Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 B 3 ________________________________VIÐSKIPTI _______________________________ Fjármálaráðherra ræðst til atlögu gegn neikvæðri umræðu um opinberan rekstur Fjölmenni sótti hug- myndastefnuna Nýskip- an í ríkisrekstri sem fjármálaráðuneytið hélt í fyrradag. Kjartan Magnússon var á staðnum og ræddi við gesti og þátttakendur. FMarkmið hugmyndastefn- unnar var að efla áhuga á nýskipan í ríkisrekstri og hvetja opinberar stofnanir til nýj- unga og umbóta í rekstri sínum. Ráðstefnan var þó opin öllum áhugamönnum um opinberan rekst- ur og sótti hana einnig töluverður fjöldi úr einkageiranum. Þeir gestir, sem Morgunblaðið ræddi við, töldu hugmyndastefnuna vera þarft framtak en skiptar skoðanir voru um það hvort gera ætti hana að eins reglulegum viðburði og margar kaup- eða hugmyndastefnur eru í atvinnulífinu. Við setningu ráðstefnunnar sagði Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra að sjálfsagt þætti ýmsum þessi hugmyndastefna nokkuð djörf tilraun, ekki síst í ljósi þess að umræðan um ríkisreksturinn hefði verið neikvæð hér á landi eins og víða annars staðar. „í hraðminnk- andi heimi er harðnandi samkeppni milli þjóða um það hver veiti bestu lífskjörin. í slíkri keppni þurfum við að eiga fyrirtæki, sem standast bestu keppinautunum snúning og við þurfum vel menntað fólk, sem skilar árangri í starfi eins og best gerist í öðrum löndum. Hvort sem ríkisumsvifin eru mikil eða lítil þurf- um við góða og skilvirka opinbera þjónustu fyrir fólk og fyrirtækin til að styrkja samkeppnisstöðuna. Friðrik sagði að góð þjónusta þyrfti ekki að vera dýrari en hin, sem lakari væri og skilaboð ráð- stefnunnar væru þau að í ríkis- rekstrinum starfaði víða fólk, sem skildi að tilgangurinn væri ekki sá að þráast við og þvælast fyrir held- ur að liðka til og þjóna með þeim aðferðum, sem bestar reyndust hverju sinni^Tækist það væri aldrei að vita nema leikurinn yrði endur- tekinn. Ýmsar nýjungar kynntar Hugmyndastefnan samanstóð af sýningu og fyrirlestrahaldi. Á fjórða tug ráðuneyta, stofnana og fyrir- tækja, opinberra og í einkaeigu, sýndu nýjungar í starfsemi þeirra, sem eiga að skila sér i bættum rekstri. Þannig sýndu Rafmagns- veitur ríkisins til dæmis hvernig gervihnettir og GPS-staðsetningar- tæki eru notuð til að fylgjast með jarðstrengjum, sem grafnir eru í jörðu, og Framkvæmdasýsla ríkis- ins kynnti myndrænt upplýsinga- kerfi fyrir rekstur og viðhald mann- virkja. Þá sýndu Fasteignamat rík- isins og ýmsar fleiri stofnanir hvernig nýjasta tölvutækni væri nýtt í starfsemi þeirra. Góð reynsla af samningssljórnun Um fjörutíu fyrirlestrar voru haldnir þar sem stjórnendur, sem hafa verið í fararbroddi í nýskipan, miðluðu öðrum af reynslu sinni og kynntar voru ýmsar leiðir, sem reyndar hafa verið í stofnunum þeirra til að bæta starfshætti, þjón- ustu og skipulag. Ríkið sem kaup- andi - ríkið sem eigandi var heitið á röð fyrirlestra þar sem fjallað var um fjárreiður ríkisins, samnings- stjórnun, verkefnavísa og eignaum- sýslu. Þá voru einnig sérstakar fyr- irlestraraðir um stefnumótun og áætlanagerð í ríkisrekstri, upplýs- ingatækni, stjórnun og gæðamál, starfsmannamál og hagkvæmari þjónustu og samkeppni og innkaup og sölu innan ríkiskerfisins. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Nýsköpun í ríkisrekstri stendur af ótal fyrirtækjum og stofnunum og það má greinilega auka samstarfið á milli þeirra um nýjungar og bættan rekstur. í heild sinni tókst ráðstefnan vel og mætti vel gera hana að árlegum við- burði,“ sagði Pétur. Vettvangur fyrir einkafyrirtæki Nokkur einkafyrirtæki voru með sýningarbása á stefnunni og kynntu þar starfsemi sína. Ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki voru þar áber- andi en einnig var nokkuð um að stjórnendur einkafyrirtækja sæktu ráðstefnuna. Eiríkur Ingólfsson, framkvæmdastjóri ræstingafyrir- tækisins ISS-þjónustunnar, var einn þeirra. Hann taldi sýninguna áhugaverða og til þess fallna að hvetja stjórnendur og starfsmenn í ríkisrekstri að tileinka sér nýjungar í því skyni að bæta rekstur og skil- virkni starfsemi sinnar. „Það kom mér samt nokkuð á óvart að sjá nokkur einkafyrirtæki kynna starf- semi sína á þessari ráðstefnu en mitt fyrirtæki, sem sinnir þó mörg- um verkefnum fyrir ríkið, hafði ekkert heyrt um að slíkt stæði til boða. En þessi viðburður er vita- skuld góður vettvangur fyrir einka- fyrirtæki að kynna þjónustu sína. Það hefði einnig verið áhugavert að fjalla um reynslu og kynna sjón- armið þeirra fyrirtækja, sem annast verkefni fyrir ríkið, ekki síst í út- boðsmálum." Sveinn Þorgrímsson, deildarstjóri í iðnaðar- viðskiptaráðuneytinu, fjallaði um samningsstjórnun og reynsluna af henni. Hann annaðist samningsgerð milli ráðuneytisins og Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins og var það fyrsti samn- ingur sinnar tegundar innan ríkis- kerfisins. Sveinn sagði að með samningsgerðinni hefði verið lögð áhersla á skilvirkari starfsemi stofnunarinnar ög ríkar árang- urskröfur gerðar til hennar. „I samningnum var sérstaklega tekið fram til hvers er ætlast af stofnun- inni, hvaða verkefni ríkið kaupir af henni og á hvaða verði. Starfsemin er þannig gerð gegnsæ gagnvart fjárveitingarvaldinu og það hefur auðveldað því að fjalla um fjárveit- ingar til hennar. Rannsóknastofn- unin er gott dæmi um ríkisstofnun sem samningsstjórnun hentar sér- staklega vel en starfsemin er við- kvæm þar sem hún er að hluta til í samkeppni við einkafyrirtæki. Með því að auka gegnsæi rekstrarins geta því allir fylgst með starfsem- inni og kvartað ef þeir telja að sam- keppnisstarfsemin sé að einhverju leyti niðurgreidd. Ég tel að reynslan af þessari stofnun sýni að óhætt sé fyrir mun fleiri að taka upp samningsstjórnun en þó hafa ýmsir agnúar komið í ljós sem rétt er að sníða af áður en lengra er haldið. Stofnanirnar þurfa að hafa meiri ávinning af samningnum til að skapa hvata til að þær geri enn betur. Ef þau fengju sjálfræði um rekstur á breiðum grundvelli gætu þau t.d. launað sig og starfsmenn sína fyrir góð störf. Með því ætti að fást betri heildarávinningur fyrir báða aðila.“ Sveinn er ánægður með ráðstefn- una og segist hafa orðið var við mikinn áhuga meðal stjórnenda á að tileinka sér þær nýjungar, sem þar voru kynntar. „Um var að ræða hreina vitundarvakningu fyrir suma enda var hugmyndin fersk. Ég tel þó alls ekki nauðsynlegt að éndur- taka hugmyndastefnuna eða gera hana að reglulegum viðburði. Ég tel betra að ráðuneytin finni nýjar aðferðir til að fylgja þeim hugmynd- um eftir, sem voru kynntar hér í dag, en að spilla þeim með endur- tekningum. Það má reikna með því að um þijú hundruð manns hafi sótt ráðstefnuna, sem er ríflega eitt ársverk, og a.m.k. hálft hafi faric í undirbúning. Það væri því í and stöðu við hugmyndir um hagræð- ingu að vera að halda slíka ráð- stefnu oftar en nauðsynlegt er. Engu að síður var fjármagninu að þessu sinni ótvírætt vel varið." Aukið samstarf innan ríkisgeirans Pétur Örn Sigurðsson, rekstrar- fræðingur hjá Skattstjóranum í Reykjavík taldi að hugmyndastefn- an hefði verið yfirgripsmikil og áhugaverð. „Það er athyglisvert að geta kynnt sér á einni sýningu hið markverðasta, sem fyrirtæki og stofnanir ríkisins eru að fást við enda hefur maður ekki átt slíku að venjast hingað til. Fyrirlestrarnir voru margir hveijir áhugaverðir en fyrirlestur um lagasafnið og alls konar upplýsingar á tölvutæku formi í hagræðingarskyni vakti sér- stakan áhuga minn. Þá var áhuga- vert að hitta samstarfsaðila úr ríkis- kerfinu, sem maður hefur ef til vil eingöngu verið í símasambandi við, og skiptast á skoðunum við þá aug- liti til auglitis. Ríkisgeirinn saman- VANTAR PÍC Hússasnaáklædi? EITTMESTA ÚRVAL LAND5INS epol Faxafen 7, sími 568 7733 HhMélðg ogáMhitaMög eftir Stefán Má Stefánsson Bókin bætir úr brýnni þörf á upplýsingariti um nýja löggjöf um hlutafélög og einkahlutafélög, einkum fyrir starfsmenn hlutafélaga eða einkahlutafélaga, endurskoðendur, lögfræðinga, fjármálastofnanir og opinbera aðila og ennfremur eigendum hluta og hlutabréfa sem vilja kynna sér réttarstöðu sína. Bókin, sem er 456 bls., tekur mið af kaflaskiptingu laganna og inniheldur ítarlega atriðisorðaskrá, laga- og dómaskrá. Þetta er fræðileg og nákvæm úttekt hinna nýju laga, sem höfundur bókarinnar tók þátt í að semja. Stefán Már er prófessor í félagarétti og Evrópurétti við lagadeild H.í. Hann hefur ritað margar greinar og virt og aðgengileg rit um lögfræðileg efni. HIÐISLENSKA BOKMENNIAFEIAG SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 588 9060 • FAX 588 9095

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.