Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 32
 32 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBRR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Öskjuhlíðarskóli 20 ára Einar Hólm Ólafsson Öskjuhlíðarskóli. STARFSFÓLK Öskju- hlíðarskóla ásamt nem- endum skólans og for- eldrum þeirra heldur um þessar mundir upp á það, að 20 ár eru lið- in frá stofnun skólans. Þó svo að Öskjuhlíðar- skóli hafi byijað starf- semi haustið 1975 í núverandi húsnæði, hafði mikið starf verið unnið allt frá árinu 1961. Það ár setti Reykjavíkurborg á stofn Höfðaskóla undir forystu Magnúsar Magnússonar sérkenn- ara, sem starfað hafði við Miðbæjarskólann og numið sérkennslufræði í Sviss og Þýskalandi. Skólinn þjónaði nem- endum úr Reykjavík og allir áttu nemendur það sameiginlegt að hinn almenni skóli hafði ekki tök á að mæta námslegum og eða félagsleg- um og tilfinningalegum þörfum þeirra. Höfðaskóli var í leiguhús- næði við Sigtún. Þær aðstæður sem unnið var við þar þættu bágbornar í dag, en Magnús hvatti sitt fólk til góðra verka og var óþreytandi að miðla af þekkingu sinni og reynslu. Á þeim grunni sem lagður var með starfinu í Höfðaskóla byggist starf- semi Öskjuhlíðarskóla, en það voru nemendur Höfðaskóla ásamt kenn- urum sem fluttu í hið nýja húsnæði haustið 1975 ásamt nemendum Skóla fjölfatlaðra og kennurum þeirra. Reykjavíkurborg lét þá af rekstri skólans og hefur Öskjuhlíð- arskóli verið rekinn af ríkinu síðan, enda ætlað að þjóna nemendum úr öllum fræðsluumdæmum landsins. * Magnús Magnússon lét af starfi skólastjóra árið 1977 er hann varð sérkennslufulltrúi ríkisins. Við starfi skólastjóra tók Jóhanna Kristjáns- dóttir sérkennari og gegndi því til ársins 1987. Fjöldi nemenda í skólanum í dag er 103 og eru þeir á aldrinum 6-18 ára, þ.e. í 1,—10. bekk, auk tveggja ára framhaldsnáms, sem nemendum býðst að stunda í starfsdeildum skólans. Núverandi nemendur skólans koma úr flórum fræðsluumdæmum og þá um leið frá tíu sveit- arfélögum. Allir nem- endur utan tveir búa í fræðsluumdæmum Reykjavíkur eða Reykjaness. Yfirleitt er sótt um skólavist fyrir yngstu bömin í kjöl- far víðtækrar greiningar á þroska þeirra og fæmi á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Það eru for- eldrar barnanna sem leggja fram umsókn eftir að þeir hafa kynnt sér möguleika á námi og annarri þjón- ustu fyrir bamið í hverfisskóla. Einnig setjast nemendur á skóla- bekk í Öskjuhlíðarskóla eftir að hafa verið í sínum hverfisskóla um eitthvert skeið. Ástæðan fyrir um- sókn getur þá verið af ýmsum toga og er ýmist, hvort viðkomandi skóli eða foreldrar barnsins hreyfa hug- mynd um flutning að fyrra bragði. Aðstæður í almennum skólum eru mjög mismunandi til að takast á við mál nemenda með veruleg þroska- frávik og búa þeim námsaðstæður við hæfí. Oft tekst það nokkuð vel í leik- skólum og fyrstu bekkjum grunn- skólans, þegar námið fer gjarnan fram í gegnum leik. Þegar námsleg- ar kröfur aukast getur bilið hinsveg- ar breikkað milli nemanda með þroskafrávik og hinna nemendanna og getur skólanum (kennaranum) þá oft reynst erfitt að mæta þörfum Miðvikudaginn 8. þessa mánaðar verður haldið upp á 20 ára afmæli Oskjuhlíðarskólans. 1 -----------7-------- Einar Hólm Olafsson fjallar hér um sögu og verkefni skólans. nemandans og jafnvel átt fullt í fangi með að sinna þörfum bekkjar- ins í heild. í Aðalnámskrá grunn- skóla segir að samkvæmt grunn- skólalögum eigi allir nemendur, einnig þeir sem víkja frá eðlilegu þroskaferii, rétt á kennslu við sitt hæfi. Þar segir einnig: „Sérkennsla er stuðningur við nemanda eða nem- endahóp sem þarfnast tímabundinn- ar aðstoðar eða samfellds stuðnings um Iengri tíma, jafnvel alla skóla- gönguna. Meginmarkmið aðalnám- skrár eiga jafnt við sérkennslu sem almenna kennslu. I sérkennslu getur þó verið nauðsynlegt að víkja frá einstökum markmiðum og breyta námsumhverfi og viðfangsefnum. Einnig getur þurft að setja ný mark- mið og bæta við nýjum viðfangsefn- um sem fæstar hinna hefðbundnu námsgreina gera ráð fyrir. Mikil- vægt er að velja nemendum mark- mið og viðfangsefni í samræmi við metnar þarfír hvers og eins.“ Kenn- arar ásamt öðru starfsfólki Öskju- hlíðarskóla hafa unnið að gerð skólanámskrár og vitna ég hér í 2. hluta námskrárinnar þar sem fjallað er um markmið og inntak náms í Öskjuhlíðarskóla: „I upphafi skóla- göngu og fyrstu skólaárin er meg- ináherslan lögð á að efla þroska nemenda á sem flestum sviðum. Um miðbik skólagöngunnar er lögð áhersla á að nemendur nái árangri í glímu við hinar hefðbundnu skóla- námsgreinar. í lok skólagöngunnar er mjög litið til þess sem bíður nem- enda þegar skóla lýkur, athugað hvaða færni er krafist af þegnunum og leitast við að gera nemendur sem best sjálfbjarga við dagleg störf og athafnir." Þó svo að skólastarfið í Öskjuhlíðarskóla sé um margt líkt hefðbundnu skólastarfi í almennum skólum að ytri ramma, er það um margt ólíkt því. Samin er námsáætl- un (einstaklingsnámskrá) fyrir hvem nemanda og eru markmið, leiðir að markmiðunum og viðfangs- efni valin með tilliti til þarfa nem- andans og leitast við að byggja á styrkleika hans og fæmi á hveiju sviði. Markmið skólastarfsins í Öskjuhlíðarskóla er m.a. að gera nemendur hæfa til þátttöku í samfé- laginu á sem flestum sviðum, eftir því sem geta þeirra framast leyfir og að búa nemendur undir að stunda nám í almennum grunnskólum. Skólavist nemenda er endurmetin reglulega með það í huga hvort þeir geti útskrifast og sturtdað nám í sínum hverfisskóla eða einhveijum öðrum grunnskóla. Á hveiju ári út- skrifast nemendur í almenna skóla og þá oft í sérdeildir. Á síðastliðnum fjómm árum hafa 26 nemendur út- skrifast í almenna skóla. Öskjuhlíð- arskóli veitir þá gjaman ráðgjöf til þeirra skóla sem nemendumir út- skrifast í. Samkvæmt reglugerð um sérkennslu ber skólanum að veita leiðbeiningar og ráðgjöf til foreldra og kennara hvarvetna á landinu. Töluvert er leitað eftir þessari þjón- ustu og em það yfirleitt kennarar í hinum almenna grannskóla, oft úti á landi, sem óska ráðgjafar. Þá em dæmi þess að kennari, nemandi og foreldri dvelji í skólanum ein- hveija daga (jafnvel vikur) og í kjöl- far heimsóknarinnar fylgi ráðgjöf um kennslu nemandans í hinum al- menna skóla. Ráðgjafarhlutverk sérskólanna er mikilvægt. Sé það vel nýtt og vandað til verka getur það stuðlað að því að enn fleiri nem- endur, sem þarfnast víðtækrar sér- kennslu, fái námstilboð við hæfi í sínum hverfísskóla. Til þess að mæta margvíslegum og fjölþættum þörfum nemenda er nauðsyn á víðtækri fagiegri þekk- ingu starfsfólksins. Kennarar skól- ans eru yfir 40 talsins og búa þeir yfir mikilli reynslu og margir þeirra hafa sótt nám í sérkennslufræðum. Algengast er að kennararnir hafi í námi sínu sérhæft sig í kennslu þroskaheftra og kennslu nemenda W) C(FW Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár j • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 567 7878 - fax 567 7022 SKÝRSLA Ríkisend- urskoðunar um Ríkis- útvarpið sem barst í síðustu viku hefur vak- ið mikla athygli og ekki að ástæðulausu. Skýrslan er á annað hundrað blaðsíður (105 bls.) og það er nánast sama hvar niður er bor- ið, allstaðar rekst mað- ur á gagnrýni og tillög- ur um það sem betur mætti fara. Gagnrýni Ríkisendurskoðunar er þó á engan hátt hægt að flokka sem niður- rifsstarfsemi en fjöldi og umfang athugasemdanna hlýtur að segja talsvert um stöðu og stjórn- un stofnunarinnar. Ég leyfi mér því að vona að skýrslan verði tekin alvarlega af forsvarsmönnum Ríkisútvarpsins því það skiptir verulega miklu máli fyrir framtíð stofnunarinnar. Aldrei mikilvægara Frá því að Ríkisútvarpið hóf göngu sína hefur það haft mjög mikilvægu öryggishlutverki að gegna, jafnframt því að vera vinsæl afþreying bæði til sjávar og sveita. Ríkisútvarpið markaði auðvitað strax djúp spor í menningarlíf þjóð- arinnar og hefur verið mikilvægur þáttur í þeirri þróun til þessa dags. Á þessum tíma hafa orðið örar breytingar í heimi fjölmiðlanna, þó langmest nú síðustu árin hvað dreifingu á vinsælu efni á milli landa og heimsálfa varðar. Þetta gerir það að verkum að Ríkisút- varpið hefur aldrei ver- ið mikilvægara fyrir okkar litla íslenska menningarheim. Það er því afar mikilvægt að Ríkisútvarpið geti aðlagast hinu breytta umhverfí sem það býr við og birtist í rekstri annara svo kallaðra „fijálsra" fjölmiðla í samkeppni við Ríkisút- varpið og því mikla framboði sem er og verður á erlendu sjónvarpsefni hér á landi. Aðlögun Ríkisútvarpsins Aðlögun Ríkisútvarpsins þarf að gerast aðallega á tvo vegu. I fyrsta lagi þarf Ríkisútvarpið, jafnframt því að gera sér grein fyrir að stofn- unin hefur yfir takmörkuðum og jafnvel minnkandi fjármunum að ráða, að taka upp nútímalegri stjómarhætti. Stofnunin þarf að átta sig á því hvar hún er í mestri samkeppni og hvar menningarhlut- verk hennar skiptir mestu máli og veita fjármunum til deilda í sam- ræmi við það. Það að veita 320 m.kr. í framleiðslukostnað á Rás 1 (þ.e. fyrir utan fréttir og íþróttir), þar sem meðalhlustun nær ekki 5% Ríkisendurskoðun færir fram sannfærandi rök fyrir því, segir Arni Mathiesen, að frétta- stofur RUY eigi að sam- eina. þegar mest er hlustað, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar, og 66 m.kr í landshlutaútvarp á meðan 470 m.kr. fara í innlenda dagskrárgerð sjónvarps sem eftir fréttir nær 14-49% áhorfi, bendir ekki til þess að stofnunin geri sér grein fyrir ofan- greindu. Það er því ekki skrítið þó spurt sé hvort nauðsynlegt sé að reka tvær útvarpsrásir og lands- hlutaútvarp? í öðm lagi er nauðsynlegt að gerð- ar verði breytingar á tekjustofnum Rikisútvarpsins á þann hátt að ekki sé um eilíft stríð að ræða við „fijálsu" stöðvamar og ekki sé verið að pína fólk til þess að greiða fyrir afþrey- ingu sem það ekki vill kaupa. Þó færa megi rök fyrir því að greiða eigi fyrir öryggis- og menningarhlut- verk Ríkisútvarpsins úr sameiginleg- um sjóðum þá er það ömgglega ekki í takt við tímann að skylda fólk til þess að greiða fyrir afþreyingarefni. Jafnframt verður að jafna sam- keppnisstöðu „fijálsu“ stöðvanna við Ríkisútvarpið til þess að þær geti þrifist á eðlilegan hátt og jafnvel með tímanum vaxið svo fiskur um hrygg að þær geti tekið þátt í því að vera menningarlegt mótvægi við sívaxandi umfang erlends efnis. Aðhald í rekstri Það má áætla að tillögur Rikis- endurskoðunar feli í sér bætta stöðu Ríkisútvarpsins upp á 200-500 m.kr., eftir því hvernig á tillögumar er litið. Samanlögð gjöld hljóðvarps og sjónvarps samkvæmt fjárlögum 1995 eru hinsvegar 2.246 m.kr. Á síðastliðnum 12 árum hefur hljóð- varpið verið rekið með halla í sam- tals 8 ár og hallinn nánast verið viðvarandi frá árinu 1986. Á sama tímabili hefur sjónvarpið verið rekið með halla í 7 ár, þar af samfellt síðastliðin 4 ár. Það er því ljóst að stofnunin á við rekstrarvanda að etja sem ekki dugir að skýra með því að ekki hafi fengist að auka tekjumar með hækkun afnota- gjalda. í þessu ljósi eru viðbrögð við hugmyndum um sameiningu frétta- stofanna mjög athyglisverð. Við- brögð fréttastjóranna koma auðvit- að ekkert á óvart. Þeim þykir eðli- lega vænt um sinn starfsvettvang og ástæðulaust að gera þeim upp hræðslu við starfsmissi því þeir geta ömgglega valið úr öðrum störfum. Viðbrögð leiðarahöfunda Morgun- blaðsins og DV koma hinsvegar meira á óvart. Ríkisendurskoðun færir fram mjög sannfærandi rök fyrir tillögu sinni um að sameina eigi fréttastof- umar og að það muni hafa í för með sér spamað. Leiðarahöfundar dagblaðanna tveggja sem eru alla- jafna óþreytandi í því að hvetja til aðhalds í ríkisrekstri og hafa haft uppi stóryrði um ábyrgð stjórnmála- manna í þessu sambandi eru á móti sameiningu. Það þarf því meiri rök- semdir en þeir hafa fram til þessa borið fram til þess að sannfæra mig um það að ekki eigi að fara að tillög- Rekstrarvandi Árni M. Mathiesen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.