Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fljúgandi olíuskip FJÓRÐA F-15 vélin, tveggja sæta F-15D nálgast hér bómuna. Sjá má vængi bómunnar, en með þeim flýgur bómustjórinn henni ofan í gatið, sem sést á vinstri vængrótinni. ÞRIÐJA vélin er hér tengd bómunni. Það er eins sætis F-15C. Takii bómunnar. Flugmaðurinn horfir stíft á Flest höfum við séð fjallað um að flugvélar taki eldsneyti á flugi. Mörgum þykir furðu- legt að þetta skuli vera hægt. Baldri Sveins- syni gafst á dögunum tækifæri til að fylgjast með og mynda slíka eldsneytistöku. Keflavíkurflugvelli er ætíð staðsett ein Bo- eing KC-135 tankflug- vél sem þjónar F-15 flugvélunum. Að vísu er skipt um tankvél á tveggja vikna ■ fresti, þannig að margar áhafnir og'margar flugsveitir frá hinum ýmsu stöðum í Bandaríkunum koma hér við sögu. Flestar þessara sveita eru úr þjóðvarðliðinu eða úr varaliði flughersins. Flugvélin, sem var hér 30. októ- ber, er úr 336. tanksveit frá March flugstöðinni við Riverside í Suður- Kaliforníu og tilheyrir varaliði flughersins. Það þýðir að flestir meðlimir hennar hafa aðra atvinnu en hermennsku, eins og í þjóðvarðl- iðinu. Það er hins vegar undir stjórn hvers ríkis um sig, en vara- liðið er undir alríkisstjórn. Svo merkilega vildi til í þetta skipti að allir meðlimir áhafnarinnar voru úr þeim kjarna flugsveitarinnar sem hefur hermennsku að atvinnu. Tönkun undirbúin Þriðjudaginn 30. október 1995 áttu §órar F-15 þotur undir stjórn 85. flugsveitar að fara í æfingaflug vestan Snæfellsness. Til stóð m.a. að æfa tönkun á flugi. Kl. 8.50 var settur fundur með áhöfn tan- kvélarinnar og yfirmanni tank- deildar 85. sveitarinnar. Farið var yfir öll helstu atriði sem við koma fluginu, svo sem fjarskiptarásir, neyðaráætlun, tíma og varavelli sem eru í Skotlandi o.s.frv. Gerð var grein fyrir að F-15 vélarnar færu á ioft á undan tankvélinni og að þær reiknuðu með að tanka um ellefu leytið. Tankvélin var enn inni í skýli. Um borð voru komin 120.000 pund af steinolíu og búið _að yfirfara vélina fyrir flugtak. Á jörðu var ausandi rigning. KI. 10.20 var ekið af stað í rign- ' ingunni og farið sem leið lá að norðurenda brautar 20. Þar var þá flutningavél að lenda, og okkur sagt að aka í flugtaksstöðu á eftir henni. Flugmennirnir okkar höfðu veitt því athygli að syðstu 3000 fet brautarinnar hallast mikið nið- ur á við, þannig að C-141 vélin, sem þó er stór, hvarf niður fyrir bunguna, þannig að ekkert sást í bleytunni nema ljósið efst á stél- inu. Ekki gott að fara niður brekku ef hætta þarf við flugtak, en ein- mitt það kom fyrir hér. Þegar vél- in okkar hafði runnið um 2000 fet eftir brautinni kom óvænt tilkynn- ing frá flugturninum. „MOGAS45, ABORT TAKE OFF“. Kallmerkið okkar var MOGAS45 og okkur sagt að hætta við. Hjá flugmönn- unum var ekkert fum og fát, en snör handtök og afl tekið af og hemlum beitt. Síðan sagði flugumferðastjórinn í turninum: „Gjörið svo vel að flýta ykkur niður brautina og út af við suður akbraut, það er vél á eftir Eftir smá stund kom í ljós að F-15 vélararnar höfðu verið i vandræð- um með að finna svæði sem var nokkurn vegin hreint af skýjum og báðu því um að MOGAS45 biði þar til kallað væri á okkur ef við værum enn á jörðunni. Þar sem við vorum það fengum við þessi skilaboð. Þessu fékk ég að fylgjast með þar sem ég sat í svonefndu „Jump“ sæti, en það er aukasæti fyrir aftan og á milli flugmann- anna. Nú var ekið rakleitt í flugtaks- stöðu aftur og farið í loftið kl. 10:36, eða 16 mínútum á eftir upphaflegri áætlun. Fljótlega var komið í þétt ský og klifrað í blind- flugi. Flugleiðsögumaðurinn fylgd- ist með staðsetningu bæði ókkar og F-15 vélanna. Besta flughæð fyrir tönkun er 25 þús. fet, og ræðst það af flugeiginleikum bæði KC-135 vélarinnar og F-15 vél- anna. Þar passa eiginleikar þeirra best saman. Þegar komið var í 25 þús. fet vorum við enn í skýjum. Flogið var í nokkra hringi meðan beðið var eftir F-15 vélunum. Með bómustjóra Bómustjórinn, Kenneth Horner, liðþjálfi benti mér á að koma með sér aftur í. Þar er plássið hans. Ekki er það stórt. Farið er niður um hlera í gólfinu aftast í vélinni.1 Þar eru þrír bekkir. Á þeim í miðj- unni liggur bómustjórinn á magan- flæðir um á milli vélanna. Hann hefur einn „stóran“ glugga sem snýr beint aftur og tvo litla glugga til hvorrar handar. „Stóri“ glugg- inn er einnig sá sem ég tek mínar myndir út um, en ég Iá á dýnunnj hægra megin við bómustjórann. í flughernum hafa bómustjórar gælustarfsheitið „boorner". Nú kemur fyrsta F-15 vélin upp að KC-135 vélinni. Við erum enn í skýjatoppunum. F-15 flugmað- urinn í fyrstu vélinni er Chris Knowland kafteinn, sem er yfir- maður orrustuflugvélanna í 85. flugsveitinni, en allar flugvélarnar hér fljúga undir stjórn þeirrar sveitar, þó þær tilheyri hver um sig einhverri flugsveit í Bandarík- unum. Chris flýgur eftir Ijósmerkj- um aftanundir KC-135 vélinni, sem gefa honum til kynna hvert hann á að hreyfa vélina sína. Einnig hefur hann gert þetta yfir hundrað sinnum og er því farinn að hafa staðsetninguna á tilfinningunni. Bóman er úti en ekki í fullri lengd. Chris nálgast hægt, en báðar vél- arnar eru á u.þ.b. 800 km hraða á klst. Þegar hann er kominn á réttan stað, slær hann af ferðinni þangað til hann flýgur á sama hraða og KC-135 vélin, en rétt neðan og aftan við hana. Bóman er um 10 metrar á lengd. Kén Horner beitir nú stjórntækj- um bómunnar og „flýgur“ henni að holunni sem er ofan á vinstri vængrót F-15 vélarinnar. Þegar bóman er komin í rétta línu, leng- ir hann enda hennar þar til hún •smellur niður á lokið. Tengi í opinu grípur utan um enda bómunnar og um leið opnast lokið. Flugmaður F-15 vélarinnar fylgist vel með í speglum sínum, sem eru á rúðuk- arminum fyrir framan og ofan hann, því honum er ekki vel við að líta af tankvélinni meðan at- höfnin fer fram. Vinstri spegillinn er stilltur þannig að flugmaðurinn sér rendur á framlengingu bó- munnar. Rétt fjarlægð þýðir að græna röndin á að sjást hálf. Gula og rauða röndin eru hættumerki. Einnig stillir flugmaðurinn miðju- spegilinn þannig að hann sjái hvar bóman situr í opinu. Ekkert mál? Allt gerist þetta svo rólega og ákveðið að það er engu líkara en þetta sé barnaleikur. Að fljúga 25 tonna, tveggja hreyfla orrustuflug- vél fast tengdri við 145 tonna, fjög- urra hreyfla tankvél á 800 km hraða í 25 þús feta hæð í skýjum eða skýjatoppum getur ekki verið mikið mál eða hvað? ykkur“. Við hlýddum án þess að . vita hvaðan á okkur stóð veðrið. um og eru stjorntæki hans beint neðan við hann. Hann stjórnar bómunni (tijónunni) sem steinolían Á ÞESSU augnabliki er bóman 1 gusu eldsneytis sem FLUGMENNIRNIl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.