Morgunblaðið - 08.11.1995, Side 7

Morgunblaðið - 08.11.1995, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÖVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 B 7 FRÉTTIR ÞESSI nýi íslenski flokkari sem nýlega var seldur til Sildarvinnslunnar hf á Neskaupstað tekur minna rými en flestir aðrir flokkarar miðað við afköst. Nýr flokkari fyrir síld loðnu og fleiri tegundir FRAMLEIDDUR hefurverið flokk- ari fyrir loðnu og síld, sem hentar einnig vel fyrir fleiri tegundir. Um er að ræða alíslenska hönnun og framleiðslu. Flokkarinn verður kynntur á sjávarútvegsráðstefnu í Murmansk í næstu viku og er búist við að stór markaður sé fyrir hann erlendis. Sótt verður inn á markaði erlendis „Þessi síldar- og loðnuflokkari byggir á þykktarflokkun, þar sem allar flökunarvélar mæla fisk eftir þykkt við flökun,“ segir Ragnar M. Magnússon hjá Style Internat- ional. „Það sem er nýmæli er að flokkarinn tekur minna pláss en beltis- og keflisflokkarar og flokkar betur og hraðar. Hann ræður þar af leiðandi við miklu meira magn af fiski á skemmri tíma. Þeir flokk- arar sem hafa verið notaðir í loðnu á íslandi á undanförnum árum eru svokallaðir hristarar, sem fara verr með fiskinn og eru ekki nógu ná- kvæmir í .flokkun." Hönnuðir nýja flokkarans eru Ragnar M. Magnússon, Steinar Steinsson og Egill Þór Ragnarsson, en Style International er framleið- andi. Nú þegar hafa tveir flokkarar verið seldir, annar til Síldarvinnsl- unnar hf. á Neskaupstað og hinn til SR-Mjöls. Um er að ræða alís- lenska hönnun og framleiðslu. Þrepainnmötun fyrir flokkara Ekki hefur farið fram kynning á flokkaranum erlendis, en Ragnar segir að stórir markaðir séu fyrir hann þar. „Hann verður kynntur á næstunni,“ segir hann. „Það verður meðal annars sýnt myndband af flokkaranum á sjávarútvegsráð- stefnu í Murmansk í næstu viku.“ Auk þess var hönnuð ný þrepa- innmötun fyrir flokkarann, sem hentar líka fyrir aðrar flokkunarvél- ar. Hún virkar þannig að að ef sfld- in eða loðnan fellur þversum á mötunarrennu eru pinnar á hábár- um sem snúa fiskinum ofan í lág- báru. HannaA fyrtr fleiri tegundlr „Flokkarinn er úr ryðfríu efni og keðjurnar úr næloni, þannig að við- haldskostnaður er í íágmarki," seg- ir Ragnar og bætir við að hægt verði að fá þennan flokkara í mörg- um stærðum. Auk þess geti hann flokkað fleiri tegundir en loðnu og síld, t.d. makríl, kolmunna, gulllax og ansjósur. Ekki verður látið sitja við þennan flokkara, heldur er líka unnið að rækjuflokkara sem byggður verður upp á sömu aðferð. „Það verður algjör bylting í flokkun á rækju,“ segir Ragnar. „Búið er að panta megnið af efninu í flokkarann, þannig að hann ætti að vera tilbú- inn um áramót.“ Auk þess er unnið að hönnun flokkara fyrir fleiri fiski- tegundir. Mörenot með ISO 9001 gæða- vottun ÁNÆGÐIR netagerðarmenn hjá Mörenot í Noregi. MÖRENOT er fyrsti veiðar- færaframleiðandinn í Noregi, sem framleiðir nú eftir gæða- eftilitskerfinu ISO 9001, sem vottað er af Det Norske Verit- as. „Ferlið hefur tekið mörg ár og við erum mjög stoltir af því að vera fyrstir til að taka kerf- ið í notkun," segir Roald Rogne, gæðastjóri Mörenot a/s. „Við byrjuðum að vinna að gæðahandbók fyrirtækisins árið 1991 og fyrir einu ári var send inn umsókn um vottun hjá Det Norske Veritas. í dag sjáum við viðurkenninguna hanga í ramma uppi á vegg.“ Hann segi þó ljóst að vinnu við gæðaeftirlit ljúki aldrei, heldur verði stöðugt að leita nýrra leiða. „ISO 9001-kerfið snýr að öllu sem fyrirtækið tekur sér fyrir hendur, til að mynda rannsókn- um, smíði, innkaupum, fram- leiðslu, geymslu, uppsetningu, sölu o.s.frv. Hver starfsmaður er þátttakandi í kerfinu og vinnur að þvía ð auka gæðin,“ segir Per Ringstad, fram- leiðslustjóri Mörenot. „Við vonumst til að ISO-kerf- ið komi okkur í fremstu röð hvað varðar gæði,“ segir Alf Hildre, markaðsstjóri Mörenot. „Það hefur kostað tima og pen- inga að ná þessum árangri, en við erum öruggir að við náum einhverju til baka með betra innra eftirliti, Iýtalausri fram- leiðslu, ánægðum viðskiptavin- um og aukinni sölu. Þá reiknum við með að ISO-kerfið hjálpi okkur að ná samböndum er- lendis." Hafgarðar og rif til verndar fiskínum FISKAFLI við strendur Malasíu hefur farið dvínandi vegna ofveiði og mengunar undanfarin ár. Mest- ur er samdrátturinn á 'ansjósju- veiðum og ýmsum veiðum á grunnsævi. Þetta kemur illa niður á frumstæðustu fiskimönnunum, sem ekki geta sótt nema skammt út og notast mest við handfæri eða net, sem dregin eru með hand- afli. Uppi eru ýmsar ráðgerir til að stemma stigu við hvorutveggja, mengun og ofveiði og er áherzlan fyrst í stað lögð á hafsvæðið út að tveimur mílum frá landi. Er þá hugmyndin að koma upp einskon- ar „hafgörðum", líkt og þjóðgörð- um á landi, þar sem strangt eftir- lit er með veiðum og umgegni um auðlindina. Þegar hefur náðst nokkur árangur og í fyrra varð aflinn 2,5% meiri en árið áður. Aukningin staf- ar reyndar fyrst og fremst af vax- andi veiði á dýpra vatni og úr fisk- eldi. Búizt er við að veiðar á djúp- sævi eigi eftir að aukast um 10% og fiskeldi og 12,8% á ári og þann- ig náist að auka veiðar og vinnslu. Loks er rætt um að byggja sér stök rif um fimm mílur frá landi, til að vernda veiðar á grunnsævi fyrir togurum. Námskeið um uppsetningu innra eftirlits (GÁMES) í matvælaiðnaái Samkvæmt ákvæðum 4. gr. reglugerðar nr. 552/1994 um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla, skulu þeir sem framleiða eða dreifa matvælum hafa komið á innra eftirliti með starfseminni eigi síðar en 14. desember n.k. Af þessu tilefni mun Nýjo skoðgnarstofan hf. efna til námskeiðs um uppsetninau inpra eftirlits í matvælaiðnaði. A námskeiðinu verður fjallað um grunavallaratrloi GAMES-gæðaeftirlitskerfisins og hvernig standa beri að upnsetningu slíkra kerfa. Námskeiðið er ætlað öllum sem starfa við framleiðslu eða areifingu matvæla. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og verklegra æfinga. Fundarstaður: Hús verslunarinnar 6. hæð Krínglan 7 103 Reykjavík. Fundartími: Mánudagurinn 13. nóvember 1995, kl. 9:00 kl. 18:00. Þátttökugjald: 10.000.- kr./þátttakanda. Greiðist við innganginn. Skráning: Simi 568 1333 eða fax 568 8441 fyrir föstudaginn 10. nóvember n.k. Leiðbeinandi: Dr. Róbert Hlöðversson, framkvæmdastjóri Nýju skoðunarstofunnar hf. _ NÝJN SK©EXJNAR rSTOFAN Nýja skoðunastofan hf. er viðurkennd skoðunarstofa og hefur um árabil unnið að uppsetningu innra eftirlits i matvælafyrirtækjum og holdið fjölda námskeiða um þetta efni. Fisktæknir óskar eftir framtíðarstarfi. Haldgóð reynsla fyrir hendi. Upplýsingar í síma 568 8349 eða 896 8460. kviíitabankinn Þorskurtil leigu Vantar þorsk varanlega Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. Kvóti Kvótamiðlun og markaður alla daga Látið skrá kvótann hjá okkur. Höfum ávallt kaupendur og leigjendur að öllum tegundum kvóta. Áralöng reynsla, þekking og þjónusta. Skipasalan Bátar og búnaður, Kvótamiðlun, sími 565 2554 og símbréf 552 6726.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.