Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 29 | ___________________________________ því haldið fram, mest í gamni, að • séra Rögnvaldur væri eini múslim- inn sem gegndi prestþjónustu hjá íslensku Þjóðkirkjunni. Allt þetta hafði ég heyrt um Rögnvald, áður en ég kynntist hon- um. Einnig um einarða afstöðu hans til sjálfstæðismála þjóðarinn- ar og þátt hans í baráttunni gegn erlendum herstöðvum hér á landi. ) En ég hafði enga hugmynd um ) hvílíkt ævintýri það yrði að kynn- ast þessum manni, að ferðast með * honum til Jerúsalem og eiga hann að vini. Það er hamingja að eiga vin sem vekur mann upp á morgnana með símtali og er svo skemmtilegur, að hláturinn lifir í manni langt fram á dag. Ef eitthvað er að marka málsháttinn um að hláturinn lengi lífið, er ég hræddur um að ég geti ’ orðið nokkuð langlífur. Það verður j þá séra Rögnvaldi um að kenna. | Rögnvaldur var einstaklega hlýr maður. Hann var alla ævi næmur eins og barn, jafnt á mannfólkið, náttúruna og umhverfið allt. Þessi eiginleiki kom sterkt fram í snilldarlegum ljóðum hans. Hann opnaði augu mín æ ofan í æ fyrir hlutum sem þau voru annars lukt. í fáum og fátæklegum orðum fæ . ég lítt þakkað vini mínum góðar samverustundir til hinsta dags. Það er huggun harmi gegn, að sama | daginn og Rögnvaldur lést og und- ir sama þaki, skyldi honum fæðast sonarsonur, Finnbogason. Við Björk vottum Kristínu, bömum öll- um og barnabömum, Sesselju syst- ur hans og öðmm aðstandendum, dýpstu samúð og þakklæti fyrir auðsýnda góðvild alla tíð. Sveinn Rúnar Hauksson. Séra Rögnvaldur Finnbogason I sóknarprestur á Staðarstað er fall- inn frá. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu eftirtektarverður per- sónuleiki sem setti svip á samtíð sína. Með þessum fáu orðum ætla ég ekki að rekja fyrsta æviskeið séra Rögnvaldar. Þar þekki ég lítið til enda munu aðrir gera þeim þætti skil sem betur eru kunnugir. Mig langar aðeins til þess að nefna örfá I atriði af kynnum okkar þau 22 ár ' sem hann var prestur okkar í Stað- arstaðarprestakalli. Hann var fjöl- hæfur gáfumaður og gerði nokkuð af því að ferðast og kynnast fram- andi löndum og þjóðum. Þessa þekkingu sína notaði hann oft til þess að auka áhrifamátt í mörgum eftirminnilegum ræðum sínum. Séra Rögnvaldur var sjálfstæður í skoðunum og setti þær óhikað fram. Hann batt ekki alltaf bagga | sína með sama hætti og samferða- mennimir. Það kom fljótt í ljós, eftir að hann kom að Staðarstað, að hann lagði mikla rækt við áð fegra stað- inn og gera hann í alla staði sem reisulegastan. Kirkjan fór heldur ekki varhluta af þessum áhuga hans. Allir sem koma í Staðarkirkju geta séð hve smekklega er að henni búið. Þar hefir hugkvæmni séra Rögnvaldar I notið sín vel. Þegar Rögnvaldur flutti í presta- kallið var Búðakirkja komin í mikla niðumíðslu og þörf mikilla aðgerða á henni. Var því fljótlega farið að ræða um viðgerð á kirkjunni. Séra Rögnvaldur tók upp baráttu fyrir því að kirkjan yrði endurbyggð í sama stíl og hún upphaflega var árið 1§48. Þetta ræddi hann við forystumenn Þjóðminjasafns og fékk góðar undirtektir. Með góðum stuðningi heimamanna og fjöl- margra annarra hefir þessi endur- reisn náð fram að ganga. Það er ekki síst að þakka farsælli forystu séra Rögnvaldar. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til þeirra presthjóna á Staðarstað og njóta alúðar þeirra og vinsemdar. Við hjónin þökkum séra Rögn- valdi fyrir áralanga, trausta vináttu. Konu hans og börnum vottum við innilega samúð. Þráinn Bjarnason. MIIMNINGAR GUÐMUNDUR ERLENDUR GUÐMUNDSSON + Guðmundur Er- lendur Guð- mundsson fæddist 23. maí 1968 í Reykjavík. Hann lést 23. október síðastliðinn. Hann var sonur Nínu Math- iesen og Guðmundar Erlendar Hermanns- sonar. Útför Guðmundar Erlends hefur farið fram í kyrrþey. Hinsta kveðja móður Elsku Mummi minn, mér fannst ég ekki geta kvatt þig nógu vel þegar þú varst kistulagð- ur, enda margir um að kveðja þig. Þú varst allra yndi, elsku drengur- inn minn. Þú varst eitthvað svo smár í kist- unni, en svo bjartur og yndislega fallegur. Það er ekkert skrítið, þú varst alltaf svo fallegur, góður og blíður og vildir öllum gott gera. Ég minnist dásamlegra tíma úr bemsku þinni. Þú vafðir alltaf hand- leggjunum þínum um hálsinn á mér hvar sem við vorum. En svo veiktist ég og þú þurftir að fara frá mér. Það var sárt, svo sárt, en ég vissi að þú varst í góðum höndum og við gátum alltaf hist öðru hvoru. Svo liðu árin, og þú varst allt í einu orðinn fulltíða mað- ur. Elsku Mummi minn, ég vissi ekki nákvæmlega hvemig þér leið, þér tókst svo vel að dylja mig þess. Þú varst alltaf svo hress og kátur þegar þú varst hjá mér. Nú eru að koma jól. Þú borðaðir alltaf hjá mér á jólunum - þú gerir það ekki lengur. Það verður líka allt gleðisnauð- ara. Elsku drengurinn minn, þetta eru bara fáein kveðjuorð frá mömmu þinni. Þakka þér fyrir allt það góða sem þú gafst mér á lífsleiðinni. Nú ert þú kominn til föður þíns og afa. Megi Drottinn umvefja þig ljósi sínu og gefa sálu þinni frið og ró um alla eilífð. Drottinn blessi minningu þína. Þín mamma. GUÐBERGUR INGÓLFSSON + Guðbergur Ingólfsson fæddist á Litla-Hólmi í Leiru í Gerðahreppi 1. ágúst 1922. Hann lést á Borgarspítal- anum 1. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Út- skálakirkju 8. október. .ALLAR hugsanir leita aftur í tím- ann á svona stundum. í huga mér stendur Beggi í blárri peysu við eld- húsgluggann á Húsatóftum, en við borðið sitja minnst tíu böm og kannski nokkrir fullorðnir sem slæðst hafa inn í kaffi. Mjólkurglös eru full af ljósbrúnu dísætu kaffi og Didda er að bæta jólakökusneið- um og matarkexi á diska. í þessari minningu er alltaf brakandi þurrk- ur, tauið dansandi á snúrunum og sólin skín á snjóhvítan saltfískinn þar sem hann liggur til þerris á svörtu fjörugtjótinu. Það var alltaf pláss fyrir eitt bam til hjá Diddu móðursystur minni og Begga manni hennar og ég naut þess að heimsækja þau. Naut þess að ærslast með hinum krökkunum og vasast í saltfískvinnu. Salt í sár og að breiða og taka saman var mér ævintýraleg upplifun, en hinum börnunum daglegt brauð. Samt sögðu þau aldrei: „Þér þætti þetta Blómastofa Friðjuuis SuðurlandsbrautlO 108 Reykjavík * Sími 5531099 ekki svona rosalega gaman af þú þyrftir alltaf að vera að þessu." Það var mikið unnið í þá daga og ekki held ég að fríin hafi verið mörg, en samt man ég eftir að hafa einu sinni farið, ásamt móður minni, í langt ferðalag með Diddu, Begga og tveimur börnum þeirra. Það var þá sem ég uppgötvaði hvað þau vom skemmtilegir ferðafélag- ar. Þau sungu svo vel og svo vom þau svo fróð um allt sem fyrir augu bar. Elsku Didda, mér er það ómögu- legt að skrifa um Begga án þess að skrifa líka um þig, því ég held að ég hafi aldrei hugsað um annað ykkar án þess að hugsa um leið um hitt. Ég veit að þið Beggi hafið ver- ið hvort öðm og öllum öðmm góðir ferðafélagar á þessu ferðalagi okkar og ég bið Guð að styrkja þig og fjölskyldu þína. Leyf mér nú að stijúka þér um vanga eins og Beggi strauk einu sinni mér. Þá virtist líf mitt dapurlegt og erfitt fyrir alla að ræða það. En Beggi kom til mín, blíður að vanda, strauk mér um vangann og sagði: „Það er svo skrýtið þegar ólánið eltist við þá sem síst eiga það skilið.“ Þetta var besta huggunin. Hulda Karen Daníelsdóttir. II I Krossar áleiði I 'Æarlit og málo&ir. Mismunandi mynsnjr, vonduS vinna. Sími SS3 S989 og SS3 S738 »»»»»»»»»»» ^ Fersk blóm og * % 2 * skreytingar * a við öll tækifæri * A Persónuleg þjónusta * A ------------ x ^ Fákafeni 11, sími 568 9120 $ ■}■» »»»»»»»» »* t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlét ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FINNS HILMARS INGIMUNDARSONAR, Teigaseli 1, Reykjavík. Bergljót Karlsdóttir, Marfa Guðrún Finnsdóttir, Bragi Olafsson, Ingibjörg Auður Finnsdóttir, Skúli Sigurvaldason, Sigurlaug Björk Finnsdóttir, Guðmundur Guðbjörnsson, Finnur Sverrir Magnússon, Helga Guðrún Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUNNARS HELGA SIGURÐSSONAR frá Brúarhrauni, Melgerði 15, Reykjavík. Soffía Guðbjörg Sveinsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Viggó Jörgensson, Lena K. Lenharðsdóttir, Helga Jörgensdóttir, Helgi I. Jónsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS EMILSSONAR. Dagrún Gunnarsdóttir, Emil Theodór Guðjónsson, Guöriöur Halldórsdóttir, Sveinn Guðjónsson, Björg H. Bjarnason, Gunnar Guðjónsson, Guðrún Gfsladóttir, Anna Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir minn, GUÐMUNDUR GUNNARSSON, Arnarsíðu 2a, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 15. nóvem- ber kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Helga Guðmundsdóttir. t Við þökkum ykkur öllum, sem sýndu okkur hlýhug og samúð og veittu okkur stuðning við ótímabært fráfall okkar hjartkæru dótt- ur, systur og barnabarns, STEINUNNAR ÞÓRU MAGNÚSDÓTTUR, er lést 1. október sl. Sérstakar þakkir til alls leitarfólks og björgunarsveita Vestmanna- eyja, svo og til allra nemenda og kennara Sólvallaskóla. Guð blessi ykkur öll. Sonja Guðmundsdóttir, Magnús Þór Gissurarson, Guðmundur Þór Magnússon, Svanhildur ólafsdóttir, Júlía Gladys Magnúsdóttir, Guðmundur Guðleifsson, Guðrún Brynjólfsdóttir. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - sími 587 1960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.