Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ahættaað taka batt í gríni Ólafía Hrönn Jónsdóttir hefur vakið athygli á liðnum árum fyrir frábæra túlkun á ýmsum eftir- minnilegum persónum á leiksviði t.d. í hlutverki Lóu í leikriti Jims Cartwrights, Taktu lagið Lóa, sem sýnt er nú annað leikárið á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins við fá- dæma vinsældir og metaðsókn. * > Olafur Ormsson ræðir við Olafíu Hrönn um leikhúsið og tónlistina og leitar álits leikstjóra, leikritahöf- undar og tónlistarmanns á ferli hennar sem leikkona, söngkona, laga- og textahöfundur. ÓLAFÍA með Tríói Tómasar R. Einarssonar. AÐ ÞARF að hafa töluvert fyrir því að ná tali af leik- konu sem er á góðri leið með að verða ein helsta stjarna íslensks leikhúss og er auk þess svo fjölhæf að sé hún ekki í leikhúsinu gæti hún verið að undirbúa grínþáttinn í Dagsljósi hjá Ríkissjónvarpinu eða að æfa með tríói Tómasar R. Ein- arssonar nýjasta jazzlagið sem hún hefur þá samið sjálf eða textann við lagið. Það er með ólíkindum hvað Ólafía Hrönn er fjölhæfur listamaður. Eftir nokkrar tilraunir tókst loks að finna stað og stund eftir hádegi á þriðjudegi. Ólafía Hrönn býr ásamt fjölskyldu, eiginmanni og börnum, í ljósgulu, bárujárns- klæddu timburhúsi, tvær hæðir og kjallari, ofarlega við Skólavörðu- stíginn, í húsi sem er komið til ára sinna, byggt árið 1912. í húsinu bjó á fjórða áratug aldarinnar hinn kunni listamaður Guðmundur Ein- arsson frá Miðdal og í stofu gefur að líta arin sem hlaðinn var af Guðmundi og er listasmíði, þar er einnig píanó, sjónvarp, myndbands- tæki og þriggja sæta sófi og svo auðvitað myndir á veggjum. Heimil- ið ber þess merki að það eru lista- menn sem þar búa. Ólafía Hrönn hafði brugðið sér frá með son sinn á barnaheimili þegar ég bankaði upp á og var væntanlega á hverri stundu. Þór, eiginmaður Ólafíu, tók að rekja sögu hússins uns Ólafía Hrönn birtist allt. í einu þar sem vorum í eldhúsinu að virða fyrir okkur listaverk á baklóð hússins. Ég hef séð Ólafíu Hrönn á leik- sviði og í sjónvarpi og líklega ein- hvem tímann á Jazzbarnum við Lækjargötu en mér fannst eins og ég væri kunnugur leikkonunni og hefði jafnvel þekkt hana frá barn- æsku. Við komum okkur fyrir í stofu og Ólafía Hrönn bauð kaffí og smurt brauð. Það var örlítið hlé frá æfíngum og hún hafði aflögu rétt rúman klukkutíma þar til hún þurfti að bregða sér niður í Hlað- varpa þar sem Kaffileikhúsið er að æfa nýtt leikrit eftir Eddu Björg- vinsdóttur, Sápu III, og ætlunin er að frumsýna í lok októbermánaðar. Þá stóðu yfír lokaæfingar á barna- leikritinu Kardemommubænum þar sem Ólafía Hrönn er í hlutverki Soffíu frænku og tími fyrir viðtal því skiljanlega takmarkaður og verður auðvitað að sæta lagi þegar stund er á milli æfinga í leikhúsun- um. Og svo gafst slík stund á föstu- degi fyrir hádegi, það var annar áfangi viðtalsins. Ölafía Hrönn kom til dyra í bláum gallabuxum og svörtum bol og enn var sama elsku- lega viðmótið, hún bauð mér til stofu og ég hélt áfram að yfírheyra hana um feril hennar í leikhúsinu. Annar áfangi var rétt rúmur klukkutími, Olafía Hrönn gekk yfir í eldhúsið og kom aftur að vörmu spori með smurt brauð, súkkulaði- kex og kaffi í könnu og bað mig að afsaka að ekki væru stríðstertur á borðstólum, vöfflur, pönnukökur og annað góðgæti og sagðist myndu bæta úr því síðar þegar við tækjum upp þráðinn að nýju og lykjum við- talinu. Hún var glettin á svipinn, beinlínis kímin og kom mér svo sem ekki á óvart, hún er að skapa sér nafn sem gamanleikkona og fetar þar í spor Emelíu Jónasdóttur, Ár- óru Halldórsdóttur og Nínu Sveins- dóttur svo einhverjar séu nefndar af leikkonum frá því fyrr á öldinni er minnisstæðar voru í gamanleikj- um og revíum. Uppruni, bernska og fyrstu sporin á leiksviði Ólafía Hrönn er fædd í Reykja- vík árið 1962, næstyngst fjögurra systkina. Hún ólst upp ýmist á Lynghaganum eða í Fossvoginum og einnig á Hornafirði þar sem fað- ir hennar var_ útibússtjóri við útibú Landsbanka Islands um tíma. Frá föðurnum er ef til vill kominn áhug- inn fyrir leikhúsi: „Pabbi ætlaði að gerast.leikari, tók þátt í einni sýn- ingu í Iðnó og var í leiklistaskóla hjá Haraldi Björnssyni í eitt ár en svo varð nú ekkert meira úr því. Sem krakki og unglingur lék ég alls staðar þar sem ég fékk að vera með, hjá skátunum, í skólanum og hjá leikfélaginu á Hornafirði og síð- ar einnig í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Það kom mjög snemma hjá mér að hafa metnað að leika vel og ef mér var hrósað fyrir leik þá var það, það albesta, segir Ólaf- ía Hrönn og lygnir aftur augum þegar hún minnist fyrstu reynslu sinnar af leikhúsi. „Ég ætlaði alltaf að verða leikkona og ef mér gekk t.d. illa í stærðfræði í skóla þá var það allt í lagi, því ekki þurfti ég að nota hana í leiklistinni. Ég var um tíma í leiklistarskóla Helga Skúlasonar áður en ég innritaðist í Leiklistarskóla- íslands árið 1983. Ég sótti um fyrst þegar ég var átj- án ára og beið svo í tvö ár og sótti um aftur og hóf loks nám við skól- ann sama ár og ég lauk stúdents- prófi. Ég útskrifaðist úr Leiklista- skóla íslands árið 1987. Fyrsta hlut- verk mitt á sviði eftir að ég útskrif- ast er Jökla í leikritinu Síldin kem- ur síldin fer eftir Iðunni Steinsdótt- ur. Leikfélag Reykjavíkur setti það upp í skemmunni við Meistaravelli þar sem Bæjarútgerð Reykjavíkur var áður til húsa. Ég lék eitt hlut- verk í Borgarleikhúsinu skömmu eftir að það var opnað. Það var í fyrsta verkinu sem sett var upp á litla sviðinu, ég lék Magnínu í Heimsljósi. Síðan lék ég í Þjóðleik- húsinu í Pétri Gaut sem sett var upp á stóra sviðinu, lék hnappa- smiðinn og selstúlku. Það var svo þegar Stefán Baldursson er ráðinn sem Þjóðleikhússtjóri árið 1991 að ég var fastráðinn leikari við Þjóð- leikhúsið." Með frjálsum leikhópum Ólafía Hrönn lætur fara vel um sig í hægindarstól andspænis mér þar sem ég sit í sófa í stofu á heim- ili hennar. Hún segir að vinnan geti stundum verið erfið og einmitt kvöldið áður að lokinni sýningu á Taktu lagið Lóa kvaðst hún hafa verið örþreytt þegar hún kom heim úr leikhúsinu. Á borði fyrir framan okkur er full skál af vínbeijum og kaffikanna og ég helli í bolla og allt í einu birtist í stofunni Skarphéð- inn, sonur Ólafíu, fimm ára ljós- hærður drengur, og er með litabók í hendi og sýnir mér stoltur hvernig hann notar litina og ég get ekki betur séð en þarna sé upprennandi listamaður á ferðinni, og móðirin er greinilega stolt af syni sínum sem er að stíga sín fyrstu skef á leik- sviði í leikriti Ólafs Hauks Símonar- sonar, Þrek og tár. Hún hallar sér aftur í stólnum og lætur hugann líða nokkur ár aftur í tímann: „Ég var meðal stofnenda Þíbilju, fijáls leikhóps sem bjó til sýninguna Gul- ur, rauður, grænn og blár. Sýning- in var í kjallara Hlaðvarpans sem líkist moldarhelli. Ef einhver hopp- aði á efri hæðinni, fékk maður mold ofan í lungun. Einnig settum við upp sýningu í gamla Stýri- mannaskólanum. Ég lék einnig hjá Alþýðuleikhúsinu í ísaðar gellur sem Hávar Siguijónsson leikstýrði og við fórum með í leikför um land- ið.“ „Það er ótrúlega erfitt að búna til grín“ Ólafía Hrönn er ekki síst þekkt fyrir að eig§ ótrúlega auðvelt með að bregða sér í grínhlutverk og gera þeim þannig skil að athygli hefur vakið. Við hámum í okkur vínber úr skálinni á borðstofuborð- inu, Ólafía teygir úr sér í hægindar- stólnum og lætur þreytuna líða úr líkamanum. Við ræðum um grínið, gamanleiki, skopþætti í sjónvarpi og á sviði og það færist bros yfir andlitið þegar hún rifjar upp sitt- hvað frá liðnum árum:' „Það er stundum dálítil áhætta að taka þátt í gríni. Það er eins og að henda sprengju, þú veist ekki hvort hún virkar eða virkar ekki. En allir hafa skoðun á því. Það er rosalega gam- an að vera fyndin en stundum koma þeir tímar sem ég fæ nóg af því og get ekki hugsað mér að að vera fyndin og fæ leið á sjálfri mér. Það er eitt sem er erfítt í sambandi við grín, þetta þarf alltaf að taka svo knappan tíma. Ég væri til í að taka þátt I gríni, t.d. í sjónvarpi, sem tæki lengri tíma, væru leiknir gam- anþættir eins og t.d. sumir breskir þættir. í Dagsljósi má grínið ekki taka langan tíma. Fjórar mínútur er talið eðlilegt,_og svo er þessi ei- lífa „pönsleit". Ég held að ég sé á leiðinni að verða „antipönsisti“.“ Ólafía Hrönn hefur tekið þátt í uppfærslu á skopleikjum og gaman- þáttum í áramótaskaupi sjónvarps- ins af og til í gegnum árin og um tíma vann hún með Háðflokknum á Stöð 2. „Að starfa með Háð- flokknum var svona fílingur eins og að vera í prófum, maður átti aldrei frí. Þetta var í fyrsta skipti sem ég var með í að búa til grín. Auðvitað var þetta skemmtilegur tími. Maður var svo upptekinn af því að vera að hugsa upp eitthvað gott efni en þetta lærðist með auk- inni reynslu." Þá hefur Ólafía einn- ig skemmt gestum á Hótel Sögu ásamt Ladda, Halla og Hjálmari Hjálmarssyni. Dagskráin nefndist Er það satt sem þeir segja um land- ann? og vakti feikna kátínu og gekk fyrir fullu húsi mánuðum saman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.