Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 B 23 ATVIN N U A UGL YSINGA R Tæknisölumaður Stórt þjónustufyrirtæki á byggingarvöru- markaði vill ráða tæknimenntaðan mann í sölustörf. Starfið fellst einkum í sölu til at- vinnukaupenda og almennri tilboðsgerð ásamt ráðgjöf í vöruþróun. Umsækjandi þarf að búa yfir almennri tæknimenntun, tölvu- þekkingu og góðum hæfileikum til að selja. Reynsla í sölumennsku er æskileg en ekki skilyrði. í boði er góð starfsaðstöða hjá traustu, framsæknu fyrirtæki, laun skv. nán- ara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 13. nóvember 1995. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. merkt: „Tæknisölumaður - 17797“. Borgarspítalinn - Landakot Sjúkrahús Reykjavíkur Hjúkrunarfræðingar Slysa- og sjúkravakt Borgarspítalans óskar eftir hjúkrunarfræðingum í eftirfarandi stjórnunarstörf: 1. Aðstoðardeildarstjóri sjúkravakt Starf aðstoðardeildarstjóra á sjúkravakt felur meðal annars í sér umsjón með lag- er og innkaupum, fræðslu og starfs- mannahaldi. Æskilegt er að umsækjandi hafi fram- haldsmenntun og/eða reynslu í bráða- hjúkrun. Jafnframt er æskilegt að um- sækjandi hafi reynslu í stjórnun. 2. Aðstoðardeildarstjóri bráðamóttöku barna Hér er um að ræða nýja starfsemi á deild- inni og er því um brautryðjandastarf að ræða. Starfið felur m.a. í sér undirbúning og skipulagningu móttökunnar, fræðslu fyrir hjúkrunarfræðinga og tengsl við barnadeild Borgarspítalans. Æskilegt er að umsækjandi hafi framhaldsmenntun í hjúkrun barna og/eða reynslu á sviði barnahjúkrunar. Jafnframt er æskilegt að umsækjandi hafi reynslu í stjórnun. Slysa- og sjúkravakt er fjölmennur vinnustaður þar sem ríkir góður vinnuandi. Bráðahjúkrun hefur snertifleti við öll svið hjúkrunar og er því bæði krefjandi og gefandi. Nánari upplýsingar fást hjá Ernu Einarsdóttur hjúkrunarframkv.stjóra í síma 569 6356 og Pálínu Ásgeirsdóttur deildarstjóra í síma 569 6650. Laus störf! Verslunar- og framleiðslufyrirtæki. Áhuga- vert, krefjandi og sjálfstætt sölustarf. Krefst góðrar tölvu- og tungumálakunnáttu. Til- boðsgerð, samskipti við erlenda og innlenda viðskiptaaðila. Starfið krefst dugnaðar og þjónustulundar. Æskileg menntun á sviði hönnunar. Framleiðslufyrirtæki. Krefjandi lagerstjóra- starf hjá umsvifamiklu fyrirtæki. Æskilegt væri að viðkomandi hefði einhverja tölvu- kunnáttu. Æskilegur aldur 20-30 ára. Þjónustufyrirtæki. Starf ritara forstjóra. Hlutastarf. Áhersla er lögð á góða ensku- og íslenskukunnáttu. Góð tölvukunnátta er nauðsynleg. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar fyrir 10. nóvember nk. Frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vesturlandi Þroskaþjálfar og annað uppeldismenntað fólk athugið Svæðisskrifstofa Vesturlands auglýsir eftir forstöðumanni á sambýli fatlaðra í Borgarnesi Upplýsingar eru veittar á Svæðisskrifstof- unni í síma 437-1780. Frá samskiptamið- stöð heyrnarlausra og heyrnarskertra Táknmálskennara vantar að Samskiptamið- stöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Um er að ræða 50% stöðu. Laun eru sam- kvæmt kjarasamningi starfsmannafélags rík- isstofnana. Umsóknafrestur er til 20. nóvember og skal umsóknum skilað til Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrarskertra. HEIGARPÓSTURINN Nýtt blað á gömlum grunni Haflð þið tekið eftir verulegum breytingum á síðustu tölublöðum Helgarpóstsins ? VIÐ LEITUM AÐ krafrmiklu, hugmynda- frjóu og úrræðagóðu sölufólki í auglýsinga- deild blaðsins. STÖRFIN felast í ráðgjöf og sölu auglýsinga. Um er að ræða viðhald viðskiptatengsla og öflun nýrra. Áhersla er lögð á að viðskiptavinir fái faglega, fljóta og góða þjónustu. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu af sambærilegum sölustörfum, séu markaðsþenkjandi, duglegir og drífandi. Áhersla er lögð á skipulögð vinnubrögð. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 10. nóvember n.k. Ráðningar verða sem fyrst. VINSAMLEGA ATHUGIÐ! Allar nánari upp- lýsingar um ofangreind störf eru eingöngu veittar hjá STRÁ Starfsráðningum ehf. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar eru frá kl.10-13. , Siarfsráðningar ehf Mörkirwi 3 ■ 108 Reykjavík , Sími: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 RA Gubný Harðardóttir Rafeindavirki Miðbæjarradíó hf., Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík, óskar eftir rafeindavirkja til starfa við almennar viðgerðir. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar á staðnum. Matreiðslumaður Óskum eftir að ráða matreiðslumann til afleysinga. Um er að ræða u.þ.b. 40% starf. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 9. nóvember merktar: „Suðurland - 15545“. ITf f f/Zf oniD ■ Æ . Flugfreyjur/ flugþjónar Flugleiðir óska eftir að ráða flugfreyjur og flug- þjóna til tímabundinna starfa næsta sumar. Félagið leitar eftir fólki sem hefur starfs- reynslu í þjónustustörfum og góða þjónustu- lund. Æskilegt er að umsækjendur séu ekki yngri en 23 ára (fæddir 1973 og fyrr). Stúdentspróf eða sambærileg menntun er nauðsynleg og góð tungumálakunnátta í ensku, Norðurlandamáli og þýsku. Umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir að sækja kvöldnámskeið í 6 vikur í vetur og taka próf að því loknu. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmanna- þjónustu Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli og á söluskrifstofum félagsins. Umsóknir óskast sendar starfsmannaþjónustu Flugleiða, Reykjavíkurflugvelli fyrir 21. nóvember nk. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum svarað. Starfsmannaþjónusta. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Administration of occupational safaty and health Bildshöföa 16 ■ Pósthólf 12220 ■ 132 Reykjavik Skrifstofustarf! Aðalskrifstofan í Reykjavík óskar eftir starfskrafti til almennra skrifstofustarfa, umsjón gagnagrunna og úrvinnslu gagna auk fleiri starfa. Viðkomandi þarf að vera góður í íslensku og vera vanur vinnu við tölvu, ritvinnslu og vinnu við gagnagrunn. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Ráðning getur orðið frá 1. desember 1995. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. fyrir 19. nóvember nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.