Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 25 LISTIR Tónlistardagar Dómkirkjunnar Orgeltónleikar Pavels Manásek ORGELTÖN- LEIKAR verða haldnir í Dóm- kirkjunni í dag, þriðjudag kl. 20.30. Pavel Manásek leikur verk eftir Petr Eben, A. Vi- valdi, J.S. Bach og W.A. Moz- art. Pavel Manásek er fæddur 1966 í Uherské hradiste í Tékk- landi. Hann hóf tónlistarnám aðeins fímm ára gamall og lauk einleikaraprófi í orgelleik 1991 frá Tónlistarháskólanum í Prag. Hann vann til verðlauna í sam- keppni ungra organista í Tékkó- slóvakíu 1984 og 1986. Pavel hefur haldið orgeltónleika í Þýskalandi, Rússlandi, Úngveijalandi og víðar. Hann er nú organ- leikari við Há- teigskirkju í Reykjavík. Viera Gulázsiová, eiginkona Pavels, leikur einnig á tón- leikunum orgelverkið „Carillon de Westminster" eftir L. Vierne. .Viera er organleikari við Sel- tjarnarneskikju í Reykjavík. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Pavel Viera Manásek Gulázsiová Nýjar bækur Orð dagsins úr Biblíunni ÚT er komin Orð dags- ins úr Biblíunni, en í bókinni eru ritningar- greinar fyrir hvern dag ársins. Ólafur Skúlason biskup valdi efnið og ritar inngangsorð. Þar segir hann meðal ann- ars: „Þessi bók gefur gott tækifæri til þess að veija stuttri stund í að lesa og skoða vers úr Biblíunni, en hún hefur með réttu verið kölluð „Bók bókanna". Hver dagur á sitt vers og er þar dregið fram ýmislegt, sem ætti að vera til huggunar, leið- beiningar, uppörvunar hugljómunar. Andartak eitt tekur Ólafur Skúlason biskup og jafnvel það yfirleitt að renna auga yfir vers dagsins og gott að ákveða þá stund, sem því er ætluð og víkja trauðla frá ... Bókinni er ætlað að koma til móts við fólk, sem hef- ur lítinn tíma. En hún á líka að geta orðið hvatning til þess að taka sér tíma til þess, sem skiptir miklu máli og má ekki sitja á hak- anum í hröðu fram- streymi daga, sem eru hluti lífsins alls.“ Útgefandi er Hörpu- útgáfan á Akranesi. Bókin er 152 bls., bókaskreytingar gerði Bjarni Jóns- son listmálari. Prentvinnsla Oddi hf. Verð 1.990 'kr. Anna Borg í Iðnó LEIKKONAN Anna Elísabet Borg, sem leikur í uppfærslu Hvunndagsleikhússins i Iðnó á Trójudætrum eftir Evripídes, er þriðja leikkonan með þessu nafni sem stígur þar á fjalir því frænk- ur hennar tvær með sama nafni léku einnig i húsinu á sínum tima. Að sögn Ragnars Borg, föður Önnu Elísabetar Borg, lék föður- systir hans, Anna Borg} prinsess- una í barnaleikritinu „Óli Smala- drengur" rétt um árið 1912. Það var eitt af mörgum hlutverkum hennar hjá Leikfélagi Reykjavík- ur en síðar fór hún til Kaup- mannahafnar til að læra leiklist og gerðist í framhaldi af því leik- ari við Konunglega leikhúsið þar í borg. Systir Ragnars og föður- systir Önnu Elísabetar Borg lék prinsessuna í „Óla smaladreng“ árið 1943 -1944 í Iðnó en að sögn Ragnars var það í fyrsta og eina skiptið sem hún sté á svið sem leikari. „Faðir hennar sá að hún var að fá leiklistarbakt- eríuna og bjó svo um að hún fet- aði aðrar brautir. Ég reyndi slíkt hið sama við mína Önnu Borg en hún þráaðist við og fór til Bandaríkjanna að læra leiklist við New York University og hef- ur leikið í mörgum uppfærslum síðan hún útskrifaðist þaðan með BFA-gráðu árið 1992,“ sagði Ragnar og bætti við að leiklistin væri fólki í ættinni í blóð borin og væri hægt að rekja áhugann allt til frú Stefaníu Guðmunds- dóttir, móður elstu Önnu Borg, en hún var einn af stofnendum Leikfélags Reykjavíkur og ein þekktasta leikkona á íslandi á sínum tíma. Leikfélag Mosfellssveit- ar æfir ung- lingaleikrit LEIKFÉLAG Mosfellssveitar er að æfa tvö leikrit á sviði Bæjar- leikhússins. „Ævintýri á harða disknum“ er nýtt unglingaleik- rit eftir Ólaf Hauk Símonarson en Valgeir Skagfjörð samdi tón- listina. Þetta er norrænt samstarfs- verkefni sem skipulagt var af NAR, Nordiskt Amatörtea- terrad. Verkefnið er þannig byggt upp að einn leikhópur á hverju Norðurlandanna er að æfa frumsamið unglingaleikrit. Þessir leikhópar koma svo sam- an á leiklistarhátíð í Kaup- mannahöfn í vor. Síðan verður eitt af verkum hinna landanna þýtt yfir á íslensku og þessir sömu unglingar munu setja það upp næsta vetur. Það eru fimmtán unglingar sem vinna að þessu. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason og er frumsýning áætluð í byijun nóvember. Hitt verkið sem verið er að æfa er „Deleríum búbónis" eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni. Leikstjóri er Valgeir Skag- fjörð. Frumsýning er áætluð í kringum áramótin. Ærsl og sprell í Kaffileikhúsinu LEIKOST Kaffilcikhúsið SÁPA ÞRJÚ OG HÁLFT Eftir Eddu Björgvinsdóttur. Leikendur: Edda Björgvinsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Kjartan Bjargmundsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Harðarson og Þröstur Leó Gunnarsson. Leiksljóri: Sigriður Margrét Guðmundsdóttir. Förðun: Kristín Thors. Tæknisljóri: Ævar Gunnarsson. EDDA Björgvinsdóttir, höfundur Sápu þijú og hálft, neitar að gefa upp söguþráð verksins í stuttu við- tali við Morgunblaðið síðastliðinn föstudag. Ekki nema von, hann fyrirfinnst varla. Söguþráðurinn (eða ,,plottið“) er veikasti hlekkur sýningarinnar, eða kannski sá sterkasti, allt eftir því hvernig á málið er litið. Hér er um að ræða stuttan gamanfarsa sem hefur það að markmiði að skemmta áhorfend- um sínum eins og kostur er. Til þess beita leikendur ýmsum brögð- um, sem geta breyst frá sýningu til sýningar, og taka mið af við- brögðum áhorfenda. Með þetta í huga getur það talist kostur að hafa sögðuþráð lítt (sp)unninn svo óhætt sé að toga hann og teygja í þær áttir sem leikurinn vill berast hveiju sinni. Sápa þijú og hálft mun hins vegar valda þeim von- brigðum sem vill sjá mótaða bygg- ingu leikverks, með snjalla fléttu og sniðug samtöl. Aðall sápunnar er hins vegar persónusköpun, og hérna ræður að sjálfsögðu úrslitum frammistaða leikaranna. Helga Braga Jóndóttir er í burðarhlutverki sýningarinnar sem Heidi Stuppelschmert, þýsk- ættuð júfferta sem rekur veitinga- staðinn Hlaðvarpann. Helga Braga fer á miklum kostum í sýningunni, hún kann upp á hár allar klisjurnar og taktana sem persónu-týpa henn- ar býr yfir og kemur þeim öllum á framfæri á stórfyndinn hátt. Ekki er út í hött að segja að Helga Braga haldi sýningunni uppi. Eiginmaður hennar er undirförull rindill, Hróðmar, leikinn af Þresti Leó Gunnarssyni sem spilar afar vel úr hlutverki sem er ekki eins staðlað og flest hinna hlutverkanna. Kjart- an Bjargmundsson er hæfilega heimskulegur og þunglamalegur í hlutverki Garðars, en hans týpa byggir á stöðluðu glæponagervi úr gömlutn amerískum bíómyndum. Olafía Hrönn leikur pönk-söngkonu sem Heidi breytir snarlega í fram- reiðsludömu í þýsku gervi og á hún bráðskemmtilega takta í báðum gervum. Sigurður Harðarson og Edda Björgvinsdóttir eru í litlum hlutverkum sem krefjast ekki mik- ils af þeim og þau skiluðu bæði ágætlega. Eins og áður sagði byggir flutn- ingur sápunnar mikið á spuna. Þó verður að gera ráð fyrir að höfund- ur hafi lagt einhvern texta tii grundvallar svo og samtöl. Því mið- ur er textinn ekki bitastæður í sjálfu sér. Lítið er leikið með tungumálið sjálft, eins og oft gefst vel í gaman- leikjum. Sprellið byggist meira á látbragði einstakra leikara en því sem þeir segja. Víða er skotið inn vísunum í samtímaatburði sem áhorfendur þekkja úr fréttunum og vekur slíkt oft kátínu áhorfenda. Þessi uppbygging sápunnar minnir helst á áramótaskaup eins og við þekkjum þau úr sjónvarpinu. Og það má alveg skemmta sér prýði- lega yfir slíkum ærslum eina kvöld- stund og það gerðu margir frum- sýningargesta ef marka má hlátra- sköllin. Ég ráðlegg gestum að mæta í ódýra og góða kvöldverðinn hjá Kikku og Stínu sem boðið er uppá á undan sýningu, þó ekki væri nema til að lengja skemmtunina örlítið. Sápan sjálf er nefnilega ekki mjög langvinn skemmtun (ca 45 mín.), þótt ekki sé hún eins svívirðilega stutt og Sápa tvö (sem skildi alla gesti eftir forviða þegar henni lauk skyndilega eftir tæplega hálftíma sprell). Einnig má sitja áfram í Hlaðvarpanum eftir sýningu og njóta ýmiss konar veiga fram yfir miðnættið. Soffía Auður Birgisdóttir r « a| Lindab Mlli, þakrennur M r Allir fylgihlutir Þakrennukerfiö frá okkur er heildar- lausn. Níðsterkt og falleg hönnun. Þakrennukerfi sem endist og end- ist. Verðið kemur skemmtilega á óvart. Gott litaúrval. Umboösmenn um land allt. Smiðshöfda 9 • 132 Reykjavík k Sími 587 5699 • Fax 567 4699 tllllllllllllll^ Lindab ÞAKSTAL Þak- og veggklæðning í mörgum útfærslum, t.d.: bárað, kantað, þaksteinamynstur ofl. Plastisol yfirborðsvörn klæðn- ingarinnar gefur margfalda endingu. Fjölbreytt litaúrval. Umboðsmenn um land allt. TÆKNfDEILO Ó.UIi Smiöshöfða 9 • 132 Reykjavík Sími 587 5699 • Fax 567 4699 .......................... háþróaður stillibúnaðurá HITAKERFI KÆLIKERFI VATNSKERFI OLÍUKERFI Allar upplýsingar og leiðbeiningar til staðar. Marg- þætt þjónusta. = HÉÐINN = IVERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 Blab allra landsmanna! JBor0tsttlblabíb - kjarni inalsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.