Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 6
6 D FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN OG UNGLINGAR Tilraun hjá HSÍ um breytingará keppni Í7. flokki karla og kvenna Ekki keppt um verðlaun og dómarar leiðbeina Á SÍÐASTA ársþingi HSÍ var samþykkt reglugerð um keppni í 7. flokki drengja og stúlkna, en i þeim flokkum eru iðkendur 10 ára og yngri. Með reglu- gerðinni var keppni um Is- landsmeistaratitil aflögð og þannig reynt að sveigja út af braut harðrar keppni inn á að kynna íþróttina fyrir börnunum og gefa um leið fleiri kost á að spreyta sig, en tilhneiging hef- ur verið til þess þegar keppt er um verðlaun að láta aðeins þá bestu spila. Þessu vilja menn reyna að breyta með reglugerðinni og í henni eru um leið ýmsar aðrar breytingar til að auðvelda framkvæmd hennar. IR—ingar riðu á vaðið um síðustu helgi með keppni í 7. flokki karla með þessu nýja fyrirkomulagi með Vinamóti sínu í fvar íþróttahúsinu við Benediktsson Seljaskóla. Til þessa skrifar móts mættu tíu lið og flest þeirra með A, B og C lið og þátttakendur voru nærri 250. Engin verðlaun voru í boði en allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttök- una og úrslit leikja voru einungis skráðir sem sigur eða tap. Þá var reglum hagrætt frá því sem er hjá þeim eldri. Óheimilt var að leika vöm utan við punktalínu og taka leikmann úr umferð. Markverði var ekki leyfilegt að fara fram yfir miðlínu og öll notkun klísturs var stranglega bönnuð. Þá var þjálfur- um uppálagt að nota alla leikmenn sína. Einn dómari var á hveijum leik og var hann jafnframt leiðbein- andi, sagði drengjunum til hvað. betur mætti fara í leiknum og út- skýrði jafnvel á hvað hann hefði dæmt. Dómarinn mátti ekki reka út af eða nota gul spjöld, en hann gat hins vegar beðið þjálfara um að skipta leikmanni út af ef hann sinnti ekki viðvörunum fyrir endur- tekin brot. Leiktíminn var 2x10 mínútur, en hverjum leik voru ætl- aðar 30 mínútur. Gott fyrir handboltann „Aðalatriðið með þessu móti er að allir fái að taka þátt og hafa gaman af. Ekki var spilað um sæti í mótinu og aðeins leikið í riðlum. ÍLiðin geta leikið mismarga leiki, en ekkert þeirra á að leika færri en sex,“ sagði Sigurður G. Sigurðsson, ) formaður handknattleiksdeildar ÍR. „Af viðbrögðum drengjanna, þjálf- ara og foreldra að dæma þá virðist þetta fyrirkomulag falla þeim vel í geð og ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitthvað það besta sem " gert hefur verið fyrir handknattleik- inn hér á landi í langan tíma. Sem dómari fínnst mér gott að geta leið- j beint bömunum meðan á leik stend- I ur og ég hef séð að sumt af því sem í ég hef gert athugasemdir við hefur 1 - ekki endurtekið sig leik eftir leik eins og vildi brenna við áður. Þá á ég við leikbrot og annað tengt hegð- un á leikvelli," bætti Sigurður við. Strákamir afslappaðri „Hvort sem það er vegna þessa fyrirkomulags sem á þessu móti er > eða einhvers annars þá hafa strák- amir verið afslappaðir hér um helg- ina og starfsfólkið segir mér að það ! muni ekki önnur eins rólegheit hjá j þessum aldursflokki. Sé það vegna reglnanna þá er það vel en greini- / legt er að það er minni rígur á milli drengjanna en var á sambæri- legum mótum í fyrra. Þannig að - ég er viss um að þetta hefur góð Morgunblaoio/lvar FJÖLNISIiðiA var meðal þeirra sem tóku þátt í mótlnu f Seljaskóla um sfðustu helgl. Efri röð f.v.: Alexander Hafþórsson, Sverrlr Ríkharðsson, Heimlr Björnsson, Magnús Harðarson. Neðrl röð f.v.: Fannar P. Frlðgelrsson, Jóaklm Slgurðsson, Theodór Gunnarsson, Gísll Ólafsson. áhrif á bömin og ekki síður foreldr- ana sem einnig eru rólegri en áð- ur,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði það vera sína skoðun að ef þetta fyrirkomulag tækist vel í næstu mótum þá væri það engin spurning í sínum huga að það ætti að færa það ofar í flokk- ana og taka 5. og 6. flokk inn. „Þetta virðist vera jákvætt og það besta er að allir fá að spreyta sig. Það er ekki markmið að keppa til verðlauna heldur til þess að læra og það er vel að mínu mati og ég vildi gjama sjá að knattspyman leiddi hugann að þessu. Við hjá ÍR höfum verið að færa okkur inn á þessa nýju línu, ef svo má að orði komast. Nú kallast æf- ingar 5., 6. og 7. flokks hjá okkur Handboltaskóli ÍR. Þar fá bömin að leika sér meira en áður auk þess sem við leggjum áherslu á að leið- beina þeim um holla næringu og um leið að hafa menntaða leiðbein- endur með þeim til fræðslu. Allt þetta er gert til þess að ala upp heilbrigðari og glaðari íþróttaæsku en verið hefur,“ sagði Siguður G. Sigurðsson að lokum. Márvarði tvövíti Við erum hér á Vinamótinu til að skemmta okkur og allir fá að vera með. Mótin fyrir sjöunda flokk mættu vera fleiri, það er svo gaman að keppa. Það er allt í lagi þó að það séu engin verðlaun," sögðu hressir snáðar úr Fram er tóku þátt í Vinamóti ÍR í 7. flokki f Seljaskóla um síðustu helgi. „Markmaðurinn hjá okkur hann Már er langbestur. Hann varði tvö vítaköst gegn FH og síðan skutu þeir einu sinni framhjá. Okkar liði hefur gengið vel héma og við höfum sigrað alla leiki okkar hingað til. Við emm líka með besta þjálfar- ann, hann heitir Brynjar Freyr Stef- ánsson," sögðu þeir og biðu spennt- ir eftir næsta leik gegn Víkingi. „Við urðum Reykjavíkurmeistar- ar nýlega í sjöunda flokki þegar við sigruðum Fjölni í úrslitaleik, átta fimm, það var mjög gaman," bættu Morgunblaðið/lvar þeir við að endingu. Framaramir á myndinni eru, frá vinstri: Kristmann Hjálmarsson, Bjartmar Sveinbjömsson, Jón Brynjar Ólafsson, Trausti Sigurðs- son og Már Ásgeirsson. Samræming milli greina er nauðsyn „EF ÞETTA á að vera reglan í mótum 7. flokks í framtíðinni að engin verðlaun eru veitt fyrir sigur þá er það mín skoðun að nauðsynlegt sé að samræming eigi sér stað og það sama gangi yfir allar íþróttir," sagði Hildigunnur Hilmarsdóttir, þjálfari 7. flokks karia hjá Gróttu. „Það er erfitt að snúa til baka og sumir strákanna eru óánægðir með að ekki er möguleiki á að vinna til verðlauna því það geta þeir f knattspymu, svo dæmi sé tekið. Reglugerðin breytir litlu hjá okkur í Gróttu. Þar hef- ur steftian verið sú að allir fái tækifæri til að vera með. Markmið þjálfun- ar hjá Gróttu er sú að allir nái árangri." Hildigunnur sagðist vera ánægð með framkvæmd mótsins hjá ÍR-ing- um og gat þess ennfremur að dómgæslan hafi verið góð á heildina litið. „Ég er hér með þrjú lið, þvf tuttugu og fimm strákar á aldrinum átta til níu ára æfa hjá mér. Síðan er einnig stór hópur af yngri strákum sem ættu að vera f áttunda flokki, þeir eru sex og sjö ára og þeim þykir erfitt að leika á móti nfu ára drengjum. Ég stend frammi fyrir því að það vantar verkefni fyrir þessa yngri, en því miður eru fá félög með æfing- ar fyrir þennan aldurshóp svo möguleiki á mótum eru Iftill. Þvf er sú hætta fyrir hendi að þeir leiti annað. Á Seltjarnarnesi er einsetinn skóli og því höfum við verið með æfíngar fyrir yngstu krakkana strax að skóia loknum, og ef þau fá aldrei að spreyta sig í keppni inn á milli þá er einum tilganginum með æfíngunum brostinn að þeirra mati,“ sagði Hildigunnur. Morgunblaðið/ívar TINNA Helgadóttlr t.v., slgr- aði f tátuflokkl á Vetrar- dagsmótlnu, en Björk Krlst- Jánsdóttlr t.h., varð önnur. TBR sigur- sælast á Vetrardags- móti VETRARDAGSMÓT Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur í bad- minton fór nýlega fram í húsnæði félagsins og stóð keppnin yfir í tvo daga. Var þar hart tekist á í flestum leikjum enda nærri 150 bestu ung- menni landsins í þessari íþrótt þama saman komin. Keppendur komu frá Reykjavík, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Akranesi, Akureyri, Borgarnesi, Keflavík, Þorlákshöfn, Hveragerði og Flúðum. Að vanda voru krakkar frá TBR sigursælir, en Víkingar og Hafnfirðingar veittu þeim verðuga keppni. Urslitin á mótínu er að finna hér fyrir neðan. ÚRSLIT Vetrardagsnraót TBR Hnokkar og tátur Einliðaleikur: Valur Þráinsson, TBR, - Daníel Reynisson, HSK, 12:11/12:10 Tinna Helgadóttir, Víkingi - Björk Krist- jánsdóttir, TBR, 11:2/11:3 Tvfliðaleikur: Arthúr Jósefsson og Valur Þráinsson, TBR, - Dantel Reynisson og Kári Georgsson, HSK, 15:9/3:15/15:9. Tinna Helgadóttir og Fjóla Sigurðardóttir, Víkingi, - Björk Kristjánsdóttir og Halldóra Elín Jóhannesdóttir, TBR, 12:11/12:10 Tvennd&rleikur. Ólafur Ólafsson og Tinna Helgadóttir, Vík- ingi, - Valur Þráinsson og Halldóra Elín Jóhannsdóttir, TBR, 15:9/12:15/15:11. Sveinar og meyjar Einliðaleikur: Margeir Sigurðsson, Vtkingi, - Baldur Gunnarsson, Vtkingi, 11:3/1J:9. Sigrtður Guðmundsdóttir, BH, -Bryndts Sig- hvatsdótir, BH, 12:10/11:5. TvíHðaleikur. Margeir Sigurðsson og Baldur Gunnarsson, Víkingi, - Einar Geir Þórðarson og Davíð Thor Guðmundsson, 15:2/15:3. Oddný Hróbjartsdóttir og Sara Jónsdóttir, TBR, - Hrafnhildur Ásgeirsdótir og Ragna Ingólfsdóttir, TBR, 15:17/15:4/15:8. Tvenndarleikur: Helgi Jóhannesson og Ragna Ingólfsdóttir, TBR, - Davíð Guðmundsson og Sara Jóns- dóttir, TBR, 15:6/15:5. Drengir og telpur Einliðaleikur. Bjöm Oddsson, BH, - Gunnar Reynisson, Keflavík, 15:8/15:11. Unnur Ylfa Magnúsdóttir, TBR, - Ágústa Nielsen, TBR, 11:7/11:5. Tvíðaleikur: Bjöm Oddsson, BH, og Ingólfur Ingóifsson, TBR, - Pálmi Sigurðsson og Gisli Guðjóns- son, Víkingi, 16:17/15:11/15:9. Eva Petersen og Ágústa Nielsen, TBR, - Elísa Viðarsdóttir og Þóra Helgadóttir, BH, 15:8/15:7. Tvenndarleikur Agnar Hinriksson og Katrín Atladóttir, TBR, - Bjöm Oddsson, BH, og Unnur Ylfa Magnúsdóttir, TBR, 15:10/12:15/15:10. Piltar og stúlkur: Einliðaleikur: Bjöm Jónsson, TBR, - Magnús Ingi Helga- son, Víkingi, 15:11/15:6. Bryjna Pétursdóttir, ÍA, - Erla Björk Haf- steinsdóttir, TBR, 11:2/11:4. Tvíliðaleikur: Sævar Ström og Bjöm Jónsson, TBR, - Magnús Helgason, Víkingi, og Gunnar Gunnarsson, Kelfavík, 15:4/15:8. Brynja Pétursdóttir og Bima Guðbjartsdótt- ir, ÍÁ, - Anna Sigurðardóttir og Erla Haf- steinsdóttir, TBR, 15:8/17:14. Tvenndarleikur: Björn Jónsson, TBR, og Brynja Pétursdótt- ir, ÍA, - Sævar Ström, TBR, og Bima Guð- bjartsdóttir, ÍA, 15:2/9:15/15:6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.