Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 10
10 SÚNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 UNDIR KRAUMAR ELDURINN AÐ LÁ nokkuð beint við að hefja yfir- reiðina við Heklu. Þar gaus síðast og Hekla er án alls vafa þekktasta eld- fjall landsins. Kunn um heim allan og einn af inngöngum Helvítis að mati sumra. Sem fyrr segir gaus þar síðast 1991 og þar á undan voru gos 1980 og 1981 og 1970. Það voru meðalstór gos. Stórt gos var hins vegar 1947 og kom það eftir óvenjulega langt hlé á Heklugos- um, en þar á undan gaus síðast 1845. í gegn um aldimar hefur Hekla yfirleitt hreytt úr sér tvisvar á öld að jafnaði. Tíð gos síðustu árin eru því ótvíræð breyting frá venjubundnu átferli eldstöðvarinn- ar. „Það er rétt, Hekla hefur verið að bregða út af sínu venjulega atferli. Hún er að ýmsu leyti sér- kennilegt eldfjall, til dæmis að því leyti að efnasamsetning gosefna getur breyst verulega milli gosa. Jafnvel í sama gosinu. Við vitum enn of lítið um innviði Heklu til þess að vita hvað veldur því að hún gýs nú tíðar en áður. Aðfærsla kvikunnar kann að vera að breytast, ef til vill hefur kvikuhólfið sjálft breyst. Það á að vera hægt að átta sig á kvikuhólf- unum með mælingum, en hólfið undir Heklu virðist vera á það miklu dýpi, 8 til 11 kílómetrum, að enn sem komið er áttum við okkur ekki nægilega vel á því. Skjálftavirkni sem gjaman fylgir eldsumbrotum er auk þess önnur í Heklu en við eigum að venjast, Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Síðast litu landsmenn eldgos árið 1991 er ~ — Hekla lét á sér kræla. A Islandi er ekki spurt hvort gjósi, heldur hvar og hvenær. Vel er fylgst með „gömlum kunningjuma á borð við Kötlu o g Heklu, en gos verða víðar en í þekktum eldstöðvum. Eldvirkni virðist koma í bylgjum og á gosbeltum landsins er allt breytingum háð. Guðmundur Guðjóns- son hitti Pál Einarsson jarðeðlisfræðing í vikunni og spurði hann um stöðu mála á gossvæðum landsins. yfirleitt er nokkur aðdragandi með fremur vægum skjálftum, en síðan herðir á skjálftunum, þeir verða stærri og tíðari. Þá er það metið svo að kvikan sé að btjótast upp á yfirborðið og gos sé yfirvofandi. Jafnvel innan nokkurra kiukku- stunda. í Heklu er þessu öðru vísi farið, þar er enginn aðdragandi fyrr en mikil hrina brestur á og gosið byij- ar jafnvel aðeins hálftíma seinna. Það er hættulega stuttur tími,“ segir Páll um Heklu gömlu. Og hann heldur áfram: „Við erum með mælingar allt í kring um fjallið, en á þessu stigi er þó ekkert hægt að fullyrða um hvort stutt eða langt sé í næstá gos. Aukin gostíðni síðustu ára gæti vel haldið áfram. Við höfum framkvæmt GPS landmælingar á svæðinu en niðurstöður liggja ekki fyrir, hallamælingar benda hins vegar til þess að fjallið sé enn að þenjast út og umbrotum sé fjarri því lokið.“ Metrek við Kröflu Árið 1975 gaus á Kröflusvæð- inu. Var það minnsta gos sem menn höfðu orðið vitni að. Það var upphafið að mikilli goshrinu, en fram undir árslok 1984 gaus alls 9 sinnum. Stærsta og jafnframt síðasta gosið hófst í september 1984. Þetta var rnikil fjölmiðla- hrina og nánast daglegar fréttir af gangi mála. Er síðasta gosinu lauk, byrjaði land strax að rísa á ný. Varð landrisið vel umfram það sem það hafði mest orðið í goshrin- unni. Síðan hætti risið, kvikuað- færslan hætti. Síðan hefur land risið nokkrum sinnum í stuttan MORGUNIHADIÐ tíma í einu, en jafnan hætt aftur. „Allar götur síðan árið 1985 hefur land verið í hættulegri hæð og raunar verður að segja að það getur orðið þarna eldgos hvenær sem er. Eftir því sem tíminn líður dregur úr líkunum. Síðan 1989 hefur verið dálítið landsig. Það gæti verið að togna á kvikuhólfinu eða þá að kvikan sé að kólna hægt og bítandi. í Kröflu er ekkert ann- að að gera en að fylgjast með, en ég get hugsað mér að það þyrfti ekki annað en jarðfræðilegt slys til að setja allt í gang á svæðinu. Slys sem myndi breyta spennustig- inu þannig að aðhaldið minnkaði. Ég get nefnt sem dæmi stóran jarðskjálfta í Öxarfirði. Þar er mik- ið og virkt jarðskjálftasvæði og slíkir skjálftar geta komið hvenær sem er.“ Páll bætti við, að stórmerkilegir hlutir hefðu verið að gerast í kjöl- far Kröfluelda. Jarðskorpan hefði verið að gliðna óvenjulega hratt og miðað við 80 kílómetra breitt svæði væri um þrefaldan meðal- rekhraða að ræða, eða um 6 senti- metra á ári. „Þetta mikla landrek hefur að- eins verið að hjaðna aftur, en þetta er í fyrsta sinn sem við upplifum svona lagað á íslandi. Þannig hafa Kröflueldarnir reynst okkur af- skaplega lærdómsríkir. Þeir hafa aukið til muna skilning okkar á flekahreyfingum og ekki sér fyrir endann á þessu enn,“ segir Páll. Eldstöðvakerfi á bernskustigi í fersku minni eru eldgosin á Heimaey 1973 og Surtsey 1963-67. Þetta er ekki ný bóla í Vestmannaeyjum, því allar eyjarn- ar mynduðust í þess háttar gosum og þau eru fleiri en almennt er vitað um, því vísindamenn vita af móbcrgshraukum á víð og dreif á hafsbotni á þessum slóðum. Páll segir svæðið vera „eld- stöðvakerfí á bernskustigi þar sem mörg neðansjávargos hafí orðið á síðustu 10.000 árunum.“ Miðað við þá reynslu að gosvirkni kemur í hrinum segir Páll að það væri „ekkert einkennilegt“ þótt eldgos yrði á Vestmannaeyjasvæðinu á næstu árum eða áratugum. „Það er ekkert þar í gangi nú sem bend- ir til að gos sé yfirvofandi, en hlut- irnir gerast hratt ef þeir fara af stað á annað borð. Þannig byijaði snörp skjálftahrina undir Heimaey einum og hálfum sólarhring áður en gosið hófst,“ bætir Páll við. Kötlugos 1955? Katla, sú fræga eldstöð í Mýr- dalsjökli, hefur haldið nokkuð beinu striki síðan um 1600. Að jafnaði hefur Katla gosið tvisvar á öld og hafa það verið tilkomumikil stórgos. Miklir gosbólstrar, mikið öskufall og síðast en ekki síst gíf- urleg hlaup niður allan Mýrdals- sand. En nú virðist Katla hafa hikst- að. Síðasta stórgos í eldstöðinni var 1918 og segir Páll að miðað við regluna hefði átt að gjósa aftur um eða upp úr 1960. Því hefur verið grannt fylgst með Kötlu síð-. ustu ár og tíðar skjálftahrinur í jöklinum, bæði nærri Kötlu svo og vestar, í svokallaðri Goðabungu, hafa vakið athygli manna. Fyrir hefur komið að Mýrdalssandi hefur verið lokað um stundarsakir. Páll segir að í ljósi þessara stað- reynda hafi menn endurmetið at- burði sem urðu í jöklinum árið 1955. Þá kom talsvert hlaup í Múlakvísl og sigketill myndaðist við eldri gosstöðvar Kötlu. Þessu róti fylgdi skjálftavirkni. „Þetta var ekki talið hafa verið eldgos, en síðar hafa menn túlkað það á annan veg. Iiafi þarna verið eldgos þá hefur það verið það smátt í sniðum að það náði ekki upp úr jöklinum og því ekki dæmigert Kötlugos. Nú er það mál manna að Katla hafi þarna látið á sér kræla, en gosið hafí verið afbrigði- legt. Hvað lesa má úr því er aftur á móti ekki augljóst. Ef til vill hefur eldstöðin ekki náð að tappa al-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.