Morgunblaðið - 08.11.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.11.1995, Qupperneq 1
HANDKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA: ÞÝSKU MEISTARARNIR ÚR LEIK í BIKARNUM / C4 Benedikt tekur við KR 1995 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER BLAD BENEDIKT Rúnar Guðmundsson var í gær ráð- inn þjálfari meistaraflokks karla í körfuknatt- leik hjá KR og tekur við því starfí af Axel Niku- lássyni sem hætti störfum í síðustu viku. Bene- dikt gerði tveggja ára samning við félagið, en hann er 23 ára og hefur starfað undanfarin ár sem þjálfari yngri flokka félagsins en var einn- ig aðstoðarþjálfari meistaraflokks KR er Laszlo Nemeth þjálfaði liðið. Hann hefur enn fremur starfað sem framkvæmdastjóri körfuknattleiks- deildar KR. Hlynur aftur til Eyja HLYNUR Stefánsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, hefur ákveðið að hætta að leika með Órebro í Svíþjóð og ætlar að ganga aftur í rað- ir Eyjamanna. Hlynur fór til Orebro 1992 og hefur þvi leikið undanfarin fjögur timabil með liðinu en sagði við Morgunblaðið í gær að rétt væri að breytatil og staðfesti að hann væri á Jeið til Eyja. Lánjs Orri gaf ekki kost á sér Stjarnan hefur ekki tapað stigi STJARNAN sigraði KR 28:20 í 1. deild kvenna í Garðabæ í gærkvöldi. Stúlkurnar úr Garðabæ hafa unnið alla sex leiki sína í deildinni og eru komnar í efsta sæti. Ragnheið- ur Stephensen var markaháest í liði Sijörnunnar í gær með 8 mörk, Sigrún Másdóttir kom næst með 7 mörk. Selma Grét- arsdóttir gerði 6 mörk fyrir KR og Brynja Steinsen 5. KR náði fjögurra marka forystu í byijun fyrri hálfleiks en Stjarn- an náði undirtökunum um miðj- an hálfleikinn og hafði yfir í hálfleik, 13:9. Á myndinni reyna Stjörnustúlkurnar Guðný Gunnsteinsdóttir og Herdís Sig- urbergsdóttir að bijóta sér leið í gegnum vörn KR-stúlkna. ■ Staðan / C4 Morgunblaðið/Kristinn LÁRUS Orri Sigurðsson, knattspyrnumaður hjá Stoke, gaf ekki kost á sér í U-21 árslandsliðið sem leikur i Búdapest á föstudag. „Ég tók Stoke framyfir vegna þess að það er mikil samkeppni um a ð komast í liðið og ég þorði ekki að taka áhættuna að faratil Ungveijalands því þá hefði ég misst af tveimur leikjum með Stoke. Þetta er nú einu sinni atvinnan mín og ég verð að hugsa um mig og fjölskylduna," sagði Lárus Orri sem hefur leikið alla leikina með Stoke á timabilinu nema einn, en þá var hann meiddur. Hann segir að það hefði horft öðruvísi við hefði hann verið valinn i A-landsliðið. Framboð á beinum útsendingum í sjónvarpi eykst jafnt og þétt Stöð 3 sýnir beint frá ensk- um deildar- og bikarleikjum SJÓNVARPSSTÖÐIN Stöð 3, sem hefur útsendingar fljótlega, gekk í gær frá samningum við enskt umboðsfyrirtæki um einkarétt á beinum útsendingum á íslandi frá leikjum í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu (FA Cup) í vetur og tvö næstu keppnistímabil — fram á vor 1998. Þá samdi Stöð 3 við sama fyrirtæki um einkarétt á beinum út- sendingum hérléndis frá leikjum í ensku úrvalsdeildinni á sunnudögum og mánudögum á yfirstandandi keppnistímabili og því næsta. Ríkissjónvarpið hefur í mörg ár sýnt úrslitaleik ensku bikarkeppninn- ar beint, en nú verður sem sagt breyting þar á og leikurinn aðeins sýndur á Stöð 3. Frá og með þriðju umferð bikarkeppninnar, sem er á dagskrá strax eftir áramót, verður stöðin með þætti um leiki í hverri umferð þar til kemur að undanúr- slitaleikjunum tveimur, sem verða báðir í beinni útsendingu. Þeir eru á dagskrá sama sunnudaginn, annar kl. 12 og hinn kl. 15. RÚV verður áfram með beinar sendingar frá ensku úrvalsdeildinni á laugardögum, en sunnudags- og mánudagsleikirnir sem Stöð 3 verður með eru viðbót frá-Englandi; en þar er um að ræða sömu leiki og Sky sjónvarpsstöðin sýnir beint um Bret- landseyjar. Þær útsendingar nást reyndar víða hérlendis. Það var Heimir Karlsson, fyrrum íþróttafréttamaður á Stöð 2 og RÚV, sem nú er búsettur í Englandi, sem samdi við enska umboðsfyrirtækið CSI fyrir Stöð 3. Heimir mun lýsa a.m.k. einhveijum leikjanna frá Eng- landi fyrir stöðina. Að sögn Úlfars Steindórssonar, framkvæmdastjóra Stöðvar 3, verður fyrsta beina útsendingin frá Eng- landi væntanlega viðureign Liverpool og Manchester United sunnudaginn 17. desember. Stöð 3 vérður einnig með beinar sendingar frá Þýskalandi í vetur, eins og Morgunblaðið hefur greint frá, og mestar líkur eru á að fyrsti leikurinn þaðan verði laugar- daginn 18. nóvember, viðureign Bay- ern Munchen og Werder Bremen. Hann verður a.m.k. örugglega sýnd- ur en hugsanlega verður byijað fyrr. Ljóst er að innan skamms eykst framboð á beinum sendingum frá knattspyrnuleikjum sunnar í álfunni til muna í íslenskum sjónvarpsstöðv- um. í hefðbundinni viku verða ís- lensku stöðvarnar með fímm deildar- leiki beint — tvo á laugardegi (RÚV frá Englandi og Stöð 3 frá Þýska- landi), tvo á sunnudegi (Stöð 2 frá Ítaiíu og Stöð 3 frá Englandi) og einn á mánudegi (Stöð 3 frá Eng- landi). Sá sjötti bætist svo við þegar Meistaradeild Evrópukeppninnar er á dagskrá, en Sýn er með þá í beinni útsendingu. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.