Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MEIVIIMTUN Áætlun AT&T- fyrirtækisins Skólar á upplýsinga- hraðbrautina New York. Reuter. AT&T-fyrírtækið bandaríska byggst nota um 150 milljónir dollara, 9.600 milljónir króna, til að tengja 110.000 skóla við upplýsingahraðbrautina, þ. á m. Alnetið, árið 2000. Um er að ræða bandaríska grunn- og framhaldsskóla, jafnt einka- rekna sem í opinberri eigu. „AT&T mun leggja til tækni sem auðvelt er fyrir kennara að nota og bætir árangur nem- enda“, sagði Robert Allen, stjórnarformaður fyrirtækisins. Hafist verður handa á vori komanda. Utvegaður verður aðgangur að Alnetinu, 100 klukkustundir verða gjald- fijálsar og notkun á leitarfor- riti verður það einnig en það er notað til að „ferðast um“ á netinu. Kennurum verður tryggð að- stoð við að sjá um að allt virki eðlilega, m.a. fá þeir samband við kennara sem þegar hafa notað tæknina með góðum ár- angri í kennslustundum. Hægt verður að senda skilaboð til nemenda og foreldra með hjálp sérstakrar þjónustu fyrirtækis- ins. Þegar skólarnir verða búnir með 100 stundirnar fá þeir af- slátt á framhaldsnotkun á Al- netinu og skilaboðaþjónustunni þau fimm ár sem áætlunin mun taka. Bókasöfn munu hefja þátt- töku í áætluninni á næsta ári, að sögn AT&T. • Könnun Digranes- og Kópavogsskóla Úrræðaleysi ríkir í skólakerfinu um samstarf heimila o g skóla NIÐURSTAÐA viðamikiilar könnunar á samstarfi heimila og skóla, sem fram fór á vegum Kópavogs- og Digranesskóla síð- astliðinn vetur, var kynnt nú í haust. „Mér finnast niðurstöðurn- ar endurspegla það úrræðaleysi sem ríkir almennt í skólakerfinu og verður oft að hindrun í sam- starfi heimila og skóla,“ sagði Ólafur Guðmundsson skólastjóri Kópavogsskóla. Sem dæmi um úrræðaleysi nefndi hann að þegar greinileg þörf væri á aðgerðum eins og t.d. varðandi sérkennslu, væri kerfið of þungt í vöfum. „Skólinn er yfirleitt lítils megnugur vegna fjárskorts. Afstaða foreldra verð- ur því neikvæð til skólans og þeim finnst hann ómögulegur,“ sagði hann. 86% foreldra telja heima- nám mikilvægt Ólafur sagði að sér hefði jafn- framt komið á óvart hver afstaða foreldra væri til heimanáms. Hann hefði ekki átt von á því að foreidrar leggðu eins mikla, áherslu á það og raun bar vitni, en 86% þeirra telja að heimanám sé mikilvægur eða mjög mikil- vægur þáttur. „Þetta hefur mér yfirleitt þótt vera á hinn veginn. Könnunin sýnir hins vegar fram á að foreldrar skynja heimanám sem bestu leiðina til samskipta við skólann," sagði hann. Móðurmál er vandamál bæði foreldra og nemenda Annað sem kom aðstandendum könnunarinnar á óvart var að móðurmál var sú námsgrein sem börnin þurftu helst aðstoðar við. Jafnframt var það sú námsgrein sem foreldrar treystu sér hvað síst til að veita aðstoð við. Að- spurður sagði Ólafur að ekki hefði verið kannað sérstaklega með til- liti til niðurstöðu könnunarinnar hvort nemendur stæðu almennt illa að vígi í móðurmáli. Þegar niðurstöður skýrslunnar eru skoðaðar kemur í ljós að 92% foreldra telja samstarf heimila og skóla skipta miklu eða mjög miklu máli. Þrátt fyrir það hafa 58% foreldra aldrei haft samband við skólann utan hefðbundinna for- Skýrsluhöfundar drógu eftirfarandi ályktanir • Foreldrarviljasemnánast samstarf við skólann og trúa að það skili árangri. • Foreldrum finnst þeir ekki hafa þau áhrif á skólastarfið sem þeir helst kysu. • Foreldrar leggja áherslu á góða upplýsingamiðlun frá skóla til heimila en finnst stundum skorta á upplýsingar varðandi heimanám. • Foreldrar yilja gjaman taka þátt í skólastarfinu. • Skólar þurfa að endurskoða samstarfsleiðir við heimili og taka tillit til þjóðfélagshátta; hafa for- göngu um samstarf heimila og skóla. • Skólar þurfa að leggja áherslu á upplýsingamiðlun, að hlusta á foreldra og kappkosta að koma til móts við óskir þeirra; skapa þeim möguleika til áhrifa. • Foreldrar og kennarar þurfa að ræða saman á jafnréttisgrund- velli og byggja upp í sameiningu á hveijum stað hentugan farveg samstarfs heimila og skóla. • Skólayfirvöld þurfa að tryggja skólunum þær bjargir sem duga til að byggja upp raunhæft sam- starf heimila og skóla í nútíma þjóðfélagi. • Auka verður hlut náms- greinarinnar „samstarf heimila og skóla“ í kennaramenntuninni. • Efla þarf rannsóknir á sam-, starfi heimila og skóla til að tryggja faglegar undirstöður slíks samstarfs. eldradaga/funda yfir veturinn. „Ég held að það séu fyrst og fremst aðstæður í þjóðfélaginu sem stjórna því. Flestir foreldrar vinna utan heimilis og hafa ef til vill ekki tök á að hafa samband við skólann fyrr en að vinnudegi loknum, en þá getur skólinn ekki komið til móts við þær kröfur,“ sagði Ólafur. Menningarmiðstöð verði komið á fót næsta vetur Hann sagði aftur á móti að Kópavogsskóli hygðist bregðast við þessu tímaleysi á næsta ári þegar skólinn yrði einsetinn og viðbyggingu við hann væri lokið. „Stefnt er að því að koma upp menningarmiðstöð fyrir foreldra, nemendur og aðra íbúa í nágrenni skólans. Þar yrði hugsanlega opin kaffistofa og hægt yrði að bjóða upp á ýmiss konar félagsstarf. Þarna er gert ráð fyrir að einn kennari verði til staðar, sem for- eldrar og nemendur geta leitað til.“ Þá tók Ólafur fram að á þessu skólaári yrði tilraunastarf í gangi, þar sem boðið yrði upp á leirlist- arnámskeið fyrir foreldra í 3. og 4. bekkjum. Börnin geta einnig tekið þátt í námskeiðinu en ein- ungis í fylgd með foreldrum. Síð- ar í vetur hyggst Kópavogsskóli bjóða upp á námskeið fyrir for- eldra barna sem taka samræmt próf næsta vor. Fjármálanámskeið Fjölbrautaskóla Breiðholts og Búnaðarbankans Hver er munur á að búa í foreldra- húsum eða leigja? Morgunblaðið/Kristinn NEMENDURNIR læra að færa heimilisbókhald og velta fyrir sér um leið hvaða kostnaðarliðum má sleppa. skóiar/námskeið tölvur ■ Tölvunámskeið - Windows 3.1 - Windows 3.11 ásamt Mail og Scedule - Word 6.0 fyrir Windows og Macintosh - WordPerfect 6.0 fyrir Windows - Excel 5.0 fyrir Windows og Macintosh - PageMaker 5.0 f. Windows/Macintosh - Access 2.0 fyrir Windows - PowerPoint 4.0 f. Windows/Macintosh - Töivubókhald - Novell námskeiö fyrir netstjóra - Word og Excel uppfaersla og framhald - Unglinganám, Windows eða forritun - Windows forritun - Internet grunnur, frh. eöa HTML skjöl Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja ollum námskeiðum. Upplýsingar og skráning í síma 561-6699. Tolvuskóli Reykiavikur Borgartúni 28, sími 561 6699. B* STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS . OG NÝHERJA /k 569 7640 CQ> 569 7645 nýherji ■ Tölvuskóli f fararbroddi. Öll hagnýt tölvunámskeið. Fáðu senda námsskrána. tungumál ■ Enskunám í Englandi Við bjóðum enskunám viö einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri íjölskyldu. Um er að ræða alhliða ensku, 18 ára og eldri, 2ja til 11 vikna annir; unglingaskóla, júlí og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna annir; við- skiptaénsku, 2ja og 4ra vikna annir. Allar nánari upplýsingar gefur Jóna Marfa Júlíusdóttir eftir kl. 18 í síma 462 3625. handavínna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparió og saumió fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigríður Pétursd., s. 551 7356. FJÁRMALANÁMSKEIÐ, sem nem- endum Fjölbrautaskóla Breiðholts (FB) var gefinn kostur á að sækja nú á haustmánuðum eftir _______ að skólinn byijaði, vakti það mikinn áhuga að mun færri komust að en vildu. Fjöldinn var slíkur að hægt hefði verið að fylla 2-3 — .... námskeið til viðbótar. Námskeiðin sem um ræðir eru samstarfsverkefni Fjölbrautaskóla Breiðholts og Búnað- arbanka íslands (BÍ). Notast er við kennslubók, Fjármál unga fólksins, sem-Búnaðarbankinn gaf út en kenn- arar skólans og leiðbeinendur bank- ans sjá um fræðsluna. Námsefnið flokkast í Fjármál I og II og er það fyrra ætlað nemendum 16-18 ára en Fjármál II eldri nemend- um. Kennsla fer fram á laugardögum og verður námið metið til einnar ein- Upphæðirnar komu nem- endum á óvart ýmislegt ■ Ættfræðinámskeið Lærið sjálf aó leita uppruna ykkar og frændgarðs. Frábær rannsóknaaðstaða. Ættfræðiþjónustan, s. 552 7100. Blab allra landsmanna! -kjarni málsins! BOKHALDSKERFI FYBIR NOVELL, NT OG W0RKGR0UPS HETKERFI gl KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 ingar. „Þetta er stíft nám, þar sem unnið er við tölvur í tímum, auk þess sem nemendur þurfa að vinna heima og skila verkefnum,“ sagði Pétur Björn Pétursson, íjármálastjóri og kennari í FB. Hann, Gísli S. Ara- son, höfundur bókarinnar, • og Gunnar Beinteinsson, útibússtjóri Búnaðarbankans, kenna á námskeiðunum. Hvar er hægt að spara? „Fyrsta daginn sýndum við yngri nemendum til dæmis fram á hvað það kostar að kaupa eina kók á dag í eitt ár og hvað þeir geta sparað yfir árið ef þeir leggja andvirði eins sígarettupakka fyrir,“ sagði Pétur. „Þetta vakti strax viðbrögð og upp- hæðirnar komu þeim mjög á óvart því krakkar á þessum aldri hugsa meira um daginn í dag en morgun- daginn. Síðan kennum við þeim með- al annars að færa heimilisbókhald og taka út sérstaka liði, sem þeir geta velt fyrir sér hvort ástæða sé til að sleppa. Á seinni stigum er farið yfir sam- anburðinn á því að búa í foreldrahús- um eða í leiguíbúð, rekstur bifreiðar og muninn á því að reka bíl eða nota strætisvagn. I Fjármálum II er farið nánar út í húsnæðismarkaðinn og Lánasjóð íslenskra námsmanna tneð það í huga hvað tekur við þegar fram- haldsskóla lýkur. Á námskeiðunum er einnig fjallað um kredit- og debetkort, lánamál og vexti, svo dæmi séu tekin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.