Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sagan Handritið að fyrstu bók Kristínar Marju Bald- ursdóttur var handskrif- að á helgarmorgnum. Sú handavinna tók þegar lögboðinn drungi hvíldi yfir öllu. Ritgerðin hófst á þessum orð- um: „Am Karfreitag, als jch auf dem alten Steinkai stand“ (Á föstu- daginn langa þegar ég stóð á gömlu steinbrúnni). Sjö árum síðar fór þessi setning að leita á mig og tók á sig mynd.“ Handskrifuð En löngunin til að segja sögur á sér enn lengri aðdraganda. „Ég hef líklega ekki verið nema tíu ára þeg- ar ég var farin að semja sögur í stílabók sem ég las upp fyrir vin- konur mínar. Á unglingsárum átti ég það til að draga vinkonurnar út í dimmt skot og Ijúga þær uppfullar af sögum sem ég sagði vera sögu- þráð úr bíómynd sem ég hefði séð. Ég hélt áfram að semja sögur en skrifaði þær ekki niður fyrr en eft- ir að Frau doktor hafði hvatt mig til þess. Ég veit hins vegar ekki hvað varð til þess að ég fór að skrifa þessa bók, sagan hafði verið þama einhvers staðar svo lengi, aðalsögu- hetjan var löngu orðin til í huga anum. Lá grafkyrr í myrkrinu og samdi. Þegar nokkrar setningar voru komnar, fór ég með þær nokkrum sinnum í huganum svo að ég myndi þær þegar ég vakn- aði. Þá hripaði ég þær niður á blað áður en ég lagði af stað í vinnuna." Hún segist ekki hafa hugsað sér að láta af þessari vinnuaðferð, þrátt fyrir að hún virðist óþjál, segist verða full örvæntingar geti hún ekki samið neitt. Stelpusaga Mávahlátur er uppvaxtarsaga segir Kristín Maija en ekki þó henn- ar eigin. „Ætlunin var ekki einu sinni að þetta yrði uppvaxtarsaga, heldur átti stelpuskömmin í sögunni að vera vitni að þeim atburðum sem eiga sér stað. Svo fór mér að falla æ betur við hana, fannst raunar að það væri full þörf á því að segja svona stelpusögu til mótvægis við allar strákasögurnar. Skrifa um bólur og bijóst og blæðingar og þá áráttu stelpna að liggja sífellt á hleri.“ fimm ár en sjálf hafði sagan verið miklu leng- ur í smíðum. Urður Gunnarsdóttir komst að því í viðtali við Krist- ínu Marju að bókin á LAILEYNI fátt skylt við þá yfir- halningu sem höfundur- inn hefur veitt kaup- mönnum og neytendum í blaðamannstíð sinni. SAGAN hafði legið lengi í leyni áður en höfundurinn lét verða af því að koma henni á blað. Handskrifaði hana alla á tímum nútímatækninn- ar; tölva og ritvéla, og við skrifin fékk hann útrás fyrir stjórnsemi sína; búinn var til bær og fólk í hann sem hægt var að ráðskast með að vild. Á daginn stýrir Kristín Maija Baldursdóttir nemendum sín- um.með harðri hendi en þegar öllum skylduverkunum er lokið á kvöldin getur hún með góðri samvisku horf- ið á vit ímyndunarinnar. Kristín Maija er kennari og blaðamaður. Hún hefur lesið ís- lenskum neytendum og kaupmönn- um pistilinn, barið þýsku inn í haus- inn á unglingum og komið þremur dætrum til manns. Þar að auki hef- ur hún fengist við skriftir og nýver- ið kom út fyrsta bókin hennar. Bókin heitir Mávahlátur og útgef- andinn, Mál og menning, sagði að um kvennasögu væri að ræða. „Ég er búin að þusa dálítið út af þessu,“ segir höfundurinn. „Er þetta sjálf- krafa kvennasaga af því að það eru margar konur í henni? Ég minnist þess ekki að hafa heyrt talað um karlasögur. Það er vissulega rétt að ég er að skrifa um þennan magn- aða kvennaheim en ég skrifa líka um stéttabaráttu, ástir og dular- fulla atburði." Sem sagt spennusaga? „Ég veit það nú ekki,“ segir Kristín Maija með semingi. „Ég var bara orðin svo þreytt á setningunni konur eru konum verstar. Þetta er tómur þvættingur. Það eru yfirleitt konur sem tjasla manni á endanum saman þegar eitthvað hefur gengið á. Ég var orðin leið á lýsingum karla á konum í mörgum bókum, ég þekkti ekki þessar konur sem verið var að lýsa. Ég vildi lýsa kvennaheimin- um eins og ég þekki hann; öllu því sem fylgir kvenþjóðinni. Öllu stúss- inu, pjattinu og þessum eilífu áhyggjum af afkomunni." Stutt þögn áður en áfram er haldið. „Menn halda að konur séu rómantískar, sem þær eru ekki. Þær eru jarðbundnar en sækja hins Morgunblaðið/Kristinn vegar í rómantíkina því hún gerir þær fijálsar. Þá komast þær á flug.“ Horfið aftur í tímann Vissulega leika konurnar stórt hlutverk en um fleira er rætt í Mávahlátri, m.a. stéttabaráttuna. „Það hefur ekki verið nein alvöru, stéttaskipting á íslandi fyrr en nú. Bilið á milli ríkra og fátækra hefur aukist en íslendingar þola ekki stéttamun. Við erum svo fá og við erum öll komin af bændum og sjó- mönnum, líka þeir sem telja sig til betri borgara. Verkafólkið horfir á það sem nágranninn veitir sér og hugsar með sér, ef hann getur það, þá get ég líka.“ En hvers vegna lætur þú atburð- ina þá gerast fyrir fjórum áratugum í stað þess að skrifa samtímasögu? „Ef til vill var það flótti frá þess- um friðlausa heimi, tilraun til að stíga af þessari þreytandi upplýs- ingahraðbraut og detta aftur í and- rúmsloft sjötta ára- tugarins. Þegar karl- ar og konur gengu með hatta, kettir vofu í öðru hveiju húsi Og heimilisfólkið hlustaði á útvarpssöguna á meðan það var í fóta- baði. Dularfulli þáttur- inn á sér hins vegar aðrar skýringar, ég varð að skemmta mér á meðan ég sat ein við skriftirnar og ég hef haft unun af sakamála- sögum svo lengi sem ég man eftir mér.“ En upphaf bókarinnar er hins vegar að leita fimmtán ár aftur í tímann. Þá bjó Kristín Maija í Þýskalandi og var þar í þýsku- námi. „Þar var Frau doktor eitthvað með hnút í hnakka sem kenndi okkur þýsku. Hún bað okkur að skrifa minningarbrot úr æsku okkar og ég lýsti páskadegi frá þeim árum mínum. Að endingu tók ég í hnakka- drambið á sjálfri mér, það að setjast niður við skriftirnar var mesta barátta við sjálfa mig sem hef ég komist í.“ Kristín Marja hand- skrifaði alla bókina, þar sem hún eignaðist ekki tölvu fyrr en langt var liðið á skrift- irnar, auk þess sem henni leiddist suðið í tölvunni. Verkið gekk hægt framan af. „Ég skrifaði nokkrar setningar á kvöldin eftir að ég var búin að sinna skylduverkunum. Það sóttist seint og var lítið vit að vinna þannig, svo ég fór að vakna snemma á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum til að skrifa. Síðan fór ég að semja á næturnar þegar ég var andvaka. í stað þess að ráfa um húsið eins og lafði Makbeð, full beiskju, fór ég að .semja í hug- Heiti bókarinnar, Mávahlátur, hefur vakið forvitni margra og Krist- ín Maija segir skýringuna tengjast því að sagan gerist í fískibæ þar sem hlátur mávanna sé stef sem gangi í gegnum bókina. Fólkið í sögunni, eins og svo allt of oft vill vera, sér ekki það sem á sér stað fyrir fram- an nefið á því en mávarnir sjá allt og hlæja allan tímann. En sagan varð ekki eingöngu til í hugarheimi Kristínar Maiju, um- fangsmikla heimildavinnu varð að inna af hendi þar sem bókin gerist í upphafi sjötta áratugarins, þegar höfundurinn var vart af bleiualdri. „Þetta voru merkilegir tímar, mikl- ar væringar, verkföll og skömmtun- arseðlar. Ég las heila árganga af Þjóðviljanum, Alþýðublaðinu og Morgunblaðinu til að fá tilfinningu fyrir tíðarandanum. Ég hljóp í þetta á kvöldin og í hádeginu af og til í fimm ár. Svo spurði ég konur sem mundu þessa tíma út úr um klæða- burð. Þetta var mikil vinna en ég UPPHAFIÐ að Máva- hlátri má rekja til rit- gerðar sem skrif uA var í Þýskalandi. „Hún hófst á þessum orðum: Am Karfreitag, als lch auf demalten Steinkai stand (Á föstudaginn langa þegar ég stóð á gömlu steinbrúnni). Sjö árum síðar fór þessi setnfng að leita á mlg og tók á sig mynd.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.