Morgunblaðið - 08.11.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 08.11.1995, Síða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 BLAD Viðtal 3 Andrzej Pietki- ewicz hjá Nauta í Póllandi Aflabrögð Markaðsrnál 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna 6 Fullvinnsla sjáv- arafurða er vax- andi grein í Belgíu. AFLAKÓNGAR • KRÓKABÁTURINN Hrönu IS 303 hefur verið gerður út frá Suð- ureyri í fjögur ár. Á þeim árum hefur hann verið aflahæsti króka- bátur landsins eða skilað mestum verðmætum á land. Á síðustu fjór- um árum hefur Hrönn landað 1.243 tonnum. Mestur hluti aflans Morgunblaðið/Einar Ómarsson hefur verið þorskur, þá steinbítur og ýsa. Guðni A. Einarsson, aðal- eigandi Hrannarinnar hefur verið skipstjóri leugst af, en nú er Ólaf- ur Gústafsson með bátinn, sem er eingöngu gerður út á llnu. Hér eru þeir félagar að landa 8,8 tonnum eftur einn róður. Mikil eftirspurn er eftir mjöli og lýsi og verð hátt I EFTIRSPURN er góð eftir Verðið á loðnu upp úr aSfflð &&£ sjó hefur hækkað um 30% "S hráefnisverð til loðnuskip- anna hækkað að sama skapi. Nú eru greiddar 5.500 krónur fyrir tonnið af loðnu, en á sama tíma í fyrra greiddu verksmiðjunár 4.200 krónur fyrir tonnið, en þá var loðnan að vísu ekki eins feit og nú. 18 skip eru nú að veiðum að sögn Þórhalls Jónassonar, gæðastjóra SR-Mjöls í Siglufirði og er loðnunni landað allt frá Grindavík og vestur, norður og austur um til Eskiijarðar. Jón Reynir Magnússon, forstjóri SR-Mjöls, segir að afurðaverð hafi hækkað frá því í sumar, en lítið sem ekkert hafí verið selt á þessu háa verði og því lítið reynt á það. Jón Reynir segir að þegar loðnuveiðar hafi farið af stað í sumar hafi menn verið býsna bjartsýnir og selt eitthvað af mjöli og lýsi fyrirfram, með afgreiðslu seinna á árinu. Þau fyrirtæki séu því að afhenda á verði sem sé lægra en markaðsverð- ið sé væntanlega í dag. „Það eru engin ósköp sem búið er að veiða, enda vertíðin rétt að byrja,“ segir hann. Hann segir að. verð á fiski- mjöli séu trúlega um 380-390 pund tonnið eða um 40 þúsund krónur og verð á lýsi séu eitthvað yfir 500 doll- ara á tonnið eða rúmar 30 þúsund krónur. Um er að ræða Cif-verð. Eftlrspurn eftir mjöll og lýsi fer sjaldan saman „Það má segja að það sé sjaldan sem góð eftirspurn eftir lýsi og mjöli fari saman og hátt verð á báðum afurðum á sama tíma. Á sama tíma í fyrra var verð á mjöli 330 pund tonnið og verð á lýsi undir 400 dollurum tonnið. Þann- ig að það eru talsverðar sveiflur í þessu,“ segir hann. „Ég er sæmilega bjartsýnn á að verðið nái að haldast, en ef fer að mokveiðast af loðnu gæti það lækkað eitthvað. Það gæti hins vegar líka hækkað ef eftirspurn verður áfram svona mikil og margt virðist benda til þess. Framboð virðist lítið frá Suður- Ameríku, t.d. er veiðibann í einhveija daga í Perú, bg það hefur áhrif á markaðinn.“ Fara varlega í samnlnga Hann segir að íslensk fyrirtæki verði að fara varlega í alla samninga: „Við höfum lært af reynslunni að gera ekki saminga öðruvísi en að vera nokkuð öruggur með að geta afhent vöruna á umsömdum tírna. Það hefur sýnt sig í gégnum tíðina að loðnan er sýnd veiði en ekki gefin. Það er enginn vandi að gera samninga, en það getur sett þig á hausinn ef þú getur ekki staðið við þá.“ Fréttir Rækjan skilar miklu verðmæti • AFLAVERÐMÆTI ís- lenzkra fiskiskipa á rækju- veiðum á Flæmska hattinum á þessu ári er nú komið í um 1,3 milljarða króna. Það er meira en þrefalt afla- magn á síðasta ári og lang- leiðina í fjórfalt aflaverð- mæti árið 1993. Langmestan rækjuafla i ár er Ottó Wat- hne með, 1.150 tonn og er lauslega áætlað aflaverð- mæti þess um 230 milljónir króna./2 Verðlækkun á hörpudiski • „ÞAÐ hefur gengið jafn- vel og undanfarin ár að ná í hörpudiskinn," segir Ellert Kristinsson, framkvæmda- stjóri Sigurðar Ágústssonar hf. „Við erum búnir að taka á móti 800 tonnum það sem af er kvótaárinu og höfum selt eitthvað af því, en mark- aðurinn er dræmur.“ Ellert segir að það hafi orðið verð- lækkun á mörkuðum frá því sem hafi verið í fyrra sem nemi 12%./3 Tveir nýir rækjutogarar • TVÖ rækjufrystiskip sem þrjár rækjuverksmiðjur hér á landi hafa fest kaup á komu til landsins í gær. Þau fara svo á úthafsveiðar seinna í þessari viku. Að sögn Óttars Yngvasonar, framkvæmdastjóra íslensku útflutningsmiðstöðvarinnar, eru skipin með ný veiðar- færi, tilbúin á rækjuveiðar og eiga aðeins eftir að fara í gegnum skoðun á öryggis- búnaði./ 10 Samningur um mengunarvörn • ÞJÓÐIR heims ákváðu að gera lagalega bindandi samning um varnir gegn menguji þrávirkra líftænna efna á ráðstefnu sem lauk síðastliðinn föstudag í Was- hington. Á ráðstefnunni náðist í fyrsta skipti víðtæk samstaða um að draga úr mengun sjávar frá land- stöðvum, en talið er að um 70-80 prósent af mengun sjávar komi þaðan. Fjallað var um varnir við mengun sjávar frá landstöðvum, en þá er um að ræða mengun sem veitt er beint í hafið með frárennsli og skólp- lögnum eða mengun sem berst frá starfsemi í landi um andrúmsloftið./8 Markaðir Seljum Bretum minna af ísfiski • TÖLUVERT dregur enn úr innflutningi Breta á óunnum fiski. Fyrstu 6 mán- uði ársins nam þessi inn- flutningur 33.300 tonnum á móti 38.600 tonnum í fyrra og er samdráturinn meira en 10%. Hlutur okkar ís- lendinga í þessum innflutn- ingi Breta hefúr minnkað verulega milli ára. I fyrra fengu þeir 12.500 tonn héð- an, en aðeins 7.200 tonn nú. Mest kaupa Bretar nú af írum, um 10.000 tonn, en megnið af því er makríll. Færeyingar hafa á hinn bóg- in aukið hlut sinn mikið milli ára. BRETLAND, janúar- júní Ferskfiskinnflutningur 1994 og 95 38.629 25% 33.295 tonn hra 18% Öðrum 9% Danmörku íslandi 32% 22% 22% Færeyjum 13% 22% 30% Irlandi 1994 1995 Fá freðfiskinn frá Rússum • INNFLUTNINGUR Breta á frystum fiski hefur einnig minnkað milli ára og var um mitt ár 88.300 tonnum, 10.000 tonnum minni en í fyrra. Mest kaupa Bretar af Rússum, 22.000 tonn, sem er umtalsverð aukning milli ára. Frá Noregi fá þeir 20.000 tonn og 13.400 tonn héðan, sem er Iitlu minna en í fyrra. Verðmæti þessa útflutnings frá okkur hefur þó aukizt, meðal annars vegna hækkandi rækju- verðs./6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.