Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI NOKKRIR af kvikmyndagerðarmönnunum kampakátir í nýja húsnæðinu. ■ Hvar er skýrslan mín, hvar er spjaldskráin, —1 hvar er stóra, gula, tveggja gata mappan mín? Eina rétta svarið við óreiðu eru góðar hirslur. Skjalaskápar eru réttu hirslumar á skrifstofuna eða hvem þann stað þar sem röð og regla þarf að vera á skjölum, möppum og öðrum gögnum. Kynnið ykkur vandaða og góða skjalaskápa, bæði frá Bisley og Nobö. Þeir fást í mörgum stærðum og bjóða upp á fjölbreytta notkunarmöguleika. Fáið nánari upplýsingar hjá Bedco & Mathíesen hf. ■ Bæjarhrauní 10, Hafnarfirði. Sími 565 1000. Fimm lítil kvik- myn dafyrirtæki undir eitt þak FIMM lítil fyrirtæki á sviði kvik- myndagerðar hafa tekið höndum saman og komið á fót sameigin- legri skrifstofu á Mýrargötu 2. Fyrirtækin eru öll sérhæfð í ýms- um þáttum á sviði sjónvarps, aug- lýsinga og kvikmyndagerðar. Hef- ur félagsskapur þeirra fengið heit- ið Kvikmyndahúsið. Yngsta fyrirtækið undir þaki Kvikmyndahússins er Kelvin myndir ehf., stofnað í júlí á þessu ári. Aðstandendur þess eru þeir Arnar Knútsson, Kristófer Dignus Pétursson og Örn Marinó Arnar- son. Fyrsta verkefni fyrirtækisins var gerð tónlistar- og heimildar- myndarinnar, UXA ’95 sem sýnd var í ríkissjónvarpinu í október en undirbúningur fyrir ýmis önnur verkefni er vel á veg kominn. Glansmyndir ehf. var stofnað við gerð kvikmyndarinnar „Nei er ekkert svar“. Markmið fyrirtækis- ins er gerð kvikmynda, bæði leik- inna og heimildarmynda, auk aug- lýsinga- og kynningarmynda. BÓKHALDSKERFI FYfiÍíI WORKGROUPS NETKERFl g] KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Meðal verkefna í vinnslu eru kvik- myndin „Ég elska Chu Mee“ og heimildarmynd um Einvígi aldar- innar. Aðstandendur Glansmynda eru Jón Tryggvason, Úlfur H. Hróbjartsson og Þóra Hjartar Blöndal. Framleiða kvikmynd um Spán veij avígin Hjá Gjólu ehf. starfa þau Mart- in Schlúter, Ásdís Thoroddsen, Anna Rögnvalds og Fahad Jabali. Gjóla sérhæfir sig í framleiðslu kvikmynda og heimildarmynda. Fyrsta mynd Gjólu var Ingaló frá árinu 1992 og nú síðast kvikmynd- in Draumadísir, sem frumsýnd verður í byijun árs 1996. í bígerð eru heimildarverkefni og kvik- mynd í fullri lengd sem fjallar um Spánveijavígin. Stálmyndir er nýtt fyrirtæki sem hyggst hasla sér völl í kvik- myndagerð hér heima og erlendis. Eigandi þess er Ólafur Jónasson. Stálmyndir sérhæfa sig í handrita- smíðum fyrir kvikmyndir, heimild- armyndir, kynningarmyndir, aug- lýsingar og framleiðslu þeirra. Fyrsta verkefni Stálmynda eru 3 stuttmyndir sem framleiddar verða á erlendri grund. Ólafur framleiddi kennslumynd- bandið „Stál, stál & aftur stál“, sem vegna fýrirhugaðrar sölu á Stálbræðslu Suðurnesja erlendis. Fimmta fyrirtækið er Gaui litli - kvikmyndagerð, sem Guðjón Sigmundsson rekur. Hann sér- hæfir sig í leikmyndagerð og út- vegun leikmuna. Guðjón stjórnaði þessum þætti við gerð kvikmynd- ar Þráins Bertelssonar, Einkalíf. Til hamingju meö^ara afmæliö líonica til veislu Konicffi 1112 á abeins 79.90Ö kr, stgr. Um þessar mundir er iCtiroca umboðsabili Konica ljósritunarvéla hér ó landi 5 dra. Af því tilefni býður Konica Umfangi ljósritunarvélina Konica 1112 ó einstöku verði. Að sjólfsögðu mun þessi rausnarlega gjöf renna óskipt til viðskiptavina Umfangs. Það er dstæba til aö fagna! Ath. Takmarkab magn :20 i jjj |É|| mm f| pr G r e n s á s v e g i 1 2 Sími: 588 9494

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.