Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 8
VIÐSKIPri AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 Sandgræðsla og sorpflokkun hluti af umhverfisstefnu Hagkaups Flokkandi til framtíðar Morgunblaðið/Ásdís Forstjórínn flokkandi ÓSKAR Magnússon, forstjóri Hagkaups, við ruslagám fyrir lífrænt sorp. Eins og aðrir starfsmenn flokkar Óskar papp- írsruslið frá öðru sorpi, sem til fellur á skrifstofunni. A neðri myndinni sést hvernig kassa fyrir pappírssorp er komið fyrir við hlið hefðbundinnar forstjóraruslafötu. FYRIRTÆKI hafa í auknum mæli endurskoðað ýmsa þætti í starfsemi sinni með tilliti til nýrra viðhorfa gagnvart sorplosun og umhverfi í víðu samhengi. Stórfyrirtæki eru jafnvel farin að móta sérstaka um- hverfisstefnu sem gengur lengra í verndun umhverfis en lög og reglu- gerðir segja til um. Hagkaup er eitt þessara fyrir- tækja og að undanförnu hefur sér- stök umhverfisstefna verið mótuð innan fyrirtækisins. Fyrirtækið rek- ur tíu verslanir og hjá því vinna samtals um 1.000 starfsmenn. Sam- kvæmt upplýsingum þess koma 180 þúsund viðskiptavinir í verslanirnar í hverri viku. Uppgræðsla á Hólasandi Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups segir að umhverfisstefna fyr- irtækisins sé í raun tvíþætt. „Annars vegar ákváðum við að ráðast í stórt umhverfisverkefni úti á landi og hins vegar að haga okkar störfum þannig að í þeim væri sem mest tillit tekið til umhverfisins. Umhverfisverkefn- ið hófst árið 1993 og fólst í að taka sand „í fóstur" eða kosta upp- græðslu á stórum hluta Hólasands í Þingeyjarsýslu. Hagkaup hefur varið um átta milljónum króna til verkefnisins sem hefur nú þegar skilað sýnilegum árangri." Óskar segir að starfsmenn Hag- kaups hafi sýnt uppgræðslunni á Hólasandi mikinn áhuga og í fram- haldi af því hafi kviknað sú hug- mynd að stefna markvisst að því að haga allri starfsemi þannig að sem mest tillit yrði tekið til umhverfis- ins. í því skyni hefur flokkun á sorpi smám saman verið aukin hjá fyrir- tækinu. „Hluti hennar kemur til af sjálfu sér vegna bættra sorpskila almennt en við ákváðum að flokka meira en almennt er gert ráð fyrir að fyrirtæki geri. Það var ákveðið eftir að lauslega var tekið saman hve mikið sorp félli mánaðarlega til hjá fyrirtækinu og þar var um gífur- legt magn að ræða,“ segir Oskar. „Við sáum að mörgum hlössum af alls konar rusli var hent í hveijum mánuði og okkur fannst sjálfsagt að athuga hvort ekki væri hægt að farga þessu af meiri skynsemi en að steypa þessu öllu saman í einn haug. Eftir að hafa athugað nýjustu aðferðir á sviði sorptækni var ákveð- ið að skipta sorpinu í fernt. Pappír, pappa, skemmd matvæli og annan lífrænan úrgang og að lokum annað rusl.“ Sorpflokkun á skrifstofunni Fyrst í stað náði sorpflokkunin einkum til matvælavinnslu og lager- halds í stærstu verslunum fyrirtæk- isins en Óskar segir að smám saman hafi hún einnig verið tekin upp í hinum smærri og jafnvel í skrifstof- unum. „Ákveðið var að draga með markvissum hætti úr pappírsnotkun með auknum tölvusamskiptum. Hvatt var til aukinnar notkunar á tölvupósti og pappírslausra viðskipta svo eitthvað sé nefnt en pappírinn er síðan flokkaður frá öðru sorpi strax á skrifstofunni og sendur til endurvinnslu." Óskar segir að það hafi komið sér og öðrum starfsmönnum þægilega á óvart hve vinnan við mótun umhverf- isstefnu hafi verið skemmtileg, og þá ekki síður að koma henni í fram- kvæmd. „Það er skemmtilegt að pæla í og framfylgja þessu sjálfur í stað þess. að vera ef til vill þvingað- ur til þess seinna meir. Sorpflokkun- in hefur líka vakið upp athyglisverð- ar vangaveltur innan fyrirtækisins um frekari sorpflokkun og önnur verkefni á sviði umhverfísverndar. Við erum pínulítið stolt af því að vera í fararbroddi á þessu sviði og viljum að sjálfsögðu halda þeirri stöðu.“ segir Óskar. Nýr ráð- gjafi hjá Hagvangi •GYLFI Dalmann Aðalsteinsson hefur verið ráðinn ráðgjafi í ráðning- arþjónustu Hagvangs. Gylfi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1984, B.A. prófí í stjórnmálafræði frá Háskóla íslands árið 1993 og mast- ersprófí í vinnu- markaðsfræðum frá University of Warwick, Englandi 1995. Árin 1983-1994 starfaði Gylfi hjá Flug- leiðum hf. Eiginkona Gylfa er Magnea Davíðsdóttir nemi í Há- skóla íslands og eiga þau tvö böm. Ráðinn fram- kvæmdasijóri Viðskipta- netsins •LÚÐVÍG Árni Sveinsson tók við starfi framkvæmdastjóra Viðskipta- netsins hf. 1. októ- ber sl. Lúðvíg lauk prófi í rekstrarhag- fræði frá háskólan- um í Árósum árið 1990. Hann var framkvæmdasijóri handknattleiks- deildar Vals 1990- 1991, fram- kvæmdastjóri söluumboðs LÍR hf. 1991-1993 en vann að sjálfstæðum verkefnum 1993-1994. Hann hefur starfað sem þjónustufulltrúi hjá Við- skiptanetinu sl. tvö ár. Lúðví’g er kvæntur Irinu Skorobogatykh handknattleiksþjálfara og eiga þau tvo syni. mggingaráðgjöf vá trygginga rmiðlun Eru fjárfestingar í Luxemburg besti kosturinn innan EES? Nýir og spennandi möguleikar í fjárfestingum á evrópska efnahagssvæðinu með tilkomu vátryggingamiðlara. Michael Nessim, þekktur vátryggingamiðlari í London, sem er sérfræðingur í alþjóðlegum fjárfestingum og með víðtæka reynslu í söfnunartryggingum heldur fyrirlestur um tryggingar og fjárfestingar fyrir efnameiri fjárfesta, og um reglulegan sparnað tengdan tryggingum, föstudaginn 10. og . laugardaginn 11. nóv. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 562 6222 þér að kostnaðarlausu. Sm^ri Ríkarðsson, lögg. vátryggingamiðlari, Garðastræti 38,101 Reykjavík. Torgið Af braut skuldasöfnunar MIKIL skuldasöfnun hefur einkennt fjármál ríkissjóðs, sveitarfélaga og heimila á síðustu misserum á sama tíma og fyrirtaekin hafa verið að draga úr sinni skuldabyrði. Eitthvað virðist nú vera að rofa til í þessum efnum, enda virðist þjóðin vera að komast út á ystu nöf. I fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1996 er gert ráð fyrir því að halli ríkissjóðs verði um 4 milljarðar sem er um helm- ingur hallans á þessu ári og honum verði síðan að fullu eytt árið 1997. Þessi áform eru gerð að umtalsefni í haustskýrslu Seðlabankans en þar segir m.a.: „Mjög mikilvægt er að haldið verði fast við þessa áætlun þar sem hún styðst við sterk efna- hagsleg rök. Varanleg lækkun láns- fjárþarfar ríkissjóðs mun til lengri tíma litið stuðla að lækkun raunvaxta hér á landi. Til viðþótar má nefna a.m.k. tvennt. í fyrsta lagi getur áframhaldandi hallarekstur og skuldasöfnun ríkissjóðs í góðæri jafnt sem samdrætti ekki staðist til fram- búðar. - Auðvelt er að sýna fram á að séu raunvextir hærri en hagvöxtur, en sú hefur verið raunin í a.m.k. áratug, þurfa tekjur ríkissjóðs að frátöldum vaxtatekjum að vera meiri en útgjöld að frátöldum vaxtagjöldum ef skuldir eiga ekki að vaxa án takmarkana í hlutfalli við landsframleiðslu. Slíkur vöxtur skulda í hlutfalli við landsfram- leiðslu hlýtur hins vegar fyrr eða síð- ar að ieiða til þess að erlendir og innlendir lánardrottnar ríkissjóðs glata trausti á honum og lánskjör versni að sama skapi. í öðru lagi er nauðsynlegt að skuldasöfnun ríkis- sjóðs verði stöðvuð og skuldir lækki í hlutfalli við landsframleiðslu í efna- hagslegri uppsveiflu til að svigrúmið til að beita ríkissjóði í sveiflujöfnunar- skyni í niðursveiflu sé til staðar.“ Sveitarfélögin virðast ætla að ná skjótari árangri við að stemma stigu við skuldasöfnun en ríkissjóður. Eins og skýrt er frá í skýrslunni hafa þau undanfarin ár verið rekin með veru- legum halla sem nam tæpum 5 millj- örðum króna á árinu 1993 en er tal- inn hafa numið nær 7 milljörðum á síðastliðnu ári eða sem næst 20% af tekjum. Þessu hefur fylgt mikil skuldasöfnun sem m.a. hefur birst í miklum lántökum sveitarfélaga innan- lands og erlendis. Jukust skuldir úr um 2,5% af landsframleiðslu frá árinu 1992 í rúm 5% í árslok 1994. Allt bendir nú til að sveitarfélögin séu að taka sig verulega á og að stórlega muni draga úr hallarekstrinum á þessu ári. Reyndar virðast 11 stærstu sveitarfélögin hafa uppi áform um að snúa hallanum í afgang með sam- drætti í útgjöldum. Meiri óvissa virðist ríkja um skulda- söfnun heimilanna. Þau virðast þó vera að draga við sig í íbúðarlánum því tölur um eftirspurn í húsnæðis- lánakerfinu benda til nokkurs sam- dráttar. Aftur á móti benda Seðla- bankamenn á að aðrar lántökur heim- ila virðast enn fara vaxandi og er þar átt við ýmiskonar neyslulán. „Ýmsir mælikvarðar á skuldastöðu heimilanna, svo sem hlutfall skulda af eignum og ráðstöfunartekjum, benda til þess að hún sé að nálgast efri mörk, en erfitt er að tímasetja nákvæmlega hvenær þau mörk muni hafa áhrif á lántökur þeirra," segir ennfremur. í lok júní námu heildar- skuldir heimilanna í landinu um 302,4 milljörðum króna og höfðu þær aukist um 10,7 milljarða frá áramótum. Fyrirtækin hafa hins vegar haldið áfram á sömu braut á þessu ári og árinu 1994 og greitt niður skuldir sín- ar. Þannig nam samdráttur í lánum til þeirra 2,1% til loka júnímánaðar, en var 0,4% árið 1994. Það er ekki seinna vænna að ríki og sveitarfélög bregðist við óheilla- þróun undanfarinna ára og hefji end- urgreiðslur skulda í stað þess að auka stöðugt á skuldabyrðina. Til þess hefur raunar skapast aukið svig- rúm vegna þeirrar tekjuaukningar sem leiðir af stækkun álversins. Sjald- an hafa jafn ákveðnar viðvaranir bor- ist frá Seðlabankanum í þessu efni, þ.e. að áframhaldandi vöxtur skulda í hlutfalli við landsframleiðslu muni fyrr eða síðar leiða til þess að erlend- ir og innlendir lánardrottnar ríkissjóðs glati trausti á honum og lánskjör versni að sama skapi. Sömuleiðis virðast heimjlin komin út á ystu nöf í þessu efni og margt bendir til að þau verði knúin til að snúa af braut skuldasöfnunar. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.