Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NBTFANG MBL(a)CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Theodor M. Tschopp forsljóri Alusuisse-Lonza eftir stjórnarfund A-L . Jákvæð niðurstaða um stækkun álversins NIÐURSTAÐA fundar stjórnar Alusuisse-Lonza í gær varðandi stækkun álversins í Straumsvík var jákvæð, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Ekki var hægt að fá neinar nánari upp- lýsingar um niðurstöðu fundarins, en fyrirtækið mun senda frá sér fréttatilkynningu í dag, þar sem greint verður frá niðurstöðum stjórnarfund- arins og hvemig staðið verður að framkvæmdum . „Niðurstaða fundarins var jákvæð varðandi stækkun, það er það eina sem ég get sagt að svo stöddu," sagði Theodor M. Tschopp, forstjóri Alusuisse-Lonza, í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi. Aðspurður sagðist hann ekkert geta tjáð sig um málið frekar að svo stöddu, hvorki um það hvenær ráðist yrði í framkvæmdir við stækkun né annað sem tengdist ákvörðuninni, en nánari grein yrði gerð fyrir niðurstöðu stjórnar- fundarins í fréttatilkynningu sem fyrirtækið myndi senda frá sér á morgun (í dag). Viðræður hófust í febrúar Formlegar viðræður íslenskra stjórnvalda og Alusuisse um stækkun álversins í Straumsvík hófust í febrúar í ár og var þá reiknað með að það gæti tekið um sex mánuði að fá fram niður- stöðu um það hvort samningar gætu tekist. Við- ræðurnar gengu samkvæmt áætlun og í ágúst í sumar hafði náðst samkomulag í aðalatriðum um orkuverð, skattamál og annað sem tengist stækk- un áiversins. Jafnframt hefur verið unnið að umhverfisathugun vegna stækkunarinnar og einnig hafa staðið yfír viðræður við starfsmenn álversins í Straumsvík um breytingar á ákveðnum þáttum í kjarasamningum, einkum hvað varðar heimildir til að bjóða út ákveðna verkþætti í áiver- inu. Þær viðræður hafa ekki skilað niðurstöðu enn sem komið er. Beðið hefur verið eftir niðurstöðu stjórnar Alusuisse-Lonza með nokkurri óþreyju. Gert var ráð fyrir að stjórn fyrirtækisins myndi taka ákvörðun um hvort það myndi ráðast í stækkun eða ekki á stjómarfundi í lok september, en þá var ákveðið að fresta ákvörðun í málinu til næsta stjórnarfundar, sem haldinn var í gær. Gert er ráð fyrir að stækkun álversins í Straumsvík sé um 12 milljarða króna fjárfesting og að það skapist rösklega 70 framtíðarstörf í verksmiðjunni eftir að álverið er komið í fullan rekstur. Álverið í Straumsvík getur nú framleitt um 100 þúsund tonn af áli á ári, en eftir stækk- un er gert ráð fyrir að framleiðslugetan verði um 162 þúsund tonn á ári. Gera má ráð fyrir að nokkur hundruð manns starfi við byggingu álvers- ins á byggingatímanum og að orkan sem þurfi til framleiðslunnar séu rúmar 900 gígawattstund- ir á ári, en það er nálægt því sú umframorka sem nú er til í orkuveitukerfínu. Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir Morgunblaðið/Sig. Jóns Indíánar á Selfossi NIU ára nemendur í Sandvíkur- skóla á Selfossi héldu indíánahátíð á föstudaginn var og buðu foreldr- um sínum að koma og fylgjast með, en undirbúningur hátíðarinnar hafði staðið yfir í tvær vikur og var hefðbundnu skólastarfi vikið til hliðar á meðan. ■ Indíánahátíð/15 —.—■♦■■■» -»- Forsætis- ráðherra Eistlands í heimsókn FORSÆTISRÁÐHERRA Eistlands, hr. Tiit Váhi og frú Raine-Lea Váhi, eru væntanleg í opinbera heimsókn til landsins dagana 8.-11. nóvember. í för með þeim verða ráðherrar efnahagsmála Eistlands hf., Andres Lipstok, sendiherra Eistlands, hr. Arvo-Jurgen Alas, og eiginkona hans og embættismenn úr forsætis- og utanríkisráðuneytum Eistlands. Á dagskránni eru viðræður við forsætisráðherra og utanríkisráð- herra, fundur á vegum útflutnings- ráðs með fulltrúum íslensks atvinnu- lífs, skoðunarferð um Suðurland og frumsýning í Islensku óperunni. Samkeppnisráð gagnrýnir drátt á afgreiðslu umsóknar um rekstur farsímakerfis Brot á reglu umjafnræði . Beðið eftir betri tíð Akureyri, Morgunblaðið TRILLUKARLAR á Akureyri segjast ekki hafa séð það -verra í langan tíma, með afla upp á 1-200 kíló á dag, þegar gefur. Þeir halda sig á Pollin- um og út að Hjalteyri og segj- ast ekki reikna með betri tíð fyrr en í vor. Bergsteinn Garðarsson er einn þessara manna og á myndinni dyttar hann að um borð á meðan hann bíður betri gæfta. SAMKEPPNISRÁÐ telur að sá dráttur sem orðið hefur hjá sam- gönguráðuneytinu við afgreiðslu umsóknar um GSM-farsímakerfi fari gegn markmiði samkeppnis- laga. Jafnframt verði ekki betur séð en að núveraridi skipan þess- ara mála fari gegn þeirri grunn- reglu íslensks réttar um jafnræði aðila. Þetta kemur m.a. fram í áliti Samkeppnisráðs sem fram er kom- ið vegna erindis frá Samtökum seljenda fjarskiptabúnaðar. Sam- tökin telja að með þvi að fella stofnkerfi tveggja farsímarása og boðkerfa undir samkeppnisstarf- semi í fjarskiptum sé verið að færa starfsemi sem sé i raun einkaréttur yfir á samkeppnissvið. Samkeppnisráð bendir á í áliti sínu að samgönguráðherra geti heimilað aðilum með staðfesturétt á Evrópska efnahagssvæðinu að reka slík stofnkerfi að uppfylltum skilyrðum. „Samgönguráðherra hefur ekki birt hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá leyfi til að reka umrædd kerfi þótt liðin séu tvö og hálft ár frá setningu fjar- skiptalaga og nokkur tími sé liðinn síðan ráðuneytinu barst umsókn um rekstur GSM-farsímakerfis. Póst- og símamálastofnun rekur farsímakerfi hér á landi án þess að ljóst sé hvaða skilyrði þarf að uppfylla til slíks reksturs. Með því að ekki Iiggja fyrir almenn hlutlæg skilyrði og vegna þess dráttar sem orðið hefur við afgreiðslu umsókn- ar um GSM-farsímakerfi verður að telja að farið sé gegn mark- miði samkeppnislaga. Jafnframt verður ekki betur séð en að þessi skipan mála fari gegn þeirri grunnreglu íslensks réttar um jafnræði aðila.“ Hljótum að fara gætilega Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, segist eiga eftir að kynna sér þetta mál nánar með sínum lögfræðingum og ákveða hvernig brugðist verði við. „Það hafa fleiri enn einn aðili sýnt áhuga á að setja upp GSM-kerfi. Ef sú verður niðurstaðan að heimila öðrum að- ila að koma þar inn, þá er það mikið verk að undirbúa málið þannig að menn standi jafnfætis. Þetta er ekkert sem menn gera á einum eftirmiðdegi. Við erum að tala um almannahagsmuni og mér ber sem ráðherra samgöngumála að gæta hagsmuna skattgreiðenda og þjóðarinnar sem á Póst- og símamálastofnun. Við hljótum að fara gætilega í þessum efnum.“ ■ Hraðaþarf/16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.