Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Vísnatorg Vísnatorg verður í Morgunblaðinu á hálfs mánaðar fresti. Pétur Blöndal verður um- sjónarmaður torgsins. * IALÞÝÐUVÍSUM er oft brugð- ið upp myndum úr þjóðlífínu sem geta sagt meiri sögu en langar ritgerðir. Vísnatorg er hugsað sem vettvangur fyrir hag- yrðinga víða um land til að koma sögum sínum á framfæri. Það verður á vísum stað í Morgunblað- inu annan hvem sunnudag og forsenda þess að það nái að fest- ast í sessi er að undirtektir les- enda séu góðar. Ef þið, lesendur góðir, teljið ykkur geta íagt þætt- inum lið er utanáskrift Vísna- torgs: Vísnatorg/Morgunblaðið Kringlan 1 103 Reykjavík Séra Hjálmar Jónsson, þing- maður og landskunnur hagyrðing- ur, segir að alþýðuvísur verði yfír- leitt þannig til að þær séu hripað- ar á miða eða þeim sé hvíslað að næsta manni rétt til að lyfta augnablikinu: „Oftast er þetta gert í hálfkæringi til að framkalla bros og ekki ætlunin að meiða neinn.“ Um innblásturinn að baki vísunum yrkir hann: Andagift ég ekki skil eða þekki. KINDUM smalað heim á kvíaból. Morgunblaðið/RAX Auðnuvegnr oft er mjór Stundum verða stökur til og stundum ekki. Hafsteinn Stefánsson er vísna- vinum einnig að góðu kunnur. Hann gaf út ljóðabókina Leyndar- mál steinsins fyrir 20 ámm og síðar í þessum mánuði koma út Töfrar steinsins eftir hann. Þegar umsjónarmaður Vísnatorgs ósk- aði eftir liðveislu hans var svarið: Ýmislegt ég ekki skil og engan veginn þekki. Hvemig vísa verður til veit ég bara ekki. Hann bætti svo við: Þér ég segja þetta vil því ég hvergi Ieyni svona verður vísa til vinurinn minn eini. Enn yrkir hann: Kviðlingar mér koma að til kuls og hlés svo yrki ég á eitthvert blað sem enginn les. Jóhannes Sigfússon frá Gunn- arsstöðum í Þistilfírði mun troða upp á hagyrðingakvöldi i Deigl- unni næstkomandi fímmtudag, en í dag spókar hann sig á Vísna- torgi: Aldir hafa okkur kennt að aldrei þrýtur vakan meðan fylgir þetta þrennt: þjóðin, tungan, stakan. Eiríkur Eiríksson frá Dagverð- argerði yrkir um þá hugmynd að sameina félagshyggjuflokka sem mikið hefur verið í umræðunni og vísar í hendingu Daviðs Stefáns- sonar „Fömmannaflokkar þeysa /friðlausir um eyðisand": Allra vanda ætla að leysa íhaldinu vinna grand. Félagshyggjuflokkar þeysa friðlausir um eigin sand. Sigurði Hansen varð vísa af munni um bjartsýni Jóhönnu Sig- urðardóttur í matreiðsluþætti Dagsljóss eigi alls fyrir löngu: Auðnuvegur oft er mjór og ýmsum torvelt genginn. Tíminn kom og tíminn fór tímann höndlar enginn. Sigfús Jónsson frá Skrúð í Reykholtsdalshreppi veit að gæf- an getur verið fallvölt: Allt er lífið ógnarspil örlög tæpast flúin. Við það eitt að verða til var mér hætta búin. Ekki hefur Mona Sahlin farið ' varhluta af því. Hún var óumdeilt ' leiðtoga- og forsætisráðherraefni ' sænskra jafnaðarmanna áður en * hún misnotaði ráðherragreiðslu- ‘ kort sitt. Það er Rúnari Kristjáns- ' syni yrkisefni: Frá er talin vegsemd valin, víkur alin sigurtrú. Mæðudalinn mjög svo kvalin Mona Sahlin gengur nú. í harðri vetrarbyijun ornar Jó- • dís Kr. Jósefsdóttir sér við minn- • inguna um sumarið: Oft í hrið og hörini frosti hugur eygir sumarský. ’ Ekki væri að öðrum kosti unnt að bíða vors á ný. Jón Eiríksson, stundum nefnd- . ur Drangeyjaijarl, yrkir í sama . dúr: Kuldinn þjáir seggi og sjá sölna strá í högum. Vorsins þrá er voldug á vetrar gráum dögum. Umsjónarmaður þakkar öllum þeim sem leggja þættinum lið. Hann bendir jafnframt á að svona þáttur getur aldrei skotið rótum nema með samtakamætti vísna- vina um allt land. Að lokum verður tekið upp á þeim gamla og góða sið að birta fyrripart og láta lesendur um að botna. Úrval þeirra svara sem þættinum berast verður síðan birt í blaðinu: Léttir huga, lífgar geð að labba nið’rá Vísnatorg Hvað ungur nemur Kvölda tekur, sest er sól, sveimar þoka um dalinn.. Komið er heim á kvíaból kýmar, féð og smalinn. „Þetta er ein af þeim vísum sem ég lærði ungur og hafa fylgt mér alla ævi,“ segir Sigurður Sigurð- arson, dýralækn- ir og félagi í Kvæðamannafé- laginu Iðunni. Hann lærði. vís- una fimm ára. „Ég held mikið upp á hana af því hún lýsir lífí þjóðarinnar á látlausan hátt. Lífsmáti fólks var annar, en vísan er engu að síður sígild." Kvæðamannafélagið Iðunn hef- ur nú hafíð útgáfu á tímariti sem mun koma út þrisvar á ári og hafa að geyma yfirlit yfír vísna- þætti og stökur úr blöðum og tímaritum. Fyrsta hefti gerir tímabilinu janúar-apríl á þessu ári skil og er helgað minningu Svein- bjamar Benteinssonar allsheijar- goða. Það er því ekki úr vegi að láta vísu eftir Sveinbjöm fylgja með. Af nógu ér að taka. Dularmögn frá eldri öldum óspillt þögnin dró að sér. Rímuð sögn af römmum völdum rökkurfópuð veitti mér. ÞANNIG VIRKAR TÖLVAN Þantiig virkar tölvan er skemmtileg leið til að kynnast tölvunni og framar öllum í sinni röð. Alfred Poor, PC Magazine Sláandi.. .fræðandi.. .auðskilin. L.R. Shannon, The New Yorlc Times Hnökralaus samsetning texta og mynda gera flókna eðlisfræði einkatölvunnar eins sjálfsagða og þyngdarlögmálið. Larry Blosko, The Associate Bók og geisladiskuri Pöntun Jólakort Félags eldri borgara NÚ ERU að koma til félaga og vel- unnarar Félags eldri borgara I Reykjavík og nágrenni jólakort 1995 sem prýdd eru litmynd frá Ingólfs- torgi í miðborg Reykjavíkur, upp- ljómuðu af jólajósum á jólatrénu. Sala jólakorta er önnur aðalfjáröfl- unarleið félagsins á eftir félagsgjöld- um. Það er því von Félags eldri borg- ara að menn bregðist vel við eins og oft áður. Félagið heldur uppi víðtæku tóm- stundastarfi og leggur mikla áherslu á gæslu hagsmuna aldraðra. Námskeið um fjölskyldumál FJÖLSKYLDUFRÆÐSLAN stendur fyrir námskeiði 13. og. 14. nóv. þar sem norsku hjónin Kari og Ole Magn- us Olafsrud munu fjalla um fjöl- skyldumál. Námskeiðið, sem er tveggja kvölda, verður haldið í safn- aðarsal Digraneskirkju í Kópavogi og hefst bæði kvöldin kl. 20. Kari og Ole Olafsrud hafa haldið fjölsótt námskeið í heimalandi sínu, Noregi, og gefíð út b'ækur um fjöl- skyldumál. Námskeið þeirra hafa notið stuðnings norska félagsmála- ráðuneytisins og verið haldið fyrir starfsfólk margra fyrirtækja. Námskeiðið kostar 2.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.