Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 B 31 sjálfsögðu óaðfinnanleg. Ella hefði staðurinn aldrei fengið tvær stjörnur, hvað þá þrjár. Hún er hins vegar ekki' yfírþyrmandi og uppáþrengjandi eins og oft vill verða á stöðum í þessum gæða- flokki. Meðan á máltíðinni stendur verður maður varla var við þjón- ustufólkið en þegar maður þarf á því að halda er það ávallt til stað- ar. Þjónustuliðið er ungt, líflegt og laust við að vera uppskrúfað en fagmennskan fullkominn. Verð forrétta eru á bilinu 142-310 frankar, fisk- rétta 196-310 frankar, kjötrétta 206-280 frankar og eftir- réttir kosta allir 95 franka. Þá er boðið upp á margrétta matseðla og kostar sá dýrasti, sem er sjö rétta, rúma sex hundruð franka. Yfir veturinn bjóða margir af bestu veitingastöðum Frakklands upp á sérstakan matseðil, formule jeune, fyrir fólk yngra en 35 ára. Er hann venjulega 5-6 rétta og kostar 350 franka með fordrykk og víni. Þar sem frankinn er nú í kringum 13 krónur jafngildir það um 4.500 krónum, sem hlýtur að teljast mjög hagstætt. Vilji menn nýta sér þetta tilboð er hins vegar ráðlegt að tilgreina það er borð er pantað. Buerehiesel sími (0033)88616224, fax 88613200 Morgunblaðið/Steingrímur ANTOINE Westermann V eitingastaður inn Buerehiesel í Strassborg. B UEREHIESEL Antoine Westermann er einn virtasti kokk- ur Frakklands. Steingrímur Signrgeirs- son ræddi við hann og kynnti sér matar- gerð hans á Buerehiesel í Strassborg. ALSACE eða Elsass er minnsta hérað Frakk- lands. íbúar þess eru hins vegar stoltir af því að ekkert ann- að hérað getur státað af hlutfalls- lega jafnmörgum Michelin-stjörn- um. I Elsass er að finna hvorki meira né minna en þrjá þriggja stjörnu staði, nokkra tveggja stjörnu staði og töluverðan fjölda af einnar stjörnu stöðum. í Frakk- landi öllu eru einungis 20 þriggja stjörnu staðir. Þekktastur og rótgrónastur er Auberge de l’Ill í Illháusern sem rekinn hefur verið af Haeberlin- fjölskyldunni frá því á síðustu öld. Hinir tveir eru báðir í höfuðborg- inni Strassborg, Le Crocodile og Buerehiesel. Allir byggja þeir á hinni hefðbundnu og sérstæðu matargerð og hráefnum héraðsins en hver um sig hefur mikla sér- stöðu jafnt hvað varðar mat sem umhverfi. Buerehiesel er staðsettur í hin- um fallega Orangerie-garði í Strassborg, sem meðal annars er þekktur fyrir hinn mikla fjölda storka, sem þar hafa búsetu. Hús- ið er upprunalega gamall og glæsi- legur bóndabær frá sautjándu öld sem tekinn var í sundur og reistur á ný í garðinum fyrir heimssýn- ingu sem haldin var í Strassborg á síðustu öld. Nafnið kemur úr mállýsku héraðsins en „buere“ þýðir bóndi og „hiesel“ hús. Veitingastarfsemin í bóndahús- inu var lengi vel fremur óspenn- andi en fyrir um tveimur áratug- um ákváðu borgaryfirvöld að af- henda húsið ungum, einungis hálf- þrítugum matreiðslumanni, Anto- ine Westermann, til umsjónar. Westermann hafði þrátt fyrir ung- an aldur margra ára reynslu og var þegar á þessum tíma talið lík- legt að hann ætti eftir að ná í fremstu röð matreiðslumanna heimsins. Sú reyndist einnig raun- in. Westermann öðlaðist fljótlega sína fyrstu stjörnu, með árunum urðu þær tvær og fyrir rúmum fimm árum bættist sú þriðja við. Fyrir sex árum var aðalmatsalur- inn gerður upp frá grunni og inn- réttaður í nútímalegum stíl án þess þó að bijóta upp andrúmsloft staðarins. Litaval er mjúkt og samspil þeirra skemmtilegt. Meira að segja kápa matseðilsins fellur inn í heildarmyndina. Glerskáli hefur verið byggður út í garðinn, sem í hádeginu veitir fallegt út- sýni yfir Parc de l’Orangerie en á kvöldin myndast þar með mjúkri lýsingunni þægileg og hlýleg stemmning. Matargerð Westermanns er spennandi blanda af nýju og gömlu, hefð- bundnum hráefnum Elsass og meistaralegri útfærslu listamanns. Westermann starfaði sem ungur maður um skeið hjá fyrirtæki er framleiðir anda- og gæsalifrakæfu og það eru ekki margir er geta keppt við hann í meðhöndlun þess hráefnis. Það sést meðal annars á forréttinum La persillé de Chevreuil au foie gras de Canard, petite salade de Cépes á l’huile aux Herbes. Persillé þar sem nán- ast ekkert fer fyrir hlaupinu en andalifrarkæfan og dádýrið mynda mjúka heild er hreinlega bráðnar í munni. Froskar eru vinsælir í þessum hluta Frakklands og sameinar Westermann lærin við núðluhefð Elsass. Við hlið safaríkra froska- læranna eru útskornar „spáetle“- stjörnur og undir þeim leynist létt- steiktur perlulaukur. Á matseðlin- um heitir þessi réttur Les Schnied- erspáetle et le cuisses de Grenou- ille poelées, au Cerfeuil. Villiönd, La poitrine de Canard sauvage rotie au sang, la cuisse en Pomme de terre farcie, Chóu rouge et champignons de bois, var guðdómleg og turn úr rauðkáli auk kartöflu opnuðu í höndum Wester- manns nýjar víddir í notkun þess- ara hversdagslegu hráefna. Dimm sósan og skógarsveppir fullkomn- uðu myndina. Vinninginn átti hins vegar eft- irrétturinn, La brioche caramélisée á la Biére, glace á la Biére et éventail de Poire poelée. Það þarf hugrekki til að bjóða upp á eftir- rétt þar sem uppistaðan er bjór og snilligáfu ef útkoman á ekki að vera klúður. Westermann er gæddur hvoru tveggja enda talinn sá djarfasti og framsæknasti af meistarakokkum héraðsins. Þegar ég spurði hann út í þessa hug- mynd sagðist hann hafa talið það sjálfsagt sem Elsassbúi að nýta bjórinn í auknum mæli í matar- gerðinni. Uppistaðan er brioche- kaka karamelliseruð í bjór og ís þar sem hluta rjómans hefur verið skipt út fyrir bjór. Með þessu er boðið upp á sérbruggaðan Fischer- bjór! Stökkið úr þungu Cote Rotie- rauðvíni í bjór reyndist hins vegar ekki eins fráleitt og ætla mætti enda athyglisverð hugmyndafræði að baki. I stað þess að halda hina klassísku leið og ljúka máltíðinni með þykku, sætu víni némur fersk- og léttleiki bjórsins mann aftur á upphafspunkt. Þjónustan á Buerehiesel er að Kokkalandsliðið æfir LANDSLIÐ matreiðslumeistara kynnti á dögunu matseðil þann sem farið verður með á ólymp- íuleika matreiðslumeistara er fara fram í Berlín í september á næsta ári. Þeir sem sáu um matseldina voru þeir Ragnar Wessmann og Guðmundur Guðmundsson, Hótel Sögu.Friðrik Sigurðsson, Hótel Hvolsvelli, Þorvarður Óskarsson, Hótel Loftleiðum, Snæbjöm Krist- jánsson, Fiðlaranum, Sturla Birgis- son, Perlunni, Örn Garðarsson, Glóðinni Keflavík og Jóhannes Fel- ixsson, bakarameistari Nýja köku- húsinu. Seðilinn á að elda fyrir 130 manns í keppninni og fær liðið fímm tíma til þess. Undirbúa verður öll hráefni á staðnum. Forrétturinn var heilagfiskiturn með engifer-peru- sósu og gljáðri hörpuskel á ratatou- ille; aðalrétturinn hunangsgljáður léttsaltaður lambaframhryggur með furuhnetum og snjóbaunum og eftirrétturinn hindbeijafrauð með skyrsorbet og hindbeijasósu. Jakob Magnússon, formaður Klúbbs matreiðslumeistara segir að árið framundan verði notað til að þróa matseðilinn frekar og verði eflaust gerðar einhverjar smávægi- legar breytingar á honum. í síðustu keppni í Lúxemborg fengu Islendingar gull fyrir heitu réttina og sagði hann stefnuna vera að ná einnig verðlaunapeningi. „Ef við miðum við aðrar þjóðir sem taka þátt höfum við náð því að standa jafnfætis þeim þó um mun stærri þjóðir sé að ræða. Það bygg- ist ekki síst á þessu góða hráefni, sem við höfum með okkur en mikil áhersla er lögð á að kynna ísland og íslensk matvæli.“ NÝ VÍN eru tekin til reynslu- sölu í vínbúðunum í Kringlu, Eiðistorgi, Stuðlahálsi og Akureyri um hver mánaða- mót. Chateau de Moujan 1993 er rauðvín frá héraðinu Coteaux de Languedoc við Miðjarðar- hafsströnd Frakklands. Suð- ur-Frakkland er eitthvað mest spennandi víngerðarhérað í heimi þessa stundina og gífur- leg gerjun og framþróun sem þar á sér stað. Þetta er hins vegar vín af gamla Miðjarðar- hafsskólanum. Vín sem hefur nóg af sól en skortir frum- leika. Það er ekkert við þetta vín sem stuðar mann og með mat ætti það að ganga ágæt- lega ef menn gera einungis kröfu umrautt borðvín. Sem vín er það hins vegar ekki mjögspennandi og raunar nær alveg karakterlaust. Verðið er 920 krónur. Mun skemmtilegra vín er hið portúgalska Periqu- ita 1992 frá J.M. da Fonseca en það var fáan- legt á sérlista hér á landi fyrir um tveimur árum. Omur er reykkenndur og sveitalegur og bragð skarpt, ferskt, hreint og spennandi. Vínið hefur ágæta fyllingu. Það er unnið úr þrúgunum Ca- stelao Frances og Espa- deiro og skemmtileg til- breyting frá tískuþrúgun- Nýtt til reynslu um sem alls staðar er að finna. Verðið, 910 krónur, spillir heldur ekki fyrir. Þá var fyrir nokkru tekið í reynslusölu pottþéttur Chi- anti Classico frá markgreifan- um Antinori í Toscana. Villa Antinori 1991 einkennist af þroskuðum dökkum berjum og arómatískum keim sem minnir töluvert á teblöð. Fyll- ing er góð og sýra hæfileg. Þetta er vín sem á fyrst og fremst heima með mat og á vel við nær alla ítalska rétti, ekki síst pasta og risotto. Það kostar 1.130 krónur. Neysla sætra dessertvína hefur ekki verið mikil hér á landi eftir að menn hættu að drekka Sautemes með mat. Það breytir hins vegar ekki engu um þann unað sem þessi vín geta veitt. Ástralir hafa verið að færa sig upp á skapt- ið í þessum efnum sem öðmm á síðustu ámm og er Linde- mans Botrytis-Sémillon 1989 frá Suður-Ástralíu gott dæmi um framleiðslu þeirra á þessu sviði. Djúpur og dökkur litur með allt að því brúnleitum tónum og þykkur, sætur ávöxtur í nefi. Ekki mjög margslungið vín en yndislega Uúft. Tilvalið með góðum eft- irréttum eða sem eftirdrykk- ur og hví ekki að reyna það sem fordrykk með gæsalifr- inni (fóie gras) eða þá gorg- onzola-ostinum, sem nú er hægt að kaupa hér á landi? Verð fyrir hálfa flösku er 940 krónur. Og að lokum nýtt púrt- vín. Grahams er með virt- ari púrtvínshúsum og Late Bottled Vintage 1989 er hinn þokkalegsti drykkur. Ungur, þykkur og sætur ávöxtur einkenna þetta púrtvín, sem sett var á flöskur á þessu ári, og það ætti að renna ljúflega nið- ur með réttu ostunum ... eða þá bara eitt og sér. Bragðið er kröftugt en samtímis hreint og milt. Verðið er 1850 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.