Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ALTECH í verkefni í Bahrein Þrjú eldgos undir Vatnajökli frá 1989 FLEST bendir til þess að eldgos hafí orðið undir Vatnajökli, fyrir vestan Grímsvötn, árin 1989, 1991 og á þessu ári, að sögn Páls Einars- sonar jarðeðlisfræðings. Páll segir að íssjármælingar hafi sýnt að hryggur er undir ísnum vestur af Grímsvötnum. Þar sé jarð- hiti og uppspretta Skaftárhlaupa sem hafa komið að jafnaði annað hvert ár síðustu fjörutíu árin. Vís- indamenn hafí nefnt hrygginn Lokahrygg, hann sé virk eldstöð og við hann tveir sigkatlar sem tæm- ast í Skaftárhlaupum. Páll segir sterkar vísbendingar þess efnis að Flugvél bilaði og ekið á aðra NOKKUR röskun varð á áætlun Flugleiða á föstudag og í gær, laug- ardag, vegna tveggja óhappa. Þegar Boeing 757-þota, sem flaug til Óslóar á föstudagsmorgun, hafði lent á Fomebu-flugvelli kom í ljós að ekki var hægt að slökkva á öðrum hreyfli hennar. Flugleiðir urðu því að senda 737-vél eftir farþegunum. Flugvélin, sem var biluð í Ósló, hafði átt að fara til New York síðar um daginn og varð að senda 737-vél í hennar stað. Þegar verið var að hlaða vélina á Keflavíkurflugvelli, vildi það óhapp til að ekið var á aftur- hurð hennar og seinkaði fluginu um tvær og hálfa klukkustund. Sextán tíma seinkun Vegna þessa seinkaði flugvél frá New York, sem átti að lenda í Kefla- vík kl. 6.20 í gærmorgun, til um kl. 10.45 í gærkvöldi, eða um rúma sex- tán tíma. Jafnframt seinkaði flugi frá Fort Lauderdale. síðustu þtjú hlaup sem komið hafa úr eystri sigkatlinum hafi verið undanfarar stuttra eldgosa undir jöklinum. Kötlugos 1955? Lengi hafa menn reiknað með gosi í Kötlu og segir Páll reglu þá sem eldstöðin sjálf hefur sett fram, tvö stórgos á öld að jafnaði síðan árið 1600, hafa gefíð tilefni til að vænta goss í kring um 1960. Síð- asta stórgos í Kötlu var 1918 og er samkvæmt því löngu kominn tími á Kötlu. Páll segir í ljósi þessara stað- reynda hafi menn endurmetið at- burði sem urðu í jöklinum árið 1955. Þá kom talsvert hlaup í Múlakvísl og sigketill myndaðist við eldri gos- stöðvar Kötlu. Þessu róti fylgdi skjálftavirkni. „Þetta var ekki talið hafa verið eldgos, en síðar hafa menn túlkað það á annan veg. Hafí þarna verið eldgos, þá hefur það verið svo smátt í sniðum að það náði ekki upp úr jöklinum og því ékki dæmigert Kötlugos. Nú er það mál manna að Katla hafí látið þarná á sér kræla, en gosið hafí verið af- brigðilegt," segir Páll. ■ Undir kraumar eldurinn/10 FYRIRTÆKI Jóns Hjaltalíns Magnússonar verkfræðings, JHM ALTECH ehf., hefur tekið að sér að annast verulegar endurbætur á skautsmiðju eins af stærstu ál- verum heims, Aluminium Bahrain BSC (ALBA) í Bahrein. Samning- urinn er að verðmæti um 150 milljónir kr. og tekur til verk- fræðilegrar hönnunar, ýmissa tækja, stjómbúnaðar og uppsetn- ingarvinnu. Besta tæknilega lausnin Verkefnið var boðið út síðastlið- ið sumar á alþjóðlegum markaði og tóku fyrirtæki frá Frakklandi, Þýskalandi, Ástralíu og Noregi þátt í útboðinu, auk ALTECH. Jón Hjaltalín segir að fyrirtækið hafi fengið verkefnið vegna þess að það hafi boðið fram bestu tæknilegu lausnina og hagkvæmasta verðið. ALBA framleiðir nú um 460 þús- und tonn á ári og er verið að stækka það upp í liðlega 500 þús- und tonn. Álverið er í eigu ríkis- stjórna Bahrain sem á þtjá fjórðu hluta og Saudi-Arabíu sem á fjórð- ung. Ný uppfinning Jön Hjaltalín segir að í tilboð- inu sé svokallaður deigluhellir til að steypa skautgaffla í kolaskaut á hálf-sjálfvirkan hátt, en það er eitt mikilvægasta tækið í skaut- smiðju álvera. Er þetta ný upp- finning Jóns Hjaltalíns sem hann hefur þróað í samvinnu við Hauk Baldursson vélaverkfræðing hjá ALTECH. Fyrirtækið hefur sér- hæft sig í þróun og sölu búnaðar til álvera og hefur frumsmíði nokkurra tækja verið í notkun hjá íslenska álfélaginu í Straumsvík, enda segir Jón að slíkar starfs- prófanir séu forsenda fyrir sölu nýrra tækja til álvera. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Borði klipptur á Garðatorgi YFIRBYGGINGIN yfir Garða- torg í Garðabæ var tekin form- lega í notkun með mikilli hátið í gærmorgun. Við sama tækifæri var opnuð endurnýjuð verzlun Hagkaups við torgið. Hátíðin var einkum barnahátið og það var unga kynslóðin í Garðabæ, sem sá um að klippa á borðann fyrir dyrum nýju Hagkaupsverzlunar- innar — undir árvökulu auga Óskars Magnússonar forsljóra. Ríkisstjórnin hafði þijár leynilegar sendistöðvar í Reykjavík 1940 Attu að kalla á hjálp Breta kæmi til þýzkrar innrásar Njósnari á brezku ræðismannsskrifstofunni varaði Þjóðveija við hernáminu • kixxiscámoc Tðtu* » «t<n*xáU oc/trr* • r*xr*sux** uÁimrxiMOpvMAMtrrtiiHAxvM • OmxmmCM- AIMVHX.WAtiVAOtr. I HCUjmKJH'.KKAnhV * nODmMXWlA Bílar 96 MEÐ Morgunblaðinu í dag fylg- ir 40 síðna aukablað um bíla, Bílar 96. í blaðinu er fjallað um þá fólksbíla og jeppa af árgerð 1996 sem bifreiðaumboðin hafa til sölu. RÍKISSTJÓRN íslands var reiðubú- in til að kalla á hjálp Breta, væri þýzk innrás yfirvofandi árið 1940, og kasta þannig hlutleysinu fyrir róða, eins og Þór Whitehead pró- fessor orðar það í nýrri bók sinni um ísland í síðari heimsstyijöld, Milli vonar og ótta, sem út kemur hjá Vöku-Helgafelli. Þar kemur einnig fram að fyrr á árinu 1940 hafí stjórnin talið æskilegast að leita eftir hervemd Bandaríkjanna ef innrás þýzka hersins vofði yfír. í bók Þórs Whitehead er sagt frá því að eftir að þýzki herinn hafði ráðizt inn í Noreg og lagt undir sig Danmörku vorið 1940 hafí þjóð- stjómin látið setja saman þijár sendistöðvar, sem komið var fyrir með leynd í Reykjavík í því skyni að leita á náðir Breta, væru horfur á að Þjóðveijar gengju á land í Reykjavík. Þór segir vitað að ein stöðvanna hafi verið höfð til taks í húsi við Nýlendugötu, nærri höfn- inni í Reykjavík, frá því í apríl. Hafí Bretastjóm verið látin vita um stöðvamar og brezki herinn hlustað eftir kalli þeirra allan sólarhringinn. Æskilegast að leita eftir vernd Bandaríkjanna í bók Þórs er jafnframt upplýst að í byijun ársins 1940 hafi ríkis- stjórn Hermanns Jónassonar kom- izt að þeirri niðurstöðu að æskileg- ast væri að leita eftir vemd Banda- ríkjanna ef hætta væri á innrás Þjóðveija og næði gæfist til aðgerða vestra. Stjórnin hafði þá fengið upplýsingar um það frá Sveini Bjömssyni, sendiherra Islands í Kaupmannahöfn, að Bretar teldu víst að Þjóðveijar myndu hemema Danmörku og brezki herinn þá taka Island undir sína vernd. Þegar Þjóðveijar hernámu Dan- mörku 9. apríl 1940 óttuðust ráð- herrar að annaðhvort Bretar eða Þjóðveijar hertækju ísland. Einkum óttuðust menn að skipbrotsmenn af þýzka kaupfarinu Bahia Blanca væm hermenn í dulargervi, sem ættu að taka á sitt vald höfnina, fjarskiptastöðvar og aðra hernaðar- lega mikilvæga staði. Hluti Reykja- víkurlögreglunnar var hafður undir vopnum, einkum til að takast á við þýzku sjómennina. Þór Whitehead telur hins vegar að gmnsemdir í garð þeirra hafi ekki átt við rök að styðjast. Njósnari á ræðismanns- skrifstofunni Er brezka stjómin ákvað að her- nema ísland í byijun maí 1940 hvíldi mikil leynd yfir ráðagerðinni. Þór Whitehead segir í bók sinni að brezka ræðismanninum í Reykjavík hafi ekki verið tilkynnt um að land- gönguliðið væri á leiðinni fyrr en daginn fyrir hernámið og hafí hon- um verið falið að undirbúa það án þess að nokkuð spyrðist út; annars væri talin hætta á að Þjóðverjar yrðu fyrri til og myndu sökkva brezka hernámsflotanum. Þór hefur hins vegar komizt að því að Þjóð- veijar höfðu njósnara í brezku ræð- ismannsskrifstofunni, sem gaf Gerlach, ræðismanni Þjóðveija í Reykjavík, upplýsingar um að hernám stæði fyrir dyram. Gerlach hafði sendistöð í ræðismannsbú- staðnum við Túngötu og gat því . komið upplýsingunum á framfæri við þýzka herinn. eldurinn ►Dr. Páll Einarsson jarðeðlis- fræðingur hefur fylgst með eld- stöðvum landsins undanfarin ár. Leiða má getum að því að eldgos hafí nýlega orðið án þess að al- menningur yrði þeirra var. /10 Fjórðungi færri varnarliðsmenn ►Bandarískum hermönnum í vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli hefur fækkað um fjórðung á tæp- um tveimur árum. íslenskum starfsmönnum hefur ekki fækkað að sama skapi. /12 Sundrung í Landinu helga ►Morðið á Yitzhak Rabin, forsæt- isráðherra ísraels, hefur beint at- hyglinni að þeim klofningi sem rík- ir í ísrael og fjölmörgum og ólíkum hópum gyðinga sem þar búa. /16 „Kína er land tækifæranna" ►Ragnar Baldursson er áreiðan- íega sá íslendingur sem hvað mesta þekkingu hefur á kínversku samfélagi. Hann starfar í nýstofn- uðu sendiráði íslands í höfuðborg Kína. /18 Sagan sem lá í leyni ►Kristín Maija Baldursdóttir, kennari og blaðamaður, hefur snú- ið við blaðinu og sendir nú frá sér fyrstu skáldsögu sína. /20 Gervilimir án landamæra ►Stoðtækjasmiðjan Össur hf. smíðar gervilimi. Framieiðslu fyr- irtækisins hefur verið vel tekið innan lands sem utan. /22 B________________________ ► 1-36 Landkönnuðurinn VII- hjálmur Stefánsson ►Vilhjálmur Stefánsson var heimsþekktur maður og einn mesti heimskautafari sögunnar. Ævi- saga þessa nafntogaða Vestur- íslendings er að koma út. /1 Fjölgun I kirkjunum sem nemur öllum ísjendingum ►Á einu ári hafa íslenskir kristni- boðar snúið mörgum til kristinnar trúar í Kenýa og Eþíópíu. /8 Þetta er ekkert popp ►Ólafur Gaukur samdi tónlistina við Benjamín dúfu og er það í fyrsta skipti sem hann gerirtónlist við kvikmynd. /16 Fljúgandi olíuskip ►Mörgum þykir furðulegt að flug- vélar geti tekið eldsneyti á flugi. Hér segir frá eldsneytisflutningum á milli flugvéla vamarliðsins. /18 Vísnatorg ►Hagyrðingar láta hér gamminn geysa í nýjum vísnaþætti Morgun- blaðsins. /22 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak tdag 40 Leiðari 26 F61k í fréttum1 42 Helgispjall 26 Bíó/dans 44 Reykjavíkurbréf 26 íþróttir 48 Minningar 28 Útvarp/sjónvarp 49 Myndasögur 38 Dagbók/veður 51 Bréf til blað3ins 39 Gárur 6b Brids 39 Mannlifsstr. 6b Stjömuspá 39 Kvikmyndir 12b Skák 39 Dægurtónlist lOb INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.