Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 B 5 VILHJÁLMUR Stefánsson í ræðustól í sýningarskála íslands á Heimssýningunni í New York 1939. Ljósmynd/Ólafur K. Magnússon EVELYN og Vilhjálmur á Islandi árið 1949 í boði ríkisstjórnarinnar. Ljósmynd/Hjörleifur Guttormsson FORSETI íslands bauð Evelyn Stefánsson til íslands í apríl 1995. Myndin tekin á Þingvöllum af Evelyn með Vigdísi Finnbogadóttur forseta og forsætisráðherra- hjónunum Davíð Oddsyni og Ástríði Thorarensen. Á LEIÐ í Hvíta húsið í veislu til heiðurs konungshjónum Dana. Lífsháski Ef hundar fóru að fljúgast á þurfti að stilla til friðar tafarlaust svo að þessi ómetanlegu dýr særðu ekki hvert annað, og líka var hættu- legt ef ísbjörn nálgaðist án þess að hans yrði vart. Bjarndýr voru kjark- lítil á landi, en úti á ísnum höfðu þau engan ótta af mönnum. Þar áttu bjarndýrin einungis von á sel- um — Og selir voru náttúruleg bráð þeirra. Ferðir á hafísnum gátu líka dreg- ið kjark úr hundunum. Það gerðist þegar hópurinn var á ferð yfir ísjaka sem þyngri jakar umhverfis sóttu að; myndaðist þá þrýstingur sem ruddi upp íshryggjum. Þessir ný- mynduðu hryggir hrönnuðust stundum hátt upp og stefndu að ferðalöngunum úr öllum áttum með hrikalegum gný. Þá fór skjálfti um allan ísflákann og hundarnir lömuð- ust af ótta. Varð þá að draga bæði hunda og sleða yfir á rólegra svæði. Minnstu munaði að fyrsta bjarn- dýrið sem varð S vegi þeirra sæi fyrir Vilhjálmi, er varð að snúa baki í dýrið (sem stóð tæpa fimm metra frá honum handan við vök) til að losa riffilinn af sleða sínum. Slúðursögur Ótti við hæfileika Vilhjálms til að öðlast umtal og frægð kann að vera undirrót slúðursagna þeirra að Vilhjálmur hefði getið barn með eskimóakonu. Sú saga fór víða að Vilhjálmur hefði getið barn með Pannigabluk, saumakonunni í leiðangri Vilhjálms og Andersons. í bókinni Meðal esk- imóa minnist Vilhjálmur aðeins lauslega á hana: „Ég tók með mér eftirlætisfélaga minn, Natkusiak, og landa hans, roskna konu að nafni Pannigabluk, sem misst hafði mann sinn árið áður.“ Það væri tæpast eftirtektarvert þótt Vilhjálmur Stefánsson hefði lagt lag sitt við innfædda konu, líkt og Robert Peary og aðrir ferðalang- ar á norðurslóðum, en hann minnt- ist aldrei á það, og ekki svaraði hann ásökunum C.E. Whittakers þess efnis að hann hefði ekki sýnt eskimóafjölskyldu sinni neina rækt- arsemi. Það var trúboðinn sem greindi blöðum í Ottawa frá þessu og hefur e.t.v. verið að launa Vil- hjálmi lambið gráa er hann gerði lítið úr trúboðum í bók sinni. Chip- mann taldi meint daður Vilhjálms skiljanlegt en miklaði fyrir sér að hann vildi ekki gangast við barninu. „Ég þekki ekki eða hef ekki heyrt neinn mann nefndan hér í landi, hvítan eða innfæddan,“ skrifaði hann, „sem dregur í efa að Stefans- son eigi barnið, þótt sjálfur neiti hann að gangast opinberlega við konu eða barni og sjá þeim far- borða.“ Slúður um faðernismál var áhrifa- ríkt vopn í baráttu þeirra að baknaga Vilhjálm, þótt ekki verði séð að þeir hafi borið söguna í blöðin. Síðustu landafundir sögunnar Hinn 15. júní komu þeir á norður- enda eyjarinnar og fundu þar vörðu sem McClintock hafði hlaðið. Það var sérstæð tiifmning að fínna og lesa skilaboð sem bresku landkönnuðirnir höfðu skilið eftir á sama degi fyrir svo mörgum áratugum. Mennimir héldu út af eynni til hafs, og 18. júní sá Storkerson fyrsta nýja landið. Vilhjálmur var 8 km sunnan við búðimar þegar þetta átti sér stað en hraðaði sér á vettvang þegar hann sá hve Norðmönnunum var mikið niðri fyrir. Þegar Vilhjálm- ur kom vom menn teknir að gera sér dagamun og höfðu tekið fram maltmjólkurduft sem lengi hafði ver- ið geymt og brotnar tvíbökur. Morguninn eftir gengu landkönn- uðirnir á land, hlóðu landafundar- haug og settu í hann greinargerð. Vilhjálmur lýsti yfir tilkalli til eyjar- innar: „Samkvæmt heimild sem mér er sérstaklega falin í þessum til- gangi hef ég í dag dregið að húni fána heimsveldisins og slegið eign á landið í nafni hans hátignar Ge- orgs V konungs í þágu Sambands- ríkisins Kanada." Vilhjálmur kenndi fyrsta landið sem hann fann við Reginald Brock, yfirmann Kanadísku jarðfræðimæl- inganna. Stærri eyja var kennd við Robert Borden forsætisráðherra. Árið 1947 reyndist Bordeney vera tvær aðskildar eyjar, og var „nýja“ eyjan kennd við annan forsætisráð- herra, Mackenzie King. SVEINN Björnsson forseti í heimsókn í Bandaríkjunum. Á myndinni má m.a. þekkja Thor Tors, Richard Beck, Vilhjálm Þór G. Grimsson dómara og Helga P. Briem. Vllhjálmur Stefánsson er fjórði frá hægri. Mesti landkönnuður Kanada Vilhjálmur hvatti stöðugt stjórn- völd í Bandaríkjunum og Kanada til að fara að dæmi Sovétmanna í Síberíu. Það er kaldhæðnislegt -að sú hvatning olli því einu að sumir töldu hann vera hliðhollan kommún- istum. Það er enn kaldhæðnislegri viðbót við þetta mál að 1971 gerði Pierre Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sér ferð til Síberíu til að kynna sér tækni Sovétmanna í þró- un á norðurskautssvæði, sér í lagi lagningu á olíuleiðslum. Tímaritið North, sem gefið er út af stjórnardeild er fer með málefni indíána og þróun á norðurslóðum, bar lof á Vilhjálm Stefánsson þegar kom fram á áttunda áratuginn. Hafði greinarhöfundur orð á því að hugmyndir Vilhjálms um „heim- skautslöndin unaðslegu" hefðu valdið því að hann hefði verið „nídd- ur og fordæmdur af öllum, sekur fundinn um blekkingar, grófa af- bökun og ýkjur á háu stigi.“ Ef gagnrýnendur hefðu kafað nógu djúpt, sagði greinarhöfundur, hefðu þeir komist að raun um það að Vil- hjálmur var „eini merki landkönn- uðurinn sem skildi norðurskauts- svæðið í reynd“ og hefðu áttað sig á því að hugmyndir hans um „heim- skautsiðndin unaðslegu" miðuðu að því að læra að lifa í sátt og sam- lyndi við umhverfið í stað þess að standa í stríði við náttúruna. í inngangi sínum að bókinni Pat- hfinders of the North (1970) bar John Diefenbaker, fyrrverandi for- sætisráðherra, Kanadabúum á brýn að þeir hefðu látið sér sjást yfir afrek Vilhjálms Stefánssonar. „Hinn merki kanadíski landkönnuð- ur, Vilhjalmur Stefansson," skrifaði hann, „kappkostaði að beina sjónum Kanadamanna norður á bóginn á árunum 1906-18 með leiðöngrum sínun^, á norðurslóðir og sannaði með eigin fordæmi að norðurslóðir væru lífvænlegt umhverfi.“ Diefen- baker gerði sér grein fyrir því að það væri erfitt að koma boðskap Vilhjálms Stefánssonar áieiðis. „Honum varð margt mótdrægt þeg- ar hann reyndi að vekja norðurslóð- ir til lífs í huga og hjarta Kanada- manna.“ Ástkona í 17 ár Fleiri kunningjar stríddu Vil- hjálmi líka á líkamlegum sérkenn- um. „Ég hef séð þig skjálfa (af kulda) þegar þú gekkst niður Fifth Avenue á hvössum degi,“ skrifaði Fanny Hurst 1924. „Ég veit að þú getur ekki hitað kaffi eða saumað nokkurn skapaðan hlut — þaðan af siður gert við tjöld...og að þér verð- ur óglatt þegar versnar í sjó, og svo er ég viss um að hendurnar þínar hafa aldrei lent í neinum harðræð- um.“ Fanny Hurst var ástkona Vil- hjálms í sautján ár. Hún naut feiki- legra vindsælda, var metsöluhöf- undur á þrítugsaldri og græddi meira á bókum sínum og sögum í tímarit en nokkur önnur bandarísk kona. Það virðist ólíklegt að Vil- hjálmur hafi laðast að henni vegna ritstarfa hennar, en hún var honum vissulega mjög kær. Þegar hún andaðist 1968, 78 ára að aldri, var þess getið í New York Times að sumir gagnrýnendur hefðu kallað hana „grátsystur" bandarískra bók- mennta: „Heil kynslóð nemenda gerði gys að margþvældum orða- samböndum hennar og ankannaleg- um orðum, en milljónir lesenda, sér í lagi konur, nutu alls sem hún skrif- aði.“ Fanny Hurst giftist og flutti síðar frá manni sínum. Hún óttaðist illt umtal í fjölmiðlum og reyndi því, líkt og Vilhjálmur, að hafa hljótt um vináttu þeirra. En þegar hann gaf út bókina Óleystar ráðgátur norðurskautssvæðisins, kvartaði hún samt yfir því að hann hefði ekki viðurkennt „17 ára mannleg tengsT' eins og vert var með því að tileinka henni bók. 9Vilhjálmur Stefánsson lnndkönn- uður er eftir próf. William R. Hunt, með inngangskafla eftir Evelyn Stefansson og ávarpsorðum forseta íslands. Þýðandi er Björn Jónsson, fyrrverandi skólastjóri. Utgefandi er Hans Kristján Arnason. Bókin er 260 bls. Verð 3.420 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.