Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA W&ttgiwúttttoib 199S Guðni og samherjar áfram GUÐNI Bergsson og samherj- ar gerðu góða ferð til Leicest- er í gærkvöldi og unnu 3:2 í aukaleik 3. umferðar ensku deildarbikarkeppninnar. Jolm McGinlay, Hollending- urinn Richard Sncekcs og júgóslavneski landsliðsmað- urinn Sasa Curcic gerðu mSrk Bolton. Guðni heldur til liðs við ís- lenska landsliðshópinn i Búdapest í dag vegna Evr- ópuleíks Ungverja og íslend- inga á laugardag. Ólafur ráð- inn Skal Djálfari agríms ÓL AFUK Jóhannsson, fyrrum þjálfari FH-inga í knatt- spyrnu, var í gær ráðinn þjálf- ari 2. deildarliðs Skallagrnns úr Borgarnesi. Ólafur er ekki ókunnugur í herbúðum Skallagríms því hann þjálfaði Iiðiðíþrjúár,frál983til 1985. Jakob Þór Skúiason, formaður knattspyrnudeildar Skallagríms, sagðist mjðg ánægður með að hafa fengið Ólaf til starfa og væntir mik- ils af störfum hans. Borgnes- ingar enduðu f fimmta sæti 2. deildar síðasta keppnis- timabil. Markvörður greip heitt straujárn CARLOS Busquets, mark- vðrður spænska knattspyrnu- liðsins Barcelona, brást skjótt við heima hjá sér í vikunni þegar heitt straujárn féll nið- ur af borði og stefndi & fjög- urra ára gamlan soninn. Markvörðurinn fleygði sér þegar og greip straujárnið á lofti, bjargaði þannig syninum frá s I y si en tilaut annars st igs brunasár á báðum höndum og leikur sennilega ekki með liði sínu gegn Tenerife í spænsku deildiuni um helgina. FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER HANDKNATTLEIKUR BLAÐ D Islendingar íDavisCup ÍSLENSKU landsliðin í tennis verða bæði með í heimsmeistarakeppninni á næsta ári, og verður það í fyrsta skipti sem Islendingar taka þátt. Um er að ræða svokallaða Davis bikarkeppninni, Davis Cup, hjá körlunum og Federation Cup í kvennaflokki. Þegar hefur verið dregið í riðla í karlakeppninni, og mæta íslendingar andstæðingum sínum í Istanb- ul í Tyrklandi 20. til 26. maí í vor. Þar etja þeir kappi við landslið Azerbajans, Eþíópíu, Litháen, Sam Marínó, Súdans og Senegals. Davis-keppninni lýkur ætíð síðla árs. Úrslitaleikur hennar í ár nálgast ein- mitt, en það eru Bandaríkjamann og Rússar sem mætast að þessu sinni. Ekki er enn ljóst hvaða þjóðir verða mótherjar íslenska kvennalandsliðsins í Federation keppninni. Rússarsendu HSI harðorð mótmæli Handknattleikssamband Rúss- lands sendi Handknattleiks- sambandi íslands harðorð mótmæli í gær vegna ummæla sem Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum í kjölfar Evr- ópuleiks Rússlands og íslands í Moskvu sl. sunnudag. Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, svaraði Rússum að bragði, skýrði mála- vexti, afsakaði óviðeigandi ummæli og sagði við Morgunblaðið, efti'r að hafa rætt málið í síma við varafor- mann rússneska sambandsins, að hann teldi að það væri léyst og hefði engin frekari eftirköst. ísland vann Rússland 20:18 í Kaplakrika en eftir að hafa tapað 22:14 í Moskvu var Ijóst að til að komast í úrslitakeppnina yrði ísland að fá þrjú eða fjögur stig gegn Póllandi og Rússland að sigra í báðum leikjunum gegn Rúmenum. Um möguleikana á að svo færi sagði Þorbjörn eftirfarandi í sam- tali við Ríkisútvarpið: „Ja, það er náttúrlega spurning hvað Rússarnir gera á móti Rúmen- íu. Ég held einmitt að fyrri leikur- inn sé hérna í Moskvu og ef þeir vinna þá tiltölulega auðveldíega, segjum þó ekki væri nema þrjú mörk, þá gætu þeir hugsanlega hjálpað sínum fyrrverandi komm- únistafrændum niður í Rúmeníu og leyft þeim að vinna sig með tveim- ur og það dugar okkur ekki. Við höngum inni ennþá en maður er mest hræddur um þetta, að það sé eitthvað makk í gangi." í bréfi rússneska sambandsins kom fram mikil óánægja með þessi og önnur ámóta ummæli þjálfarans. „Þeíta er dónaskapur sem við áttum aldrei von á frá íslensku vinum okkar, sérstaklega í ljósi þeirrar vináttu sem hefur skapast okkar á milli undanfarna mánuði." Rússar segjast vera í uppnámi vegna þess að starfsmenn HSÍ trúi að Rússland tapaði Evrópuleik viljandi. Slíkt væri svindl sem væri það versta sem gæti gerst í íþróttum. „HSÍ hefur misboðið okkur. Rússland hefur aldrei tapað leik á þennan hátt og kemur aldrei til með að gera það. Og til áréttingar: Margir af starfs- Stuðandi ummæli ÞORBJÖRN Jensson kom Handknattleikssambandl Rússlands úr jaf nvægi með því að láta hafa eftlr sér að hann óttaðist að samið yrði um úrslit ( leikjum Rússlands og Rúmeníu. mönnum okkar og leikmönnum hafa aldrei verið kommúnistar." Ennfremur segir í bréfinu að Þorbjörn verði að hugsa hvað hann segir. Hann hafi sært heiður rúss- neska sambandsins, starfsmanna þess og leikmanna sem lifa og vinna fyrir handboltann í fyllstu ein- .lægni. Vissulega sé rússneska sam- bándið eitt af þeim fátækari í Evr- ópu og eigi ekki mikla peninga. Hins vegar sé heiðarleiki til staðar og það ætlast til sama heiðarleika hjá öllum liðum í riðlinum með Rússum. í bréfinu er HSI fullvissað um það að Rússar fari að settum regl- um í leikjunum tveimur gegn Rúm- enum og ástæðulaust sé að kvarta til Handknattleikssambands Evr- ópu. Bestu óskir fylgja íslendingum í komandi leikjum gegn Pólverjum og þessver getið að þeir séu mun mikilvægari fyrir íslenska þjálfar- ann en að tala um fáránlegar sögu- sagnir. „Handknattleikssamband Rússlands væntir þess að þjálfarinn biðji persónulega afsökunar þegar við hittumst í úrslitakeppninni á Spáni 1996." Óheppileg ummmæli Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, sagðist hafa svarað bréfinu og síðan hringt í Wolfgang Giitsch- ow, varaformann Handknattleiks- sambands Rússlands. „Þegar ég gerði honum grein fyrir því á hvaða tíma þetta var sagt, það er að segja strax að leik loknum, þá hafði hann allt annan skilning á þessu," sagði Ólafur vjð Morgunblaðið í gærkvöldi. „Ég skrifaði bréf til rússneska sam- bandsins fyrir hönd HSÍ og gerði grein fyrir undir hvaða kringum- stæðum þetta hefði verið sagt. Ég sagði jafnframt frá því að þau ummæli sem Maximov hefði látið hafa eftir sér eftir leikinn í Kapla- krika hefðu ekki verið dæmd á ann- an veg en að þau hefðu verið sögð í hita leiksins. Þetta væru allt sam- an íþróttamenn, það færi enginn út í leik og enginn héldi að annar færi út í leik nema til að sigra og við hefðum þá trú að Rússarnir myndu gera það á móti Rúmenum. Þeir gáfu til kynna að samvinnan á milli sambandanna væri komin í gott horf og ég óskaði eftir því að þetta myndi ekki varpa skugga á þá góðusamvinnu sem hefði verið á milli Íslands og Rússlands. Ég bað jafnframt fyrir kveðju til starfs- manna, þjálfara og leikmanna rúss- neska liðsins frá íslenska samband- inu og vonaði að þeir afsökuðu þessi óviðeigandi ummæli - við virtum rússneskt íþróttafólk eftir sem áð- ur. Síðan talaði ég við varaformann- inn, það var fullur skilningur á þessu og þetta hefur engin eftir- köst." Ekkert meira að segja Þorbjörn Jensson vildi ekki tjá sig um málið þegar Morgunblaðið hafði samband við hann vegna bréfs Rússa. Hann sagði að bréfið hefði verið sent formanni HSÍ, sem hefði svarað því, og við það væri engu að bæta. KNATTSPYRNA: NEWCASTLE MEÐ ÁTTA STIGA FORYSTU í ENGLANDI / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.