Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 C 3 NÝ útfærsla hugmyndabílsins Coneept 1 er lengri og breiðari en fyrri útfærsla. Ný bjalla Concept 1 á markað ffyrir aldamót Odýrari I jölnota- bílar á næsta ári ÚTLIT fyrir að flölnotabílar muni lækka verulega í verði Evrópu á næstunni. Markaður fyrir fjölnota- bíla í álfunni er orðinn mettaður og það gefur tilefni til að ætla að bílar af þessari gerð falli í verði. Þetta eru niðurstöður Reuters-fréttastofunnar sem hún byggir á samtölum við fjölda markaðssérfræðinga í Evrópu. Mjög erfiðlega gengur að selja fjöl- notabíla í Danmörku og íslandi vegna þess hve dýrir þeir eru. Hátt verð er ekki eingöngu tilkomið vegna hárra flutningsgjalda heldur líka vegna þess að fjölnotabílar eru dýrari í fram- leiðslu en fólksbílar. Reuters segir að nú sé útlit fyrir verulegt verðfall allstaðar í Evrópu. Allir stærri bílframleiðendur bjóða nú fjölnotabíla, þ.e. Ford, VW, Peugeot, Fiat, Mitsubishi, Mazda og fleiri. Þeir hófu framleiðslu á fjöl- notabílum þegar þeir sáu brautryðj- endurna á þessu sviði raka saman gróða á íjölnotabílum, þ.e. Chrysler, Renault og Toyota. Peter Schmidt hjá ráðgjafafyrir- tækinu Automotive Industry Data segir að bílaframleiðendur hafí óá- reittir sett upp hneykslanlega há verð fyrir fjölnotabíla. „En þegar þeir ætluðu að setja á markað nýjar árgerðir 1994 og 1995 komust þeir að því að markaðurinn hafði breyst verulega. Markaðurinn var mettað- ur,“ segir Schmidt. Nú er offramleiðsla á fjölnotabíl- um og það sem eftir er af þessum áratug verður framleiðslan meiri en eftirspurnin. „Verð mun falla. Sá sem •' vill kaupa fjölnotabíl ætti að bíða fram á mitt næsta ár því þá verða bílarnir á tilboðsverði," segir Schmidt. Citroén, Peugeot og VW í Dan- mörku ætla ekki að flytja inn fjöl- notabílá til landsins fyrr en verð á þeim er komið niður fyrir þijár millj- ónir ÍSK, en núna er verð á fjölnota- bílum í Danmörku í kringum 4,2 millj- ónir kr. en þar sem flutningsgjöld eru með þeim hæstu í heimi. ■ + VOLKSWAGEN sýndi nýjustu út- færslu af Concept 1 bílnum á bíla- sýningunni í Tókíó en bíllinn var frumkynntur í Detroit á síðasta ári. VW ákvað fyrir einu ári síðan að hefla framleiðslu á Concept 1 fyrir aldamót. Hugmyndin að bíln- um kviknaði í hönnunarstöð VW í Simi dal í Kaliforníu. Nú er hóp- ur hönnuða í Wolfsburg undir stjórn Hartmut WarkuB að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. VW Bjallan var fyrsti bíllinn sem fyrirtækið smíðaði. Við hönn- un hans var notkunargildið haft í fyrirrúmi ekki síður en áreiðanleiki bílsins og hagstætt verð. Enginn annar bíll hefur náð viðlíka út- breiðslu og Bjallan. Concept 1 er ætlað að halda þessu merki á lofti. Leðurklæddur Útlitshönnun bílsins er hrein tilvitnun til liðinna daga en bíllinn er búinn nýjustu tækni. Vélin er staðsett að framan, öfugt við gömlu Bjölluna, og bíllinn er fram- hjóladrifínn. Rúmgott farangurs- rými er aftan í bílnum og hægt er að leggja aftursætin niður. Bíllinn sem sýndur var í Tókíó er 4,06 m, 24 sm lengri og sjö sm breiðari en bílarnir sem sýndir voru í Detroit og Genf. Meðal ör- yggisbúnaðar í bílnum má nefna líknarbelgi fyrir ökumann og far- þega í framsæti, hliðarárekstrar- vörn, ABS-hemlalæsibörn og af- brigði af spólvörn. Sóllúga úr gegnsæu gleri Concept 1 er tveggja dyra og rúmar með góðu móti fjóra manns. Að innan er hann klæddur með hágæðaefnum. Sætis- og hliðaá- klæði eru úr ljósbrúnu leðri. Að- eins nauðsynlegustu mælar eru hafðir í mælaborðinu til þess að Jeppi ffró Huyndai HUYNDAI setur á markað jeppa árið 1997, þann fyrsta sem suður- kóreski bílaframleiðandinn smíðar sjálfur. Jeppinn verður með 2,5 til 3,0 lítra vélum. Hann verður boðinn í tveimur stærðum, lengri bíllinn er gerður fyrir níu farþega og sá styttri fyrir fimm. ■ * Okeypis söluskoðun BÍLASALA Guðfinns býður nú fyrst bílas'ala þeim sem eru í bílakaupa- hugleiðingum að fara með bílinn í ástandsskoðun. Bílasalan greiðir skoðunina en heldur skoðunarskýrsl- unni eftir ef ekki verður af kaupunum. ■ SÓLLÚGA úr gleri myndar framhald á ávölum línum bílsins. einfalda aksturinn. Á stórum Sýningarbíllinn í Tókíó er með kringlóttum mæli er hraðamælir, sóllúgu úr gleri sem er ógegnsæ hitamælir og eldsneytismælir. Út- að utanverðu. Að innanverðu er varp er fyrir miðju mælaborðinu. hún hins vegar gegnsæ. ■ TILBOD OSKAST í Ford Escort LX SAA/, árgerð ’93 (ekinn 15 þús. mílur), Isuzu Rodeo 2 W/D, árgerð '92, Chevrolet Suburban 2500 4x4, árgerð '90, Jeep Cherokee 4x4, árgerð ’88 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 7. nóvemberkl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. FJÖLNOTABÍLAR lækka verulega í verði á næstunni, eftir því sem Jíeuíers-fréttastofan ætlar. VW Sharan er einn af nýrri fjöl- notabílum á markaðnum en samkvæmt Peter Schmidt hjá Automo- tive Industry Data ættu menn að bíða með kaup á fjölnotabílum fram á mitt næsta ár. BOSCH RAFGEYMAR BRÆÐURNIR DJORMSSONHF Lágmúla 9 - Sími 553 8825 ÚúiíL ...blabib - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.