Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ hann hafði hugleitt það. Gallinn var bara sá að hann var sjálfstætt starfandi lög- fræðingur, en þetta var staða hjá hinu opinbera. Reyndar há staða og henni fylgdi virðing, en heldur minna kaup en hann hafði nú. Til að halda sama lífsstigi og áður taldist honum til að hann þyrfti að hafa rífiega fimm milljónir Bandaríkja- dala á ári. Það fengi hann ekki í nýju stöðunni og honum fannst hann ekki geta boðið fjölskyldu sinni upp á rýrari kjör, „svo ég var ekkert að taka þessu boði“, bætti hann við. Sá gamli umlaði undir fullur skilnings og þar með hljóp ég frá þeim full vanskilnings á svo háum tölum. Upphafning náttúrunnar og mannlegra samskipta Einn morguninn hljóp ég fram á fram- andlega ávexti, sem lágu á afskekktum stíg í garðinum. Ljósgrænir, á stærð við stórar sítrónur, en krumpaðir á sérstakan hátt. Eg steig á einn og hann opnaðist auðveldlega. Að innan var hann hvítur og nánast voðfelldur, - nei, ekki „lime“. Sem ég stóð og horfði á þá og horfði á tréð, sem þeir komu úr og velti fyrir mér hvað þetta gæti verið kom kona á miðjum aldri gangandi. Ég spurði hana hvort hún vissi nokkuð hvaða ávextir þetta gætu verið. Hún horfði á þá eins og ég, síðan upp í tréð, leit svo á mig og sagði: „Þetta eru bara einhveijir ávextir úr trénu“ og gekk síðan leiðar sinnar. Ég stóð hugsi eftir. Að sjálfsögðu hafði ég get'að sagt mér þetta sjálf, en konukindin var hins vegar komin handan við það stig að hún þyrfti að hafa nöfn á náttúrufyrirbærum eins og ávöxtum og trjám. Fyrir erkiborgarbúa eru tré tré og ávextir ávextir og veðrið bara gott eða vont. Náttúru- og veður- orðin verða umfröm. En eftir sem áður er Central Park himneskur staður í stórborginni og þar er merk tré og merkan gróð- ur að fínna, sem allur hefur nöfn, ef vel er að gáð og ef ekki í hugum fólks þá alla vega í bók- um. Garðurinn er einnig miðstöð ýmiss konar sam- koma og þar eru stöðugt haldin hlaup af öllu tagi. Á sunnudögum kemur hjólaskautafólk á línu- skautum saman í garðin- um og leikur listir sínar. Raðað er upp keilum og svo reynt að skauta sem hraðast á milli keilanna. Þetta eru ekki nein börn, heldur fólk um og yfir þrítugt. Einnig er töluverf af enn eldra fólki á skaut- um, sem lætur keiluhlaup- ið eiga sig, en brunar um göturnar í garðinum. Umræður hjólaskautafólksins snerust að hluta um annað fólk, vini og kunn- ingja sem ekki voru þarna og þá vanga- veltur hvar það væri og hvað það væri að gera. Ung stúlka var að undirbúa hrekkjavökupartí, „halloween", og bauð til þess. Engum yrði hleypt inn nema hann væri í búningi og með grímu. Tveir menn um þrítugt ræddu alnetið. „Ég sá heimasíðuna þína um daginn," sagði ann- ar. „Flott, vel heppnuð." Ég velti fyrir mér hvers konar kunn- ingsskapur væri á milli þessa fólks. Hann gat varla flokkast á neinn þann hátt, sem þekkist best í smábæjum. Hvorki fjöl- skyldutengsl, æsku- né skólavinátta, né vinnustaðakunningsskapur, heldur félags- skapur, sem eingöngu byggðist á að hitt- ast þarna og spreyta sig á skautunum. Ekki svo að skilja að vinátta sé upphafin í stórborginni, en hún tekur á sig fjöl- breyttar myndir. Gömul gildi geta vissu- lega lifað góðu lífi í stórborg eins og ann- ars staðar en á yfirborðinu virtist skauta- sambandið svolítið hvarflandi rétt eins og skautalistin. Það er auðvelt að fá það á tilfinninguna að rétt eins og náttúran slitnar þar úr tengslum við náttúruorðin í stórborginni þá sé það ýmislegt annað þar, sem slitni úr tengslum við eldri skiln- ing á mannlífinu. FLESTUM dettur líklega í hug háhýsafrumskógur, þegar New York er nefnd. Stað- reyndin er hins vegar að um þretttán prósent borgarinnar eru garðar. Og einn þriðji hluti Manhattan, eyjunnar þar sem borgarkjarninn er, er garðurinn stóri, Miðgarður eða Central Park. Garðurinn er, eins og nafnið bendir til, á eyjunni miðri og nær yfir 2.626 ekrur. Hann gef- ur líka vísbendingu um lífið í borginni og allan sólarhringinn eru þar einhveijir á stjái, þó fyrir venjulegt fólk nálgist það sjálfsmorð að sögn innfæddra að vera þar á ferðinni á nóttinni. Sögusvið kvikmynda Miðgarður er vinsælt sögusvið í kvik- ■j myndum og þá ekki bara í Woody Allen- myndum. Kvikmyndin „Fisher King“ fjall- ar um útvarpsgoð, sem lendir í sálar- kreppu og hafnar meðal útigangsmanna. Nokkrar áhrifamiklar senur þeirrar mynd- ar eiga sér stað í garðinum. Þar rakst ég á kvikmyndalið, sem var að gera mynd er hlotið hefur titilinn „She’s the One“. Hún fyallar um föður og son, en hver hróð- ur hennar verður kemur í ljós, þó ekki vantaði fjölmennið í kringum tökurnar. Fimm trukkar, þar af eldhús á hjólum og tveir tækjatrukkar stóðu í garðinum, þar sem um fímmtíu manna tökulið gæddi sér á morgunmat rétt eftir sólarupprás kl. 7. Það er ekki aðeins ís- lenskt landslag, sem er eftirsótt í auglýsingar. New York stendur einnig fyrir sínu. Einn morguninn var búið að setja fagur- búna hvíta vöggu út á grasbala og verið að gera auglýsingamynd. Þó fólk sé varað við að fara inn í garðinn á nótt- unni er hann ekki lokaður af að næturlagi. Þegar hlaupararnir fara að tínast inn í garðinn undir kl. sjö eru næturgestirnir að pakka saman eða eru að vakna. Þótt enn sé hlýtt á daginn á þessum árstíma, ef sólin skín, er kalt eftir sólsetur og næturrakinn er napur. í kringum þá bekki, sem búið er á, er fólk á vappi árla morguns, mest karlmenn, en stöku kvenmaður inn á milli, beijandi sér til að ná úr sér næturhrollinum. Hlaupararnir eru hins vegar af öðrum toga og eiga að betri vistarverum að hverfa en bekkjunum. Þeir koma úr húsunum við garðinn. Austanmegin búa gjarnan starfsmenn stönd- ugra fyrirtækja, læknar og lögfræðingar og hús- næðið þar er heldur dýrara en vestanmegin. Vestan- megin liggur efri hluti Broadway og á milli Broadway og garðsins búa leikarar, tónlistarfólk, rithöfundar og annað lista- fólk, sem hefur náð nógu langt til að eiga kost á að festa sér húsnæði þarna. Háhýs- in standa meðfram garðinum en í götunum á bak við eru notaleg raðhús og önnur lág hús með enskum blæ. Það var í einu stór- hýsanna vestanmegin við garðinn sem John Lennon bjó og það var í anddyri þess sem hann var skotinn. Yoko Ono, 1 ekkja hans, býr þar enn. Hverfið vestanmegin hefur á sér firna notalegan blæ. Nóg af góðum veitinga- og kaffihúsum sem bera fram veitingar gegn vægu verði og matarbúðirnar eru eins og best verður á kosið, að ógleymdum mörgum bókabúðum, þar sem hægt er að sitja við lestur fram á miðnætti. Aust- anmegin eru glæsibúðir og matstaðir og kaffihús í stíl, bæði hvað verð og gæði snertir. Fimm milljónir dala til að draga fram lífið í stórborg er manni ráðlagt að horfa ekki á fólk og gefa sig ekki á tal við neinn, en það er auðvelt að gleyma slíkum ráðum í garðinum. Þó stórborgin blasi við yfír tijánum er andrúmsloftið í garðinum að morgni til laust við stórborgarstreituna. Fólk á göngu gefur sér meira að segja tíma til að bjóða góðan daginn, ef svo ber undir. Hlaupaleiðirnar eru margar. Það liggur steyptur hringvegur um garðinn og hægt að nota hann á ýmsa vegu með þverstígun- um. í miðjum garðinum er stórt uppistöðu- lón og í kringum það liggur malarstígur, sem er góður til hlaupa. Um kl. 7 ber mest á karlmönnum þar en þegar klukk- una tekur að halla í 9 fer að bera meira á kvenfólkinu. Þá eru karlarnir hins vegar búnir að fara í sturtu, komnir í skrifstofu- fötin og ganga í gegnum garðinn í vinn- una. Ófáir eru með börn og skólatöskur þeirra meðferðis. Langflestir hlauparanna þama eru hvít- ir, en stöku blökkumaður inn á milli. í New York eru orðnir fleiri spænsku- en enskumælandi og einnig þarna heyrist spænska gjarnan. í’efri hluta garðsins, sem liggur upp að Harlem, ber mest á blökkufólki, en það heldur sig í þeim hluta og sést varla í neðri hluta garðsins. Garð- urinn endurspeglar því þá landfræðilegu dreifingu, sem kynþættir borgarinnar hafa og reyndar þykir efri hluti garðsins ekki eins öruggur yfirferðar og neðri hlut- inn. Morguninn sem Fidel Castro Kúbu- leiðtogi gisti borgina gaf miðaldra kona nokkur sig á tal við mig, þar sem ég stóð og horfði á hlauparana. Henni fannst öld- ungis stórkostlegt að Castro væri kominn til New York og átti ekki orð yfir að Giul- iani borgarstjóri skyldi ekki vilja bjóða honum til móttöku eins og öðrum þjóðar- leiðtogum. Vinur hennar segði reyndar að Castro væri harðstjóri og fantur og það vissi hún, en ekki mætti gleyma að hann hefði komið á góðu skólakerfí og ókeypis heilbrigðiskerfi, sem væri meira en Bandaríkjamönnum hefði tekist. Og svo hefði Kúbumönnum tekist að standa uppi í hárinu á Bandaríkjamönn- um.„Og við sem höldum að við séum al- máttugir," bætti hún við og hristi höfuð- ið. Þegar vinurinn slóst í hópinn var Kúba tekin af dagskrá, en þau vildu hins vegar endilega að við hlypum saman og þá vár rætt um ísland og Danmörku. Þar með tókst mér að gera eins og aðrir hlauparar þarna og sem ég hef aldrei getað áður, nefnilega að bæði hlaupa og tala í einu. Nú veit ég að það er hægt, ef nógu hægt er farið. Þessi vani að hlaupa og tala sam- an um leið getur reyndar verið hin besta hvatning fyrir óduglega hlaupara. Þannig hlupu fram hjá mér gamall maður og annar miðaldra í hrókasamræðum. For- vitnin kom upp í mér, þar sem ég gekk, svo ég skokkaði hægt af stað og hengdi mig á þá til að heyra hvert umræðuefnið væri. Það var sá miðaldra, sem talaði við- stöðulaust. Hann hafði fengið atvinnutil- boð, sem var reyndar ansi spennandi, svo Garilíf og stórborgarlíf New York-bréf Lífíð í Central Park í New York er stórborgarlífíð í hnotskum. Sigrún Davíðsdóttir stundaði garðinn í nokkra haustdaga og hlaut þar með innsýn í lífíð í garðinum og í kringum hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.