Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 11 mennilega af sér og ef það er til- fellið gæti verið stutt í næsta gos. Önnur tilgáta er, að eldfjöll í næsta nágrenni séu í einhveiju óljósu þrýstingssambandi, að tíð gos í Heklu og Vestmannaeyjum hafi á einhvern hátt slakað á þrýstingi í Kötlu,“ segir Páll. Páll bætir við að önnur eldstöð nærri Kötlu hafi virst vera í nokkr- um tengslum við þá gömlu. Er það Eyjafjallajökull, en tvö gos hafa orðið á sögulegum tíma í fjallinu, annað réft eftir 1600 og hitt 1823. „Bæði gosin virðast hafa orðið í hájöklinum og bæði voru fremur lítil. Það athyglisverða er, að segja má að bæði hafi tengst Kötlugos- um. Eyjafjallajökull er eldstöð sem þarf að taka tillit til, síðast í fyrra voru þar jarðskjálftar sem mjög líklega tengdust kvikuhreyfingum þótt gos hafi ekki náð að komast upp á yfirborðið. Það sýnir að allt getur gerst þarna," segir Pálí. Eldstöðvar undir Vatnajökli Það er til marks um mótsagnirn- ar í íslenskri náttúru, að stærsti jökull Evrópu, Vatnajökull, er ger- samlega sundurskotinn af bráð- virkum eldstöðvum með mikium jarðhitasvæðum. Ber þar hæst Grímsvötn, en Kverkfjöll eru auk þess mikið hitasvæði. Sé miðað við eldvirkni hefur þó vegur Bárðar- bungu farið vaxandi og seinni árin hafa vísindamenn áttað sig á því að eldsumbrot hafa trúlega verið fylgifiskur að minnsta kosti þriggja Skaftárhlaupa hin seinni ár. Undir jöklinum hefur fundist mikill hryggur, nefndur Loka- hryggur, og yfir honum tveir sig- katlar í ísnum sem Skaftárhlaupin koma úr til skiptis. Grímsvatnahlaupin hafa komið á 4-5 ára fresti og er farið að styttast í það nægta. Þarna er öflugt jarðhitasvæði sem bræðir jökulinn, stöðuvatn mikið fyllist smátt og smátt uns framrás hefst ogjökullinn sígur. Árið 1983 gaus í suðurbrún Grímsvatna-öskjunnar og ýmislegt bendir til þess að slíkt hafi einnig gerst 1984, án þess þó að eldur hafi komist upp úr ísnum. Bárðarbunga skín í gegn Páll segir að eldstöðin i' Bárðar- bungu hafi ekki uppgötvast fyrr en fyrir 20 árum, er menn sáu „öskjuna skína í gegn um ísinn á gervitunglamyndum", eins og hann kemst að orði. Þarna er sum sé virkt eldfjall, há eldkeila með öskju. í gegn um tíðina hafa alls konar hræringar verið í Vatnajökli og flestar skrifaðar á Grímsvötn. Nú bendir ýmislegt til þess að sum- ar þeirra hafi átt upptök í Bárðar- bungu. „Arið 1974 byijaði þarna merki- leg syrpa sem stendur enn. Það virðist sem kvikuþró í rótum eld- stöðvarinnar sígi saman. Það veld- ur skjálftum og eru stærstu kipp- irnir 5 til 5,5 stig á Richter kvarða. Þeir finnast hins vegar ekki í byggð vegna fjarlægðar. Ýmis stórgos á sögulegum tíma má tengja þessari eldstöð, þ.e.a.s. þau hafa orðið á sama sprungusveim. Til dæmis stórgos í Vatnaöldum rétt eftir landnám, en þá féll hið svokallaða landnámslag, öskulag sem finnst víðast hvar á landinu og hefur verið notað til að tímasetja land- námið. Mikið gos í Veiðivötnum um 1480 tengist einnig kerfi þessu. Ef litið er til lengri tíma má full- yrða, að svæðið er fullt eins virkt og Grímsvötn. Segja má um bæði svæðin, að óvenjulega langt sé síð- an að á þeim gaus svo orð sé á gerandi. Það væri því ekki ein- kennilegt þótt veruleg gos kæmu á þessum svæðum í nánustu fram- tíð,“ segir Páll. Lokahryggur íssjármælingar hafa sýnt fram á að hryggur er undir ísnum vest- an við Grímsvötn. Þar er jarðhiti og uppspretta Skaftárhlaupa sem hafa komið að jafnaði á tveggja ára fresti síðustu 40 árin. Skjálftar á svæðinu sýna að þetta eru virkar eldstöðvar. Katlarnir, sem eru tveir, síga í hlaupunum og þegar þeim lýkur hefur komið fram órói á skjálftamælum. Katlarnir síga ekki báðir í einu, heldur koma hlaupin úr þeim til skiptis. Það er sá eystri sem þykir áhugaverðari sökum hugsanlegrar eldvirkni. Páll segir: „Það var byijað að mæla þarna árið 1985 og síðan hafa komið þijú hlaup úr eystri katlinum, 1989, 1991 og 1995. Þegar hlaupunum er að ljúka hefur komið órói á skjálftamælum sem líkist gosóróa, rétt eins og hlaupin hleypi af stuttum gosum. Skjálfta- virknin jókst eftir hlaupið síðasta sumar. Nú mælast þar skjálftar í hverri viku. Samkvæmt þessu bendir margt til þess að gos hafi orðið undir jöklinum þarna þrisvar á síðustu árum. Það verður því fróðlegt að fylgjast með því hvað þarna gerist á næstu árum.“ Kominn tími á Reykjanes? Síðast gaus á Reykjanesskaga árið 1340 og telur Páll að það sé mjög langur tími miðað við að skaginn er á virkum flekaskilum. Fyrir þann tíma voru gos mjög tíð. Eftir landnám komu til dæmis þrjár stórar goshrinur, ein í Brenni- steinsfjallakerfinu, önnur rétt um 1200 í Krýsuvík og sú þriðja, rétt eftir 1200, á Reykjanesi, bæði á landi og í sjó. „Okkur hefur orðið tíðrætt um hrinutilhneigingar eldsumbrota og er ógerningur að segja til um hvað langt geti liðið á milli hrina. Sem stendur er fátt sem bendir til yfir- vofandi eldsumbrota, en hlutirnir geta verið fljótir að breytast. Aftur á móti hafa íbúar Reykjanesskaga ekki farið varhluta af jarðhræring- um, en svæðið hefur eftir sem áður verið mjög virkt jarðskjálfta- svæði.“ Páll bætir við, að fátt ef nokkuð bendi til þess að eldsumbrot séu í uppsiglingu á Hengilssvæðinu þrátt fyrir tíðar jarðskjálftahrinur þar undanfarið ár. Engir meiri háttar kvikuflutningar hafí verið þar á ferðinni, þótt ekki sé útilokað að skjálftarnir tengist minni háttar breytingum á kvikuþrýstingi. „Það hefur vafist aðeins fyrir mönnum að túlka þessa skjálfta. Þessar hrinur eru furðu þrálátar en enginn skjálfti stór. Þetta ein- hvern veginn vill ekki hætta og gæti bent til þess að spenna fari hækkandi í jarðskorpunni á öllu suðvesturhorninu,“ eru lokaorð Páls Einarssonar. fltangiiiiÞIiiMfr - kjarni málsins! clean+^ clean and easy nútíma háreyðingar- meðferð með vaxi • Langtíma háreyðing (4-6 vikna). • Vax sérstaklega fyrir viðkvœma húð. • Náttúruleg vaxblanda. Vökvi sem hœgir á hárvexti. 15% kynningarafsláttur af vaxmeðferð í nóvember á eftirtöldum snyrtistofum: Snyrtistofa Ágústu 552-9070 Snyrtistofa Díu 551-8030 Snyrtistofa Halldóru 588-1990 Snyrtistofan Ársól 553-1262 Snyrtistofan Ásýnd 588-7550 Snyrtistofan Fegrun 553-3205 Snyrtistofan Guerlain 562-3220 Snyrtistofan Gyðjan 553-5044 Snyrtistofan Helena fagra 551-6160 Snyrtistofan Líf 557-9525 Snyrtistofan Maja 551-7762 Snyrtistofan Mandy 552-1511 Snyrtistofan Okkar 568-2266 Snyrtistofan Paradís 553-1330 Snyrtistofan Lipurtá 565-3331 Snyrtistofan Þema 555-1938 • Á/œdaÁœs* * Snyrtistofan Rósa 565-9120 • < leJijarfta/'neti Snyrtistofa Sigríðar Guðjónsdóttur 561 • . i(/tureyri Snyrtistofa Nönnu 462-6080 • ÖBotyameg' Snyrtistofa Jennýar Lind 437-1076 C. Pantið tíma strax! //íe/laotAy Snyrtistofan Dana 421-3617 • V{í//ör'(la{' Snyrtistofan Sóley 456-4022 /XM/reAfí/fö/'Jor Snyrtistofa Sigriðar 456-1380 ’Sandyeodó Snyrtistofa Rósu 423-7930 . íc/{/<)(/{'/{'<//•</{' Fótaaðgerða- og snyrtistofan Táin 453-5969 S(U/bs& Snyrtistofa Ólafar 482-1616 Stw/masisiae<//<{/' Snyrtistofan Anita 481-1214 Snyrtistofan Farðinn 481-1993 -1161

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.