Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 í tilefni snjóflóðsins á Flateyri MORGUNBLAÐINU hafa borist nokkur ljóð í tilefni atburðanna á Flateyri og birtast þau hér: Orlagahrinan mikla á Flateyri Hnipinn Þorfinnur - Þengill fjalla ijarðar - horfir sjónum hryggum á heljarfargið saklausra á bijóstum - bama, kvenna og karla - - fómarlamba flóðsins - á Flateyri vestur. Hélzt til fáu eirði örlagahrinan mikla: helgur reitur - - heigra Guðs bama - ei var undanþegin ógn þeirri og ægifóm, er jafnaði byggð við jörðu jörmunflóðið mikla. Þar ættmenni vor hvíla og ástvinur margur; ei gafst þeim nú friður í grafarþrónni, er æddi flóðið yfir allt, sem á vegi varð, líka hvilustaðinn hinzta horfinna frænda. En sárust var sú fómin, er fólk á öllum aldri fjöri glataði, fannhvítu undir fargi flóðsins ofurþunga; tveir tugir manna til bana voru lostnir, reyrðir fjötrum frerans. Sólarljóða lokaorðin líkn oss færa; - helgu friðarorðin okkar hugann kyrrir, því bljúg í huga segjum blessuð orðin þessi: v „Drottinn gefi dauðum ró, en hinum lflcn, er lifa.“ FLATEYRARKIRKJA. Váin sífellt vofir vom lífi yfir, - þótt í blíðum ranni búum. Oft hörð er tíð á ísaláði. Látum eigi æðrast, ekkert framsókn hefta. Strax hefjumst handa að nýju, þótt skaflar beygðu skalla. Guð blessi eyrar bemsku minnar og æsku: Flateyri Önundar, Suðureyri Súganda og búendur þeirra byggða i ægifaðmi fjalla, víkur og voga og Vestfirði alla. Guð gefi aftur finnum ilm úr jörðu vestra og að vitum berist vestfírzk sjávarselta. Upp úr djúpi dauða aftur mun upp rísa ástsæl eyrarbyggð í Önundarfirði. Þorgeir Ibsen. kjósmynd/Guðmundur Ragnar Björgvinsson SÉÐ yfir Önundarfjörð af fjallinu Stakki Allir hingað fyrir liðs- myndatökuna! Þú mátt velja... þú getur Hvers konar Mér sýnist að Ég ætla að taka tíu annaðhvort setið við hlið- val er það? það sé aug- 5x7, tólf 8 x 10, og ina á Sóða-Pésa eða hund- ljóst mál. tuttugu í veskja- inum... stærð... Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.