Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 4
Tvö íslensk dómara- pör í Evrópukeppninni RÖGNVALD ErlingBson og Stefán Araaldsson, handknattteiks- dómarar, dæma leiki Larvik HK og Radnicki Beograd frá Júgó- slavfu í EÍHF-keppni kvenna. Báðir leikirnir fara fram í Noregi um helgina. Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson, dómarar frá Akranesi, dæma leiki GOG frá Danmörku og Eskisehir frá Tyrklandi f sðmu keppni og fara þeir báðir fram í Danmörku um helgina. Gunnar K. Gunnarsson, varaformaður dómstóls EHF, verður eftirlitsdómari é Evrópuleik norska liðsins Bækkela- gets og Zaparoshje frá Úkrafnu f síðari leik liðanna í Evrópupu- keppni bikarhafa kvenna sem fram fer f Osló næsta laugardag. Dómarar leiksins koma frá Þýskalandi. ina heima AFTURELDING spilar báða Evr- ópuleiki sína gegn pólska liðinu MKS Zaglebie Lubin á heimavelli sínum í Mosfellsbæ um næstu helgi. Fyrri leikurinn verður á laugardaginn kl. 16.30 og síðari á sunnudagskvöld kl. 20. Dómarar í leiknum koma frá Hollandi og eftirlitsmaðurinn frá Lúxemborg. Framstúlkur leika hins vegar báða leiki sína gegn Byasen í Evrópukeppni bikarhafa í Þránd- heimi um næstu helgi. Hákanson og Nilsson frá Svíþjóð dæma þann JÓN Krlstjánsson og félagar hans I Val leika fyrsta Evrópu- leik og kemur eftirlitsmaðurinn leik sinn á Helmavelll sínum, að Hlíðarenda, í dag. ' frá Danmörku. Alfreð Gíslason, þjálfari KA, um Evrópuleikinn gegn Kosice Verður erfiður leikur ■ AÞENA í Grikklandi hefur sótt um að halda Ólymíuleikana árið 2008. Grikkir sóttu um að halda leikana 1996, en Atlanta varð fyrir valinu. ■ MIKA Hakkinen, finnski öku- þórinn í Formula 1 kappakstrinum, meiddist á höfði eftir árekstur á kappakstursbíl sínum á æfingu í Adelaide í Ástralíu í gær. Hann var fluttur á sjúkrahús, og var talið að meisli hans gætur reynst alvar- leg. ■ GUADALAJARA, mexíkóska liðið sem Osvaldo Ardiles þjálfaði til skamms tíma en var rekinn frá, sigraði mótheija sína í Atlas 5:2 í fyrsta leiknum eftir að Ardiles var rekinn. Leo Beenhakker tók við liðinu í gær en var meðal áhorfenda á sunnudaginn. ■ KÖLN, sem hefur ekki sigrað í síðustu níu leikjum í Þýskalandi, hefur áhuga að fá Dragoslav Step- anovic sem þjálfara, en hann er nú þjálfari Bilbao á Spáni. ■ KAISERSLA UTERN hefur fest kaup á brasilíska landsliðsmannin- um Arilson. ■ EKKERT verður úr því að Thomas Christiansen fari til Man. City frá Barcelona. Framheijinn kom og æfði á Maine Road og sendi svo launakröfur sínar eftir að hann kom aftur til Spánar. Alan Ball fannst kröfur leikmannsins hins veg- ar „kjánalegar“ og sagði ekkert verða af samningum. UMFAspil- ar báða leik- uðum annan leik úr deildarkeppn- inni og þar sýndi liðið góðan leik. Besti leikmaður liðsins er mark- vörðurinn, hann varði tæp 20 skot í fyrri hálfleik í deildarleiknum sem við sáum. í liðinu eru fimm leik- menn sem hafa spilað landsleik svo þetta eru engir byrjendur,“ sagði Alfreð. „Ég er sannfærður um, að ef við náum upp okkar eðlilega leik og. það verður góð stemmning í húsinu, eigum við að vinna þetta lið. Ég er sáttur við fimm marka sigur því ef við ætlum okkur áfram verðum við að hafa gott veganesti með okkur í síðari leikinn,“ sagði þjálfarinn. Patrekur með flensu PATREKUR Jóhannesson og Helgi Arason, KA-menn, vora báðir rúmliggjandi I gær og ekki víst að þeir getí leikið Evrópuleikinn gegn Kosice {dag. Alfreð Gfslason, þjálfari, gerðl þó ráð fyrir að þeir myndu reyna að spila leikinn. „Ég sagöi Pati eki að ég hafi verið að æfa með I sókninni á fullu meðan hann var útí í Rússlandi með landsliðinu og ef hann ætlaði ekki að missa stöðu sina í Bókninni yrði hann að mæta til leiks. Og ég er viss um að hann irerir bað.“ saxrði Alfreð. Fagna þeir sigri í dag? ALFREÐ Gíslason og Paterkur hafa fagnað mörgum sigrum í vetur, enda er KA-llðlð taplaust f deildlnni. „LEIKURINN leggst vel ímig en hann verður ekki auðveldur fyrir okkur,“ sagði Alfreð Gísla- son, þjálfari KA, sem mætir VSZ Kosice frá Slóvakíu í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í KA- húsinu ki. 17 í dag. Alfreð seg- ir Kosice-liðið sterkt og það megi því alls ekki vanmeta það. „Við þurfum að hafa fyrir hlutunum, það er alveg ljóst.“ Alfreð og félagar hans hafa verið að skoða myndbönd með leikjum liðsins að undanfomu. „Við fengum spólu frá viðureign þeirra við hollenskt lið. Það var ósköp leiðinlegur leikur og kannski ekki hægt að taka mark á honum því yfirburðir Kosice voru svo mikl- ir. Þeir gátu nánast leikið sér eftir að hafa komist í 5:0. En við skoð- Islandsmeistarar Vals mæta port- úgölsku meisturunum ABC Braga í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Évrópukeppni meistaraliða í Valsheimilinu klukkan 18 í dag. Þetta er fyrsti Evrópuleikur Vals- manna á heimavelli sínum að Hlíð- arenda. Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, segir að þessi leikur gæti orð- ið spennandi því Braga sé með mjög sterkt lið. Jón sagðist hafa séð myndband af leik Hauka og Braga í fyrra og liðið væri með sömu leikmenn núna, nema að það hefur losað sig við einn Rússa. „Þetta er greinilega sterkt lið og það má alls ekki van- meta það. Við þurfum að ná góðum leik til að sigra. Byijunarliðið hjá þeim er skipað portúgölskum landsliðsmönnum og svo einni örv- hentri rússneskri skyttu. Þjálfari liðsins er jafnframt landsliðsþjálfari Portúgals svo segja má að þetta sé nokkum veginn portúgalska lands- liðið. Liðið spilar góðan vamarleik og hraðaupphlaupin em vel útfærð. Þessir leikmenn kunna sitt fag og geta stýrt leiknum. Þetta gæti því orðið erfitt fyrir okkur, en við ætl- um okkur sigur. Við höfum verið að spila ágætlega að undanfömu og það em allir heilir og tilbúnir í slaginn," sagði Jón. Þjálfarinn sagði að fyrsta mark- miðið væri að vinna leikinn. „Það væri ekki verra ef munurinn yrði nokkur mörk og það mundi þá líka setja ákveðna pressu á þá í síðari leiknum í Portúgal. Ég er bjartsýnn og við ætlum okkur að sýna góðan handbolta," sagði Jón. Jón Kristjánsson, þjálfari Valsmanna, um Evrópuleikinn gegn Braga HANDKNATTLEIKUR Eru nánast með portúg- alska landsliðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.