Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 40
‘0 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hjartans þökk til ykkar allra, sem glödduð mig með heimsóknum, vinarhug, gjöfum og kveðjum á 90 ára afmœli mínu 6. nóvember sl. Margrét Finnbjörnsdóttir. ílý sendin? frá GREGOR Svartir/brúnir Póstsendum samdægurs. af nýjum, falle?um • • Svartir/brúnir vorum SKÓUERSLUN KOPAVOGS KAMRA80RG3 •SlMI554 1)54 • tr' -rmiNAD »9 J nmnvtxai* wfdn ...blabib - kjarni málsins! Abendingar á injólkiiniinbúdum, nr. 22 af'60. Hvað dinglar? Það sem lafír getur dinglað (= sveiflast), og við getum dinglað | því sem lafir, t.d. fótunum, ef við sitjum uppi á borði. En fastir | hlutir dingla ekki og þeim verður ekki dinglað. Haldið ykkur fast í strætis- vagninum og hringið bjöllunni - en dinglið ekki! MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. I DAG KRAKKARNIR í 7. bekk grunnskólans á Hellu héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Flateyringum. Alls söfnuðu þau 27.517 krónum..Á myndinni eru nokkrir bekkjarfélaganna. F.v. Margrét, Þórunn Inga, Dýrfinna Ósk, Ólöf, Vigdís og Björg Elín ásamt viðskiptavinum. ÞESSI GLAÐLEGU börn bjuggu til lyklakippur og nælur og seldu í hús og söfnuðu 1.800 krónum sem þau gáfu í söfnunina „Samhugur i verki“. Þau heita Kolbrún Ýrr Rólandsdóttir, Gréta Mjöll Samúels- dóttir og Þorgeir Logason. ÞRJÁR duglegar stúlkur á Seltjarnarnesi söfnuðu fé til styrktar Hjálparsjóði Rauða kross íslands. Þær söfnuðu 3.051 kr. Stúlkurnar heita Pálína S. Magnúsdóttir og Anna Guðrún Ragnarsdóttir. Einnig var með Olöf Tinna Frímannsdóttir en hún er ekki á myndinni. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Þekkir einhver kvæðið? ÓLÖF hringdi og bað um að þeir sem kannast við þetta erindi úr kvæði hafi samband við sig í síma 553-2122. Mér er sem leggi ég lófann á litla höfuðið þitt biðjandi guð að geyma gullfagra barnið mitt. Tapað/fundið Græna kortið GRÆNA kortið tapaðist á leið úr Kópavogi í Kringluna eða í Kringl- unni. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 564-2554. Fundarlaun. Næla tapaðist GYLLT næla tapaðist sl. miðvikudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 562-1414 eða síma 553-9242. Hjól tapaðist BLÁGRÆNT hjól af gerðinni KHS Summit, með svörtum brettum, stýri og bögglabera, hvarf frá Langholtsvegi sunnudaginn 5. nóvem- ber sl. Hafl einhver séð þetta hjól er hann beðinn að skila því til óskila- munadeildar lögreglunn- ar. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Hvitur ieikur og vinnur STAÐAN kom upp í B flokki á stórmótinu í Horgen í Sviss. Þýski alþjóðameistar- inn Christian Gabriel (2.475) hafði hvítt og átti leik gegn Y. Masserey (2.350), Sviss. í þessari ró- legu stöðu fann hvítur óvæntan vinning: 19. Ra2! — Bxel 20. Ðxc6 — Ba5 (Eins gott var að sætta sig við orðinn hlut og leika 20. — Bxf2+) 21. b4 - Dd7 22. Dxd7 - Rxd7 23. bxa5 og með tvo menn fyrir hrók vann Gabriel endataflið auðveldlega. Röð efstu manna í B flokknum: 1. Almasi, Ungvetja- landi 7'/2 v. af 9, 2. Hodgson, Englandi 6 '/2 v. 3-4. Gabriel og Zuger, Sviss 6 v. Þeir tveir síðastnefndu náðu báðir áfanga að stórmeistaratitli. 5. Kindermann, Þýska- landi 4 V2 v. 6. Brunn- er, Sviss 4 v. 7. Van Wely, Hollandi 3'/2 v. 8. Forster, Sviss 3 v. 9. Pia Cramling, Sví- þjóð 2'/2 v. 10. Masse- rey 1V2 v. Unglingameistaramót Hellis 1995 verður haldið mánudagana 13. og 20. nóv- ember frá kl. 17.15 til 19.15 báða dagana. Umhugsunar- tíminn verður 20 mínútur á skákina. Tefldar verða sex umferðir. Mótið fer fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Mót- ið er opið öllum börnum og unglingum á grunnskóla- •aldri. Víkveiji skrifar... VATN ER er lífsnauðsyn mönn- um, dýrum og gróðri. Það er ein dýrmætasta auðlind jarðarinn- ar. Og allir vita hver örlög fær, sú urt sem hvergi í vætu nær! Hung- ursneyð, sem nánast er fastagestur fólks sums staðar í veröldinni, rekur oftlega rætur til vatnsskorts og fylgjandi uppskerubrests. Ferðaglatt fóik, eins og íslend- ingar, þekkir að sjálfsögðu mýmörg dæmi þess, að hættulegt er að drekka kranavatn á viðkomustöðum erlendis. Kaupa verður bergvatn, ölkelduvatn eða hreinsað vatn í neytendaumbúðum. Annars getur illa farið. íslenzka vatnið er af öðrum toga. Það er „lífsins vatn“ fólki, búfé og gróðri. Það er jafnframt „þunga- vatn“ í þjóðarbúskapnum. Raf- magnið (vatnsaflið), sem við getum sízt án verið, er afurð þess. Orku- frekur iðnaður, sem nú er í hvers manns huga, hangir á vatnsaflsspít- unni. Og heita vatnið, sem við sækj- um í iður jarðar, hitum híbýli okkar með og nýtum til ylræktar, var fyr- ir margt löngu regn og snjór í umhverfinu. xxx JARÐVARMINN og rafmagnið eru dýrmætir hlutar íslenzkrar auðlegðar. Þegar við hallmælum rigningunni og fannferginu gleym- um við gjarnan að ofankoma miður góðra veðurdaga er í raun endurnýj- un á vatnsbirgðum okkar, bæði heita vatnsins undir fótum okkar og þess kalda, sem verður að raf- magni - eða nýtist okkur sem neyzluvatn. Við erum jafnvel ekki meðvituð um þann veruleika að jöklar hálendisins eru einskonar „vatnsbankar", verðmæti geymd til nýrrar aldar! Við höfum einnig til skamms tíma verið ótrúlega blind á mikil- vægi þess að tryggja og vernda neyzlu- og nytjavatn í landinu. Það er ekki vonum fyrr að fram er kom- ið stjórnarfrumvarp til laga um vernd nytjavatns. Reyndar liggur einnig fyrir annað stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum um vatns- veitur sveitarfélaga. Það eru mörg ómerkari mál í þingsögunni. xxx MARKMIÐ vatnsverndarlaga, sem að er stefnt að setja, er „að tryggja vernd nytjavatns á þann hátt að almenningur hafi aðgang að heilnæmu neyzluvatni og vatni til atvinnurekstrar, húsdýrahald þar með talið". Lögin eiga að taka til grunnvatns, yfirborðsvatns sem og nytjavatnssvæða. Víkverji hefur ekki í hyggju að gegnumlýsa umrædd stjórnarfrum- vörp efnislega. Fagnar því hins veg- ar að vatnsauðlindin fær tímabæra umfjöllun á löggjafarsamkundunni. Bendir samt sem áður á að það getur verið fróðlegt - og stundum skemmtilegt - að glugga í þing- plögg, sem hægt er um vik að nálg- ast þau. Þannig eru skilgreiningar á hugtökum í lagafrumvarpi um vernd nytjavatns forvitnilegar. Dæmi: 1) „Verkavatn: nytjavatn sem ekki er neyzluvatn." 2) „Vatna- far: vatn á tilteknu svæði, staðsetn- ing þess, magn, rennsli, gæði, ástand, tímaháðar breytingar og vatnshagur frá úrkomu til rennslis út af svæðinu." xxx HRINGRÁS VATNSINS er skýranleg, sem er meira en hægt er segja um ýmsa hina tor- skyldari þætti tilverunnar. Líftími lífríkis á jörðinni er háður þessari hringrás. „Tíminn og vatnið“ heitir ljóða- bálkur eftir Stein skáld Steinarr, sem ýmsum þykir tormeltur. Máski er við hæfi að slá botninn í vatns- kerald þessara þanka með upphafs- orðum ljóðaflokksins: Tíminn er eins og vatnið, og vatnið er kalt og djúpt eins og vitund míns sjálfs. Og tíminn er eins og mynd, sem er máluð af vatninu og mér til hálfs. Og tíminn og vatnið renna veglaust til þurrðar inn í vitund míns sjálfs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.