Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Nýstárleg samvinna Skeljungs og ÚA í skuldabréfaútboði Kjörin með þeim hagstæðustu Hlutabréf í Pharmaco hf. rjúka upp í verði Gengið hækkað um 10% frá ígær SKEUUNGUR hf. og Útgerðarfélag Akureyringa hf. áttu nýlega nýstár- lega samvinnu við útboð á skulda- bréfum á verðbréfamarkaði að fjár- hæð 300 milljónir króna hjá hvoru fyrirtæki. Hluthafafundur hjáíS ídag Hlutafé verði aukið um 50-100 milljónir ÍSLENSKAR sjávarafurðir hf. hafa boðað til hluthafafundar í dag þar sem lögð verður fram tillaga um að auka hlutafé um 50 milljónir króna að nafnvirði að lágmarki, en 100 milljónir að hámarki. Nái tillagan fram að ganga verður útboðsgengi hinna nýju hluta 1,67 til hlut- hafa. Bréf sem ekki seljast á forkaupsréttartímabilinu verða seld í almennri sölu á genginu 1,75 á tímabilinu 1. desember til 22. desember nk. Hluthafar eiga forkaupsrétt til áskriftar að hinum nýju hlutum í hlutfalli við skráða hlutafj'áreign sína, en er heim- ilt að framselja öðrum aðilum áskriftarrétt sinn að öllu eða einhveiju leyti, þó einungis í heilum hlutum. Ef hluthafar notfæra sér ekki sinn áskrift- ar- eða framsalsrétt að fullu fá' aðrir hluthafar aukinn rétt til áskriftar. Frestur hluthafa til að nýta forkaupsrétt sinn er til 30. nóvember nk. Síðast urðu viðskipti með hlutabréf í ÍS á Opna tilboðs- markaðnum þann 2. nóvember sl. þegar bréf seldust fyrir 3,6 milljónir á genginu 1,8. Skeljungur sóttist eftir láni í ís- lenskum krónum, en ÚA taldi henta betur að taka lán í sterlingspundum. Fyrirtækin ákváðu að gera vaxta- og gjaldmiðlasamninga fyrir milli- göngu Kaupþings og varð árangurinn sá að bæði fyrirtækin eru talin hafa fengið hagstæðari kjör en ef þau hefðu boðið út bréf á eigin spýtur. Skeljungur gaf út fimm ára ein- greiðslubréf í breskum sterlingspund- um upp á þijár milljónir punda með 8,53% fostum vöxtum. ÚA gaf út fimm ára eingreiðslubréf í íslenskum krónum upp á 300 milljónir með 6,8% föstum vöxtum og verðtryggingu. Eftir vaxta- og gjaldmiðlaskipta- samningana varð niðurstaðan sú að Skeljungur fjármagnaði sig í íslensk- um krónum með fimm ára eingreiðsl- uláni með 6,05% vöxtum og verð- tryggingu og ÚA fjármagnaði sig í breskum pundum til sama tíma með breytilegum vöxtum, Libor-vöxtum, að viðbættu 1,75% álagi. Voru kjör Skeljungs einungis 0,05% hærri en ávöxtunarkrafa húsbréfa á útgáfu- degi skuldabréfanna. Kjör beggja fyrirtækjanna eru með þvi besta sem sést hefur hjá sambæri- legum fyrirtækjum á íslandi við_ svip- að vaxtastig, að sögn Jóhanns ívars- sonar hjá Kaupþingi. HORFUR um þróun langtímavaxta eru afar óvissar um þessar mundir og gætu vextir farið í báðar áttir. Forsenda þess að þeir lækki frekar er að dragi úr lánsfjáreftirspurn á innlendum markaði, segir í nýútkom- inni haustskýrslu Seðlabanka íslands um peninga, gengi og greiðslujöfnuð. í skýrslunni er bent á að tilhneig- ing hafi verið til vaxtalækkunar á verðbréfamarkaði að undanförnu og hafi ávöxtun húsbréfa á skömmum tíma lækkað úr rúmum 6% niður í 5,63%. Örðugt sé að ráða í hvort þessi breyting er varanleg og hversu MIKIL viðskipti áttu sér stað með hlutabréf í Pharmaco hf. á Opna til- boðsmarkaðnum í gær. Alls seldust hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 33,9 milljónir króna, eða sem nemur 6,7% heiidarhlutafjár þess. Gengi bréf- anna hækkaði einnig verulega í verði. Við lokun tilboðsmarkaðarins í gær var gengi bréfanna 8,70 og hafði þá hækkað um 0,8 frá því á þriðjudag. Þetta er 10% hækkun á einum degi og alls hafa bréfin hækkað um 16% undanfarna daga. Sindri Sindrason, framkvæmda- stjóri Pharmaco hf., segist ekki kunna neina skýringu á þessari sprengingu í verði bréfanna nú, aðra langt hún muni ganga. Vísað er til hugsanlegrar áframhaldandi ásóknar fyrirtækja og sveitarfélaga inn á inn- lendan verðbréfamarkað og gjaldeyr- isútstreymis vegna áframhaldandi endurgreiðslna erlendra lána og gefa vísbendingu um mat innlendra aðila á afstöðu vaxta hérlendis og erlendis. Eftirspurn heimila mikilvæg „Hins vegar er fýrirsjáanlegt að á næsta ári muni draga úr lánsfjárþörf hins opinbera, og gildir það bæði um ríki og sveitarfélög, sbr. fjárlagafrum- varp fyrir árið 1996. Á móti kemur en þá að hér sé um að ræða síðbúin viðbrögð við birtingu 8 mánaða upp- gjörs fyrirtækisins. „Við höfum orðið varir við að eitthvað magn bréfa hafi verið fait að undanförnu, en svo virðist sem eigendur þeirra hafi beð- ið eftir því að verðið hækkaði," segir Sindri. Heldur hægara var um hlutabréfa- viðskipti á Verðbréfaþingi í gær eft- ir mjög mikla sölu á þriðjudag. Önn- ur skráð viðskipti námu u.þ.b. 35 milljónum króna, að meðtöldum 24 milljóna króna viðskiptum með bréf í Hlutabréfasjóðnum hf., en þau munu vera tilkomin á talsvert lengri tíma. að líklegt má telja að ríkissjóður muni vilja sækja hlutfallslega meira langtímafjármagn til innlends mark- aðar á næsta ári, en hann hefur gert á þessu og fyrra ári, og gæti það vegið á móti áhrifum samdráttarins sem fyrirhugaður er á hreinni láns- fjárþörf opinberra aðila á innlent vaxtastig. Miklu skiptir einnig í þessu sam- bandi hver eftirspum heimila eftir lánsfé verður, en þau hafa verið lang- stærsti lántakinn á innlendum lána- markaði undanfarin ár,“ segir í skýrslunni. Nói-Síríus með 21 millj. kr hagnað NÓI-Síríus hf. skilaði alls um 21 millj- ónar króna hagnaði á síðasta ári sam- anborið við 12 milljóna hagnað árið áður. Þessi bati stafar meðal annars af lækkun fjármagnskostnaðar og er gert ráð fyrir svipaðri eða jafnvel betri afkomu á árinu 1995. Afkomutölur Nóa-Síríusar eru birt- ar í nýju yfirliti Talnakönnunar hf., íslensku atvinnulífi. Þar kemur fram að rekstrartekjur á sl. ári voru alls 667 milljónir og jukust um 13% að raungildi frá fyrra ári. Rekstrargjöld voru 616 milljónir og jukust um 14%, en þar af námu afskriftir 31 milljón. Fjármagnsgjöld umfram íjármuna- tekjur lækkuðu úr um 43 milljónum í 30 milljónir milli ára. Eigið fé nam 159 milljónum um síðustu áramót og hafði aukist um 8% frá fyrra ári og eiginflárhlutfall í árslok var 27%, en var 24% i ársbyij- un. -----».♦ «----- Gjaldeyris- forðinn styrktist um 1,6 milljarða GJALDEYRISFORÐI Seðlabankans styrktist um 1,6 milljarða króna í október, einkum vegna nettókaupa bankans á gjaldeyri á gjaldeyrismark- aði sem námu einum milljarði króna, skv. tilkynningu frá bankanum. Heildareign Seðlabankans á mark- aðsskráðum verðbréfum ríkissjóðs minnkaði í mánuðinum um 108 millj- ónir króna og er þá miðað við mark- aðsverð í upphafi og í lok mánaðar- ins. Spariskírteinaeign hans lækkaði um 1,4 milljarða króna en ríkisbréfa- og ríkisvíxlaeign hans jókst um 1,3 milljarða króna. Eign bankans á öðr- um markaðsskráðum verðbréfum, einkum húsbréfum, minnkaði um rúma 870 milljónir króna. Frá ára- mótum til loka október iækkaði heild- areign Seðlabankans í markaðsskráð- um verðbréfum um rúma 3,8 millj- arða króna. Almennar innstæður innlánsstofn- ana í Seðiabankanum hækkuðu um rúma 380 milljónir króna í október. Mikil óvissa um þróun langtímavaxta Stjórn Skeljungs hefur samþykkt nýtt skipurit sem tekur formlega gildi um áramótin Ábyrgðinni dreift á níu forstöðumenn Skeljungur h.f. nýtt skipurit FORSTJÓRI Kristinn Björnsson Kynningarmál Gunnar E. Kvaran Innra eftirlit/Umhverfi Ólafur Jónsson i .. , Markaðs- Ót/larkaðs-^l C ^ f > ( j ( ( 1 ( Upp- Á svið: svið: Innkaup/ Eigna- Þróunar- Rekstrar- Tjármála- lýsinga- Shell Bein Ahættu- umsýsla svið svið svið tækni- stöðvar viðskipti svið Margrét Friörik Þór Gunnar Karl ÁrniÁ Bjarni Þórir Árni Kjartan Guðmunds- Stefáns- Guðmunds- Árna- Snæbjörn Haralds- Ólafur Ólafs- ^ dóttir y ^ son ^ V son son V Jónsson J son J ^ Lárusson y V s0" J Starfs- manna- hald Rebekka Ingvars- dóttir STJÓRN Skeljungs hefur nú lagt blessun sína yfir nýtt skipurit hjá félaginu sem felur í sér mikla upp- stokkun á skipulaginu innan dyra. Ábyrgðinni á rekstri félagsins hefur verið dreift á níu forstöðumenn og er þeim ætlað að taka allar meginá- kvarðanir sem snerta daglegan rekstur á sínu sviði. Skipulagið var mótað af æðstu stjómendum félags- ins í samstarfi við erlendan ráð- gjafa. Um leið hefur upplýsinga- kerfi félagsins verið styrkt til muna. „Nú eiga að liggja fyrir margir rekstrarreikningar hjá okkur í hveijum mánuði fyrir hveija rekstr- areiningu," sagði Kristinn Björns- son, forstjóri Skeljungs í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum unn- ið með Kerfi hf. á annað ár að því byggja upp nýtt upplýsingakerfi og þeirri vinnu verður vonandi allri lokið 1. desember. Eftir það verður hægt að kalla eftir upplýsingum um hveija einustu rekstrareiningu innan fyrirtækisins en ekki aðeins tegundir. Við getum t.d. auðveld- lega séð hveiju einstakar bensín- stöðvar skila á hveijum tíma. Ef í ijós kemur að einhvetjar starfs- stöðvar t.d. úti á landi eða hér á SV-horninu reynast ekki arðbærar verður reynt að laga þar til í rekstri eða þeim hreint og beint lokað.“ Aðspurður um hvort nýja skipu- lagið fæli sér einhveija lækkun á kostnaði eða aukið aðhald til að mæta harðnandi samkeppni, sagð- ist Kristinn gera ráð fyrir því að unnt yrði að skera niður óþarfan kostnað í fyrirtækinu. „Við ætium að reyna ná miklu betri tökum á kostnaðinum með nýju skipulagi og bættu upplýsingakerfi. Framvegis munu fleiri augu vaka yfir rekstrin- um hvar sem er. Það á hins vegar ekki að leiða til þess að launakostn- aður aukist, þó fólki sé fjölgað í umsjónar- eftirlits og forstöðu- mannastörfum." Skeljungur sækir fyrirmyndina að hinu nýja skipulagi m.a. til ann- arra fyrirtækja innan Shell-sam- steypunnar. „Menn hafa farið inn á þær brautir að bijóta upp fyrir- tækin í smærri einingar. Það þykir gefa betri raun að fleiri aðilar komi að ákvörðunum og beri ábyrgð," sagði Kristinn. Leita viðskiptatækifæra í hínu nýja skipulagi er sérstakt þróunarsvið sem ætlað er að leita nýrra viðskiptatækifæra fyrir félag- ið. „Á heildina litið er samdráttur í eldsneytissölu, a.m.k. bensínsölu, þannig að vjðbótin verður að koma annars staðar frá. Við höfum þegar haslað okkur völl í allskonar inn- flutningi á ýmiskonar vörum t.d. hráefnum til iðnaðarframleiðslu, almennri heildsölu og átöppun. Þannig höfum við flutt inn asfalt fyrir Reykjavíkurborg og sveitarfé- lögin auk hráefnis til plastfram- leiðslu fyrir Sæplast, Borgarplast o.fl. Í farvatninu eru ýmsir hlutir sem við erum mjög spennt fyrir og erum að vinna að á sviðinu. Við viljum renna styrkari stoðum undir rekstur Skeljungs og teljum okkur eiga mikla möguleika. Þessi gamla skilgreining að Skeljungur sé ein- ungis olíufélag gæti átt. eftir að breytast."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.