Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fltottgraiHbifrifr 1995 KNATTSPYRNA Helgi aftur í hópinn Hörður Helgason, þjálfari ung- mennalandsliðsins, hefur kallað á þrjá leikmenn, sem leika með erlendum liðum, til liðs við sig fyrir leik gegn Ungverjum á Per- encvaros-leikvellinum í Búdapest á föstudaginn. Það eru þeir Helgi Sigurðsson og Sigurvin Ólafsson, sem leika með Stuttgart, og Eiður Smári Guðjohnsen, Eindhoven. Hann valdi einnig tvo aðra — Þórð Guðjónsson, Bochum, og Lárus Orra Sigurðsson, Stoke — en þeir komast ekki. Eftirtaldir. leikmenn éru í hópnum: Markverðir: Atli Knútsson, KR, og Kjartan Sturluson, Fylki. Varnarmenn: Hákon Sverrisson, Breiðabliki, Brynjar Gunnarsson, KR, Pétur Marteinsson, Fram, Gunnlaugur Jónsson, ÍA. Miðvallarleikmenn: Auðun Helga- son, FH, Hermann Hreiðarsson, ÍBV, Sigurvin Ólafsson, Stuttgart, Sigurbjörn Hreiðarsson, Val, Eiður Smári Guðjohnsen, Eindhoven, Tryggvi Guðmundsson, ÍBV. Framherjar: Guðmundur Bene- diktsson, KR, Helgi Sigurðsson, Stuttgart, Steingrímur Jóhannes- son, IBV og Sigþór Júlíusson, Val. KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER KRAFTLYFTINGAR BLAÐ B Le Havre hefur áhuga á Þorvaldi FRANSKA1. deUdarliðið Le Havre hefur sýnt Þorvaldi Örlygssyni, landsliðsmanni í knatt- spyrnu hjá Stoke City í Englandi, áhuga um nokkurt skeið. Eins og Morgunblaðið greindi frá á laugardag hefur enska 2. deildarliðið Black- pool einnig haft áhuga á að kaupá hann en Þor- valður hefur sem kunnugt er ckki leikið með aðailiði Stoke siðustu vikurnar. Hann er afar ósáttur við Lou Macari, f ramkvæmdasrjóra liðs- ins og hefur ekki viljað endurnýja samning við félagið. Le Havre er sem stendur í 14. sætí af 20 liðum í Frakklandi. Þorvaldur vildi lítið sem ekkert segja í gær; sagðist ætla að bíða og sjá til eftir landsleikinn í Búdapest á laugardaginn. Morgunblaðið/RAX Atli ráðinn þjáKari ungmennalandsliðsins Atli Eðvaldsson tekur við stjórn ungmennalandsliðsins (leik- manna tuttugu og eins árs og yngri) eftir Evrópuleikinn gegn Ungverj- um ytra á föstudag. Samningur hans við KSÍ gildir til loka keppnis- tímabilsins 1997. Miklar breytingar hafa verið gerðar á Istjórn liðsins undanfarin ár. Hörður Helgason hefur séð um þjálfun þess í ár og áður var Gúst- af Adolf Björnsson með það, en hann byrjaði sem aðstoðarmaður Ásgeirs Elíassonar og tók við liðinu af honum. „Það er gott að fá þig í þennan hóp," sagði Eggert Magnússon, for- maður KSÍ, þegar hann greindi frá landsliðsþjálfaramálum í gær. Atli er þjálfari 1. deildar liðs-ÍBV og heldur því áfram en Eggert sagði að ástæða hefði þótt til að láta á það reyna að ráða þjálfara sem væri jafnframt í öðru starfi og hefði þetta verið gert með samþykki ÍBV. „Við höfum ekki gert þetta áður en við viljum sjá liðið standa sig betur og stjórnin er óánægð með árangur þess undanfarin ár. Það er svekkjandi að vera með stóran og góðan hóp en geta ekki haldið honum saman. Það þarf að breyta hugarfarinu hjá þessum ungu strákum í þá veru að þeir séu stolt- ir af því að spila fyrir íslands hönd og hafi metnað til þess. Atli hefur spilað flesta landsleiki íslenskra leikmanna og við vonum að hann komi því inn í þessa ungu stráka hvað það skiptir miklu máli fyrir land og þjóð að spila fyrir ísland." Atli sagði að gaman yrði að tak- ast á við nýtt verkefni. „Þetta er spennandi og krefjandi," sagði hann við Morgunblaðið. „18 ára liðið hef- ur verið að ná góðum árangri en það er einsog við höfum staðið í stað með piltana og greinilegt að það þarf að taka þennan aldursflokk fastari tökum." Björgvin Eyjólfsson verður aðstoðarmaður Atla hjá ÍBV. Guðni Kjartansson hefur verið þjálfari U-18 ára landsliðs pilta undanfarin fjögur ár og hefur verið gengið frá því að hann verði með liðið fram yfir úrslitakeppni Evrópu- mótsins á íslandi 1997. Liðið hefur náð góðum árangri undir stjórn Guðna og komist þrisvar í 16 liða úrslit á síðustu fjórum árum. Liðið hafði betur gegn Hvíta-Rússlandi og Norður-írlandi í riðlakeppninni fyrir skömmu og mætir írum heima og að heiman í vor í keppni um sæti í átta liða úrslitakeppninni í Frakk- landi næsta sumar. Þar með hafa verið ráðnir þjálfar- ar í öll landslið KSI nema U-16 ára lið stúlkna. Logi Ólafsson tekur við a-liði karla eftir leikinn gegn Ung- vetjum um helgina, Kristinn Björns- son er ráðinn þjálfari a-liðs kvenna út tímabilið á næsta ári og Gústaf Adolf Björnsson- verður þjálfari U-16 ára liðs drengja til loka tíma- bilsins 1997. Heims- met ekki staðfest AUÐUNN Jónsson úr Kópavogi lyfti 930 kílóum samanlagt á bikarmóti KRAFT um helgina, en hann keppir í 110 kg flokki. Auðunn er 23 ára og enn í ung- lingaflokki. Árangur hans um helgina er 20 kg yfir heims- meti unglinga í þyngdarflokkn- um, en hann fær heimsmet þó ekki staðfest þar sem engir al- þjóðlegir dómarar voru á mót- inu. Auðunn átti best 902,5kg í samanlögðu fyrir mótið. Á myndinni á ofan er Auðunn í hnébeygju, þar sem hann lyfti mest 360,5 kg, hann lyfti 221 kg í bekkpressu og 350 kg í réttstöðulyftu. Auöunn/ B2 Úrslit / B6 KÖRFUKNATTLEIKUR: SJÖUNDISIGUR KEFLVÍKINGA í RÖÐ í ÚRVALSDEILDINNI / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.