Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ________FRÉTTIR______ Aldur til áfengis- kaupa lækki ÞINGMENN úr fjórum flokkum hafa lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem lagt er til að aldursmörk til kaupa og neyzlu áfengis verði lækkuð úr 20 árum í 18. Þingmenn- irnir segja í greinargerð með frum- varpinu að ætla megi að núverandi ákvæði áfengislaga um aldursmörk séu í reynd óvirk. Fiutningsmenn frumvarpsins eru Jóhanna Sigurðardóttir, Þjóðvaka, Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki, Siv Friðleifsdóítir, Framsóknar- flokki, og Lúðvík Bergvinsson, Al- þýðuflokki. í greinargerð frumvarpsins segir að aldursmörkin, sem áfengislög kveða á um, séu óvirk í raun því að þeim, sem séu yngri en tvítugir og ætli sér að neyta áfengis, séu ýmsar leiðir opnar til að nálgast það. „Engin vöm er því í umræddu ákvæði. Þvert á móti ýta þessi ákvæði, sem fólk virðir ekki, undir ólöglegan innflutning á áfengi, aukna neyzlu á bruggi og landasölu og jafnvel fíkniefnaneyzlu ungl- inga,“ segja þingmennirnir. Þeir bæta við að út frá siðferðissjónar- miði vakni spurning um áhrif þess að ungt fólk alist upp við að það sé ekkert mál að btjóta lög. Þingmennimir minna á að lög- ráðaaldur, kosningaaldur og gift- ingaraldur hafi á undanförnum ára- tugum lækkað í 18 ár. Þá sé aldur til áfengiskaupa 18 ár víða í ná- grannalöndunum. Orsök miðbæjarvanda í greinargerð frumvarpsins segir að umrætt lagaákvæði sé sennilega ein orsök „miðbæjarvanda ungl- inga“ í Reykjavík. Vínveitingahús megi í raun hleypa 18 ára ung- mennum inn, en ekki selja þeim áfengi. Til þess að forðast vand- ræði hafi mörg vínveitingahús því 20 ára aldurstakmark, jafnvel 25 ára. Kaffihús með vínveitingaleyfi úthýsi jafnvel fólki yngra en 20 ára. Þannig sé fólk á aldrinum átján ára til tvítugs í raun útilokað frá veitingastöðunum, þótt það ætli sér ef til vill ekki að neyta áfengis og sé þetta ein ástæða þess að ungling- ar safnist saman á götum miðbæj- arins. Umsókn NÁT hf. um rekstur GSM-farsímakerfis Vænta svars á næstu vikum YNGVI Harðarson, stjórnarformað- ur NAT hf., sem sótt hefur um leyfi til reksturs GSM-farsímakerfís til samgönguráðuneytisins, segist vænta þess að ráðuneytið hafi tekið umsóknina til efnislegrar meðferðar og að svar berist á næstu vik.,m. Eins og fram hefur komið komst Samkeppnisráð nýlega að þeirri nið- urstöðu að sú töf sem orðið hefur á afgreiðslu umsóknarinnar samrým- ist ekki markmiði samkeppnislaga og grunnreglu íslensks réttar um jafnræði aðila. NAT hf. sendi inn formiega umsókn sína um rekstur GSM-farsímakerfís í lok sl. árs. Umsóknin byggist á ákvæðum samningsins um Evrópska efnahags- svæðið þar sem gert er ráð fyrir að samgönguráðherra geti heimilað aðilum á svæðinu að reka slík stofn- kerfi að uppfylltum skilyrðum. í mörgum Evrópuríkjum hafa verið sett upp tvö eða þijú GSM-farsíma- kerfi og annarsstaðar er uppsetning slíkra kerfa í undirbúningi. Aðspurður um hvaða úrræðum fyrirtækið gæti beitt til að þrýsta á um afgreiðslu umsóknarinnar kvaðst Yngvi telja eðlilegt að Samkeppnis- ráð fylgdi áliti sínu eftir. „Við neyt- um þeirra úrræða sem okkur finnst við hæfi hveiju sinni og það getur breyst á skömmum tíma.“ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 B 11 sending komin of vönduðum sjónvorpstækjum, með 28" Panosonic FST-myndlompo, ó ótrúlego góðu tilboðsverði. Þú gerir ekki betri koup! Skipholti 1 9 Sími: 552 9800 VESTEL 7294 26" Ponosonic Block FST-myndlompi (90°) fromleiddur í Þýskalondi 90 stöðvo minni UHF/VHF/Örbylgjumóltoko Aðqerðasrýrinqar á skjá Fullkomin þráolous fjorsfýring Sjálfvirk sföðvoleir Tímorofi Scort-fengi Texrovorp 40 W Nicom Srereo-mognari Gæðavara og kosfor oðeins: VESTEL S75S 14" sjónvarpsfæki m/fexfavarpi á aðeins: 27.900,-srgr VESTEL 5554 21“ sjónvarpstæki m/textavarpi Ó aðeins 59.900,- srgr. Vii töJuUH. uel á móti jxéöt TIL AUT AÐ 24 MÁNAÐA MBSB VISA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.