Morgunblaðið - 08.11.1995, Page 6

Morgunblaðið - 08.11.1995, Page 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð heíma / Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja B Alls fóru 160,7 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 20,6 tonn á 105,40 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 34,8 tonn á 106,96 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 105,3 tonn á 106,70 kr./kg. Af karfa voru seld alls 36,3 tonn. í Hafnarfirði á 75,21 kr. (8,31), engin sala á Faxagarði, en á Suðurnesjum seldist karfi á 91,41 kr. (28,01). Af ufsa voru seld alls 47,9 tonn. í Hafnarfirði á 68,32 kr. (3,31), á Faxagarði á 64,07 kr. (0,31) og á 71,84 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (44,21). Af ýsu voru seld 139,7 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 83,63 kr./kg. Fiskverð ytra / ÞorskuraMB Karfi mmmmmm Ufsi Ekki bárust upplýsingar um sölur í Þýskalandi í síðustu viku. Ekki bárust upplýsingar um sölur í Bretlandi í síðustu viku. Fullvinnsla sjávarafurða er vaxandi grein í Belgíu ^■hmhh belgía er Mikilvæg dreifingarmiðstöd “fnnstu af vegna legn landsins í Evrópu rík-!unum1;, ópusambandsins, íbúamir um 10 milljónir talsins, en vegna legu lands- ins hafa fyrirtæki utan Evrópu lengi haft það sem aðsetur fyrir sölu- skrifstofur eða höfuðstöðvar sínar í álfunni. Belgíumenn eru lítil fisk- veiðiþjóð, heildaraflinn á síðasta ári var aðeins 21.000 tonn, 6% minni en 1993, og að mestu leyti skarkoli, sólflúra og þorskur. Samt sem ;'ður hefur vinnslan verið að aukast vegna meiri innflutnings á hráefni. Ferskur, kældur fiskur hefur lengi verið vinsæll í Belgíu og þar er laxinn númer eitt en af honum voru flutt inn 6.400 tonn á síðasta ári. Kræklingur er einnig í miklu uppáhaldi eins og sést á því, að innflutningur á honum nam rúm- lega 25.000 tonnum. í Belgíu halda litlu fiskbúðimar enn velli og vegna þess, að landið er lítið eiga fisksalarnir auðvelt með að verða sér úti um fisk á mörkuðunum í hafnarborgunum, Oostende, Nieuwport og Zee- brugge, nokkrum sinnum í viku eða jafnvel daglega. Starfa sumir þeirra líka sem heildsalar gagnvart veitingahúsunum í sínu byggðar- lagi en í Belgíu standa þau undir 40% fiskneyslunnar. Vaxandi eftirspurn eftir frystum fiskl Áður fyrr fólst frekari vinnsla fisksins í Belgíu næstum eingöngu í reykingu og söltun en nú hefur eftirspum eftir frystum fiski og tilbúnum réttum aukist þar eins og annars staðar í Evrópu. Á 15 árum hefur vinnslan aukist úr 15.000 tonnum í rúmlega 35.000 tonn og stærsta vinnslufyrirtækið fyrir smásölumarkaðinn er Pieters Visbedrijf. Selur það tilbúna rétti undir vörumerkinu Tanagra og hráefnið er aðallega þorskur, hokinhali, Alaskaufsi og karfi. Fyrirtækið er einnig með nokkur ítök í laxeldi í gegnum dótturfyrir- tækið WISCO og nam framleiðslan 1.600 tonnum á síðasta ári en stefnt er að því að hún verði 4.500 tonn. Fyrirtækið Morubel, dótturfyrir- tæki Albert Fisher-samsteypunnar í Bretlandi, sérhæfir sig í fullunn- inni vöru á borð við rækju og er stærsti rækjuinnflytjandi á belg- íska markaðinum með um 10.000 tonn árlega. Setti það upp nýja verksmiðju í Belgíu 1993 til að sjóða og pakka rækju og er áhersl- Bandaríkin an á gæði fyrsta boðorðið hjá fyrir- tækinu. Morabel selur framleiðslu sína um alla Evrópu og er í þann veginn að hasla sér völl á Banda- ríkjamarkaði einnig. Hráefnið, aðallega hlýsjávar- rækju, kaupir Morabel víðs vegar að, í Kína, Bangladess, Singapore og víðar, og er nú að kanna beina eignaraðild að rækjueldisstöðvum í Austurlöndum fjær. Fiskur frá íslandi Fyrirtækið Setraco, sem er að- eins sex ára gamalt, er ágætt dæmi um kraftinn og uppganginn hjá belgísku fiskvinnsju- og dreif- ingarfyrirtækjunum. Á síðasta ári velti það nærri 900 milljónum ísl. kr. og búist er við 20% aukningu á þessu ári. Framleiðsla fyrirtækisins er aðallega fryst rækja og fiskflök, hlýsjávarrækja frá Asíu en fiskur- inn, þorskur, ufsi og karfí, kemur að langmestu leyti frá íslandi. Er mestur hluti framleiðslunnar fyrir belgíska markaðinn eða stórversl- anirnar en viðskiptin við þær svara til 55% af veltunni. Um 30% koma síðan af sölu í Frakklandi, Þýska- landi, Portúgal, Ítalíu og í Bret- landi og nú er Grikkland einnig að koma inn í dæmið hvað rækjuna varðar. United Foods er eina fyrirtækið í niðurlagningu, sem eftir er í Belg- íu, og er það mest í krabba, rækju og kræklingi og dálítið í túnfíski og laxi. Hefur niðurlögð vara lengi verið vinsæl í landinu en fyrirtæk- ið hefur staðið fyrir mikilli auglýs- ingaherferð til að auka söluna. Hefur hún borið góðan árangur í Belgíu og á öðrum markaðssvæð- um í Evrópu og má sem dæmi nefna, að þrátt fyrir gengislækkun lírannar jókst veltan á Italíu um 40% á síðasta ári miðað við fyrra ár. Vel í sveit sett United Foods er algerlega háð innflutningi á hráefni frá öðrúm löndum. Á síðasta ári flutti það inn 700 tonn af krabbakjöti en nokkr- ir erfiðleikar komu upp með fram- boð á konungskrabba frá Kanada og var það bætt upp með innflutn- ingi á krabba frá Norður-Kóreu. Útvegun á hlýsjávarkrabba frá Tælandi hefur einnig verið nokkr- um vandkvæðum bundin og aðal- lega vegna mikilla verðhækkana á honum. Fyrirtækið kaupir jafnt kaldsjávarrækju sem hlýsjávar- rækju, aðallega frá Víetnam, og stendur oft í mjög nánu sambandi við framleiðenduma Vegna legu sinnar á Belgía mikla framtíð fyrir sér sem mið- stöð fyrir dreifingu sjávarafurða í Evrópu en það mun koma í Ijós síðar hvort vinnslan heldur áfram að vaxa með sama hraða og á sið- ustu árum. Minna til af blokk BIRGÐIR af alaskaufsa í Bandaríkjunum voru minni í haust en fyrr í sumar og á sama tíma í fyrra. Birgðir af þorskblokk jukust hins vegar meira. í lok ágúst voru birgðir af alaskaufsa taldar vera um 3.120 tonn. Það er 19% minna en mánuði áður og 58% minna en í ágústlopk 1994. I lok ágúst voru birgðir af þorskblokk 3.700 tonn. Það er 82% aukning frá lokum júlímánaðar í ár og 66% meira en í lok ágúst í fyrra. Þijú árin þar á undan voru birgðir af þorskblokk hins vegar svipaðar og nú. Heildsöluverð á fiskblokkum í Bandaríkjun- um er í flestum tilfellum stöðugt, meðalverð á þorskblokk var í lok september allt að 1,90 dollarar á pund, en fyrir ári siðan var verðið 1,75 til 1,80 dollarar á pund. Síðari hluta vertíðarinnar á alaskaufsa á Beringshafi er nú lok- ið og hefjast veiðar næst um miðjan janúar. Minnkandi brigðir hafa styrkt verðið nokkuð. Nú er heildsöluverðið um 1,10 dollarar á pund á móti 1,05 síðsumars og 82 sentum í fyrra haust. Verð á innfluttum alaskaufsablokkum er um 80 sent á pundið nú. Innflutningur Belgísk utanríkisviðskipti með sjávarafurðir 1994 Tonn, innfl. Útfl. Lifandi fiskur 7.261 2.438 Kældur bolfiskur 30.565 11.236 Frystur bolfiskur 8.636 2.057 Flök, kæld/fryst 23.203 3.679 Tilbúnir réttir 4.333 1.704 Krabbadýr 23.706 9.688 Kræklingur 36.394 3.343 Niðurs. fiskur 31.971 4.889 Niðurs. krækl- ingur og krabbi 10.682 6.978 Samtals 176.751 46.012 Belgar auka innflutning VAXANDI fullvinnsla sjávaraf- urða í Belgíu hefur kallað á aukinn innflutning á frystum fiski til frekari úrvinnslu. Belg- ar hafa alla tíð flutt mikið inn af ferskum sjávarafurðum, enda njóta þær mikilla vinsælda þar. A síðasta ári fluttu Belgar alls inn 177.000 tonn af sjávarafurð- um, en utan fluttu þeir 46.000 tonn og er það að mestu leyti unnið í neytenda pakkningar, ýmist úr ferskum fiski eða fryst- um. Skelfiskur, einkum krækl- ingur er viðamestur í innflutn- ingi Belga, en mest af honum fer til neyzlu innan lands. Mest flytja þeir á hinn bóginn út af kældum bolfiski, eða rúmlega 11.000 tonn. Finkaflinn Sjávarútveaur í Belgíu 19941 | Þús. Miiij. Landanir belgískra tonn skipa innanlands 21,4 2.236 Þorskur 2,1 134 Skarkoli 6,3 372 Sólflúra 4,4 989 Rækja 0,7 84 Landanir belgískra skipa erlendis 8,9 760 Landanir erlendra skipa í Belgíu 0,5 45 Löndun samtals 21,9 2.281 Fiskeldi Regnbogasilungur 0,4 50 Tilapia 0,2 35 N 0 R E G U R 50.000 tonn 40.000 30.000 20.000 10.000 3.000 0 Laxeldi í Evrópu 1984- BRETLAND Onnur EES-ríki ISLAND IRLAND ’84 '85 ’86 '87 ’88 '89 '90 ’91 '92 '84 ’85 ’86 '87 '88 '89 ’90 '91 '92 ’84 '85 '86 '87 ’88 '89 '90 '91 '92 ’84 ’85 '86 '87 ’88 ’89 ’90 ’91 ’92 INNFLUTNINGUR Belga hefur aukizt verulega í kjölfar minnk- andi afla, en þó mun meira en samdrátturinn nemur. Árið 1988 var verðmæti fiskafla Belga, sem landað var í Belgíu 2,9 millj- arðar belgískra franka, en að- eins 2,2 milljarðar í fyrra. Land- anir erlendra skipa í Belgíu eru sára litlar, en Belgar landa lítils- háttar af fiski í erlendum höfn- um. Árið 1988 fluttu Belgar inn sjávarafurðir fyrir 20,3 milQ- arða belgískra franka, en 26,9 milljarða í fyrra. Belgar flylja töluvert inn af fiski héðan frá íslandi, bæði frystan fisk og ferskan, unninn og óunninn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.