumum þeirra. Svo virðist sem nýja myndin hafí óteljandi vísanir í kvikmyndirnar og margskonar ólík áhrif á áhorfendur sem sést best á því að henni hef- ur verið líkt við hinar ólíkustu bíómynd- ir. Ein- hver sér hana sem sambland af „M“ eftir Fritz Lang, „The Night of the Hunter" með Robert Mitc- hum og teiknimyndinni um Gosa. Annar segir hana sambland af Chaplin- myndinni „The Trarnp" og hrollvekjunni „A Season in Hell“ og í henni sé jafn- framt að fínna sterk áhrif frá leikstjórum eins og Tim Burton og Terry Gilliam. Annar er nákvæmari og segir' útlitið líkast því í „Brazil" eftir Gilliam og lýs- ingum Jules Verne á Frakk- landi. Hún hafi sömu áhrif og „Kitty, kitty, bang, bang“ hafði ef þú sást hana fyrst fimm ára. Eitt virðist augljóst. Hér er mikil ævintýramynd á ferðinni og heimur hennar er hinn forvitnilegasti. Daniel Emilfork leikur ein- ræktaðan vísindamann sem ásamt fjórum einræktuðum bræðrum (Dominique Pinon úr „Delicatessen" leikur þá alla) hefst við í stórri flotkví Qarri landi og stelur draum- um barna er rænt hefur verið frá fastalandinu. Þeir fara eftir skipunum heila sem þeir geyma oní krukku og Jean-Louis Trintignant talar fyrir. Á fastalandinu stjóma síamstvíburar, sem gegna heitinu Kolkrabbinn, ræningjaflokki barna. Þau eru neydd út á göturnar að ræna fólk en Kolkrabbinn hefur þó mestu tekjurnar af að selja þau einræktuðu fríkunum. Eigandi flóasirk- us (Ron Perlman) og vin- kona hans (Judith Vittet) reyna að koma börnunum til hjálpar en verða fyrst að sigrast á morðóðum síamstvíburunum, dverg- um, eineygðum möppudýr- um og banvænum flóm svo eitthvað sé nefnt. Hugmyndin að Borg hinna týndu barna, sem Regnboginn hefur sýning- arréttinn á, varð til á undan „Delicatessen" eða fyrir ein- um tíu árum. Jeunet og Caro kynntu hana fyrir framleiðandanum Ciaudie Ossard, sem leist ekki vel á hugmyndina í fyrstu en samþykkti að framleiða aðra sögu frá þeim sem seinna varð „Delicatessen". Hún var frumsýnd í Frakk- landi árið 1991 og vakti strax mikla athygli. Fjórum árum síðar voru Jeunet, Caro og Ossard búin að gera Borg hinna týndu barna. Þess má að lokum geta að Angelo Badamenti semur tónlistina við mynd- ina en hann starfaði með David Lynch við m.a. Tví- dranga. eftir Arnald Indrióason Fólk lvx\ MLíkur eru á að næsta mynd Steven Spielbergs eftir hina margföldu óskarsverð- launamynd Lista Schindl- ers verði vísindaskáldskap- artryllirinn „Deep Impact“. Handritshöfundur ér Bruce Joel Rubin en hvort Spiel- berg ætli að leikstýra en enn á huldu. Ekki er heldur vitað hvort hann komi eitthvað nálægt gerð tveggja fram- haldsmynda sem framleidd- ar verða á vegum hans. Þær eru Indiana Jones 4 og Júragarðurinn 2. MKrossferðamynd þeirra félaga Paul Verhoevens og Arnold Schwarzeneg- gers hefur lengi verið í burðarliðnum en þikir of dýr þar sem hún kostar ekki undir 100 milljónum doll- ara. Líkur eru þó að af henni verði og Warner Bros. kvikmyndaverið sjái um kostnaðinn. Myndin segir af tveimur bræðrum í krossferð til Landsins helga, annar er góðmenni (Schwarzenegger) en hinn hið mesta ómenni. Óvíst er- hvenær tökur hefjast. Ver- hoeven mun í millitíðdnni stýra vísindaskáldska- partryllinum „Starship Troopers“. Carrey apamaður FRAMHALDSMYNDIN „Ace Ventura 2: When Nature Calls“ eða Náttúran kallar verður frumsýnd í Bandaríkjun- um seinna í þessum mánuði en hún er sem fyrr með Jim Carrey í hlutverki gæludýraspæjarans Ventura. Vinsældir Carreys eru með ólíkindum og nú fær hann 20 milljónir dollara á mynd. Náttúran kallar gerist í Afríku en hefst í Tíbet þar sem Ace, sem kalla má nútímalegan Dagfinn dýra- lækni, dvelst hjá munkum við andlega íhugun svosem eins og Rambó forðum. Fyrsta atriðið í myndinni mun vera grínútgáfa af fjallaatriðunum í „Cliffhang- er“. Leikurinn berst svo til Afríku þar sem okkar maður leggur fyrir sig dýravernd í stórum stíl. Leikstjóri er Steve Oede- kerk, sem skrifaði handrit myndarinnar og handrit fyrri sögunnar um Ace Ventura. SKOTGLAÐUR; Banderas í „Desperado“. Rúm 9.000 höfðu séð Netið Apaspil; Carrey í Nátt- úran kallar. höfðu séð íslensku myndina Tár úr steini eftir Hilmar Oddsson. Næstu myndir Stjörnu- bíós eru Benjamín dúfa, sem byijar 9. nóvember og verð- ur einnig í Sambíóunum.og- _„Desperado“ með Antonio 'Banderas. Jólamyndir Stjörnubíós verða „Troublemakers“ með Trinitybræðrunum og Indj- áninn í skápnum. Á næsta ári sýnir bíóið svo m.a. „Devil in a Blue Dress“ með Denzel Washington og „Sense and Sensibility“ með Emma Thompson og Hugh Grant. ALLS höfðu rúmlega 9.000 manns séð spennumyndina Netið í Stjörnubíói og Sam- bíóunum eftir síðustu helgi. Þá höfðu um 4.000 manns séð kvenvestr- ann Kvikir og dauðir í Stjörnubíói, Sambíóunum ög á Ákureyri og um 13.000 manns Kviknakinn; Samuel Leroy í „The Great White Hype“. Jackson leikur í boxara- mynd „ÉG VAR barinn meira í kynlífsatriðunum með Lindu Fiorentino. Hún er eina manneskjan á jörðinni sem á einhveija möguleika gegn Mike Tyson," er haft eftir leikaranum Peter Berg sem leikur hnefaleikakappa á móti Samuel L. Jackson í boxaramyndinni „The Great White Hype“. Það var greini- lega lítið mál fyrir Berg að stíga inn í hringinn í saman- burði við átökin gegn Fior- entino í „The Last Seducti- on“. Jackson leikur umboðs- mann Bergs og fær hann aftur í hringinn eftir langt hlé að beijast við Damon Wayans en Jeff Goldblum leikur umboðsmann hans. Leikstjóri er Reginald Hudlin en handritið gerir Ron Shel- ton, sem á að baki ófáar íþróttamyndir („Bull Durahm"). Myndin þykir nokkuð at- hyglisverð fyrir þá sök að í henni er nektarsena m_eð Samuel Leroy Jackson.„Ég stend kviknakinn upp úr þessum nuddpotti og segi: Ég er ameríski draumur- inn.“.“ ÍBÍÓ FRÉTTIR af góðu gengi vegamyndar Friðriks Þórs Friðrikssonar, Á köldum klaka, í Bretlandi eru ánægjulegar en koma kannski ekki mjög á óvart. Henni hefur vegn- að mjög vel í kvikmynda- húsum í London og hreppti fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíð Edin- borgar. Hún er eins og sniðin fyrir útlendinga líkt og bent var á þegar hún var frumsýnd hér á landi. Hún segir af Japana sem kemur til íslands yfir vetrartímann og ferðast uppá öræfi og kynnist í leiðinni íslensku þjóðar- sálinni og séríslenskum siðum eins og þorrablóti. Myndin opnar augu útlendinga fyrir því sem er íslenskt, ekki aðeins fóikinu í landinu heldur og ekki síst náttúrunni í fantagóðri kvikmynda: töku Ara Kristinssonar. í gamla daga þótti sérstak- lega varið í íslenskar bíó- myndir ef þær voru líka jákvæðar_ landkynningar- myndir. Á köldum klaka er svo sannarlega slík mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.