Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 7.-12. NÓVEMBER Skotar oq Islendingar ága fwd sammerkt að ftrein og ómcnguS náttúra gefur fteim kost á úrvals ftráefni til matargerSar. StepHen Johnson, malreiSslumeistari ftjá tiinu víSkunna veitingafiúsi Huttery í fjlasgoiv, býSur matargestum á Jíótel Jfolti aS skosku veisluborSi dagana y. - 12. nóvember. Þargefst einstakt tœkifœri til aS kynnast fiví af eigin raun sem nágrannar okkar i Skotlandi telja til lífsins gœSa. 4RA RETTA VEISLUMÁLTÍÐ X v í/AAy á <) fíá X 3.900,-kr. ^Iámann AU li BORÐAPANTANIR í SÍMA552 57 00 - kjarni málsins! Abendingar á mjólkiinunbi'tðum, nr. /7 af 60. íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. Geturðu lýst honum? í Njálu er Skarphéöni Njálssyni lýst svo: „Hann var mikill maður vexti og styrkur, vígur vel, syndur sem selur, manna fóthvatastur, skjótráður og öruggur, gagnorður og skjótorður, en þó löngum vel stilltur. Hann var jarpur á hár og sveipur í hárinu, eygður vel, fölleitur og skarpleitur, liður á neft og lá hátt tanngarðurinn, munnljótur nokkuð og þó manna hermannlegastur. “ Nú á tímum látum við lýsingar eins og „hrokkinhærður með gleraugu" eða „hávaxin og skolhærð" yfirleitt duga! Hefur þú reynt nýjar leiðir í mannlýsingum? I DAG BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LESANDANUM er boðið að taka sér sæti í suður og glíma við sex spaða, annars vegar með tígli út og hins vegar með útspil í laufi. Spilið er frá 8-liða úrslitum HM í Kína: Norður gefur, NS á hættu: Norður ♦ 983 f ÁG7 ♦ DG1082 ♦ Á5 Suður ♦ ÁD10762 ▼ K864 ♦ ÁK 4 D í leik Frakka og Kín- veija, sögðu Frakkamir Cronier og Lebel þannig á spil NS: Vestur Norður Austur Suður Hu Lebel Xu Cronier - 1 tígull Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 lauf* Dobl Pass Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Gronier fékk tígul. Hann taldi helstu hættuna fólgna í því að gefa tvo slagi á tromp, svo hann lagði niður spaðaás í öðrum slag. Og lenti í þessari legu: Norður 4 983 f ÁG7 ♦ DG1082 4 Á5 Vestur Austur 4 - 4 KG54 f 932 1111: “•= ♦ 9643 4 K109642 4 G873 Suður 4 ÁD10762 f K864 ♦ ÁK 4 D Nú var spilið tapað, því Cronier varð að komast tvisvar inn í borð til að spila spaða og einu sinni síðar til að henda hjörtum niður í frítígul. Cronier svínaði því hjartagosa tilneyddur og varð að sætta sig við einn niður. Þetta var fyrsta spil Croniers í leiknum, svo hann var að vonum óánægður. Hins vegar er ekkert út á spilamennsku hans að setja. Á hinu borðinu kom út lauf gegn sama samningi. Það útspil tekur strax eina innkomu af blindum, svo ekki er hægt að leyfa sér þann munað að leggja niður spaðaás í „öryggisskyni“. Sagnhafi valdi þá að svína spaðadrottningu, en það leiddi til sömu niðurstöðu, svo spilið féll. Bandaríska konan Sue Picus var eini sagnhafinn í keppninni sem vann slemm- una. Hún fékk einnig út lauf, sem hún tók á ás og lét síð- an spaðaníuna fara hringinn í öðrum slag. Sem er rétt spilamennska, því þannig ræður hún við fjórlitinn í austur, en fer „slétt“ út úr 3-1-legunni (vinnur þegar vestur á kóng blankan, en tapar þegar vestur er með stakan gosa). Með morgun kaffinu TM Rog. U.S. Pat. Ofl — all right» rosorvod (c) 1W5 Lot Angoioa Tkn«* Syndicate Ást er... 11-4 að láta fléttuna falla. HVAÐ ertu búin að eyða miklu í ekkert í dag? VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Einstök bók INGIBJÖRG hringdi og sagðist verða að láta ánægju sína í ljós með bók sem hún fékk í af- mælisgjöf. Þetta er bók- in María, samtalsbók Ingólfs Margeirssonar við Maríu Guðmunds- dóttur ljósmyndara og fyrrum fyrirsætu. Saga þessarar konu er einstök og texti Ingólfs alveg lystilega skrifaður. Tapað/fundið Hattur tapaðist GRÁBRÚNN pelshattur tapaðist í Garðastræti sl. föstudag. Finnandi vin- samlega hringi í síma 552-1740 Taskan fundin SVÖRT „Hummel" íþróttataska fannst á mótum Grensásvegar og Suðrlandsbrautar. Upp- lýsingar í síma 588-1619. meistara. Austur—Þjóð- verjinn Wolfgang Uhlmann (2.490) var með hvítt en Júgóslavinn Petar Popovic (2.555) hafði svart og átti leik. í stað þess að drepa til baka á d4 lék svartur óvæntum sleggjuleik: 34. - Bxg4!! 35. Dc2 (Hvítur er mát eftir 35. fxg4? — Dxg4+ 36. Kh2 - Dh4+ 37. Kg2 - Hg8+ 38. Kf3 - Dg3+ 39. ’ h Ke2 - De3) 35. - Hg8 36. Kf2 - Bxh5 37. Kel — exd4 og hvítur gafst upp. Hann hefur tapað tveimur peðum og er með vonlausa kóngs- stöðu. SKAK Umsjón Margeir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur. Þessi staða kom upp í austurrisku deilda- keppninni í ár í við- ureign tveggja stór- Farsi Víkverji skrifar... AÐ ER athyglisvert að fylgjast með því, hve mjög sérverzlan- ir með osta blómstra þessa dagana. Hagkaup hefur nýlega opnað glæsi- lega sérverzlun með osta inni í stór- verzlun fyrirtækisins í Kringlunni, Osta- og smjörsalan opnaði fyrir skömmu slíka búð á Skólavörðustíg og fram hefur komið hér í blaðinu, að sl. þijú ár hefur slík sérverzlun með osta verið rekin i Hafnarfirði í eigu einstaklinga þar. Víkveiji kom í tvær þessara verzlana um helgina og var mikið um að vera í þeim báðum. Nokkuð af erlendum ostategundum er nú þegar á boðstólum og samkvæmt því sem fram hefur komið má bú- ast við, að fjölbreytnin aukist eftir þvi sem frá líður. Eftirtektarvert er, að fólk kaupir hina útlendu osta, þótt þeir séu mjög dýrir. Spurningin nú er sú, hvort inn- flutningur á erlendum ostum á hugsanlega eftir að auka svo mjög ostaneyzlu landsmanna, að gagn- stætt því, sem ostaframleiðendur hér hafa ef til vill haldið, muni inn- flutningur útlendu ostanna stækka markaðinn og auka neyzluna. Nið- urstaðan gæti því orðið aukin sala á íslenzkum ostum vegna innflutn- ingsins en ekki minni sala. xxx RÝSTINGUR á, að leyfður verði innflutningur á matvæl- um, sem hingað til hefur verið bann- aður, eykst stöðugt. Það er t.d. al- veg ljóst, að auðveldasta aðferðin til þess að lækka_ matvöruverð, sem forystumenn ASÍ og VSÍ hvetja nú til, í því skyni að leysa þær deilur, sem risið hafa vegna kjaramála, er sú að leyfa innflutning á hóflega tolluðum matvælum. Eitt dæmi um þetta er ósk Pét- urs Péturssonar, kaupmanns í Kjöt- búri Péturs um leyfi til að flytja inn hreindýrakjöt frá Grænlandi. Fram- boð af hreindýrakjöti er afar tak- markað hér og það er mjög dýrt. Kaupmaðurinn telur í samtali við Morgunblaðið í fyrradag, að hann gæti lækkað verðið um 300-400 krónur kílóið, fái hann að flytja það inn án þess að sérstakir tollar verði lagðir á það. Það verður spennandi að sjá, hver viðbrögð yfirvalda verða við þessum óskum. Varla er um svo ríka hagsmuni að ræða hjá þeim, sem skjóta hreindýr 0g selja kjötið, að ekki megi efna til ein- hverrar samkeppni á þessum mark- aði. X X X FÓLK kvartar undan háum sköttum og ekki að ástæðu: lausu. En skattar eru víða háir. í nýlegri grein í bandaríska dagblað- inu Wall Street Journal kemur fram, að almennir launþegar í Þýzkalandi hafi á árinu 1993 greitt að meðaltali 36,6% launa sinna í tekjuskatt. Og hæst komast tekju- skattar á einstaklinga í Þýzkalandi í 53% skv. sömu heimild. Þá er ljóst, að það hlýtur að vera betra skattalega a.m.k. að reka fyrirtæki á íslandi en í Þýzkalandi. Hæstu skattar á fyrirtæki þar nema 58,95% af hagnaði. Hvað mundu menn segja um svona tölur hér?!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.