Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 45 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Island og seinni heims- styrjöldin Frá Magnúsi Ragnarssyni: STOFNAÐ hefur verið, í Reykja- vík, félag áhugamanna um vernd- un muna og minja tengdum her- setu Bandamanna á íslandi árin 1940-1945. Félagið hyggst reyna að ná til áhugamanna á þessu sviði með það fyrir augum að fá upplýsingar um hluti, sem tengjast þessú sögulega tímabili, og kunna að vera í þeirra eigu. Tilgangurinn er; að skrá eins nákvæmlega og unnt er allt það, sem líklegt er að hafi varðveist frá þessum árum og enn er mögulegt að vernda. Því miður hefur margt óbætanlegt farið forgörðum á þessum rúmum 50 árum og er ekki seinna vænna að taka til hendi og bjarga því sem bjargað verður frá eyðileggingu og gleymsku. Til þess að það megi takast þarf gott samstarf við alla þá sem áhuga hafa á þætti íslands og mikilvægi þess í síðari heims- styijöldinni og hugsanlega eiga einhvetja hluti er tengjast þessu tímabili. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í þessu verkefni í samvinnu við fyrrgreint áhugamannafélag, sem ekki hefur hlotið nafn enn, geta haft samband við: Magnús Ragnarsson í síma: 568 5274 eða Sævar Þ. Jóhannesson í síma: 553 0717. MAGNÚS RAGNARSSON, Nökkvavogi 28, Reykjavík. Frábær ferð í þjóð- garðinn í Skaftafelli Frá nemendum í Garðyrkjuskóla ríkisins: NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ bauð upp á Landvarðanámskeið í októb- ermánuði en síðasta námskeið var haldið 1991. Um 40 manns sóttu námskeiðið, þar af 11 nemendur Umhverfisbrautar Garðyrkjuskóla ríkisins. Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar voru haldnir í húsnæði Lögregluskólans í Reykjavík og farið í nokkrar vettvangsferðir. Námskeiðið endaði í Þjóðgarðinum í Skaftafelli dagana 26.-29. októ- ber. Áður en þangað var komið var búið að skipta hópnum niður í 5-6 manna hópa, en hver hópur átti að kynna sér ákveðnar göngu- leiðir og fara síðan í gönguferð sem landverðir með þátttakendur á námskeiðinu. Allir hóparnir und- irbjuggu sig vel enda fjölmargar heimildir til um Þjóðgarðinn í Skaftafelli og einnig voru nokkrir kennarar með í för sem gáfu góð ráð. " Með grein þessari vilja nemend- ur Umhverfisbrautar Garðyrkju- skóla ríkisins í Ölfushreppi, þakka fyrir ánægjulegar stundir í Skafta- felli og kynnin á námskeiðinu. Sérstakar þakkir fá leiðbeinendur á námskeiðinu, Náttúruverndar- ráð, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli og eiginkona hans, og síðast en ekki síst þeir sem sátu með okkur námskeiðið. Lifið heil. F.h. nemenda á Umhverfisbraut Garðyrkjuskóla ríkisins, Ölfus- hreppi. MAGNÚSHLYNUR HREIÐARSSON. NÝÚTSKRIFAÐIR landverðir, ásamt leiðbeinendum sínum, í Þjóðgarðinum í Skaftafelli. ÝMIS óhugnanleg atriði er oft að finna í þáttunum Ráðgát- um, segir í greininni. Ráðgátur Frá Þóri Guðmundssyni: ÉG VAR að horfa á þáttinn Ráðgát- ur í Sjónvarpinu. í byrjun þáttarins var varað við því að í honum væru óhugnanlegar myndir sem gætu vakið ótta hjá börnum, og það var \ orð að sönnu. Þá rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð í blaðinu kvört- un frá móður yfir því að þessi þátt- ur væri hafður á undan Roseanne sem er skemmtiþáttur sem er við hæfi að börn horfi á. Konan kvaðst hafa náð sambandl við dagskrár- mann á sjónvarpinu og borið fram kvörtun um þetta,- en sá hefði brugðist við með hálfgerðum skæt- I ingi. Sé rétt frá sagt, tel ég ástæðu til að benda viðkomandi starfs- á manni á, að hann er starfsmaður * hlustenda og allrar þjóðarinnar. Við borgum kaupið hans og honum ber að koma fram af fullri kurteisi við þá sem vilja ræða um dagskrána þótt þeir geri athugasemdir við verk hans. Ég skil fyllilega kvörtun móð- urinnar, mér er óskiljanlegt af hveiju þessum þáttum er þannig raðað í dagskránni, og legg til að röðuninni verði breytt, ella lýsi ég | eftir rökum fyrir núverandi röðun. ÞÓRIR GUÐMUNDSSON, Bræðraborgarstíg 19, Reykjavík. Nýtir eiginleika Windows 95, PnP 14" SVGA lággeisla litaskjár 16 bita víðóma SB samhæft hljóðkort — 0 Geisladrif 2ja hraða ^ Magnari og HiFi 20 W hátalarar Tengi fyrir mvndsbandtæki, vídeóvélar og stýripinna Tengi fyrir hljóðnema og heyrnartól a ^Lyklaborð og mús 4.Á, 'ðlunartö lva er me& • '^Ákanlegu í 128 MB ofe ^ . ^úernettengiBg, ^^ ÖOÐEINO 1)1 6 Sími 588-2061. ^ ***** 6. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 567-1800 ^ Löggild bílasala Opið laugard. kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18 Tilboðsverð á fjölda bifreiða. Góð lánakjör. Bílaskipti oft möguleg. Nissan Sunny SR Twin Cam 88, svartur, 5 g., góð vél (skiptivél), sóllúga, rafm. í rúðum, spoiler o.fl. V. 590 þús. Tilboðsv. 490 þus. MMC Galant GLSi 4x4 '89, álfelgur, rafm. í rúðum og samlæsingar, ek. aðeins 89 þ. km. V. 990 þús. Subaru Legacy 2.0 GL Station 4x4 '92, grásans., 5 g., ek. 52 þ. km. Fallegur bill. V. 1.550 bús. V.W Vento GL '93, rauöur, sjálfsk., ek. 47 þ. km. V. 1.250 þús. Hyundai Scoupe LS Coupé ’93, rauður, 5 g., ek. 48 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 850 þús. MMC L-300 Minibus '88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km, vél yfirfarin (tímareim o.fl.). V. 1.050 þús. Mjög hagstæö lánakiör. • MMC L-300 Minibus '88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km, vél yfirfarin (tímareirn o.fl.). V. 1.050 þús. Mjög hagstæð lánakjör. Grand Cherokee Limited 4.0L '93, hvííur, sjálfsk., ek. 68 þ. km., leðurinnréttingar o.fl. V. 3.580 þús. MMC Lancer EXE hladbakur '91, blár, sjálfsk., ek. 62 þ. km., rafm. i rúðum, hiti í sætum o.fl. V. 920 þús. MMC Colt GTi 16 v. '89, hvitur, 5 g., uppt. vél (nótur fylgja), álfelgur, rafm. i rúðum V. 690 þús. Sk. ód. Nissan Micra GL '87, (upptekin vél í Toyota), 5 g., þrennra dyra. Tilboð 250 þús. stgr. Mazda E-2000 sendibíll '87, sjálfsk., upp- tekin vél og skipting. V. 470 þús. Hyundai Pony LS '94, 5 g., ek. 45 þ. km. V. 780 þús. Toyota Corolla Sedan '90, Ijósblár, 4 g., ek. 100 þ. km. Gott eintak. V. 570 þús. Toyota Hilux Double Cap diesil '90, blár, 5 g., ek. 97 þ. km. V. 1.400 þús. Fiat Panda 4x4 ’91, rauður, 5 g., ek. 53 þ. km., óvenju gott eintak, tveir dekkjag. V. 550 þús. Skipti. Toyota Landcruiser Turbo diesel ,/lnt- erc. '88, grásans., 5 g., ek. 162 þ. km. V. 1.250 þús. Toyota Landcruiser VX langur '93, vín- rauður, sjálfsk., ek. 38 þ. km., 38" dekk, læstur aftan og framan o.fl. V. 4.800 þús. Ford Explorer XLT ’91, rauður, sjálfsk., ek. 98 þ .km., óvenju gott eintak. Til- boðsv. 1.980 þús. Honda Civic DXi Sedan '94, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.250 þús. Toyota Celica Supra 2.8i '84, hvitur, 5 g., álfelgur o.fl. 170 ha. Óvenju gott ein- tak.. V. 460 þús. stgr. Peugeot 405 GL '88, 5 g., ek. 110 þ. km. Gott eintak. V. 490 þús. Toyota Corolla XL Hatscback '91, 5 g., ek. 87 þ. km. Gott eintak. V. 680 þús. Daihatsu Feroza EL lli '91, 5 g., ek. 51 þ. km. Toppeintak. V. 1.050 þús. Grand Cherokee Limited (8 cyl.) '94, sjálfsk., leðurinnr. o.fl., ek. 14 þ. km. V. 4.150 þús. M. Benz 200 '87, hvítur, sóllúga, ABS, álfelgur, 4 hauspúðar o.fl. Óvenju gott eintak. V. 1.490 þús. MMC Pajero V-6 (3000) ’92, vínrauður, sjálfsk., ek. 113 þ. km. Einn m/öllu. V. 2.790 þús. Sjaldgæfur sportbíil: Nissan 300 ZX V-6 '85, m/t.grind,.5 g., ek. 135 þ. km, rafm. i rúðum o.fl. V. 1.200 þús. Tilboðsv. 990 þús. Nissan Pathfinder EX V-6 (3.0L) '92, 5 dyra, 5 g., ek. 54 þ. km. Fallegur bíll. 2.290 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.