Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 B 3 ástríðu að komast á einhvern tiltek- inn stað án tillits til þess hvað það kostar. Menn sem geta ekki um annað hugsað en óvenjuleg afrek á sviði landkönnunar fá ekki orð fyrir geð- prýði. Þremenningarnir frægu sem könnuðu Afríku á 19. öld — David Livingstone, Henry Stanley og Ric- hard Burton — voru vissulega mörg- um hæfileikum gæddir en jafnframt haldnir miklum geðflækjum. Stefnu- festa og þrá eftir viðurkenningu al- mennings knúðu þá til fráleitrar hegðunar og ofsafengins rógburðar um þá sem öttu við þá kappi og níddu þá. Með líkum hætti gerðu fremstu landkönnuðir á norð- urskautsslóðum, Robert Peary og Roald Amundsen, sig seka um heift- rækni og ofsa á efri árum sem gekk fram af vinum þeirra hvað þá öðr- um. í þessum fimm manna hópi var Burton einn bæði fræðimaður og landkönnuður, en þótt hann skyggndist víðár en hinir var hann vansæl sál, hlutdrægur og óstöðug- lyndur, hneigður til ofsabræði og andstyggðar á sjálfum sér. Þótt Vilhjálmur Stefánsson væri gerólíkur Peary, Amundsen, Stanley og Burton að skaplyndi og fram- göngu, átti hann hlut að sama stór- kostlega könnunarátakinu og þeir á síðustu áratugum 19. aldar og fyrstu árum hinnar tuttugustu. Hinn hefð- bundni landkönnuður, sem var að hluta til sjóræningi, að hiuta opinber skemmtikraftur og — já, reyndar — vísindamaður að einhverju leyti, hop- aði seint og um síðir af meginsviði sögunnar. Flestir landkönnuðir eru umdeiid- ir. Ferill Vilhjálms Stefánssonar vakti líka deilur og er sumum þeirra ólokið enn. Sumir samtíðarmenn töldu hann sýndarmenni og æsi- fréttamann og vefengdu jafnvel gildi starfa hans úti á vettvangi. Enn heyrist gagnrýni af þessu tagi, eink- , um í Kanada, þar sem óvildarmenn Vilhjálms hafa styrkari stöðu en í Bandaríkjunum eða Evrópu. Svo langur tími er liðinn síðan Vilhjálmur Stefánsson lét af virku hlutverki úti á vettvangi að unnt er að ná yfirsýn yfir deilur um störf hans á því sviði. Ætla má að sögu- legar heimildir veiti nú heildarsýn. Skrif og gögn þátttakenda eru varð- veitt í opinberum skjalasöfnum þar sem unnt er að rannsaka þau ’ leit að frekari vitneskju. Robert Peary sagði eftirfarandi um Vilhjálm þegar hann afhenti honum gullmedalíu The Nationai Geographic Society: „Vilhjálmur Stefánsson hefur gert uppdrætti af yfir 100.000 fermílum af áður ókönnuðu landsvæði í norður- héruðum Kanada og aukið þekkingu mannkynsins á svo margvíslegan hátt, að það er næstum ómetanlegt." Vísindamaðurinn Á árunum 1906 til 1918 ferðaðist Vilhjálmur í samtals 10 vetur og 7 sumur um heimskautalönd Ameríku. Hann lærði tungumál eskimóa til hlítar og varð fyrstur vestrænna manna til að sanna að hægt væri að lifa á gæðum heimskautalands- ins. í leiðangrinum 1913-18 safnaði Vilhjálmur gögnum sein fylltu 30 bindi og fjölluðu m.a. um dýra- fræði, mannfræði, landafræði, grasafræði, líffræði, veðurfræði, segulaflsfræði, jarðfræði og haf- fræði. Hinn frægi bakteríufræðingur dr. Rene Dubos tók svo til orða 1962: „Enginn hefur fært rök fyrir því á. gleggri, frumlegri og uppbyggilegri hátt að lífeðlislegar rannsóknir á lífs- háttum séu fullgilt svið innan mann- fræðinnar og afar gjöfull þáttur vís- indalegrar læknisfræði." Gagnrýn- endur Vilhjálms saka hann gjarnan um að vera gervivísindamaður, en sú ásökun leiðir hugann að því í hveiju sannar vísindakenningar séu þá fólgnar. Dubos hrósaði rannsókn- um Vilhjálms á aðlögunarþæfni esk- imóa, en þær voru fólgnar í ná- kvæmri beitingu hinnar vísindalegu aðferðar: „Með athugunargáfu sinni og hæfileika til að draga almennar ályktanir af einstökum staðreyndum lagði hann til nýjar íhuganir um margvísleg efni, t.d. húsagerð, nær- ingarfræði og orsakir langvinnra sjúkdóma." Vilhjálmur lýsti lífi sínu að hætti innfæddra í bókinni Meðal eskimóa, sem er lýsing á annarri dvöl hans á STEINWAY & SONS PÍANÓ Óska eftir að kaupa Steinway píanó, staðgreitt. Upplýsingar sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „Steinway - 15910“. HÚÐLÆKNIR Hef flutt læknastofu mína í Eiðistorg 17, 2. hæð. Tímapantanir kl. 13.00-15.00 í síma 561 5550. Helga Hrönn Þórhallsdóttir. Sérgrein: Húðsjúkdómar. Eftirlitsstofnun EFTA Fulltrúi laga- og stjórnsýsludeildar Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel hyggst ráða til starfa frá og með 1. janúar 1996 fulltrúa (fullt starf) í laga- og stjórnsýsludeild sína (Legal & Executive Affairs department). Meginmarkmið Eftirlitsstofnunar EFTA er að tryggja að EFTA-ríkin, sem aðild eigá að EES-samningnum, virði skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum og að verkefni séu samkvæmt reglum um virka samkeppni. Laga- og stjórnsýsludeildin veitir ráðgjöf varðandi lagaleg málefni sem kunna að koma upp í öðrum deildum stofnunarinnar og gegnir mikilvægu hlutverki í kærumálum og öðrum formlegum aðgerðum stofnunarinnar. Hún er einnig fulltrúi stofnunarinnar í dómsmálum, það er málurn er fara fyrir EFTA-dómstólinn. Starfsmaðurinn mun sinna verkefnum á þessum þremur sviðum innan þess ramma sem EES-samningurinn nær til og honum/henni eru falin með hliðsjón af persónulegri reynslu og hæfileikum hans/hennar. Háskólagráða í lögfræði og grundvallarþekking á hinum lagalega rammma Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins (EES) sem og nokkurra ára starfsreynsla á tengdu sviði hvort sem er hjá hinu opinbera eða einkafyrirtæki er nauðsynleg. Góð þekking á undirstöðum einhvers þátta EES-samningsins og starfsreynsla tengd dómsmálum yrði metin seni mikilvægur kostun Frábært vald á ensku, jafn skriflega sem munnlega, er nauðsynleg en enska er hið opinbera mál stofnunarinnar. Þá .yrði litið á frönsku-, norsku-, íslensku- eða þýskukunnáttu sem kost. Venjulega eiga starfsmenn stofnunarinnar að vera ríkisborgarar einhvers þeirra þriggja EFTA-ríkja, er aðild eiga að EES-samningnum, en stofnunin er einnig reiðubúin að taka til umfjöllunar umsóknir frá borgurum annarra ríkja, er eiga aðild að EES-samningnum. Tilað fá nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð (No 3/95) vinsamlegast hafið samband við: EFTA Surveillance Authority, Director of Administration, Rue de Tréves 74, B-1040 Brussels, Sími: (00 322) 2861 891. Belgíu. Fax: (00 322)2861 800. Umsóknarfrestur rennur út 5. desember 1995. btliitrVVVtrLÍv (2 CrLIlU LvMdl í Borgarleikhúsinu '/iÍLuiíl'JTÍJÍ'Jfi .\ I o I ■* Aij'JJ/BiiJJl Ingibjörg Björnsdóttir Sigurður Þórðarson ^ -jjíjjjj jjjj/ibuj August Bournonville Edvard Helsted og Holger Paulli jjjj of'jnij jrumjji Petipa/lvanov ,b“ P. Tchaikovsky rjubrJr fjjjr Stephen Mills 1 Robert LaFosse Scott Joplin id jyijJÍJÍdö nonville H. Lövenskjold iJoyaifiDíií: A&eins þrjár sýningar ansflokkurinn jfe SPARISIÓÐUR REYKJAVlKUR OC NÁCRENNIS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.