Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 B 19 } eftir hvernig rendurnar á bómunni speglast í plasthvelfingunni. Græna röndin er hálf út úr efri hluta L KC-135 vélina og sér um leið í speglunum hvernig afstaða bómunnar er. BOEING KC-135E flugvélin sem undirritaður flaug með 31. október. Boeing KC-135 STRATOTANKER eins og vélin hét upphaflega var byggð á fyrstu gerð Boeing 707 vélanna. Upphaflega voru vélarnar af gerðinni KC-135A og voru þær með venjulegum þotuhreyflum sem bæði voru hávaðasamir og eyddu miklu eldsneyti. Þegar farið var á loft með fullan farm þurfti að auka afl hreyflanna og var það gert með því að sprauta vatni inn í brennsluhólfin. Við þetta jókst aflið um 33% en um leið myndaðist mikill og svartur reykur. Um 1985 var farið að setja nýja hreyfla í þessar vélar. Flugherinn keypti mikið af notuðum Boeing 707 og 720 vélum af flugfélögum um all- an heim og notaði hreyflana sem í flestum tilvikum voru sparneytnari og aflmeiri. Einnig fékk flugherinn þarna mikið magn af ódýrum vara- hlutum. Þessar vélar ganga nú undir nafninu KC-135E. Síðar er farið að setja enn aflmeiri og sparneytnari hreyfla í KC-135 flotann, og heitir sú gerð KC-135R. Enn er verið að selja þessa nýju hreyfla í eldri vélar og styrkja um leið vængina og á flotinn að geta þjónað sínu hlutverki framánæstuöld. losuð úr lokinu og sjá má örlitla sleppur út við það. ELDSNEYTISTÖKU lokið. Bóman er komin upp og frá F-15 vél- inni. Flugmaðurinn beygir frá en horfir þó á bómuna og er var um sig þar til hann er kominn enn fjær. F-15 vélin tekur 5 tonn af stein- olíu á u.þ.b. 5 mínútum. Þá losar Ken Hornar tengið og smá gusa af steinolíu sést hvissast út í loft- ið. F-15 vélin færist hægt til baka og neðar og beygir síðan niður og til vinstri. Næsta vél kemur upp í staðinn og allt er endurtekið. Þetta virðist svo einfalt að augljóst er að hér eru allir í fullri æfingu. Eldsneytistaka í lofti er einn af hornsteinum þeirrar stefnu Banda- ríkjastjórnar að geta sent liðsauka á vettvang hvert sem er í heiminu með svo til engum fyrirvara. Því er eins gott að allir séu í góðri æfingu. Eftir að allar fjórar Eagle vél- arnar hafa tekið sína olíu er flugið lækkað og haldið heim á leið. Með- an á tönkun stóð braust sólin öðru hvoru fram er við skutumst út úr skýjatoppum. Meðan eldsneyti er tekið á þennan hátt flýgur KC-135 vélin venjulega í sporbaug eða hring. Sjá má á myndunum að sólin kom úr öllum áttum og því víst að við fórum ekki alltaf í sömu áttina. Flugið var nú snarlega lækkað og lent kl. 11.48. Áhafnir vélanna hafa sannfært mig leikmanninn um að hér eru á ferðinni þrautþjál- faðir menn sem þekkja flugvélarn- ar sínar út í æsar. Það var mjög fróðlegt að fylgjast með vinnu- brögðum þeirra. Eg kann áhöfninni á KC-135E númer 57-1512 bestu þakkir fyrir aðstoðina. Einnig öllum öðrum sem stuðluðu að því að þessi myndataka gat farið fram. Höfundur er flugáhugama.ður. Et undirbúa flugtak. h BÓMUSTJÓRINN Kenneth Horner liggur á bekk sínum og yfirfer stjórntæki sín áður en tönkun fer fram. Plássið er mjög lítið, rétt nóg fyrir þijá bekki með mottum. Á þeim er legið á maganum. Stærð gluggans sem myndirnar eru teknar út um sést vel. Eldsneyti í lofti MBLLI heimsstyrjaldanna hó- fust tilraunir manna til að flytja eldsneyti á milli flugvéla og fól- ust þær í því að tvær flugvélar flugu saman í mismunandi hæð og síðan voru bensínbrúsar fluttir á milli með bandi. Þetta var afar erfitt og áhættusamt og varð aldr- ei notað af viti. Síðar voru gerðar tilraunir með að tengja eldsneyt- isslöngu milli vélanna. Þær til- raunir eru undanfari þeirra að- ferða sem notaðar eru í dag. í síðari heimsstyrjöldinni var eldsneytigjöf í lofti ekki notuð. Síðar var það fyrst og fremst til- koma þotnanna með hina þyrstu hreyfla sína, sem ýtti undir þá þróun. Nú nota flestir þá aðferð að tankvélin er með slöngu sem við er fest trekt. Slöngunni er slakað út úr tankvélinni í 10-15 metra fjarlægð. Vélin sem tekur elds- neyti er búin trjónu sem flug- maður hennar stingur inn í trektina. Þar smellur fram- endi tijónunnar í læsingu sem síðan heldur þar til flugmaður viðtökuvélar- innar hefur fengið nóg. Björgunarþyrlur varnar- iiðsins nota þessa aðferð. Bandaríski flugherinn notar hinsvegar aðra að- ferð við að tanka annað en þyrlur. Hún felst í því að tankvélin er búin bómu (flying boom) að aftan og neð- an, sem sérstakur maður (boo- mer) sér um að stýra með litlum vængjum inn í þar til gerða lúgu á flugvélinni sem tekur eldsneyt- ið. Trjónukarlinn smellir þannig tijónunni í gatið þegar viðtöku- vélin hefur flogið upp að tankvél- inni og samræmt hraða sinnar vélar við tankvélina. MERKI 336. tankflugsveitar í 452. tankdeild frá March flugvelli í Riverside Califor- níu sýnir fyrstu tilraunir með eldsneytistöku á flugi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.