Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KRISTNIBOÐINN Guðlaug^ur Gunnarsson ræðir við tvo íbúa í Voito-dalnum í Eþíópíu á þeirri eigin máli. UNDIRBÚNINGSVINNA við kirkjubygg-ingu í Pókot í Kenýu. Kristniboðsstarf SÍK í Eþíópíu og Kenýu Fjðlgun í kirkjunum sem nemur ðllum Islendingum ÞAÐ liggur beint við að spyzja út í þær breytingar sem hafa átt sér stað í Afríku frá því að þú sóttir hana síðast heim. Hvað hefur verið að gerast? Orar breytingar og mikill kirkjuvöxtur „Það sem ég tek sérstaklega eft- ir er mikill vöxtur í kristniboðsstarf- inu, bæði í Kenýu og Eþíópíu. Ég veitti því líka athygli hve lifandi fólkið er í trúnni og vitnar um trú sína á frelsarann. Það hefur fjölgað um 250 þúsund manns í lúthersku kirkjunni í Eþíópíu á einu ári, sem samsvarar því að öll íslenska þjóðin hefði gengið í hana á árinu. Það eru fleiri sem gangast trúnni á hönd í Eþíópíu en í Kenýu og skýr- ist það af því að kirkjan í Eþíópíu er stærri fyrir. Vöxturinn er áþekk- ur hlutfallslega. Þá sá ég líka að miklar þjóðfé- lagsbreytingar hafa átt sér stað. Þegar ég fór til kristniboðsstarfa í Pókot árið 1978 kunnu Pókot-búar lítið í ríkistungu Kenýu, swahili. { dag skilja flestir swahili. Þetta ger- ist með meiri verslun og bættu vegakerfi sem stuðlar að auknum samskiptum milli þjóðflokka. En um leið hefur þjóðflokkatungan, Pókot- málið, hlotið aukið vægi. Það sama er að gerast í Eþíópíu. Vegaskilti í Eþíópíu eru nú mörg með latnesku letri á þjóðflokkatungum í stað rík- istungunnar sem áður var. Á sama tíma leggur kirkjan fram mikla vinnu til að varðveita þjóðflokka- tungurnar með því að búa til ritmál og þýða Biblíuna á tungur þjóð- flokkanna. Er gaman að vita til þess að einn íslendingur, Haraldur Ólafsson, leggur þar fram mikla vinnu í Eþíópíu. Þjóðleg menning, bæði siðir og tungumál, varðveitist fyrir tilstuðlan starfs kirkjunnar og kemur í veg fyrir að auknar sam- göngur og viðskipti eyðileggi þessi verðmæti.“ Þjóðflokkarígur elur á vanda Nú hefur kristniboðið stuðlað að eflingu þjóðlegra verðmæta, segir þú. Varðveisla þeirra ýtir undir þjóðflokkaríg sem valdið hefur miklum vanda í Afríku á síðustu áratugum og jafnvel leitt til blóð- ugra borgarastyrjalda. Eritrear fengu loks sjálfstæði frá Eþíópíu í dag er kristniboðsdagur þjóðkirkj- unnar. Prestastefhan í sumar álykt- aði um virkari þátttöku safnaða kirkjunnar í kristniboðsstarfí. ------------;------------------------ Kristniboð Islendinga er merkilegur angi kirkjustarfsins. Samband ís- lenskra kristniboðsfélaga, SIK, stendur fyrir kristniboði í Eþíópíu og Kenýu, þar sem fjöldi íslendinga starfar. Skúli Svavarsson, fram- ----------------^-------------------- kvæmdastjóri SIK og fyrrum kristni- boði í Eþíópíu og Kenýu, var í Afr- íku fyrr á þessu ári. Hann sagði Vigfúsi Hallgrímssyni frá ferð sinni og viðhorfí til kristniboðs. Á SKÓLABEKK í kristniboðsskóla. eftir margra ára stríð og hungurs- neyð var víða um landið. Hafa átök af þessu tagi komið fram í kirkju- starfinu í Eþíópíu og Kenýu? „Já, það er rétt að þjóðflokkaríg- ur getur haft slæm áhrif á kirkju- starfíð. Landamæri Afríkuríkja voru ekki dregin á grundvelli þjóð- flokka og þjóðemiskenndar heldur hagmuna nýlenduveldanna í Evr- ópu. í Sómalíu, þar sem borgara- styröld og hungursneyð ríkti til skamms tíma, hafa múslimar af mismunandi þjóðflokkum borist á banaspjótum. Trúin nær jiar ekki að leysa þjóðflokkaetjur. I Eþíópíu búa margir þjóðflokkar og einn þeirra, Bórana-menn, býr bæði í Eþíópíu og Kenýu, allt eftir því hvar grassprettan gerist best á hveijum tíma. Þjóðflokkarnir þurfa að koma sér saman um dreifíngu valda og ábyrgðar og það skapast vandamál vegna þessa, sem kirkjan reynir mikið að leysa. Aukin mennt- un Eþíópíubúa eykur svo á vand- ann. Það gerist þegar menntaður Verkefni kristniboðsins 1. Að boða trú á Jesú Krist og fyrirgefningu Guðs fyrir hjálp- ræði sonar hans. 2. Að veita fólki alhliða hjálp og aðstoð: a) Heilsugæsla og læknisað- stoð. b) Almenn menntun og upp- fræðsla bama og unglinga. c) Starfsfræðsla, s.s. ræktun og umhverfisvemd. d) Þróunarverkefni ýmiskonar. 3. Efling kirkjustarfs: a) Leiðtogaþjálfun (predikar- ar, öldungar, kórar, sunnu- dagaskólar, kennarar). b) Vitnisburðarþjónusta. c) Skipulag kirkjustarfsins og dreifing verkefna. 4. Að byggja upp sjálfstæði kirkjunnar: a) Fjárhagsleg ábyrgð. b) Stjómunarleg ábyrgð. c) Andlegur rekstur safnaðar. d) Ábyrgð innlendu kirkjunnar á kristniboði. 5. Verkefnislok: Innlendir starfsmenn taka við öllum verkefnum kristniboða sem halda þá heim, innlenda kirkjan tekur yfir allar eignir sem kristni- boðið hefur lagt til og jafnvel ríkisvaldið tekur yfír stærri verk- efni, t.d. barnaskóla og sjúkra- hús. maður, t.d. læknir, fær vinnu á sjúkrahúsi kirkjunnar sökum hæfni sinnar en sjúkrahúsið er staðsett meðal annars þjóðflokks en hann tilheyrir. Menn af þeim þjóðflokki telja að sitt fólk hafí verið sniðgeng- ið og þeir tapað tekjumöguleikum og virðingarstöðu. Þetta er um margt líkt þeirri deilu sem við Is- lendingar eigum við frændþjóð okk- ar Norðmenn vegna Smuguveiða og er nærtækt dæmi fyrir mig sem á norska konu. Það sér hver sitt sjónarhorn og sína hagsmuni eins og glögglega sést þegar íslensk eða norsk dagblöð eru lesin. Því miður hefur þessi rígur komið hart við kirkjuna, m.a. í ásökunum og hand- töku Barrisja Húnde, þá yfirmanns suður-sýnódu lúthersku kirkjunnar, sem kristniboðsvinir á íslandi þekkja vel og báðu mikið fyrir að leystist. Það leystist og Barrisja varð ftjáls á ný. Þrátt fyrir þessa erfiðleika stuðlar kirkjan frekar að sameiningu en hitt og málið er mikið rætt af yfirmönnum kirkjunn- ar og lausna leitað. Einlæg trú á Krist leiðir til þess að menn líta í eigin barm, játa eigin mistök og sinnar þjóðar, sættast og efla sam- stöðu í kirkjunni." íslenskir kristniboðar að starfi Kristniboð er ekki fyrirferðar- mikið í fjölmiðlum og helst að við kynnumst því í bíómyndum sem lýsa liðnum tíma. Hvernig starfar kristniboðið? „Kristniboðsstarf okkar felst aðallega í því að senda fulltrúa okkar til starfa í Kenýu og Eþíópíu og styðja við starfíð með fyrirbæn- um, fjárframlögum og ráðgjöf. Við erum í samstarfí við norrænar kristniboðshreyfíngar og sjálft kristniboðið er hluti af starfi lút- hersku kirkjanna í Kenýu og Eþíóp- íu. í Eþíópíu störfuðu fram á þetta ár ellefu Islendingar og böm þeirra við kristniboðsstörf. Þetta er pred- ikarar, hjúkrunarfræðingar, ljós- móðir og kennarar. í Kenýu hafa þrír íslendingar starfað undanfarið, en tveir komu heim í sumar ásamt fjölskyldu sinni. Við höfum ekki aðra kristniboða til að senda út á þeirra starfssvæði og það sama gildir um samstarfshreyfíngar okk- ar. Það er mjög bagalegt, þar sem kirkjan í Kenýu hefur mikla þörf fyrir kristniboða þar áfram. Þeim finnst við vera að bregðast skyldum okkar.“ 18 milljónir í gjafafé Það starfa fjöldi kristniboða úti, þið leggið til fjármagn til safnaðar- starfs og þróunarverkefna auk heimastarfsins. Eitthvað hlýtur þetta að kosta og hver borgar brús- ann? „Kristniboðsstarfíð er algjörlega fjármagnað af gjafafé. Það er fórn- fúst fólk sem gefur af skorti sínum eða ríkidæmi og lætur rakna til starfsins. Öflugustu stuðningsaðilar eru kristniboðshópar víða um land sem vilja efla starfið með fjáröflun- um og gjöfum. Þar er margt eldra fólk duglegt og hefur verið um ára- tugi. Við köllum þá kristniboðsvini, trúað fólk sem vill efla ríki Guðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.