Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BÍLAR BÍLAR ’96 er yfirlit yfir nýja fólksbíla og jeppa á ís- lenskum markaði. Stuðst er við upplýsingar frá bíla- umboðunum. Staðreyndir um vélar og búnað ásamt málum og eldsneytiseyðslu er að mestu fengnar úr þýska bílatímaritinu Auto Motor undSport. Undir heiti bflsins er sagtfrá hámarkshraða hans, hröðun úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst, þyngd bflsins miðað við hvert hestafl vélar og loks eldsneytis- eyðsla á hverja 100 km í blönduðum akstri samkvæmt Evrópustaðli. Myndir sem birtar eru af bflunum geta í sumum tilfellum sýnt búnað sem ekki er staðalbún- aður á þeirri gerð sem fjallað er um hverju sinni. Bflunum er skipt niður íátta stærðar- og notkunar- flokka. Á eftir algengustu flokkum fólksbfla og jeppum eru birtar töflur þar sem borinn er saman staðalbún- aður og öryggisbúnaður bflanna ásamt verði á búnað- inum sé hann fáanlegur. Fiat Punto 75 SX 1.069.000 kr. 170 km/ldst I2sek 12,4 kg/ho FIAT Punto 75 SX, Bíll ársins í Evrópu 1995, er með stærri vél en 55 S sem er, eins og talan gefur til kynna, 75 hestafla. Punto 75 SX er mun betur búinn en litli bróðir, m.a. með samlæsingum, rafdrifnum rúöum og snúningshraðamæli. En það sem menn finna kannski helst fyrir er meira afl. Punto er með fimm gíra hand- skiptingu sem er lipur. Vélarnar eru þýðgengar og hljóðl- átar. • Vél: 1,2 lítrar, 8 ventlar, 4 strokkar. • Afl: 73 hö við 6.000 snúninga á mínútu. • Tog: 11 mkg við 4.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 377/163/145 sm. 905 kg. • Eyðsla: 6,7 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun. • Umboð: ítalskir bflar hf., Reykjavík. Honda Civic 1.41 ?? 172 km/klst 13,1 sek 12,11 kg/ho 71 HONDA setti á markað síðastliðið vor þennan fimm dyra Civic hlaðbak sem smíðaður er í Englandi og leys- ir Concerto af hólmi. Bíllinn er nýr, bæði í hönnun og í tækni, miðað við aðra Civic bíla og hann er með nýrri 1,4 I vél í stað 1,6 I vélarinnar sem Concerto var með. í samanburði við Concerto er Civic með mun stífari undirvagn sem bætir aksturseiginleikana. O Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. O Afl: 90 hö við 6.000 snúninga á mínútu. oTog: 117 Nm við 5.000 snúninga á mínútu. O Mál og þyngd: 432/169/139 sm. 1.090 kg. O Eldsneytiskerfi: PGM-Fi rafeindastýrð, bein inp- spýting. O Umboð: Honda á Islandi, Reykjavík. Daihatsu Charade TS1,3 998.000 kr. Ford Fiesta 1.25 Flair ?? Honda Civic 1.41 1.180.000 kr. 170 km/klst I2sek 9,88 kg/ha 6,41 DAIHATSU Charade var einn mesti seldi smábíllinn á ís- landi fyrir nokkrum árum. Hann kom fyrst á markað 1978 og var þá kjörinn bíll ársins í Japan. Árgerð 1996 af fimmtu kynslóð og nýjasta lagið var kynnt 1994 og á þessu ári kom ný gerð af stallbaknum. Bfllinn er með vökvastýri og 1,3 lítra, 16 ventla vél og hann er einnig fáanlegur CS fimm dyra og kostar þá 1.048.000 kr. og SG 4ja dyra með 1,5 I vél, 90 hestafla og kostar þá 1.248.000 kr. 4ja gíra sjálf- skipting kostar 100.000 kr. aukalega. eVél: 1,3 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. # Afl: 84 hö við 6.500 snúninga á minútu. eTog: 105 Nm við 5.000 snúninga á mínútu. e Mál og þyngd: 375/162/139 sm. 830 kg. e Eyðsla: 6,4 I miðað við biandaðan akstur. e Eldsneytiskerfi: Bein fjölinnspýting. e Umboð: Brimborg hf., Reykjavík. Fiat Punto 55 S 969.000 kr. 170 km/klst 12,7 sek 12,53 kg/ha 6,41 FORD kynnti nýjan Fiesta í haust sem auk þess að vera gjörbreyttur í útliti er með nýrri 1.250 rúmsenti- metra léttmálmsvél. Að utan er bíllinn kominn með sporöskjulaga grill sem einkennir alla Ford bíla, aftur- glugginn er stærri og afturlugtirnar breyttar. Flair er grunngerð bílsins en hann verður einnig í útfærslunum Focus, Fun og Ghia og verða þær allar fáanlegar 3ja eða 5 dyra. Staöalþúnaður verður líknarbelgur í stýri. •Vél: 1,25 litrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 75 hö við 5.200 snúninga á mínútu. • Tog: 110 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 383/163/132 sm. 940 kg. • Eyðsla: 6,4 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Bein fjölinnspýting. • Umboð: Brimborg hf., Reykjavík. Ford Escort CLX1,4 1.148.000 kr. 165 km/klst I3sek 13,7 kg/ha 7I HONDA Civic kom fyrst á markað 1977, árgerð 1996 er af sjöttu kynslóð og hafa yfir 10 milljónir bíla af þessari gerð verið smíðaðir. Civic hefur verið kjörinn bíll ársins í Japan og Bandaríkjum og hlotið Gullna stýr- ið í Þýskalandi. Bíllinn er gjörbreyttur frá fyrra ári, hann er lengri og breiðari, með nýjum vélum og endurbættri fjöðrun. Bíllinn er einnig fáanlegur með 1,4 I, 90 hest- afla, 1,5 I, 114 hestafla og 1,6 I 160 hestafla vél. • Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 75 hö við 6.000 snúninga á mínútu. • Tog: 110 Nm við 3.000 snúninga á mfnútu. • Mál og þyngd: 419/169/137 sm. 1.030 kg. • Eldsneytiskerfi: PGM-Fi rafeindastýrð, béin inn- spýting. • Umboð: Honda á íslandi, Reykjavík. Hyundai Accent 1.3i LS 1.095.000 kr. 150 km/klst 16,5 sek 15,45 kg/ha 6,41 FIAT Punto er nýr bíll sem kom fyrst á markað 1994. Hann leysti af hólmi hinn vinsæla Fiat Uno og hefur hlaðið á sig viðurkenningum. Hann var kjörinn bíll árs- ins í Evrópu 1995, Bíll ársins í Danmörku 1995 og hlaut Gullna stýrið í Þýskalandi 1995. Punto var hannaður af Giorgietto Giugiaro og hönnunarmiðstöð Fiat í Tór- ínó. Punto er með krumpusvæði og sérstyrkt öryggis- búr ökumanns og farþega með styrktarbitum í gólfi. • Vél: 1,1 lítrar, 8 ventlar, 4 strokkar. • Afl: 55 hö við 5.500 snúninga á mínútu. • Tog: 8,7 Nm við 3.500 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 377/163/145 sm. 850 kg. • Eyðsla: 6,4 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Bein innsprautun. • Umboð: ítalskir bflar hf., Reykjavík. 169 km/klst 14,4 sek 14 kg/ho 81 FORD Escort kom nýr á markað á þessu ári, gjörbreytt- ur í útliti og með nýjum innréttingum og undirvagni. 64 Escort bílar hafa selst frá því hann kom á markað hérlendis fyrir nokkrum mánuðum, mest af CLX. Búnað- ur í þessum bíl er m.a. vökvastýri, útvarp/segulband, samlæsing og upphituð fram- og afturrúða og rafstýrð- ir útispeglar. 5 dyra hlaðbakurinn kostar 1.198.000 kr. • Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 75 hö við 5.500 snúninga á mínútu. • Tog: 106 Nm við 2.750 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 410/169/140 sm. 1.050 kg. • Eyðsla: 8 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Bein fjölinnspýting. • Umboð: Brimborg hf., Reykjavfk. 170 km/klst 13,6 sek 12,93 kg/ha 6,51 HYUNDAI Accent kom nýr á markað í fyrra en hann leysti af hólmi Pony. 1996 árgerðin er nánast óbreytt frá 1995 árgerð. Þetta er lítill og knár bíll sem gott er að aka. Meðal staðalbúnaðar er vökva- og veltistýrí, litað gler, samlitir stuðarar, útvarp/segulband og 4 hátalarar. Styrktarbitar eru í hurðum og stillanleg örygg- isbelti. Bíllinn er einnig til fernra dyra stallbakur og þriggja dyra hlaðbakur. • Véí: 1,3 lítrar, 4 strokkar, 12 ventlar. • Afl: 75 hö við 5.000 snúninga á mínútu. • Tog: 119 Nm við 3.100 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 410/162/139 sm. 970 kg. • Eldsneytiskerfi: Bein innspýting. • Umboð: Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.