Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 VIKAN 5/11-11/11. ► TÍKIN Píla í eigu Bald- vins Kr. Baldvinssonar bónda á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnshreppi fann tvær ær sem höfðu legið í fönn í ellefu daga og var önnur þeirra á lífi. ►SLÖKKVILIÐSMENN á Keflavíkurflugvelli hafa samþykkt að viðhafa seina- gang í störfum í ótilgreindan tima, en frestað aðgerðum til næsta föstudags vegna tilmæla frá utanríkisráðu- neytinu. Ástæða aðgerðanna er m.a. óánægja slökkviliðs- mannanna með það að þeir skuli ekki hafa fengið þær kjarabætur sem þeim ber frá því kjarasamningar voru gerðir síðastliðið vor. ►SAMKEPPNISRÁÐ telur að dráttur sem orðið hefur þjá samgönguráðuneytinu við afgreiðslu umsóknar um GSM-farsímakerfi fari gegn markmiði samkeppnislaga og reglu íslensks réttar um jafnræði aðila. ►ORKAN hf. opnaði þrjár bensinstöðvar í vikunni og er verð á bensínlítranum um 5 kr. ódýrari en á hefð- bundnum bensfnstöðvum. Mikil örtröð var við af- greiðslur félagsins fyrsta opnunardaginn. ► NÝR gjaldmiðill, 2.000 kr. seðill og 100 kr. mynt, fór í umferð á fimmtudagog þar með hætti Seðlabanki Is- lands að senda frá sér 100 kr. seðla. Andlitsmynd af Jóhannesi S. Kjarval listmál- ara prýðir framhlið seðilsins ásamt öðru myndéfni sem tengist verkum hans. Á bak- hlið eru myndir af „Flugþrá" Kjarlvals og „Konu og blómi“ auk eiginhandarárit- unar listamannsins. Stækkun álversins í Straumsvík 750 ÁRSVERK tengjast beint stækkun álversins í Straumsvík. Framkvæmdir við stækkunina og við orkuver kosta um 17 milljarða króna, þar af er talið að bygging nýs kerskála og aðrar fram- kvæmdir í tengslum við stækkun álvers- ins kosti um 14 milljarða kr. Samningur- inn gildir til ársins 2014. Sendinefnd frá Kína er væntanleg hingað til lands til að kanna möguleika á að fjárfesta í álveri á íslandi. Auk þess hafa stjóm- endur Columbia Aluminium Corporation í Bandaríkjunum kannað aðstæður hér á landi. Sprengjugabb í breiðþotu BREIÐÞOTU frá Royal Jordan Airlines á leið til Chicago í Bandaríkjunum var lent í Keflavík vegna hótunar um sprengju um borð. Engin sprengja fannst í vélinni en farþegamir, 224 tals- ins, dvöldust í Leifsstöð yfir nótt. Tvær konur og einn karlmaður vora handtek- in en var síðan sleppt. Tengdadóttir annarrar konunnar sem handtekin hafði verið tilkynnti um sprengjuna og nafn- greindi konu um borð í vélinni sem hún sagði hafa sprengju meðferðis. Rúmenskri stúlku veitt landvistarleyfi RÚMENSKRI stúlku, sem bar eld að klæðum sínum {Leifsstöð þegar hún var handtekin við komuna til landsins, hefur verið veitt landvistarleyfi af mannúðará- stæðum. Stúlkan, sem er sígauni, hefur fengið bónorð frá íslenskum sjómanni og boð um búsetu í sveitum landsins. Rabin myrtur á frið- arfundi í Tel Aviv STRÍÐSHETJAN og friðflytjandinn Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísra- els, var lagður til hinstu hvíldar í Jerú- salem á mánudag. Féll hann sl. laugar- dagskvöld fyrir hendi landa síns og trúbróður, sem var andvígur friðar- samningunum við Palestínumenn. Tugir þúsunda manna fylgdu kistunni til grafreitsins, sem er á Herzl-fjalli í Jerúsalem. Þjóðhöfðingjar og leiðtogar 80 ríkja, þar á meðal sex arabaríkja, voru viðstaddir útförina og í minning- arorðum sínum sögðu þeir Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, Hussein Jórd- aníukonungur og Hosni Mubarak, for- seti Egyptalands, að ekki væri hægt að reisa Rabin fegurri bautastein en að halda áfram á braut friðarins. Shimon Peres forsætisráðherra sagði á fímmtudag, að tilraunum til að semja um allsheijar friðargjörð fyr- ir Miðausturlönd yrði ekki einungis haldið áfram, heldur settur i þær auk- inn kraftur svo sem verið hefði einlæg- ur vilji Rabins. Hafnar hafa verið að nýju viðræður við Frelsissamtök Pal- estínumanna (PLO) og Sýrlendingar sögðust á miðvikudag vera reiðubúnir að hraða tilraunum til að koma á friði í Mið-Austurlöndum. Morðingi Rabins var Yigal Amir, 25 ára gamall lagastúdent. Kvaðst hann hafa verið einn af verki en farið að skipun guðs. Alls hafa fimm menn verið handteknir vegna rannsóknar morðmálsins, þ. á m. leiðtogi her- skárra öfgasamtaka gyðinga. Er lög- reglan komin á þá skoðun að um skipu- lagt samsæri hafi verið að ræða. Vel falið vopnabúr hefur fundist á heimili Amirs. Lögreglan sagði þetta vopna- búr sem „hvaða hryðjuverkasamtök sem væri hefðu verið stolt af“. ►ALAIN Juppe, forsætis- ráðherra Frakklands, stokkaði upp í stjórn sinni á þriðjudag og fækkaði ráð- herrunum úr 42 í 33. Hann sagði að uppstokkuninni væri ætlað að skapa „fá- mennari en samhentari sveit" ráðherra sem gæti knúið fram óvinsælar sparnaðaraðgerðir. Þrettán ráðherrum var vikið frá. Fjórar konur eru í nýju stjórninni en voru tólf áður. Gengi frankans hækkaði og hlutabréf hækkuðu i verði vegna uppstokkunarinnar. ►COLIN Powell, fyrrum yfirmaður bandaríska her- aflans, tilkynnti á fimmtu- dag, að hann hygði ekki á þátttöku í forsetakosning- unum á næsta ári. Hann útilokaði þátttöku í kosn- ingabaráttunni á síðari stig- um og sagðist einnig útiloka að gefa kost á sér sem vara- fórseti. ► KJÓS A verður milli Lechs Walesa, forseta Pól- lands, og Aleksanders Kwasniewskis, fyrrverandi kommúnista, í seinni um- ferð pólsku forsetakosning- anna 19. nóvember. Walesa fékk 33,3% atkvæða í fyrri umferðinni en Kwasniewski 34,8%. ►SÆNSKA dagblaðið Ex- pressen staðhæfði á fimmtudag, að Mona Sahlin hefði endanlega ákveðið að sækjast ekki eftir for- mennsku í Jafnaðarmanna- flokknum og þar með emb- ætti forsætisráðherra. SIÍíAaaríuD5iUM 1 ____________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RLR á von á kæru vegna dreifingar lækn- is/lækna á nektarmynd af sjúklingi Krafist leyfissviptingar vegna trúnaðarbrots Ásdísi Frímannsdóttur var brugðið þegar hún fékk í hendumar nektarmynd af sjálfri sér með öðrum gögnum vegna einkaörorkumats á almennri lögfræðistofa. Anna G. Ólafs- dóttir hitti Ásdísi og hlýddi á sögu hennar. KÆRA vegna dreifingar læknis eða lækna á mynd af kviði og kynfærum sjúkl- ings berst RLR eftir helgi. Kærand- inn, Ásdís Frímannsdóttir, telur að með því að sýna og láta öðrum en viðkomandi læknum myndina í té gerist læknir/læknar sekir um alvar- legt trúnaðarbrot gagnvart sjúklingi og krefst þess að hann/þeir verði sviptir læknaleyfi og myndin verði gerð upptæk. Ásdís hefur undir höndum skrif- lega staðfestingu land- læknis á því að fara megi fram á að myndir af kynfærum sjúklings, ef ekki er verið að meta skaða á þeim, séu gerð- ar upptækar. Land- læknir svarar Ásdísi því til að viðurlög við trún- aðar- og þagnarskyldu- bresti séu alvarleg áminning og geti orðið leyfissvipting. Kæruna má rekja ailt til ársins 1993. Eftir að hafa gengið með fjögur böm ákvað Ásdís að gangast undir lýtaað- gerð vegna slits á kviði haustið 1993. Ásdís átti um tvennt að velja, þ.e. að bíða í rúmt ár eftir að komast að á almenn- um spítala eða láta gera aðgerðina á einkastofu gegn gjaldi, og valdi hún seinni kostinn. Lýtalæknirinn talað um að aðgerðin væri minniháttar og þegar Ásdís kom á læknastofuna blöskraði henni að ekki virtist við- haft lágmarks^ hreinlæti. Þrátt fyrir mótmæli var Ásdís send heim innan sólarhrings eftir aðgerðina og næstu níu daga var ekki hugað að henni af hendi læknastofunnar að öðru leyti en því að skurðlæknirinn kippti úr henni drenunum án þess að skoða undir umbúðir eða líta á sárið. Á þeim tíma fór að bera á alvar- legum eftirköstum eftir aðgerðina, enda lokaðist skurðurinn ekki á kviði Ásdísar. Eftirköstin fólu m.a. í sér blæðingar, staðbundna uppsöfnun blóðs, drep í fituvef og sýkingu. Ásdísi hrakaði sífellt meir og kvart- aði oft í síma við lækninn. Þrátt fyrir stöðugan hita datt honum, að sögn Ásdísar, ekki í hug að líta á hana. Hún hefur undir höndum skrif- legt bréf frá landlækni um að lækn- inum hafi borið skylda til að fylgjast með henni, óháð því hvort hún kvart- aði undan verkjum eða ekki, enda hafi verið um meiriháttar aðgerð að ræða. Landlæknir hefur, að sögn Ásdísar, skrifað lækninum sérstakt bréf vegna þessa. Þegar sýnt var að lýtalæknirinn myndi ekki sinna kvörtunum Ásdísar var brugðið á það ráð að kalla á vakthafandi heim- ilislækni á Reykjalundi. Skemmst er frá því að segja að lækninum blöskraði ástand Ásdísar og frá því fyrsta aðgerðin var gerð á henni hefur þurft að gera sex aðrar til að bæta hana. Enn er ekki séð fyrir endann á aðgerðunum. Viðtal við Ásdísi um málið birtist í Morgun- blaðinu 15. janúar s.l. 0% varanleg örorka Ásdís hefur verið frá vinnu frá því aðgerðin var gerð. Hún segist ekki einu sinni vera almennilega fær um að sinna almennum heimilis- störfum, t.d. að hengja upp þvott, enda geti hún ekki rétt almennilega úr sér sársaukalaust. Eftir skoðun tryggingalæknis hefur Trygginga- stofnun metið Ásdísi til 100% tíma- bundinnar örorku. Varanleg örorka vegna aðgerða á einkastofu er hins vegar ákveðin af örorkunefnd og þarf sjúklingurinn að greiða sjálfur fyrir örorkumatið. Asdís hyggst kæra innheimtuna fyrir umboðs- manni Alþingis, enda megi ekki mismuna þegnum landsins með þessum hætti. Örorku- nefndin hefur fjallað um mál Ásdísar og komist að því að varan- leg örorka af völdum aðgerðarinnar sé engin. Hins vegar sé varanleg- ur miski 5%. Ásdís er afar ósátt við vinnubrögð og nið- urstöðu nefndarinnar. Hvað varðar niðurstöð- una nefnir hún raun- verulegt dæmi máli sínu til stuðnings. Hún segir að kona, sem hún þekkir til, hafi farið í sömu aðgerð á ríkisspítala og svipuð mistök hafi verið gerð. Konan hafi þurft að fara í aðra aðgerð til að lagfæra afleiðingar fyrri aðgerðar og hafi af Tryggingastofnun verið metin til 20% varanlegrar örorku. Ásdís segir að dæmið sanni að niður- staðá örorkunefndar sé fjarri sanni, enda hafi hún farið í sjö aðgerðir alls. Henni þyki hart að þurfa að há erfiða baráttu til að sanna mál sitt á meðan læknirinn starfi áfrarn og skeri um 700 manns upp í færi- bandavinnu á hveiju ári. Réttlætið sé ekkert og frumskógarlögmálið allsráðandi. Ásdís er einn af stofnendum Lífs- vogar, félags fólks sem telur sig eiga um sárt að binda vegna læknami- staka, og setur í stjórn félagsins. Henni er tíðrætt um hvað almenn- ingi sé gert erfitt um vik að gagn- rýna störf íslenskra lækna, enda séu þeir fáir í hverri sérfræðigrein og standi þétt saman á hyeiju sem dyn- ur. íslenskir læknar hafi sagt henni að auðvitað hafi verið gerð mikil mistök og afleiðingarnar séu hræði- legar. Annað sé hins vegar upp á teningnum þegar þeir séu beðnir um að skrifa upp á hveijar afleiðingarn- ar séu. Hver á fætur öðrum neiti þeir henni um staðfestingu eigin orða. Ásdís telur því mikilvægt að stofnað verði embætti umboðsmanns sjúklinga og hefur stjóm Lífsvogar borist beiðni um tillögur vegna emb- ættisins frá Alþingi. Hún brá á það ráð að leita til erlends sérfræðings vegna málsins. Sá heitir Stephen B. Van Camerik og hefur eingöngu unnið sem réttar- læknisfræðilegur ráðgjafi í tengslum við læknisfræðileg/lagaleg málefni í Bandaríkjunum síðustu 17 ár. Eft- ir að hafa skoðað Ásdísi og hlustað á sögu hennar segir Camerik m.a. í skýrslu að þjáningar hennar stafi af víðtækum örum og eftirköstum sem hún hafi fengið á sig að nauð- synjalausu að ógleymdum þeim sál- rænu eftirköstum og fjárhagslega skaða sem þessu hafi fylgt. Kvið- svæði hennar s'é illa farið af örum og þarfnist meiriháttar lýtalæknaað- gerða ásamt tilheyrandi kostnaði. Ásdís hafi orðið fyrir meiriháttar tjóni og kostnaði, svo og eiginmaður hennar og böm. Lífsgæði hennar og | þeirra hafi orðið fyrir umtalsverðum skaða. Ásdís sagðist hafa lagt skýrslu Cameriks fyrir örorkunefndina, en ekki hafí verið tekið mark á henni. Hins vegar hafi nefndin m.a. stuðst við álit umrædds iýtalæknis og lækn- is sem hafi áður tjáð sig opinberlega um að ekki væri möguleiki að varan- * legur skaði gæti hlotist af slíkri að- gerð. Þrátt fyrir óskir Ásdísar um í að hann myndi ekki meta hana, enda j væri fyrirfram vitað að hann myndi dæmi henni í óhag, var hann ekki I metinn vanhæfur. Fékk myndina með öðrum gögnum á lögfræðistofu Nefndin styðst m.a. við áður- nefnda mynd frá því fyrir aðgerðina af kviði og niður á kynfæri Ásdísar og myndir sem hún lét taka af kviði sínum eftir aðgerðina. Ásdís segist I hafa fengið ljósrit af myndunum hjá j alnFinu skrifstofufólki á skrifstofu . lögfræðings nefndarinnar. Hún segir > að með því hafi trúnaður við hana verið brotinn. Ásdís telur að það geti verið eðlilegt að lýtalæknir láti lækni í nefndinni hafa myndina. Hún er hins vegar ekki alveg viss um það og tekur fram að örugglega hefði mátt strika yfir kynfærin á mynd- inni. Myndimar hafi heldur alls ekki átt að fara á lögfræðiskrifstofu eða ) nokkuð annað út fyrir læknastéttina. L Hún segir að flestir ættu að geta ' sett sig í sín spor. Henni hafi verið » brugðið þegar hún sá myndimar í bunka af skjölum sem hún hafði beðið um á skrifstofunni og auðvitað sé enginn, eiginmaður eða annar aðstandandi, hrifinn af því að vita af því að almenningur hafi aðgang að svona mynd af sínum nánustu. Ásdís hefur þvi eins og fram hefur komið ákveðið að kæra mynddreif- ) inguna. Ásdís hefur sent landlækni spurn- ‘ ingalista vegna málsins. I svörum | hans kemur m.a. fram að læknir sem hafi verið viðriðinn mál sjúklings sé vanhæfur að meta örorku hans í sama máli síðar meir og óheimilt sé að nota lækni til að meta varanlega örorku ef sá sami er talinn hafa valdið skaðanum. Landlæknir segir óheimilt að dreifa myndum þar sem kynfæri sjúklings sjáist án þess að ) verið sé að meta skaða á þeim, ekki | sé leyfilegt að senda slíkar myndir ' á lögfræðistofu úti í bæ og sjúkling- V ur geti farið fram á að slíkar mynd- ir séu gerðar upptækar hjá lækni og lögfræðingi. Af svörum landlæknis má sjá að skylt er að taka tillit til tímabundinn- ar örorku þegar varanleg örorka er reiknuð út og að glöggar upplýsingar liggi fyrir um þann þátt, en Ásdís telur óumdeilanlegt að það hafi ekki ) verið gert í sínu tilfelli. Landlæknir | telur ómögulegt að manneskja sem * metin sé sem 100% öryrki tímabund- ) ið, a.m.k. ár fram í tímann af Trygg- ingastofnun ríkisins, geti á sama tíma verið metin 0% varanlegur öryrki í einkaorkumati. Ásdís segir fleira athugavert við störf nefndarinnar og getur þess því til stuðnings að hún hafi t.d. verið skoðuð á endurkomudeild Borgar- spítalans en nefndin eigi að teljast ) sjálfstæð nefnd úti í bæ. Miðað við i svör landlæknis segist hún bjartsýn , á að réttlætið hafi að lokum sigur ) og þeir verði sóttir til saka sem það eigi skilið. 1 Ásdís Frímannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.