Morgunblaðið - 09.11.1995, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.11.1995, Qupperneq 6
6 B FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Ný skýrsia um almennu lífeyrissjóðina varpar nýju ljósi á stöðu lífeyrismála hérlendis Fjárhagsstaðan nærri því að teljast traust Almenna lífeyrissjóðakerfíð er í mörgum atriðum mun betra en almennt er talið, þó það eigi við mörg vandamál að stríða. Krístinn Briem kynnti sér nýja skýrslu Más Guðmundssonar, hagfræðings í Seðlabankanum um þetta efni. 1961 '65 70 75 '80 '85 '90 '94 STYRKLEIKAR íslenska lífeyrissjóðakerfinsins eru skylduaðild, sjóðssöfnun og samtrygging, segir í skýrslu Más Guðmundssonar. ÍSLENSKA lífeyriskerfíð uppfyllir að ýmsu leyti forskrift Alþjóða- bankans og vegur þar þyngst skylduaðild að lífeyrissjóðum sem byggja á sjóðsöfnun og samtrygg- ingu. Bankinn hefur lagt á það áherslu að lífeyriskerfi byggist á þremur stoðum, þar sem skyldu- kerfi byggt á sjóðsöfnun, sem sé undir opinberu eftirliti en rekið utan opinbera geirans, sé uppi- staða kerfísins. Hinar stoðimar em skattafjármagnað opinbert kerfi með skylduaðild og fijáls einstakl- ingsbundinn spamaður. Eignasamsetning íslensku sjóð- anna sker sig þó úr í alþjóðlegum samanburði vegna lágrar hlut- deildar hlutafjár og erlendra eigna, en rekstrarkostnaður í hlutfalli við eignir hefur farið lækkandi undan- farin ár og stenst vel samanburð við erlenda sjóði. Þá hefur ávöxtun sjóðanna verið nokkuð góð á undanförnum ámm og langt fyrir ofan hagvöxt og aukningu raun- launa sem hefur stuðlað að bættri fjárhagsstöðu sjóðanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Más Guðmundssonar, hagfræðings í Seðlabankanum, sem unnin er fyrir lífeyrissjóðasamtökin. Sjóðum fækkar í árslok vora starfandi 79 lífeyr- issjóðir hér landi, en af þeim taka 10 ekki lengur við iðgjöldum. Af sjóðunum em 66 sameignarsjóðir og 13 séreignarsjóðir. Alls em 19 sameignarsjóðir með ábyrgð launagreiðanda og standa því eftir 42 starfandi sameignarsjóðir án slíkrar ábyrgðar. Sjóðunum hefur fækkað á undanfömum áram vegna sameiningar og lokunar en þeir urðu flestir um 100 talsins. Eignir sjóðanna hafa vaxið hröð- um skrefum, einkum á síðustu ámm, og námu peningalegar eign- ir í árslok 1994 um 233 milljörð- um. Þetta samsvarar um 43% af stofni peningalegs sparnaðar landsmanna, 54% af landsfram- leiðslu og 17% af fjármunaeign þjóðarinnar. „Sjóðssöfnun í gegnum lífeyris- sjóði stuðlar að auknum þjóðhags- legum sparnaði. Hún styrkir efna- hagslífið og gerir það þannig betur í stakk búið til að standa undir ellilífeyrisbyrði framtíðarinnar. ís- lensku lífeyrissjóðimir munu vaxa mjög á næstu áratugum og er ekki fjarri lagi að þeir geti orðið um 1,5 sinnum landsframleiðslan að stærð. Það vekur spurningar um hvernig hægt verði að koma slíkum sjóði fyrir. Það er skoðun höfundar að það geti gengið, en þá aðeins að sjóðirnir fjárfesti er- lendis og beint í íslensku atvinnu- lífi í mun ríkari mæli en þeir hafa gert hingað til,“ segir í skýrslunni. Már kemst að þeirri niðurstöðu að fjárhagsstaða almennu lífeyris- sjóðanna sem ekki njóta ábyrgðar launagreiðenda sé á heildina litið nálægt því að að teljast traust. Hins vegar sé Ijóst að eignir ’ margra sjóða með ábyrgð launa- greiðenda dugi hvergi til að standa undir skuldbindingum þeirra. Þannig hafí vantað um 57 milljarða upp á að eignir Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins nægðu fyrir áfölln- um skuldbindingum árið 1992 og 79 milljarða vantað upp á að eign- ir og núvirði framtíðariðgjalda nægðu fyrir áföllnum og framtíð- arskuldbindingum vegna þeirra sjóðfélaga sem þá vora í sjóðnum. Slæm staða Lífeyrissjóðs sjómanna í skýrslunni kemur fram að jöfn- uður eigna og áfallinna skulda líf- eyrissjóða án ábyrgðar launagreið- enda er neikvæður um 9 milljarða eða um 5% af hreinni eign. Jöfnuð- ur eigna og heildarskuldbindinga, þ.e.a.s. áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga, er hins vegar neikvæður um tæplega 56 milljarða éða um 30% af eignum. Már bendir á að hér vegi þungt halli tveggja lögbundinna sjóða, sem hafí á margan hátt sérstöðu, þ.e. Lífeyrissjóðs sjómanna og Líf- eyrissjóðs bænda. Staða Lífeyris- sjóðs sjómanna er þannig mjög slæm og stafar það ekki hvað síst af því að Alþingi rýmkaði lífeyris- rétt sjómanna með lögum án þess að sjá fyrir fjármögnun. „Ljóst er að málefni þessara tveggja sjóða munu þurfa sérstaka meðhöndl- un,“ segir Már í skýrslunni. „Sé þeim sleppt kemur í ljós að sjóðirn- ir eru í jafnvægi þegar litið er á jöfnuð eigna og áfallinna skuld- bindinga. Jöfnuður eigna og heild- arskuldbindinga er hins vegar nei- kvæður um 28 milljarða eða sem nemur 19% af hreinni eign.“ Hann segir hins vegar að taka verði tillit til þess að eignir eru metnar á bókfærðu verði en ekki á núvirði miðað við þá vexti sem notaðir eru til að meta skuldbind- ingar. Leiðréttingar á einstökum sjóðum sem getið er um í skýrslu bankaeftirlits Seðlabankans bendi til þess að eignir hækki um 15-24% ef þær era núvirtar miðað við 3,5% vexti. Hækkunin ráðist af meðallíftíma eignanna og þeim vöxtum sem þeir beri. Sjóðirnir eiga rúmlega fyrir skuldbindingum Fram kemur að hægt er að reikna út að hrein eign hækkar um 21% ef líftími er 10 ár og vext- ir eignanna 6%. Ef vextirnir hækki um 1% í viðbót nemur hækkun eigna nærri 30% og einnig ef líf- tíminn lengist um 5 ár. Við þessa útreikninga er ekki gert ráð fyrir að áfallnir vextir og innleystur höfuðstóll séu endurfjárfestir á hærri vöxtum en 3,5% sem þó verð: ur líklega raunin á næstu árum. í ljósi þessa er það síst of hátt að hækka eignir sjóðanna um 21%. Þá fæst sú niðurstaða að jöfnuður eigna og heildarskuldbindinga án lífeyrissjóðs sjómanna og bænda sé jákvæður sem nemur rúmum 3 milljörðum eða um 2% af leiðrétt- um eignum. Utreikningar sem tækju tillit til endurfjárfestingar á núverandi vöxtum um eitthvert árabil og nýliðun sjóðanna myndu því sýna að þessir sjóðir ættu rúm- lega fyrir skuldbindingum. Lífeyrisgreiðslur gætu numið 83% af tekjum á næstu öld Már hefur reiknað út réttindi' sem launamenn koma til með að hafa samkvæmt núgildandi reglum SAL-sjóða. Miðað er við að 20 ára gamall einstaklingur hafi hafið greiðslu í lífeyrissjóð árið 1990, en fari á eftirlaun árið 2040, 70 ára gamall. „Ef viðkomandi hafði allan tímann meðaltekjur land- verkafólks í ASÍ fæst sú niður- staða að hann muni fá úr lífeyris- sjóði sem samsvarar 73% af heild- arlaunum. Til viðbótar mun hann fá grunnlífeyri almannatrygginga, en allir aðrir bótaflokkar falla nið- ur vegna tekjutengingar. Heildartekjur hans verða þá 99.200 krónur á mánuði fyrir skatta eða um 83% af heildarlaun- um útivinnandi. Þetta byggist á því að lífeyrissjóðirnir geti staðið við núverandi skuldbindingar sínar árið 2040,“ segir Már. Hlutabréfaeign mun vaxa mikið Lífeyrissjóðimir hafa átt stóran þátt i uppbyggingu skuldabréfa- markaðar hér á landi en haft tak- mörkuð umsvif á hlutabréfamark- aði. Már segir ljóst að umsvifin hljóti að vaxa mikið ef sjóðunum eigi að takast að fá viðunandi ávöxtun á það mikla viðbótarfjár- magn sem muni verða til í þeim á næstu áram og áratugum. „Sú þróun mun auðvitað hafa mikil áhrif á hlutabréfamarkaðinn og getur auk þess haft mikilvæg áhrif á eignarhald og stjómun íslenskra fyrirtækja." Þá víkur hann að því hvort sterk markaðsstaða lífeyrissjóðanna stuðli að hærri raunvöxtum en ella, eins og raunar viðskiptaráðherra hefur haldið fram. „Hægt er að benda á ýmsar staðreyndir sem gefa til kynna að svo sé ekki. Þann- ig era eignir lífeyrissjóðanna enn sem komið er ekki nema um 30 %af heildareignum lánakerfísins og þær skiptast á nærri 80 sjóði. Því virðist það nauðsynleg for- senda þess að markaðsstaða sjóð- anna þrýsti upp vöxtum að þeir beiti sér með samræmdum hætti á markaðnum, annaðhvort í gegnum beint samráð eða vegna hjarðhegð- unar. Á móti þessu má benda á að staða sjóðanna er mun meiri í nýju fjárstreymi á markaðnum en hlutfall eigna segir til um og að hlutdeild þeirra á einstökum mikil- vægum mörkuðum fyrir vaxta- myndun, eins og t.d. í húsbréfum, er mjög mikil. Áhrif lífeyrissjóðanna á vexti í gegnum markaðsstöðu er verðugt rannsóknarefni sem ekki verður komist að einhlítri niðurstöðu um hér,“ segir Már. Margvísleg vandamál Á heildina litið segir Már að ís- lenska lífeyrissjóðakerfið sé í mörg- um atriðum mun betra en almennt sé talið. Það komi vel út úr alþjóð- legum samanburði og tilvist þess og þróun hafi ýmis æskileg áhrif á þjóðarbúskapinn og fjármagns- markað. „Segja má að styrkleikar kerfísins byggist á því sem við get- um kallað essin þijú, þ.e. skylduað- ild, sjóðssöfnun og samtrygging. íslenska lífeyriskerfíð fellur einnig í veigamiklum atriðum vel að for- skrift Alþjóðabankans um þriggja stoða kerfí, þar sem lífeyrissjóða- kerfí byggt á essunum þremur myndar meginuppistöðuna. Vandamál íslenska lífeyrissjóða- kerfísins eru hins vegar margvísleg. Þar er líklega mikilvægast að rammalöggjöf um starfsemi sjóð- anna skortir og grefur það undan trausti á kerfínu í heild. Það er einn- ig vandamál að þau lífeyrisréttindi sem sjóðimir veita era mjög mis- munandi, þrátt fyrir að iðgjald sé hið sama. Stafar það annars vegar af því að fjárhagur sjóða án ábyrgð- ar launagreiðenda er mismunandi og hins vegar af mismunandi rétt- indum lífeyrissjóða opinberra starfsmanna og almennu sjóðanna. Framtíðarambætur á lífeyrissjóða- kerfínu verða að taka á þessum vandamálum." Flókið að koma á valfrelsi í skýrslunni er loks lítillega vikið að málefnum lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna. Már segir ljóst að hið tvöfalda lífeyrissjóðakerfí, sem fel- ist í tilvist opinbera sjóðanna, feli í sér vandamál fyrir lífeyriskerfið og vinnumarkaðinn. „Umræða um mikinn „halla“ opinbera sjóðanna grefur undan trausti á lífeyrissjóða- kerfínu í heild, jafnvel þótt hann væri ekki fyrir hendi ef skuldbind- ing hins opinbera gagnvart sjóðun- um væri færð til eignar." Aukin samkeppni milli lífeyris- sjóða mun aftur á móti að mati Más hafa jákvæð áhrif á fjármagns- markaðinn. „Hins vegar virðist flókið að koma valfrelsi og sam- keppni við án þess að grafa undan þeim styrkleikum kerfisins sem byggja á samtryggingunni. Er hægt að láta sjóðfélaga velja sjóði án þess að sjóðimir geti valið sjóðfé- laga eða a.m.k. flokkað þá í áhættu- hópa þannig að sömu iðgjöld veiti mismunandi réttindi? Það myndi hins vegar hleypa upp kostnaði við kerfið og innleiða ýmis tryggingar- vandamál sem samtryggingin heggur á. Reynslan frá Chile, sem vitnað er til framar í greinargerðinni, sýn- ir auk þess að samkeppni á milli sjóða getur hleypt upp kostnaði við rekstur þeirra vegna mikillar aug- lýsingastarfsemi. Ekki er að sjá að það sé kostnaður sem skili miklum ábata fyrir sjóðfélaga í heild, þar sem þeim fjölgar ekki þótt barist sé um þá. Að lokum hefur verið bent á að valfrelsi og samkeppni geti skapað vandamál varðandi inn- heimtu á iðgjöldum í vanskilum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.