Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU FRÉTTIR: EVRÓPA Morgunblaðið/Sigurgeir SPRINGNUM sleppt og haldið til veiða. Loðnuskipið Sig’urður VE hélt til loðnuveiða um helgina eftir langa bið og var hugur í áhöfninni við brottförina frá Eyjum. Beitir hættur á kolmunna og farinn á loðnuveiðar BEITIR NK frá Neskaupstað land- aði um nelgina tæplega 400 tonn- um af kolmunna, sem fóru í bræðslu. Skipið er nú hætt á kol- munnveiðum og fer næst á loðnu- veiðar. „Við erum hættir vegna þess að það er loðnuveiði og við förum í hana í þeirri von og trú að áframhald verði á því,“ segir Jóhann K. Sigurðsson útgerðar- stjóri Síldarvinnslunnar hf. Hann segir að menn hafi trú á að kolmunnaveiðar geti gengið í framtíðinni. Menn hafi verið ánægðir með tilraunina, veiðar- færin hafí virkað vel og fengist hafí reynsla sem geti reynst dýr- mæt næsta sumar. „Enginn getur þó sleppt loðnu fyrir þessar veiðar. heldur geta kolmunnaveiðar verið ágætis búbót inn á milli.“ Eftir því, sem næst verður komizt er nú ekkert skip á kolmunnaveiðum og líkar ílkur á að svo verði bráð, haldi loðnan áfram að veiðast. 3 hvalir í nótina hjá Albert „Það komu þrír hvalir í nótina hjá okkur í morgun,“ segir Jens Kristinsson, vélstjóri á Albert GK, þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærdag. Hann segir að Hvalir valda vandræðum við loðnuveiðarnar þeir hafí hver gert sitt gat í gegn- um nótina, en veiðarnar haldi þó áfram. Hann gerir ráð fyrir að rúmum 400 tonnum hafi verið landað um nóttina, en Albert GK landaði rúmum 700 tonnum á Siglufirði á laugardag. „Það hefur verið ansi mikið af hvölum hérna,“ segir hann. „A föstudag taldi ég um 10 blástra frá þeim. Þá voru þeir að gera það sama og við, að bíða eftir að færi að skyggja og loðnan lyfti sér, en hún lá ansi djúpt. Það var óneitan- lega tignarleg sjón að sjá þá.“ Rifu minna en við héldum Börkur NK fékk 750 tonn af loðnu í aðfaranótt mánudags, sem var blönduð að sögn Sturlu Þórð- arsonar skipstjóra. „Það komu líka tveir hvalir eða hnúfubakar í veið- arfærin, en betur fór en á horfðist og þeir rifu minna en við héld- um.“ Hann segir að veður sé frek- ar vont á miðunum. Börkur NK landaði 1.280 tonnum síðastliðinn laugardag. Blandaðri loðna en áður Júpíter frá Þórshöfn var þúinn að vera þijá daga á loðnumiðum í gær, en að sögn Helga Jóhanns- sonar stýrimanns var bræla fyrsta daginn. „Það hefur gengið frekar illa,“ segir hann. „Þetta eru smærri torfur en voru í kantinum fyrst eftir að við komum á miðin. Þá eru þær breiðari og með bland- aðri loðnu.“ Hann segir þegar hafí aflast tæplega 700 tonn af frekar blandaðri loðnu, en á föstu- dag hafi Júpiter landað 1.250 tonnum af mjög góðri loðnu. Júpit- er er að veiðum 70 mílur norður af Straumnesi. Helgi segir að þar hafi sést til hvals, en hann hafi fekki valdið þeim erfiðleikum. 27.000 tonn af síld til vinnslu Síldveiðar ganga hafa gengið vel að undanförnu og eru nú rúm- lega 70.000 tonn komin á land samkvæmt upplýsingum Samtaka fiskvinnslustöðva. 44.000 tonn hafa farið til bræðslu, en 15.000 í fyrstingu og 12.000 tonn til sölt- unar. Mest er unnið af síld til manneldis í Neskaupstað, Höfn og Y estmannaeyj um. Áætluð þörf á síld til frystingar og söltunar á vertíðinni er um 45.000 tonn upp úr sjó, en 27.000 tonn samtals hafa þegar farið til vinnslu. Því þarf um 18.000 tonn til viðbótar eigi að fást næg síld til vinnslu. Alls eru um 58.000 tonn af síld- arkvótanum óveidd og því bendir allt til þess, að nægileg síld fáist til söltunar og frystingar, einkum ef loðnan heldur áfram að veiðast. Með loðnuveiðinni minnkar þörf verksmiðjanna á síld til bræðslu og stóru skipin halda sig frekar að loðnunni en síld. Mestu íandað á Seyðisfirði Nú í upphafi vikunnar hafði langmestu verið landað hjá SR- Mjöli á Seyðisfírði, rúmlega 16.300 tonnum. Borgey á Höfn hafði tekið á móti 9.400 tonnum, Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum var með 9.000 tonn, Fiskimjöl og lýsi í Grindavík 8.600 tonn og Síld- arvinnslan í Neskaupstað með 6.500 tonn. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal BEITIR landar kolmunna í Neskaupstað um helgina. Danska Júníhreyfingin í vanda Ef ekki ESB hvað þá? Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÞAÐ ER einfalt að vera á móti Evr- ópusambandinu (ESB) og inngöngu í það, en erfitt að finna evrópsku samstarfi annan farveg. Þetta sýndi sig glögglega á ársfundi Júníhreyf- ingarinnar dönsku um helgina, en hreyfingin varð til þegar Danir kusu um aðild að Maastricht-samkomu- laginu. Stefnuskrá flokksins, undir titlin- um „Lýðræðislegt samstarf í Evr- ópu“ var samþykkt, en jafnframt gagnrýnd fyrir að þar væri í raun ekki bent á neinn kost í stað ESB og þess yfirþjóðlega valds, sem sam- starfið þar byggir á. Vandinn er að hreyfingiíT-var á móti gamla Efna- hagsbandalaginu og getur því ekki einfaldlega skrúfað tímann aftur fyr- ir tíma þess. Lagt er til að ESB verði leyst upp, en ýmsar aðrar stofnanir eins og Óryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), Evrópuráðið og evr- ópsk samvinna á vettvangi Samein- uðu þjóðanna verði styrkt, auk þess sem hreyfingin hefur alla tíð verið dyggur formælandi norrænar sam- vinnu. Hreyfingin óskar þess að Danir geti áfram haldið uppi fríversl- un og viðskiptun við ESB-löndin, en hverfi úr hinu pólitíska samstarfi. En hvernig fríverslunarsamvinnan á nákvæmlega að vera er ekki rakið í stefnuskránni. Hrós til Bjerregaard Þó Júníhreyfingin sé á engan hátt sammála Ritt Bjerregaard um Evr- ópumálin færði Drude Dahlerup henni innilegar þakkir fyrir dagbók- ina. Með henni hefði hún afhjúpað hve andlýðræðisleg stofnun ESB væri. Bókin sýndi svo ekki yrði um villst hvernig Þjóðveijar og Frakkar réðu þar lögum og lofum, svo litlu löndin kæmust ekki upp með moð- reyk. Bjerregaard hefði því gert sér ljóst að áhrif hennar á þessum vett- vangi væru engin og því hefði hún skrifað bókina. Margir aðrir ræðu- menn tóku undir hrósið til Bjerre- gaard. Það olli hins vegar nokkrum kurr að Töger Seidenfaden skyldi vera valinn handhafi fyrstu lýðræðisverð- launa hreyfingarinnar, sem kennd eru við gömlu anspyrnukempu stríðs- áranna Frode Jakobsen. Óumdeilt væri að Seidenfaden hefði gert mikið fyrir lýðræðisumræðuna með því að prenta bók Bjerregaards og dreifa henni með „Politiken", auk þess sem hann tæki virkan þátt í danskri umræðu um lýðræði. Hins vegar er Seidenfaden einlægur Evrópu- og ESB-sinni, sem litaði blað hans og sú hugsjón hans féll í blendinn jarð- veg á ársfundi Júníhreyfingarinnar. Leynimakk stjórnarinnar fyrir ríkjaráðstefnuna 1996 Á þinginu var deilt harkalega á dönsku stjórnina fyrir að efna ekki til opinnar umræðu um stefnu Dana í ESB-málum sem undirbúning að ríkjaráðstefnu ESB á næsta ári. Dönsku flokkarnir ræða þau mál sín á milli, en ekki opinberlega og því er Júníhreyfingin ekki með í þeim boilaleggingum. Stefna Dana verður ekki kynnt fyrr en undir áramótin og þá lögð fram sem frágengið máþ en ekki sem umræðugrundvöllur. Á þetta var deilt og látin í ljós tor- tryggni á að haldið yrði fast í dönsku undanþágurnar. Stefnuskrá Júníhreyfingarinnar er þó síður en svo ljós. Þannig á hreyf- ingin í erfiðleikum með að gera upp við sig, hvernig staðið skuli að sam- starfi í umhverfismálum. Þó hreyf- ingin sé á móti yfirþjóðlegu valdi, þá leggur stefnuskráin þó til að meirihlutaákvarðanir skuli ráða á þessu sviði. Það fékkst þó ekki í gegn fyrr en eftir harðar deilur og margir voru á móti. Þegar Evrópuþingið greiddi at- kvæði um inngöngu Svíþjóðar, Finn- lands og Austurríkis í fyrra sátu þingmenn hreyfingarinnar hjá, þar sem þeir vildu ekki stuðla að inn- göngu landanna. Þar með voru þeir harðlega gagnrýndir fyrir að stuðla í raun að því að ESB væri lokaður klúbbur, andstætt því sem hreyfingin berst fyrir. Drude Dahlerup lýsti því nú yfir að hreyfingin ráðlegði Aust- ur-Evrópulöndunum að sækja ekki um aðild, en ef hún væri samþykkt á lýðræðislegan hátt greiddu þing- menn hreyfingarinnar geriða at- kvæði með inngöngunni. Ein helstu rök hreyfingarinnar gegn ESB hafa verið að samtökin væru lokaður klúbbur og skipti Evr- ópu í tvennt rétt eins og múrinn áður fyrr. Ef Austur-Evrópulöndin ganga í ESB verður erfítt að halda uppi andstöðu gegn ESB, auk þess sem umhverfíssjónarmiðin vega þungt. Það mun því reyna á hvort hreyfíngin geti bent á raunhæfan valkost í stað ESB. Sem stendur getur hún það ekki, en mun væntan- lega beina kröftum sínum í þá átt næstu árin, þó það verði æ erfiðara. Aukin ESB-andstaða ANDSTAÐA við aðild að Evrópu- sambandinu fer vaxandi í Noregi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Feedback Research hefur framkvæmt. Alls eru 58,9% Norðmanna and- vígir aðild samkvæmt könnuninni en í þjóðaratkvæðagreiðslunni í fyrra greiddu 52,2% Norðmanna atkvæði á móti aðild. Þá eru nú einungis 31% þjóðar- innar hlynnt aðild en 47,8% greiddu atkvæði með aðild í þjóð- aratkvæðagreiðslunni. Stuðningsmenn aðildar í þjóðar- atkvæðagreiðslunni virðast nú í miklum mæli skipa sér í hóp óá- kveðinná í skoðanakönnunum en hafa ekki snúist gegn aðild. Mikill meirihluti kjósenda Verkamannaflokksins eru á móti aðild og Hægriflokkurinn er eini flokkurinn þar sem meirihluti kjós- enda er hlynntur aðild. ANDSTAÐAN VEX! Á Noregur að ganga í ESB? Niðurstöður þjóðar- atkvæðagreiðslu (nóv. 1994 58,9 Niðurstöður skoðana- könnunar ínóv. 1995 A A. AW C u V % / -10,1% óákv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.