Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. GLORULAUS Clotncs Scx í opularity. I-IV m Ifo Óvæntasti smellur sumarsins í Bandaríkjunum er kominn til íslands til að ylja okkur á svellköldum haustdögum. Frábær grínmynd með Alicu Silverstone (vúha) mesta megabeibí sunnan Surtseyjar (hei, þið vitið dísin úr Aerosmith videoinu sem var valið besta myndband allra tíma). Hlustið á Lög unga fólksins á X-inu. Flare GSM farsími, Diet kók og rosa dót í verðlaun. Sýndkl. 5, 7,9 og 11. rr ÞRJÁR GÓÐAR á 100 ára afmæli! LA CRISE Iþessari gamanmynd dynja hver stóráföllin á ungum manni. Hann missir vinnuna, konan fer frá honum og honum er hent úr ibúðinni sinni. Og eru þá vandræði hans fyrst að byrja... Leikstjóri Coline Serraeu (Þrir menn og karfa). Sýnd kl. 7. 2 fyrír 1 MILLE BOLLE BLU (Þúsund bláar kulur) Skemmtileg ítölsk mannlifslýsing um ná- garanna i stórri blokk sem allir biða í ofvæni eftir sólmyrkva. Gamlir kærastar stinga upp kollinum. Ættingjarnir rífast um arfinn en þjónustustúlkan erfir allt. Sýnd kl. 5. 2 fyrír 1 mm Wi* Á. Þ. Dagsljós **★ Ó. H. 2fyr’ir<l -1 Sýnd kí. 7 og 11. AÐ LIFA 2 fyrir Frá frægtasta leikstjóra Kínverja Zhang Yimou kemur ný perla en með aðalhlutverk fer hin gullfallega Gong Li. Aðalverðlaun dómnefndar i Cannes 1994. Sýnd kl. 9 og 11.15. Franska kvikmyndin Tangó segir frá kvennabósanum Paul sem verður alveg óður þegar konan hans fer frá honum. Hann telur sig ekki geta verið í rónni fyrr en hún er dauð. Þetta er bleksvört vegagamanmynd, þar sem gert er óspart grín að öllum karlmennsku ímyndum hins vestræna heims, með hinn hæfiieikaríka ieikstjóra Patrice Leconte, sem á að baki myndir eins og „Monsieur Hire" og „Hairdresser's Husband". Sýnd kl. 9. Bönnuð innan 12 ára. 2 fyrir 1 y . c ú s r n e r WATERWORLD - v-tó ‘ililÍlMÍ'i Sýnd kl. 5og 9. Orðlist og tónlist TÓNLIST Geisladiskur KJÖTTROMMAN Kjöttromman, breiðskífa dúettsins Exems, sem skipaður er Þorra Jóhannssyni og Einari Melax. Einar leikur á tölvur, hljómborð, blásturshljóðfæri og fiðlu. Þorri leggur til rödd og slagverk. Aðstoðarmenn eru ýmsir; á gítara leika Þór Eldon, K. Máni, Guðlaugur Kristinn Óttarsson og Andrew McKenzie, á slagverk leika Kristín Þorsteins- dóttir og Þórarinn Kristjánsson, á blásturs- hljóðfæri leika Einar og Jóel Pálssynir, á bassa Birgir Mogensen og bakraddir eru í höndum Bjameyjar Gunnlaugsdóttur, Erlu B. Einars- dóttur, Ragnheiðar Elínar Gunnarsdóttur, Hallveigar og G.G. Gunn. Smekkleysa gefur út, 52,53 mín., 1.999 kr. MEÐALVEGURINN er öruggasta leiðin; þá menn taka að feta krákustíga sköpunar- Morgunblaðið/Sverrir EINAR Melax og Þorri Jóhannsson, sem skipa dúettinn Exem, hafa sent frá sér eina bestu plötu ársins. innar er hætt við að tónlistin fari fyrir ofan garð og neðan. Þannig hefur því miður farið með afbragðs breiðskífu dúettsins Exems, Kjöttrommuna, sem er tvímælalaust eitt það besta sem komið hefur út á árinu. Dúettinn Exem hefur áður látið í sér heyra á safnplötu með prýðilegt lag. Það gaf fyr- irheit sem rætast rækilega á Kjöttromm- unni, þegar í fyrsta laginu, Heimskuham- ingju, sem er hreint fyrirtak; þar rennur sam- an orðlist og tónlist svo úr verður eftirminni- leg heild. Fleiri slík lög eru á plötunni, til að mynda Andlausa lagið, sem er langt í frá andlaust, Svart ljós og Maðurinn er vani, en sérstaklega er tónlistargrunnurinn skemmti- legur í því lagi og fiðluleikurinn innblásinn. Í seinni útgáfu lagsins, lokalagi plötunnar, tekst þeim félögum hins vegar ekki eins vel upp. Meiri hlustun þurfa lög eins og Viðris þýfi, sem sýnir á sér nýja hlið við hveija hlustun, Óvart, óvænt, með afbragðs skemmtilegum gítarleik og Ekkert er verra, með bráðfyndnum texta. Textarnir eru reynd- ar flestir sérdeilis góðir, til að mynda er text- inn við Skrílveldið bráðfyndinn, og standa margir sem ljóð, en ekki allir; þannig er text- inn við Svefntíma full einfaldur, en það lag er reyndar lakasta lag plötunnar, þó úr því rætist í lokin með hugmyndaríkum trommu- og slagverksleik. Umslag plötunnar er afskaplega vel heppn- að og hæfir tónlistinni vel. Exem hefur tekist að setja saman plötu sem batnar við hverja hlustun og sýnir á sér sífellt nýjar hliðar, eina bestu plötu ársins hingað til. Ekki kemur síst á óvart við fyrstu hlustun hvað hún er aðgengileg, til að mynda lög eins og Svart ljós, Heimskuhamingja og Andlaus, þó á milli séu lög sem þurfa og þola endurtekna hlustun. Árni Matthíasson LÁTTU SKANDiA GERA TILBOB í ALLAR TRYGGIIMGAR FYRIRTÆKISIINIS JFyrirtœki geta sparaö umtalsverðar jjúrhœðir með því að lúta gera tilhoó í allar tryggingar sínar. Fyrirtœkjatryggingar Skandia eru góóur kostur fyrir þú sem viljd hagstœðar og öruggar tryggingar. Hafðu samband og lóttu Skandia gera þér tilboð. - Það gæti lœkkað tryggingakostnaðinn. Fáðu tilboð fyrír 1. des. þvíþá rennur át frestur niurgra fyrirtækja til að segja upp eldri tryggingum. Skandia LAUGAVEGI 1 70 SÍMI 5B 10 700. FAX 55 2B 177 Stolt móðir ► MÓÐIR Bruce Willis', Mar- lene Willis, sést hér ásamt syni sínum eftir að hafa afhent hon- um Hjarta Hollywood, verð- laun fyrir áralangt starf í þágu kvikmyndaiðnaðarins. Eins og sjá má er Marlene stolt af Bruce og hann sömuleiðis af henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.