Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Afmælisrit Björns á Sveinsstöðum Sauðárkrókur. Morgunblaðið. SÖGUFÉLAG Skagfirðinga er nú að undirbúa útgáfu á bók, sem gefin er út til heiðurs Birni Egilssyni á Sveinsstöðum í Skagafírði. Hann varð níræður hinn 7. ágúst sl. og er eini núlifandi heiðursfélagi Sögufé- lagsins. Bjöm er mörgum kuhnur, ekki síst fyrir skrif sín margvísleg um áratugaskeið. Bókin hefur hlotið nafnið Gengnar götur og hefur að geyma samtals 22 fróðleiksþætti, sem flestir hafa birst áður á víð og dreif i ýmsum tímaritum og blöðum. Það eru Hann- es Pétursson skáld og Kristmundur Bjarnason rithöfundur, sem valið hafa efnið og búið til prentunar. Eftirtaiin kaflaheiti gefa nokkra hug- mynd um efni hennar: Eftirleit á Nýjabæjarafrétt 1912; Við Grænutjöm; Ólína Sveinsdóttir í Litluhlíð; harðræði við Héraðsvötn; Bergþór í Litluhlíð; Því gleymi ég aldrei; Gísli Björnsson á Skíðastöð- um; Fjárskaði í Ölduhrygg; Villa á Geithúsmelum; Hrólfur Þorsteinsson á Stekkjarflötum; Jóhannes Guð- mundsson í Ytra-Valiholti; Eftirleit á Hofsafrétt 1912; Leiði Dalaskálds- ins er týnt; Suður Kjöl 1923; Atburð- ir við Stafnsrétt; Hjörleifur Sigfússon - Marka-Leifr, Minningar frá 1942; Fyrsta sinn í Vestflokksgöngum; Hún hét María; Hvíta vorið; Yfir Nýjabæjarfjall. Bókin verður nálægt 260 bls. að stærð með nafnaskrám og rúmlega 50 ljósmyndum. Þar sem bókin er afmælisrit, getur fólk gerst áskrif- endur að henni og fengið nafn sitt ritað á heillaóskalista sem prentaður verður fremst. Til að svo megi verða, þarf að gera pöntun fyrir 10. nóvem- ber nk. til Sögufélags Skagfírðinga, Safnahúsinu, Sauðárkróki. TÓNSKÁLDIN Þorkell Sigurbjörnsson, Jón Ásgeirsson og Hjáimar H. Ragnarsson ásamt Caput-hópnum FYRSTU tónleikar í tónleikaröð Kaffileikhússins, sem helguð er islenskri leikhústónlist, verða miðvikudaginn 8. nóvember kl. 21. Þá mun Þorkell Sigurbjörns- son tónskáld kynna leikhústónlist sína o g félagar úr Caputhópnum flytja úrval hennar. Flutt verða lög úr Atómstöðinni eftir Halldór Laxness, Kaj Munk eftir Guð- rúnu Ásmundsdóttur, Jóni Ara- syni eftir Matthías Jochumsson, Kaupmanninum í Feneyjum eftir William Shakespeare og Ljóni í síðbuxum eftir Björn Th. Bjöms- son. Þorkell mun kynna tónlist- ina og segja frá tilurð hennar. Flyljendur úr Caput eru þeir Lögin úr leikhúsinu Daníel Þorsteinsson, píanó, Egg- ert Pálsson, slagverk og söngur, Guðni Fransson, klarinett og söngur, Kolbeinn Bjarnason, flauta, Sigurður Halldórsson, selló og söngur og Sverrir Guð- jónsson, söngur. Einnig mun Jó- hann Sigurðarsson leikari syngja eitt lag. Dagskráin „Lögin úr leikhúsinu" hefst kl. 21 en húsið opnar kl. 20. Miðaverð er 1.000 kr. Lögin úr leikhúsinu verða svo áfram í Kaffileikhúsinu eins og hér segir: 22. nóvember mun Hjálmar H. Ragnarsson kynna sína leik- hústónlist, Jón Ásgeirsson 6. des- ember, Leifur Þórarinsson 10. janúar og loks Atli Heimir Sveinsson 24. janúar. Tilgangurinn með þessum leikhústónlistark völdum er að gefa tónskáldum tækifæri til þess að kynna verk sin og um leið leikhús- og tónlistarunnend- um tækifæri til þess að hlýða á hluta af allri þeirri yndislegu leikhústónlist sem við íslending- ar eigum en alltof sjaldan heyr- ist. Umhverfi o g veröld BÓKMENNTIR L jóð KYRJÁLAEIÐI eftir Hannes Sigfússon. Prentun G. Ben. Mál og menning 1995 - 57 síður. 1.680 kr. LÍTA má á Kyijálaeiði sem fram- hald Jarðmuna (1991), ekki síst með það í huga hve ljóðin eru flest stutt. I bókinni er líka sú viðleitni skáldsins að forðast íburðarmikið og flókið myndmál, en í staðinn yrkja einföld ljóð og að mestu án myndhverfinga. Að þessu leyti kemur Hannes Sig- fússon til móts við yngri skáld. Það er eftirtektarvert að fylgjast með hvernig hann endumýjar myndmál sitt og sjálfa tjáninguna þó án þess að víkja frá grundvallarsjónarmiðum sínum um hvemig ijóð eigi að vera. Orðabók öldungs Dálítið kaldhæðinn tónn, sjálfhæð- inn og með útdrætti nýtur sín einkar vel í þessari bók og hvergi betur en hjá Hannesi. Um mörg ljóð þessarar gerðar er að velja. Kannski verður hlutskipti öldungsins til þess að skerpa sýn Hannesar, skilning hans á tilverunni. Eitt þessara ljóða kallar hann einfaldlega Úr orðabók öld- ungs. Annað nefnist Hverfleikar: Hnötturinn: glóaldin og myrkvað tungl ásamt sporhundi sinum og spegilmynd í svörtu og hvítu: tveir skildir sem hverfast samkvæmt lögmálum hringsóls og fram- vindu hjóla, frá fareind um kjama frá degi til dags frá ári til árs. Ég teygi skugga minn eins langt og hann endist áður en skyggir Það er létt yfir ljóðinu Kynslóðir sem flokka má með þessum ljóðum. I því sést til lítils snáða að stíga fyrstu spor sín í átt til nýrrar aldar „þrem kynslóðum framar". Kynslóðir skáldsins aftur á móti „lágu suður heiðar og austur fjárgötur/ og hurfu í móðu þegar ég leit um öxl“. I Svipum er kaldhæðnin áberandi en glettnin, hið góðlátlega viðhorf til hins liðna ríkjandi: „Svipir reika um stofur mínar/ Þeir kannast ekki við sig og spyija um önnur hús/ og útsýni um aðra glugga: Var hér ekki fjörður?" Lykillinn Þótt víða sé ort um umhverfi skáldsins undir merkjum ein- faldleikans er tungumálið, lykill þ.ess að veröldinni ekki alltaf jafnauðskilið og skáldinu er enn hugleikinn seiður málsins. Þessu lýsir hann í ljóðinu Kyijálaeiði með því að sýna fram á hvemig ljóðræn hugmyndatengsl geta sprottið af orðum. Kyijáiaeiði er eitt slíkt orð og þarf ekki að hafa aðra merkingu en felst í hljómi þess og fegurð, hvorki sögulega né pólitíska, eins og Hannes hefur bent á í viðtali. Annað tvítekið orð í sama ljóði kemur líka fyrir í öðru ljóði. _ Það er Yljajali úr Sulti Hamsuns. í hinu ljóðinu, Osló fjórum áratugum fyrr — og síðar, sem er lengsta ljóð bókarinnar, rifjar skáldið upp ævi sína í Noregi. Það verður vegna frásagnarinnar, sögunnar sem skiptir máli í því, nokkuð öðru vísi en önnur ljóð í bókinni, en þó ekki á skjön við hana. Eins og ijóst má vera sækja minningar á í bók Hannesar. Minningar I ljóðinu greinum við lesendur Hannes Sigfússon skugga kalda stríðsins og harða lífsbaráttu. Annað sem setur mark á ljóðið (og reyndar fleiri, t.d. Leysingu sem líka er með háttbundinnj hrynjandi) er stuðlasetning. í Leysingu er vikið að aldrinum eins og á fleiri stöðum. Aldur háir þó síður en svo skáldinu Hannesi Sigfússyni og honum er endurfæðing hugleikin (samanber lokaorð'Leysingar). Fyrir löngu orðaði Hannes Sigfússon hugmyndir sínar um „skorinorð" ljóð og hafa skoðanir hans um efnið oft verið til umræðu. Sjálfur hefur hann nýlega vikið að þessu með gamansömum hætti og talið að honum sjálfum hafi sísttekist að verða við eigin tiimæium um skorinorð ljóð. Spyija mætti að lokum hvort Hannes Sigfússon sé ekki smám saman að ná takmarkinu þótt aðalatriðið sé auðvitað að hann haldi áfram að ávarpa okkur í ljóði eins og andinn innblæs honum hveiju sinni. Jóhann Hjálmarsson . Bókastefnan í Gautaborg Gautaborg friðland rithöfunda Á NÝLOKINNI bókastefnu í Gautaborg var tilkynnt að til stæði að Gautaborg yrði frið- land útlagahöfunda og ann- arra ofsóttra rithöfunda. Rit- höfundurn verður boðið til ársdvalar í borginni. Þeir fá íbúð til afnota og 15.000 sænskar krónur í skattfijáls laun á mánuði. Borgarstjórn Gautaborgar, Háskólinn í Gautaborg og Evrópski rit- höfundasjóðurinn standa að framkvæmdinni. Bókastefnan í Gautaborg hafði að þessu sinni tjáningar- frelsi á dagskrá sinni. Af því tilefni komu þangað rithöf- undar sem átt hafa í útistöð- um við stjórnvöld heima fyrir og sumir setið í fangelsi fyrir skoðanir sínar. „Leynigestur" stefnunnar var Salman Rus- hdie. » ♦ ♦--- Nýjar bækur • SKORDÝRAÞJÓNUSTA Málfríðarer eftir Sigrúnu Eldjárn. Bókin fjallar um persónur úr fyrri bók- um Sigrún- ar, Kugg og hina skrítnu vin- konu hans Málfríði. Segir af því hvað gerð- ist þegar Málfríði datt í hug að stofna eigið fyrirtæki, Skordýraþjón- ustuna. Mikil frásagnargleði í kynningu segir: „Sigrún Eldjárn er einn ástsælasti barnabókahöfundur okkar. Hún hefur samið á annan tug barnabóka og myndskreytt enn fleiri og hlotið ótal viður- kenningar fyrir. í sögum hennar ogteikningum býr mikil frásagnargleði sem börnin kunna vel að meta.“ Útgefandi er Forlagið. Skordýraþjónusta Málfríðar er36 bls. að stærð og skreytt teikningum ílit. Hún erprent- uð í Prentsmiðjunni Odda hf. ogkostar 1.290 kr. -----» ♦ ♦--- Hvað er hönnun? TINNA Gunnarsdóttir list- hönnuður flytur opinn fyrir- lestur á vegum Myndlista- og handíðaskólans, miðvikudag- inn 8. nóvember kl. 16.30- 17.30 í Barmahlíð, Skipholti 1 yngra, 4. hæð. Fyrirlestur- inn nefnist Hvað er hönnun ? Fyrirlesturinn fjallar um hönnun á Vesturlöndum á tuttugustu öld og í honum verða þjóðareinkenni og for- sendur hönnunar skoðuð. Tinna er menntuð í Bret- landi sem þrívíddarhönnuður með áherslu á málm. Hún rekur nú Gallerí Greip sem stendur fyrir sýningum á myndlist og hönnun, auk þess að starfa við hönnun. Sigrún Eldjárn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.