Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Frikki slökkvilibsmabur II!, Róm aö brenna llll/llllí Fribrik Sophusson f jármálaráö- 1 i / J, j j I j herra sýndi af sér mikiö snar- iJUj 1 j . ræöi á málþingi á vegum um- J&rtlfi i boösmanns barna urn helgina, þegar hann slökkti í boröskreyt- ingu sem kvlknaöi í þar sem * ~npin 'i i'11í■ ti' ■/‘uuP,áj• "ji' Li/ 1 I// ,,i/ii • > GMu^JC^ -------^ Halt þú bara áfram að leika á fiðluna Dabbó minn. Ég get alveg slökkt í þessu með vasaklútnum mínum . . . Ríki kaupi Gamla garð, Félagsstofnun og hús jarðfræðideildar fyrir Þjóðminjasafn GAMLI garður, Félagsstofnun og Þjóðminjasafnið. Morgunblaðið/Þorkell Viðbótarhusnæði skap- ar nýja möguleika VIÐBÓTARHUSNÆÐI í Gamla garði, Félagsstofnun stúdenta og húsi jarðfræðideildar HÍ myndi skapa nýja möguleika fyrir starfsemi Þjóð- minjasafnsins að mati Þórs Magnús- sonar þjóðminjavarðar. Hann sagði að vel hefði verið tekið í að ríki festi kaup á húsnæðinu undir starfsemi Þjóðminjasafnsins á undirbúnings- fundi ráðuneytis, Félagsstofnunar og Háskólans fyrir nokkru. Þór rifjaði um eldri hugmyndir um að ráða bót á húsnæðisvánda safns- ins. Hann nefndi í því sambandi að skoðað hefði verið hvort til greina kæmi að byggja nýtt safnahús fyrir Þjóðminjasafnið vestan Suðurgötu á milli Þióðarbókhlöðu og Hótels Sögu. Önnur hugmynd hefði verið að færa starfsemina í svokallað SS hús i Laugarnesinu. Þór sagðist telja að í kaupum á Gamla garði, Félags- stofnun stúdenta og húsi jarðfræði- deildar gæti falist farsæl lausn á húsnæðisvanda safnsins. „Ég sé ýmsa kosti við þennan möguleika. Safnið myndi áfram verða á sama svæði og tilheyra menningarhverfínu hérna með Háskólanum, bókasafninu og Árnagarði," sagði Þór og tók fram að stærra húsnæði myndi breyta miklu fyrir nýja markmiðs- og starfs- greiningu safnsins. Nýir möguleikar myndu skapast fyrir framtíðarþróun safnsins. Hugmyndir um hvernig viðbótar- húsnæði yrði nýtt hafa ekki verið mótaðar að sögn Þórs. „Ég býst hins vegar við að sýningarsalir yrðu áfram í gamla húsinu þegar viðgerð er lokið. Héðan flyttust skrifstofur, vinnustofur, bókasafn, geymslur, rannsóknar- og fræðaaðstaða," sagði Þór. Hann sagðist gera ráð fyrir að ef af yrði myndu skrifstofur, rann- sóknaraðstaða og vinnustofur verða í húsi jarðfræðideildarinnar og Gamla garði. Aðstöðu fyrir ljósmynd- un og forvörslu yrði væntanlega komið fyrir í Félagsstofnun. Sú starf- semi væri í bráðabirgðaplássi en færi ört vaxandi. Hugmynd um neð- anjarðargöng Þór neitaði því ekki að sú hug- mynd hefði skotið upp kollinum hvort mögulegt væri að tengja gamla safnahúsið við Félagsstofnun og nefndi í því sambandi að hugsanlegt væri að byggja göng neðanjarðar. Engar ákvarðanir hefðu hins vegar verið teknar í því sambandi enda væru viðræður um hugsanleg kaup enn á byijunarstigi. Ný foreldrasamtök 8-10 holgóma bömáári Gerður A. Árnadóttir FLESTIR kannast við að hafa einhveiju sinni á lífsleiðinni, og jafnvel oft, séð einstakl- inga með þau útlitslýti að efri vör hefur verið klofin. Þótt það sjáist síður hefur gómur sumra þessara ein- staklinga einnig verið klof- inn. Þessir einstaklingar eru sagðir holgóma, sem er út- litslýti, en að öðru leyti eru þessir einstaklingar heil- brigðir. Lýtalækningum hefur fleygt fram seinni árin, þannig að flestir fá meiri og minni úrlausn vanda síns, en það er oft eftir mikla þrautagöngu og margar erfiðar skurðað- gerðir. „Þetta byijar á fóstur- skeiðinu, andlitið nær ekki að myndast eðlilega. Stund- um myndast aðeins smáhak, en í verstu tilfellum kemur skarð í efri vör og góminn báðum megin. I sumum tilvikum virðist þetta vera ættgengt, en alveg jafn oft virðist tilviljun ein ráða því hver lendir í þessu. Fólki bregður mjög við þeg- ar börnin þeirra fæðast svona og flestir eða allir upplifa einhveija útfærslu af vonbrigðum og sorg,“ segir Gerður. En hvað með bata, ef þannig mætti að orði komast? „Þetta er ekki sjúkdómur þótt við séum að tala um að þessir ein- staklingar þurfi sumir í margar aðgerðir og séu þar af leiðandi mikið inn á spítölum. Yfirleitt byija aðgerðirnar snemma. Drengurinn minn fór til dæmis í sína fyrstu aðgerð aðeins viku- gamall. Hins vegar er ekki hægt að afgreiða þetta einu sinni fyrir allt, því börnin vaxa, bein stækka og nýjar tennur koma í stað barna- tanna. Mörg þessara barna þurfa á tannréttingum að halda með auknum þroska og fleiri vandamál knýja dyra, t.d. getur verið vand- kvæðum bundið að gefa þessum börnum, t.d. á bijósti. Síðar meir eiga þau sum í talerfiðleikum. „Ti! marks um hvað þrauta- gangan getur verið löng þá var ég að ræða við tvítuga stúlku um daginn. Hún var nýkomin úr síð- ustu af mörgum aðgerðum sínum. Þetta fólk verður alltaf með örin, en lýtalækningum hefur fleygt svo fram að heita má að allir fái meiri eða minni bót vanda síns. Þeir sem eldri eru geta meira að segja kom- ið og oft er hægt að hjálpa þeim. AUar þessar aðgerðir fara fram hér á landi, á lýtalækningadeild Landspítalans og sérfræðingarnir þar eru alveg sérstak- lega hæfír.“ En hver eru markmið þessara samtaka? „Megintilgangurinn er sá að foreldrar barna sem fæðast með þennan galla hafi í eitthvert hús að venda með vanda sinn. Fæstir þeirra hafa lent í þessu áður og það getur verið ómetanlegt að hitta aðra foreldra sem reynsluna hafa. Fá þar svör við ótal spurningum sem vakna óhjákvæmilega, leiðbein- ingar og hagnýtar úrlausnir við algengum vandamálum svo sem matargjöfum og skurðaðgerðun- um. Það er ótrúlegt hversu margs vísari menn geta orðið á því að setjast niður með einstaklingi sem hefur upplifað þetta allt áður. Svo er annað, það er enginn í þessu heilbrigðiskerfi hér á landi sem segir fólki hver réttur þess er, t.d. varðandi tiyggingar, bætur o.s.frv. Eitt af hlutverkum þessara samtaka verður að safna saman öllum slíkum upplýsingum og ► Gerður Aagot Árnadóttir útskrifaðist úr læknadeild HÍ árið 1990 og hefur unnið á ýmsum heilbrigðisstofnunum síðan, m.a. á barnadeild Land- spítalans, svo og á Borgarspít- alanum. Hún nemur nú heimil- islækningar. Gerður, sem á tveggja ára dreng sem er fæddur með skarð í vör og góm, er í forsvari undirbún- ingsnefndar fyrir stofnun Samtaka foreídra barna fædd með skarð í vör og góm. Stofn- fundurinn verður í Eirbergi, gamla hjúkrunarskólanum á lóð Landspítalans, annað kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 20. Nefndin mun mæla með því að Gerður verði kjörin fyrsti formaður samtak- anna. halda þeim til haga þannig að fólk geti fengið svör við öllum sín- um spurningum með einu símtali." Er það ekki tilfellið að börn með þessi útlitslýti og þann vanda sem þeim fylgir lendi oftar í ein- elti í skólum en önnur börn? „Allir foreldrar barna sem fæð- ast svona eru hræddir um að börn þeirra líði í skóla fyrir vikið, að þeim sé strítt og þau jafnvel lögð í einelti. Eitt af markmiðum sam- takanna er að auka fræðslu og reyna að fylgjast með þessum málum. Komi þetta á daginn verð- ur að bregðast við því.“ Er reiknað með fjölmenni á stofnfundinn? „Við rennum, alveg blint í sjóinn. Við höfum talað við mikinn íjölda fólks og allir hafa tekið vel í hugmyndina að stofnun samtakanna. Það fæðast 8 til 10 böm með þenn- an galla á hveiju ári. Fjöldi nán- ustu aðstandenda hlýtur því að vera mikill og svo vonum við að fagfólk í heilbrigðisgeiranum sýni þessu einnig áhuga. Hvort sem fjölmenni verður eða ekki verður ekki annað sagt en að við vonum það besta. í kjölfarið munum við sækja um inngöngu í félagið Umhyggju sem nýlega færði út kvíarnar og er nú samtök foreldra- félaga um langveik böm. Við erum inni í þeim ramma, þótt okkar börn séu ekki veik í þess orðs beinu merkingu. Þau eru eigi að síður mikið inni á sjúkrastofnun- um og í stöðugum skurðaðgerðum. Með stofnun samtaka okkar og síðan inngöngu í Umhyggju ætlum að við taka á málum okkar af meiri festu en áður,“ segir Gerður. Flestir geta fengið úr- lausn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.