Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 19 ERLENT Paul Edding- ton dó úr húðkrabba London. Reuter. BRESKI leikarinn Paul Eddington, sem fór með aðalhlutverk í sjón- varpsþáttunum Já, ráðherra! lést í London á laugardag á 69. aldursári. Eddington lék ráðherra og síðar forsætisráðherra í sjónvarpsþáttun- um. Margaret Thate’ner forsætisráð- herra hreifst svo mjög að þáttunum að hún lét sæma hann heiðursmerki bresku krúnunnar, CBE-orðunni. Banamein Eddingtons var fágætt afbrigði húðkrabba sem hann hafði glímt við í fjóra áratugi. Morðákæra á hend- ur Giulio Andreotti Perugia. Reuter. GIULIO Andreotti, fyrrverandi for- sætisráðherra Ítalíu, var á sunnudag ákærður fyrir að vera samsekur um morð og verður leiddur fyrir rétt ásamt þremur af alræmdustu glæpa- mönnum mafíunnar. Andreotti sagði ákæruna „harla lygilega" og kvaðst treysta á að sannleikurinn í málinu kæmi fram í réttarhöldunum. Andreotti er sagður hafa fyrirskip- að morð á ítalska rannsóknarblaða- manninum Mino Pecorelli ásamt Claudio Vitalone, fyrrverandi utan- ríkisviðskiptaráðherra, og tveimur mafíuforingjum, Gaetano Badala- menti og Pippo Calo, sem afplána nú fangelsisdóma. Mafíumorðinginn Michelangelo la Barbera var sakaður um að hafa framfylgt fyrirmælunum og myrt blaðamanninn í mars árið 1979. Sakborningamir fimm verða leidd- ir fyrir rétt 2. febrúar. Ákæran er byggð á vitnisburði fyrrverandi fé- laga í mafíunni. Einn þeirra, Tomm- aso Buscetta, hafði eftir öðrum maf- íuforingjanna, Badalamenti, að Andreotti hefði óttast að blaðamað- urinn vissi of mikið um ástæður þess að hryðjuverkamenn í Rauðu her- deildinni rændu og myrtu Aldo Moro, fyrrverandi 'forsætisráðherra, árið 1978. Andreotti var forsætisráðherra á þessum tíma. „Harla lygilegt" „Mér finnst þetta allt harla lygi- iegt, bæði þetta með mafíuna og Pecorelli," sagði Andreotti. „Sem borgari gengst ég samt undir vand- lega rannsókn dómaranna og treysti því að þeir komist að sannleikanum í málinu og vonandi ekki eftir mjög langan tíma.“ Andreotti er 76 ára og hefur þeg- ar verið leiddur fyrir rétt í Palermo á Sikiley, sakaður um að hafa verið pólitískur verndari mafíunnar. Reuter She- vardnadze lýsir yfir sigri EDÚARD Shevardnadze, fyrrverandi utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, lýsti í gær yfir sigri í forsetakosn- ingunum í Georgíu á sunnu- dag. Talningu atkvæða var ekki lokið í gær en formaður yfirkjörstjórnar sagði að She- vardnadze hefði fengið 70% atkvæða á þeim kjörstöðum þar sem talið hafði verið. „Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur lýst yfir stuðningi við fyrirhugaðar aðgerðir mínar til að bjarga landinu," sagði Shevardnadze. Myndin var tekin þegar talning hófst á kjörstað í Tbilisi. Fyrri umferð forsetakosningamia í Póllandi Fylgi Walesa varð meira en spáð var Varsjá. Reuter. LECH Walesa, forseti Póllands, varð í öðru sæti í fyrri umferð forsetakosn- inganna í Póllandi á sunnudag og fékk litlu minna fylgi en Aleksander Kwasniewski, sem var með mikið for- skot í byijun kosningabaráttunnar. Mikið kjörfylgi forsetans kom and- stæðingum hans og jafnvel stuðnings- mönnum á óvart. Samkvæmt bráðabirgðatölum fékk Walesa 33,3% atkvæðanna og Kwasniewski 34,8%. Nokkrum mán- uðum áður höfðu margir talið að Walesa væri búinn að vera sem for- seti, enda fór fylgi hans niður í 6% samkvæmt skoðakönnunum. I fyrri umferð kosninganna fyrir fimm árum fékk hann rúm 39% atkvæðanna. Síðari umferð kosninganna fer fram 19. nóvember og þá verða Wa- lesa og Kwasniewski, sem er fyrrver- andi kommúnisti, einir í framboði. Ellefu aðrir frambjóðendur fengu alls um þriðjung atkvæðanna í fyrri um- ferðinni og búist er við harðri baráttu milli Walesa og Kwasniewski um þau á næstu tveimur vikum. Frétta- skýrendur telja að Walesa standi bet- ur að vígi í þeirri baráttu. Um 20% kjósendanna kusu aðra frambjóðend- ur sem teijast til miðju- eða hægri- manna og líklegt er að stór hluti þeirra styðji forsetann í síðari umferð- inni. Flestir frambjóðendanna voru áður bandamenn Walesa en sögðu skilið við hann eftir að hann var kjör- inn forseti árið 1990. Búist er við að þeir fylki sér um Samstöðuleiðtogann fyrrverandi til að koma í veg fyrir að fyrrverandi kommúnisti nái kjöri. Styðja Uffe Elle- mann Jensen Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EFTIR að Uffe Ellemann-Jensen frambjóðandi til starfs framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO) hitti William Perry vamar- málaráðherra Bandaríkjanna þykir staða hans hafa styrkst. Perry ræddi ekki við Ruud Lubbers fyrrum forsæt- isráðherra Hollands, hinn frambjóð- andann, þegar hann var í Washington daginn áður en Ellemann-Jensen var þar. Danskir ijölmiðlar leiða að því lík- um að Uffe Ellemann-Jensen sé kjör- frambjóðandi bandarísku stjórnarinn- ar, sem ekki sé sátt við að Frakk- land, Þýskaland og England ákveði framkvæmdastjóraráðninguna upp á eigin spýtur. Samkvæmt Politiken sé Lubbers ekki jafn öruggur um útnefn- ingu, eins og ætla mætti. Ágreiningur Evrópulandanna og Bandaríkjanna gæti orðið til þess að hvorki Lubbers né Ellemann-Jensen verði valinn, heldur einhver þriðji maður, svo út- nefningin verði ekki sigur fyrir annan og ósigur fyrir hinn. SPARISJOÐIRIMIR SYIMA VIÐSKIPTAVINUM SÍNUM NOTALEGT VIÐMÓT HEIMABANKI Heimabanki Sparisjóöanna mætir kröfum nútímans um skýrt og myndrænt notendaviömót. þegarþérhentar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.