Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Launanefnd aðila vinnumarkaðarins kemur saman til fyrsta fundarins í dag ASI óskar eftir viðræðum um launabreytingar LAUNANEFND aðila vinnumarkaðarins kemur saman til fundar kl. 15 í dag að ósk forystu Alþýðusambandsins. Á fundinum munu fulltrúar landssambanda ASÍ fara fram á við atvinnurek- endur að teknar 'verði upp samningaviðræður um endurskoðun gildandi kjarasamninga, þar sem áhersla verði fyrst og fremst lögð á launa- breytingar. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, segir að verkalýðshreyfingin ætli ekki að leggja fram ákveðna kröfugerð á þessum fyrsta fundi. „En við munum væntanlega ganga eftir því hvort gagnaðilar okkar eru ekki reiðubúnir að taka upp efnislega umræðu til þess að leita lausna, sem gagnast okkar fólki og ðraga úr þeirri miklu óánægju sem orðin er,“ sagði hann. Benedikt sagði að af hálfu ASÍ væri farið fram á viðræður við vinnuveitendasamtökin fyrst og fremst um launamálin. Ekki væri ætlunin að hefja þríhliða viðræður milli aðila vinnumark- aðar og ríkisvalds á þessu stigi um önnur mál sem verið hefðu í umræðunni að undanfömu, s.s. um verðlagsmál og skattamál. Ef til þess kæmi hins vegar að efnislegar viðræður við at- vinnurekendur um breytingar á núgildandi kjara- samningi tækjust, væri mjög líklegt að í fram- haldi af því yrði óskað eftireinhveijum viðræðum við stjórnvöld, m.a. um breytingar á atriðum í fjárlagafrumvarpinu, sem stönguðust á við þá yfirlýsingu sem ríkisstjórnin gaf í tengslum við gerð kjarasamninganna í febrúar sl. Sérstakar launagreiðslur koma til greina Benedikt var spurður hvort verkalýðshreyfing- in myndi fara fram á sérstakar launahækkanir um næstu áramót til viðbótar þeirri 2.700 kr. eða 3% launahækkun sem núgildandi samningar gera ráð fyrir. Hann sagðist telja, að ef niður- staðan yrði sú, að samningar teldust gilda áfram, þá væru menn fyrst og fremst að horfa á svipað- ar aðgerðir og stundum hefði verið gripið til áður, þar sem efnahagsbatinn væri nýttur til að bæta kjörin með einhveijum sérstökum launa- greiðslum, annaðhvort reglulegum eða tíma- bundnum. Launanefndin er skipuð þremur fulltrúum frá landssamböndum ASÍ annars vegar og vinnu- veitendum hins vegar. Skv. gildandi samningum skal hún fylgjast með framvindu efnahags-, at- vinnu og verðlagsmála og gera tillögur um við- brögð til samtakanna og stjórnvalda eftir því sem aðstæður krefjast. Hvorum aðila er heimilt að segja samningum lausum með minnst mánað- ar fyrirvara ef marktæk frávik hafa orðið frá samningsforsendum og tekur uppsögn þá gildi 31. desember næstkomandi. Varnargarðar á Flateyri Tvö tilboð bárust ísafirði. Morgunblaðið. TVÖ tilboð bárust í lengingu og hækkun á snjóflóðavarnargörðum á Flateyri, frá Græði hf. á Flateyri og ístaki hf. í Reykjavík. Tilboð Græðis hljóðaði upp á 6.224.000 kr. sem eru 75,45% af kostnaðaráætlun og tilboð ístaks hf. upp á 6.700.000 kr. eða 81,23% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 8.249.000 kr. Farið verður yfir til- fjoðin næstu daga. Ráðgert er að hefja vinnu við verkið sem fyrst en því á að vera lokið 20. desember nk. Snjóflóðavarnargarðinum er ætl- að að veija byggðina fyrir snjóflóð- um úr Innra Bæjargili sem er vestan við Skollahvilft, sem snjóflóðið féll úr undir lok síðasta mánaðar. í dag eru þar tveir sex metra háir garðar og er ætlunin að lengja garðana og tengja þá saman auk þess sem þeir verða hækkaðir upp í 11-12 metra. Eldur í Þangbakka ELDUR kom upp í íbúð á 8. hæð í Þangbakka í Breiðholti eftir hádegið í gær. Talið er að hann hafi kviknað út frá vindlinga- glóð í ruslafötu í eldhúsi. Tals- verður reykur var í íbúðinni og voru fjórir reykkafarar sendir inn í íbúðina til að leita að fólki, en hún reyndist mannlaus. íbúum á 8. hæð hússins var gert að yfirgefa hæðina meðan að slökkviliðið var að störfum. Eldurinn var einungis í eldhús- innréttingu og gekk vel að slökkva hann. Reykur komst hins vegar niður í stigaganginn og urðu af þeim sökum nokkrar reykskemmdir á ganginum. Þróunarsamvinnu- stofnun íslands Hjálpar- gögn til Namibíu Morgunblaðið/Ásdís Fjöldi sýnir rúmönsku stúlkunni velvilja Bónorð og vinnu- tilboð berast TALSVERÐUR fjöldi manna hef- ur boðið rúmensku stúlkunni, sem hér bað um pólitískt hæli í síðustu viku, aðstoð af ýmsu tagi, auk þess sem maður hefur komið því á framfæri við Rauða kross ís- lands, að hann hafí áhuga á að kvænast henni. Að sögn Hólmfríðar Gísladóttur hjá Rauða krossinum hefur fólk m.a. haft samband sem hefur boð- ið stúlkunni vinnu, dvöl í sveit og margháttaða aðstoð aðra. Stúlkan dvaldi á sjúkrahúsi um helgina og hefur safnað þar kröft- um. Á blaðamannafundi, sem haldinn verður í dag, mun hún veita fjölmiðlum viðtöl og skýra frá ástæðum óskar sinnar. Þar sem túlkur var ekkrtil reiðu í gær, gat ekki orðið af yfírheyrsl- um yfír stúlkunni í þeim mæli sem vonast hafði verið eftir, en þeim verður fram haldið í dag. Hólmfríður Gísladóttir sagði aðspurð, að stúlkan væri m.a. að íhuga það nú hvort hfín breytti ósk sinni um pólitískt hæli á ís- landi í ósk um dvalarleyfi af mann- úðarástæðum. 47 bílar seldust FJÖRUTÍU og sjö notaðir bílar seldust í gær í Kolaportinu, en þessa vikuna selur P. Samúelsson þar notaða bíla. Salan hófst kl. '12 á hádegi og stóð til 10 um kvöldið. Loftur Ágústsson, markaðs- stjóri hjá Toyotaumboðinu, sagði þessa sölu miklu meiri en menn hefðu reiknað með. Viðtökurnar hefðu verið hreint ótrúlegar, enda væru verulegir afslættir veittir frá skráðu verði. Ekki hefur áður verið reynt að selja notaða bíla í Kolaportinu. Mega víkja allt að 15% frá skráðu bókaverði LOKIÐ er yfírferð og breytingum á verksmiðjutogaranum Hanover hjá Slippstöðinni á Akureyri. Tog- arinn er í eigu Seaflower Whitefish í Namibíu, sem íslenskar sjávaraf- urðir eiga stóran hiut í, og er hann væntanlegur til Reykjavíkur í dag, en heldur til Namibíu á fímmtu- dag, 9. nóvember. Að sögn Björns Dagbjartssonar, framkvæmdastjóra Þróunarsam- vinnustofnunar íslands, verða ýmsar vörur sem safnað hefur ver- ið á vegum Þróunarsamvinnustofn- unar sendar með skipinu, svo sem leikföng, garn til að pijóna úr og notuð föt sem send eru starfs- mönnum til dreifingar. Þá verða sendir ýmsir vélarhlutar, gamlar vélar, net og annað til kennslu í sjómannaskólanum í Namibíu, en þar eru sex kennarar starfandi á vegum Þróunarsamvinnustofn- unar. Einnig ætlar Rótarý klúbburinn Reykjavík-Austurbær að senda um 50 notaða hjólastóla fyrir fatlaða einstaklinga í Namibíu. Starfs- menn Þróunarsamvinnustofnunar munu sjá um að lesta vörurnar í Sundahöfn. SAMKEPPNISSTOFNUN hefur fyrir sitt leyti samþykkt viðskipta- regiur sem Félag íslenskra bókaút- gefenda og Félag íslenskra bóka- og ritfangaverslana hafa komið sér saman um. Reglurnar fela í sér að bókaverslunum er heimilt að víkja atlt að 15% frá skráðu verði bóka. Samkomulag útgefenda og bók- sala var gert í framhaldi af harðri samkeppni um bóksölu fyrir síðustu jól, en þá bauð m.a. Bónus bækur á mun lægra verði en hefðbundnar bókaverslanir. Samkomulagið hefur verið til umfjöllunar hjá Samkeppn- isráði undanfarnar vikur, en í gær sendi það frá sér álit þar sem segir að í reglunum felist tilslökun frá því samkomulagi sem þessir aðilar hafi áður gert. Að mati ráðsins auka reglurnar svigrúm til sam- keppni og fellst á þær. Áfram fast verð Reglur bókaútgefenda og bók- sala gera ráð fyrir að áfram verði fast verð á bókum, en smásöluaðil- um sé heimilt að veita viðskiptavin- um sínum allt að 15% afslátt frá skráðu smásöluverði. „Ástæðan fyrir því að menn hafa reynt að koma sér niður á nýjar reglur er sá óróleiki sem var á jóla- bókamarkaðinum í fyrra þar sem ákveðnir söluaðilar buðu bækur með verulegum afslætti. Þeir sem gengu lengst, Bónusmenn, voru búnir að lýsa því yfir opinberlega að þeir myndu hlíta úrskurði Sam- keppnisstofnunar ef sett væri há- mark á afslátt. Við lögðum því áherslu á að ná samkomulagi um það og Samkeppnisráð hefur lagt blessun sína yfir þessar reglur. Þetta þýðir að söluaðilum er heimit að veita afsiátt á bókum en þó aldr- ei meiri afslátt en 15%,“ sagði Ólaf- ur Ragnarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefandi. Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, sagðist óttast að menn væru að dæma bókina úr leik með þess- ari ráðstöfun. Hann sagðist ætla að taka sér tíma til að skoða þetta mál frá öllum hliðum. „Þarna er verið að tína til eina vörutegund í viðbót sem ekki þarf að hlíta almennum samkeppnislög- um. Fyrir höfum við landbúnaðar- vörurnar, sem ekki þurfa að fara eftir samkeppnislögum. Það virðast vera tvenn lög í landinu, sem greina vörutegundir eftir flokkum. Ég heid að þetta eigi eftir að koma í bakið á mönnum og draga úr bóksölu. Islendingar eru engir kjánar og láta ekki bjóða sér hvað sem er.“ Samkeppnisnefnd Verðlags- stofnunar veitti árið 1981 undan- þágu frá Jögum um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti og heimilaði bókaútgef- endum að ákveða fast verð á bók- um. Þetta var gert með hliðsjón af byggðastefnu og menningarhlut- verki bókarinnar. Þessi heimild hef- ur gilt fram til þessa. Það álit sem Samkeppnisstofnun hefur nú látið í ljós felur því í sér tilslökun frá fyiTÍ stefnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.