Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Slökkviliðsmenn á Keflvíkurflugvelli funda í dag Samningar hafa ekki tekið gildi GUÐMUNDUR Vignir Óskarsson, formaður Landssambands slökkvi- liðsmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið, að slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli myndu halda fund í dag, þriðjudag, vegna þess að kjarasamningarnir sem gerðir voru snemma árs hafa enn ekki tekið gildi fyrir slökkviliðsmenn þar. A fundinum verði tekin ákvörðun um næstu skref, en við þetta ástand verði ekki unað leng- ur og óánægjan meðal slökkviliðs- manna á Keflavíkurflugvelli sé gífurleg. Guðmundur Vignir segir að ástæðan fyrir því að kjarasamn- ingarnir hafi ekki tekið gildi sé sú að kaupskrámefnd, sem úr- skurðar um laun starfsmanna varnarliðsins, sé óstarfhæf og sinni ekki starfi sínu. Hann kunni Hjartagalli Marínar EINS OG fram hefur komið í Morgunblaðinu gengst Marín Hafsteinsdóttir, sex mánaða stúlkubarn frá Eskifirði, undir erfiða aðgerð vegna afar sjald- gæfs hjartagalla á Children Hospital í Boston á miðvikudag. A skýringarmyndunum hér til hliðar sést í hveiju hjartagalli Marinar felst. Vinstri teikningin sýnir heilbrigt hjarta og sú hægri hjarta Marínar. 59 auðar íbúðir 1 fjórum sveitarfé- lögum í FJÓRUM sveitarfélögum, Bolung- arvík, Vesturbyggð, Suðureyri og Vestmannaeyjum, hafa síðustu tvo mánuði staðið 59 auðar félagsiegar íbúðir. Alls hafa á síðustu tveimur mánuðum 102 félagslegar Mðir stað- ið auðar á landinu öllu eða um 1% íbúðanna. Þessar upplýsingar komu fram í svari Páls Péturssonar félags- málaráðherra við fyrirspum frá Rann- veigu Guðmundsdóttur, fyrrverandi félagsmálaráðherra. í öðru svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá samá þingmanni kemur fram að árið 1994 voru til í landinu 9.953 félagslegar Mðir. Félagslegar íbúðir eru 10,4% af öllum íbúðum í landinu. Af nærri 10.000 félagslegum íbúðum í landinu hafa 102 staðið auðar síðustu tvo mánuði, 53 síðustu sex mánuði og 25 í eitt ár. Félagslegar Mðir, sem ekki hefur tekist að selja en heimilað hefur verið að leigja út, eru 172 talsins. Mjög mismunandi er milli sveitaríé- Iaga hversu margar félagslegar íbúð- ir standa auðar. Þannig hafa einung- is 6 félagslegar íbúðir staðið auðar í Reykjavík síðustu tvo mánuði. Jafn- margar standa auðar á ísafirði, 11 standa auðar í Vesturbyggð, 27 í Bolungarvík, 9 á Suðureyri, 6 á Stöðv- arfirði og 12 í Vestmannaeyjum. Segja kaupskrár- nefnd ekki sinna starfi sínu hins vegar enga skýringu á því af hveiju málum sé svo háttað, en þetta sé engu að síður stað- reyndin, því ákvæði kjarasamning- anna hafi ekki fengist tekin í gildi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Stefna í undirbúningi Guðmundur sagði að það væru fleiri atriði í launamálum slökkvi- liðsmanna á Keflavíkurflugvelli sem hefðu ekki verið efnd á síð- ustu árum. Það mætti rekja allt aftur til ársins 1991 er tekið hefði verið upp starfsheiti flokksstjóra í slökkviliðinu í Reykjavík, en við það hefðu menn hækkað um tvo launafiokka, auk þess sem þá hefði einnig samist um sérstakt reykk- öfunarálag. Slökkviliðið í R^ykja- vík hefði verið til viðmiðunar' varð- andi laun slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli, en kaupskrár- nefnd hefði með eftirgangsmunum einungis úrskurðað hækkun um einn launaflokk og nú væri í undir- búningi stefna vegna þessa. Þriðja atriðið sem ekki hefði verið efnt hjá slökkviliðsmönnum á Keflavíkurflugvelli væri síðan það að aukaálag sem slökkviliðs- menn fengju fyrir að vinna tiltekin aukastörf á Keflavíkurflugvelli hefði lækkað um 7% í kjölfar kjarasamninga árið 1994 og hefði það ekki fengist leiðrétt þrátt fyr- ir að ítrekað hefði verið reynt að fá fram leiðréttingu í þeim efnum. Græningjar heimsækja landið ÞRÍR græningjar sáust á suðvest- urlandi nýlega og vakti þessi ganga athygli fuglaskoðara þvi hingað til höfðu einungis fimm græningjar sést á íslandi. Græningja er hægt að þekkja á ólífugrænum lit að ofan, hvítum að neðan, blágráum kolli með áber- andi, hvítri brúnrák með svörtum jöðrum. Sömuleiðis eru þeir rauð- eygðir. Græningjar verpa i N- Auneríku en fara síðan til S-Amer- íku á vetuma eins og margir aðrir amerískir spörfuglar. Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson Framhaldsskól- arnir í Reykjavík Breyta þarf verka- skiptingu BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra sagði í svari á Alþingi við fyrirspurn frá Kristínu Ástgeirs- dóttur alþingismanni, að óhjá- kvæmilegt væri að breyta verka- skiptingu milli framhaldsskólanna í Reykjavík þegar Borgarholtsskóli tæki til starfa. Kristín spurði hvort að rétt væri að uppi væru hugmyndir um að draga úr eða fella niður starfs- fræðslu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þegar Borgarholtsskóli tæki til starfa, en í Borgarholts- skóla verður lögð sérstök áhersla á kennslu í verklegum greinum. Björn sagði að engin slík ákvörð- un hefði verið tekin. Lagðar hefðu verið fram hugmyndir um verka- skiptingu milli framhaldsskólanna í Reykjavík og ekki væri hægt að túlka hugmyndirnar með þeim hætti að verið væri að leggja til að starfsfræðslu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti yrði hætt. Tillögurnar myndu fara inn í skólana til um- ræðu og síðan mætti vænta ákvörð- unar. Björn sagðist geta tekið undir með Kristínu Ástgeirsdóttur að óeðlilegt væri að draga úr starfs- fræðslu í FB um leið og verið væri að auka hana með byggingu Borg- arholtsskóla. Óhjákvæmlegt væri hins vegar að endurskoða verka- skiptingu milli framhaldsskólanna í Reykjavík. Heilbrigt hjarta 6 .. og út til líkamans 3.. til lungna ■ Hjartagalli Marínar 4 Þessari blóðblöndu er því dælt til líkamans ... 3 .. til lungna 4 Súrefnisríkt blóðið kemur frá lungum um lungnabláæð að vinstri gátt Til lungna 1 Súrefnissnautt blóðið kemur að hægri gátt hjartans frá stóru bláæðun- um, efri og neðri hluta líkamans. 5. Rennur til vinstra slegils og út I ósæð .. 2 Fer um lokuna milli hægri gáttar og hægri slegils út í lungna- slagæð... 4 .. en í stað lungna- slagæða koma æðar frá ósæð aftur undir baki og þar er blóðrásin til Til lungna Súrefnisrikt blóð frá lungunum 1 Súrefnissnautt blóðið kemur að hægri gátt hjartans frá stóru bláæðun- um, efri og neðri hluta líkamans. 3 Þar blandast súrefnissnauða blóðið því súr- efnisrika frá í lungunum 2 Fer um lokuna milli hægri gáttar og hægri slegils en I staö tveggja stórra æða sem liggja frá hjartanu er nú aðeins ein stór slagæð og er opið á milli slegla Andlát SR. RÖGNVALDUR FINNBOGASON Morgunblaðið/RAX Skjót viðbrögð STARFSMENN umferðardeild- ar gatnamálastjóra sáu um að lækka boðmerkin á umferðar- eyjunni í Kringlunni I gær, én i frétt í Morgunblaðinu á sunnu- daginn var skýrt frá kvörtunum vegna merkjanna, sem þóttu skyggja á umferð úr gagn- stæðri átt þegar beygt var yfir tvær akreinar. SÉRA Rögnvaldur Finnbogason, sóknar- prestur í Staðastaðar- prestakalli, lést sl. föstudag, 68 ára að aldri. Rögnvaldur fædd- ist þann 15. október árið 1927 í Hafnar- firði, sonur Ingibjarg- ar Magnúsdóttur og Finnboga Jónssonar. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1947, prófi frá guð- fræðideild Háskóla íslands árið 1952 og tók prestsvígslu sama ár. Þá nam Rögnvaldur trúarbragða- sögu við Lundúnaháskóla 1952- 1953 og kynnti sér kirkjulist, eink- um íkonalist, í Finnlandi, Svíþjóð og Bretlandi 1984-1985. Rögnvaldur var sóknarprestur í Skútustaðaprestakalli, Bjarnanes- prestakalli, Mosfellsprestakalli í Grímsnesi, Valþjófsstaðarpresta- kalli, Stafholtsprestakalli, Hofs- prestakalli í Vopnafirði, Seyðis- ijarðarprestakalli og Siglufjarðarpresta- kalli. Árið 1973 varð hann sóknarprestur í Staðastaðarprestakalli og gegndi því embætti til dauðadags. Rögnvaldur stund- aði kennslu með prestsstörfum og sat í ýmsum nefndum og ráðum á vegum sveit- arfélaga. Þá vann hann einnig að rit- störfum. Hann ritaði bókina Trúin, ástin og efinn, í félagi við Guðberg Bergs- son, en hún kom út árið 1988. Þá gaf hann út bókina Jerúsalem - borg hinna talandi steina, dag- bókarbrot frá Landinu helga, árið 1990. Á þessu ári kom svo út ljóða- bókin Hvar er land drauma? Áð auki þýddi Rögnvaldur fjölda bóka og ritaði greinar í blöð og tímarit. Eftirlifandi eiginkona Rögn- valds er Kristín Rannveig Thorlac- ius kennari. Rögnvaldur lætur eft- ir sig níu uppkomin börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.