Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 39 of flókin og svo virtist sem fokið væri í flest skjól. En þetta átti svo sannarlega eftir að breytast. Haustið 1987 kom Haraldur inn í líf Svanhildar og þar með auðvitað inn í líf saumaklúbbs- ins, en á þeim árum var Haraldur við nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Haraldi var tekið opnum örmum af hópiium, ekki hvað síst af öðrum mökum. Hann hafði góða nærveru og af honum stafaði mikil hlýja. Við vorum strax sannfærðar um að þar höfðu púslin tvö mæst enda mikill hjónasvipur með þeim. í saumaklúbbi okkar eins og svo mörgum öðrum hafa skipst á skin og skúrir. Fólk kemur og fer, dvelur erlendis við nám og störf, fjölskyld- ur verða til og ekki er alltaf tími fyrir saumaklúbbinn. Árið 1988 fluttist Svanhildur til Flateyrar með Haraldi og auðvitað fækkaði þeim stundum sem við hittumst. í fyrstu undruðum við okkur á því að stuð- boltinn 'og borgarbarnið gæti þrifist á þessum litla stað. En auðvitað blómstraði Svanhildur þar. Hvar sem hún var skaut hún rótum. Per- sónuleiki Svanhildar var líka þannig að hún laðaði að sér fólk og öllum líkaði vel við hana. Á Flateyri skap- aði Svanhildur sér heimili og þar var hún hamingjusöm. Nokkrar okkar heimsóttu hana á Flateyri og auðvitað stóð alltaf til að sauma- klúbburinn færi vestur til að fíflast, skemmta sér og hlæja. Hún sagði að við gætum allavega gist með fjöl- skyldur okkar í tjöldum í garðinum sínum ef í hart færi. Fjölskyldulíf var Svanhildi mjög mikilvægt. Haraldur Jón, Ástrós Birna og Rebekka Rut fæddust með stuttu millibili og ætlaði Svanhildur sér jafnvel að fjölga mannkyninu enn frekar, enda vart hægt að hugsa sér betri manneskju til að ala upp böm. Við minnumst Svanhildar á æskuheimili sínu á Laugateigi með Rebekku Rut nýfædda í fanginu og hin tvö vappandi í halarófu á eftir mömmu sinni fylgjandi henni hvert fótmál. Ungamamma með fallegu börnin sín. 1995 er ár þrítugsafmælanna og núna í sumar hittumst við tvisvar með stuttu millibili til að samgleðj- ast hver annarri á afmælum. Svan- hildur blómstraði og hafði sjaldan litið eins vel út, brún, sælleg og brosandi út að eyrum. Svanhildur og Haraldur kvöddu okkur með þeim orðum að nú færum við að hittast oftar því til stæði að vera vetrarpart í Reykjavík. Frá því þessir atburðir gerðust, sem hrifu heila fjölskyldu á brott og hjuggu stórt skarð í lítið sjávar- þorp, hefur maður setið sem lamað- ur. Af hvetju gerast svona hlutir? Hver er tilgangurinn? Við í vinahópnum höfum rifjað upp ótal dýrmætar minningar sem eiga eftir að geymast í huga okkar um ókomin ár. Í huganum stendur Svanhildur hlæjandi og eitt augna- blik finnst okkur sem hún og fjöl- skylda hennar bíði okkar og við getum látið drauminn rætast um samfundi á Flateyri. Raunveruleik- inn verður hins vegar ekki umflú- inn. Með djúpa sorg og söknuð í hjarta biðjum við þess að Guð gefi fjölskyldum þeirra styrk til að lifa áfram eftir þessar miklu hörmung- ar. Öðrum Flateyringum, sem um sárt eiga að binda, vottum við okk- ar innilegustu samúð. Guðný, Guðrún, Kristín og Emmanuel, Ragnhildur og Gísli, Rannveig og Þórður, Steinunn og Ólafur, Svanhild- ur og Einar, Þórey og Hilmar. Flateyringar vöknuðu upp við það hinn 26. október að snjóflóð hafði fallið niður í miðja byggðina og hrifsað hjartað úr þorpinu. í flóðinu mikla fórst margt fólk og þar á meðal okkar besta vinafjöl- skylda þau Halli, Svanhildur og fallegu börnin þeirra þijú. Þegar náttúruöflin sýna sig í sinni tryllt- ustu mynd verðum við mennirnir lítils megnugir og töluð orð sýnast léttvæg. Velgengni, veraldleg verðmæti og annað slíkt verður á (SJÁ NÆSTU SÍÐU) t SIGRÍÐUR TÓMASDÓTTIR frá Lyngási, lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, þann 25. október. Útförin hefur farið fram. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBERGURINGÓLFSSON, Kirkjuvegi 1E, Keflavík, (frá Húsatóftum, Garði), verður jarðsunginn frá Útskálakirkju miðvikudaginn 8. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Magnþóra Þórarinsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DANÍEL NÍELSSON, Grensásvegi 60, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. nóvember kl. 13.30. Ingibjörg Daníelsdóttir, Jón Sigurðsson, Elsabet Daníelsdóttir, Guðrún R. Danfelsdóttir, Björn Jóhannsson, Nfels E. Daníelsson, Auður J. Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær sonur okkar, bróðir og frændi, ÓMAR KARLSSON, Fjarðarási 18, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum 31. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, miðvikudaginn 8. nóvember, . kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega af- þakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á að láta björgunar- og hjálparsveitir njóta þess. Sigríður Sigurðardóttir, Karl Guðmundsson, Hallfríður Karlsdóttir, Hafsteinn Valsson, Þorsteinn Karlsson, Jón Steingrímsson, Halldóra Ottósdóttir, Ólöf L. Steingrímsdóttir, Helgi Aðalsteinsson, Gísli Steingrímsson, Unnur Birgisdóttir, Sigurður Steingrímsson, Ásta Leifsdóttir og frændsystkini. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför föður míns og tengdaföður, KRISTJÁNS ODDSSONAR, Sunnubraut 48, Keflavik. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Kristjánsson, Elísabet Auður Eyjólfsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KARENAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Vatnsnesvegi 19, Keflavík. Hulda Axelsdóttir, Steindór Sigurjónsson, Vilborg Axelsdóttir, Rögnvaldur Sigurðsson, Valdimar Axelsson, Alda Sveinsdóttir, Guðbjörn Axelsson, Anna Lísa Kristjánsdóttir, Jórunn Axelsdóttir, Guðmundur Guðlaugsson, Gissur Axelsson, Ragna Jóhannsdóttir, Óskar Axelsson, Ásdis Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JAKOBS ÞORVARÐSSONAR, Grænurhörk 1, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands. Esther Jakobsdóttir, Karl Zóphaníasson, Pála Jakobsdóttir, Valdimar Þórðarson, Magnús Jakobsson, Ingunn Guömundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, VILHJÁLMS Þ. VALDIMARSSONAR, Birkihvammi 6, Kópavogi. Elísabet Skaftadóttir, Björgvin S. Vilhjálmsson, Margrét Jónsdóttir, Valdís Þ. Vilhjálmsdóttir, Sæmundur Ingvason og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall elskulegs sonar okkar, bróð- ur, barnabarns og frænda, GUÐSTEINS ÓMARS GUNNARSSONAR, Strandaseli 4, Reykjavík. Sigurdis Ólafsdóttir, Gunnai Ólöf Gunnarsdóttir, Baldur Óskar Gunnarsson, Hjördis Jórunn Þorkelsdóttir, Vilborg ívar Þór, Stefán Óli, Gui Óskarsson, Magnússon, A. Arnadóttir, Guðsteinsdóttir, inar Örn. I, 1 t Innilegar þakkir sendum við öllum, sem sýndu samúð, hlýhug og vinarþel við andlát og útför GRÍMS HEIÐLANDS LÁRUSSONAR frá Grimstungu, Bragagötu 29, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfs- fólki deildar 11-E á Landsþítalanum fyr- ir glaða og hlýja umönnun. Magnea Halldórsdótt Sigríður Björg Grímsdóttir, Eyjólfi Smári Eyfjörð Grimsson, Ragnh Reynir Grímsson, Kari G Lárus Halldór Grímsson, Helga Bára Grimsdóttir, Eyvinc Helgi Grímsson, Sigrúr Guðrún Sesselja Grímsdóttir, Herm< barnabörn og barnabarna r, ir Guðmundsson, eiöur Brynjúlfsdóttir, rimsby, Bjarnadóttir, lur Ingi Steinarsson, Sigurðardóttir, inn Sæmundsson, börn. L t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, KRISTJÁNS EINARSSONAR bónda, Enni, Viðvíkursveit, Skagafirði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans. Laufey Magnúsdótl Guðný Kristjánsdóttir, Eindis Kristjánsdóttir, Ha Ragnhildur Kristjánsdóttir, Jóh Sigurberg Hraunar Danielsson, Od Kristján Geir Jóhannesson, Ral barnabörn, barnabarnabör og aðrir aðstandenc tir, raldur Þór Jóhannsson, ann Stefánsson, drún Guðmundsdóttir, cel Ragnarsdóttir, n, systkini lur. -r Lokað Vegna jarðarfarar HARALDAR EGGERTSSONAR, SVANHILDAR HLÖÐVERSDÓTTUR og BARNA ÞEIRRA verður prentsmiðjan lokuð frá kl. 13.00 í dag, þriðjudaginn 7. nóvember '95. Solnaprent hf., Kársnesbraut104, Kópavogi. :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.